Færsluflokkur: Hermál, varnarmál
27.6.2017 | 22:45
ESB-her verður til - staðreynd! Afleiðingarnar grafalvarlegar
Ekki þarf að efa að ESB-herinn verði til, enda vilji utanríkisráðherra Þýzkalands, þótt krati sé.
Jafnvel rödd Þjóðverja myndi ekki heyrast í alþjóðasamfélaginu ef við værum einir á báti. Þess vegna þurfum við sameiginlega evrópska rödd. Þannig verðum við hluti af alþjóðlega stjórnmálasviðinu. Við kunnum að skipta máli efnahagslega en ekki stjórnmálalega án hennar,"
sagði Sigmar Gabriel, utanríkisráðherrann, í viðtali við Mbl.is í dag.
Við verðum að skipuleggja varnarmálin skref fyrir skref. Við munum ekki koma á evrópskum her á morgun. Það sem er mögulegt að koma á, til skemmri tíma litið, er nánara samstarf á milli evrópskra herja. Það er algerlega nauðsynlegt að samræma hernaðargetuna og herina. Það mun að lokum leiða til evrópsks hers en það er annað eða þriðja skrefið,
sagði ráðherrann orðrétt (leturbr. jvj).
Oft hafa Evrópusambandssinnarnir hér á landi svarið af sér, að til stæði að stofna ESB-her, en þetta er sannarlega inni í framtíðaráætlunum bæði í Berlín og Brussel.
Athyglisverð er viðurkenning hans á dvínandi gengi Evrópuríkjanna:
"... við ættum að einbeita okkur að stóru málunum þar sem einstök ríki geta ekki staðið vörð um hagsmuni íbúa sinna ein á báti. Sem dæmi fjölgar íbúum Asíu, Bandaríkjanna og Afríku á meðan íbúum Evrópu fækkar. Innan 10-20 árum munu börnin okkar og barnabörn einungis hafa rödd á alþjóðavettvangi ef það er sameiginleg evrópsk rödd,
sagði hann. Ekki lýsir þetta mikilli tiltrú á að ríki geti staðið fyrir sínu án þess að vera í bandi með stórveldi ... já, einmitt, stórveldi sem leitt er af endursameinuðu Þýzkalandi. Gamli draumurinn að rætast?!
Og þessu verður meðal annast fylgt eftir með því að efla veldi ESB með öflugum her, miðstýrðum af þeim sem þar ráða! Falleg framtíðarsýn fyrir vinstri sinnuðu friðardúfurnar íslenzku?!
En tækist fullveldisframsalsmönnum að narra Íslendinga til að kjósa yfir sig Evrópusambandið, þarf ekki að spyrja að því, að einnig af okkur yrði ætlazt til framlags til þessa stóra hers, ef ekki í formi hermanna, þá í enn frekara formi álaga með framlögum af fjárlögum okkar, en ef ekki þannig í miklum mæli, þá með því að gera landið sjálft að vettvangi herstöðva og heræfinga ESB-hersins. Og þar hefðum við ekki síðasta orðið, það leiðir af sjálfu sér af almennum inntökuskilmálum nýrra ríkja í þessu stóra ríkjasambandi.
Jón Valur Jensson.
Evrópuherinn kemur að lokum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hermál, varnarmál | Breytt 28.6.2017 kl. 00:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2017 | 05:16
Það er ekkert að marka Benedikt, rammhlutdrægan gegn íslenzku sjálfstæði, leiðitaman ESB og óvin meintra óvina þess
Bandaríkin hafa ekki "sagt pass" við Ísland, þótt Benedikt ESB-málpípa segi svo, grípandi línuna frá Merkel. Uncle Sam var ekki "vondi karlinn", heldur Evrópusambandið: dæmdi okkur til að borga Icesave, vildi ekki unna okkur makrílveiða, reyndist Færeyingum líka afleitlega með viðskiptabanni.
Við getum flest þakkað fyrir að hafa ekki lent inni í Evrópusambandinu, enda værum við þá nú að borga Icesave-reikninga, ættum sáralítinn makríl-veiðirétt, værum með ESB-sjómenn hér í fiskveiðilögsögunni eins og Bretar, hefðum ekki okkar sveigjanlegu krónu, heldur værum í líku fari og Írar sem bölva evrunni og njóta ekki okkar ferðamannasprengju, og þar að auki værum við svo með þessi Brussel-tröll hangandi yfir okkur með ógnanir og hótanir um að við myndum hafa verra af, eins og Bretar, ef við skyldum voga okkur að reyna að verða sjálfstæð þjóð og fullvalda á ný með úrsögn úr Evrópusambandinu!
En Bandaríkin hafa hvorki brugizt okkur né Evrópu. Við fengum vel útilátna Marshall-aðstoð, sem fjármagnaði Áburðarverksmiðjuna, Sementsverksmiðjuna og tvær Sogsvirkjanir, auk þess sem "kanavinnan" við ýmsar framkvæmdir, aðallega á vellinum, átti um gott árabil drjúgan þátt í að við komumst þá bærilega af. Bandaríkin gáfu okkur sjálfan Keflavíkurflugvöll. Jafnvel löngu seinna borguðu þau lungann af byggingarkostnaði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Til að kóróna viðskiptasögu okkar við Bandaríkin tókst við viðskilnaðinn að véla út úr þeim allar varnarliðseignirnar, fjöldann allan af herstövarhúsum, þjónustuhús og mörg hundruð íbúða, á tombóluverði (og margt af þessu svo fengið billega í hendur einkavinum valdhafa hér).
Aldrei hafa Evrópríkin hjálpað okkur með neinum slíkum hætti, sízt Evrópusambandið, sem hirðir frekar af okkur framlög í þróunarhjálp fyrir slökustu ríkin í austurhluta þess ofurbákns, þótt þau komi okkur ekkert við.
Og það eru Bandaríkin sem hafa staðið, okkur að kostnaðarlausu, undir vörnum Íslands öllum öðrum fremur í meira en sjö áratugi. Varnarsamningurinn við Bandaríkjamenn er enn í fullu gildi, hve mjög sem Benedikt Jóhannesson reynir að láta sem okkur sé meira traust í Evrópusambandinu!
Þrívegis hafa Bandaríkin bjargað Evrópu frá sjálfri sér:
- í fyrri heimsstyrjöld,
- í síðari heimsstyrjöld
- og í Kalda stríðinu.
Þessu má Benedikt ekki gleyma í ásthrifni sinni af Evrópusambandinu.
Jón Valur Jensson.
Freki karlinn ræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hermál, varnarmál | Breytt 31.5.2017 kl. 03:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2016 | 10:59
Víst er friðarhugur í Trump!
Hvers lags "frétt" er þetta á Mbl.is: "Enginn friðarhugur í Trump"?*
Víst er friðarhugur í honum! Hann vill að
- Bandaríkin hætti að hafa frumkvæði að stríðum úti um allan heim með innrásum og íhlutunum í innanríkismál ríkja,
- og hann vill draga úr kaupum á rándýrum vopnabúnaði til bandaríska hersins. Einmitt þess vegna hafa hlutabréf lækkað í bandaríska hergagnaiðnaðinum.
Gleymum svo ekki, að haukarnir í hermálum Bandaríkjanna sl. 8 ár hafa verið Barack Obama og Hillary Clinton, sem studdu loftárásir á Líbýu og ófarsælan stuðning við uppreisnaröfl gegn Assad-stjórninni í Sýrlandi, auk þess að skipta sér af rússneskum innanlandsmálum vegna Krímskagans, þar sem fólkið kaus að endurnýja langtíma rússnesk yfirráð allt frá frelsun hans undan Tyrkjasoldán á 18. öld.
Og í þessum freklega Obama-Clinton-Evrópusambands-yfirgangi taka íslenzk stjórnvöld þátt með viðskiptahöftum á Rússland!
Fréttamenn eiga ekki að snúa við staðreyndum.
* Þannig var frétt Mbl.is upphaflega. 20 mín. seinna hefur hún breytzt í: Enginn friðarhugur í Trump gagnvart Kína. Kannski sumir fréttamenn vilji, að Kína leggi ekki aðeins undir sig Suður-Kínahaf, heldur einnig eyríkið Formósu (Taíwan), en um það land hefur allt frá stríðslokum 1945 helzt verið ágreiningur milli stefnu kommúnista í Peking og Bandaríkjanna. Nú vilja sumir "friðarsinnar", að Bandaríkjastjórn hætti að ábyrgjast öryggi Taíwans!
Jón Valur Jensson.
Enginn friðarhugur í Trump | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hermál, varnarmál | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.11.2016 | 03:21
Evrópusambandið vill verða stórveldi/heimsveldi (staðfest)
Hún gengur ekki þessi fáfræði margra um Evrópusambandið! Jafnvel Ómar Ragnarsson þrætir fyrir vilja og stefnu Brussel-manna að gera Evrópusambandið að heimsveldi. En fyrir því liggja ótvíræð orð höfuðleiðtoga þessa ríkjasambands.
Þannig sagði Jacques Delors, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins 1985-1995: "Wir müßen Großmacht werden!" [Við verðum að gerast stórveldi]. Þetta sagði hann þá þegar í nóvember árið 1991 í viðtali við Der Spiegel (sbr. Ragnar Arnalds, fyrrv. fjármála- og menntamálaráðherra: Sjálfstæðið er sístæð auðlind, Reykjavík 1998, bls. 102).
Jón Baldvin Hannibalsson sagði Delore hinn frábærasta í starfi forseta framkvæmdastjórnarinnar, sem er e.k. ríkisstjórn Evrópusambandsins. Ennfremur kallar Jón Baldvin þann klóka mann "föður Evrópska efnahagssvæðisins" (EES). En augljóst er, að Delors var opinber talsmaður ESB, ef nokkur var það.
Jose Manuel Barroso, sem var forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins 2004-2014, talaði um heimsveldi sitt (empire).
Já, af því að ýmsir virðast efins um þessa stórveldisdrauma Evrópusambandsins, þá er vert að vitna hér í sjálfan Barroso, sem lét merkileg orð falla í þessa átt á blaðamannafundi hinn 17. júlí 2007. Þar kallaði hann sambandið reyndar ekki stórveldi (Großmacht), eins og fyrirrennarinn Jacques Delors gerði, heldur heimsveldi (empire).
Þetta kemur fram í frétt The Daily Telegraph: Barroso hails the European empire, hinn 18. júlí 2007, svohljóðandi:
We are a very special construction unique in the history of mankind, said Mr Barroso yesterday. Sometimes I like to compare the EU as a creation to the organisation of empire. We have the dimension of empire. The commission president made his remarks on Europes historical mission while celebrating real progress on a new EU treaty deal to replace the constitution rejected by French and Dutch voters two years ago.
Frá þessari frétt sagði Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, hinn 25.7. 2007 með eftirfarandi hætti:
Við erum mjög sérstök smíði sem er einstök í mannkynssögunni. Stundum líki ég Evrópusambandinu sem sköpunarverki við skipulag heimsveldis. Við búum yfir stærð heimsveldis. Þannig mælti José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á blaðamannafundi þann 17. júlí sl.
Þannig hafa tveir æðstu embættismenn Evrópusambandsins talað án þess að tvínóna við það. Hvers vegna viðurkenna íslenzkir áhangendur þessa fyrirbæris ekki þá staðreynd?
En í fullu samræmi við þá staðreynd er vilji ráðamanna í Brussel nú (og reyndar um langa hríð áður) að stofna einn sameinaðan Evrópusambandsher, og fyrir liggja um það valdheimildir í Lissabon-sáttmálanum.
Jean-Claude Juncker, eftirmaður Barrosos sem forseti framkvæmdastjórnar ESB frá 2014, hvetur til þess, að hafin verði af nýju uppbygging evrópsks öryggisbandalags með það að lokamarkmiði að stofna Evrópuher, eins og hann sagði í ræðu á fundi í Berlín sl. fimmtudag; undir þetta taka þýzk stjórnvöld skv. frétt Irish Times, en Þýzkaland er langöflugasta ríkið innan Evrópusambandsins.
Nú blasir við, vegna einurðar Donalds Trump gagnvart NATO-ríkjum, að þar verða útgjöld til hermála trúlega hækkuð í 2% af vergri þjóðarframleiðslu innan nokkurra ára. Engin ástæða til að ætla, að nokkru ríki, jafnvel svo smáu sem Íslandi, sem hugsanlega gæti innlimazt í ESB, yrði hlíft við því að leggja fram sinn skerf til sameiginlegra varnarmála, þ.e. til ESB-hersins. Þar yrði m.a. horft til tiltölulega mikils ríkidæmis okkar, og legðum við ekki fram mannskap til þjálfunar og vopnaburðar í þeim her, þá yrðum við í staðinn látin leggja fram þeim mun meira fé af fjárlögum okkar til reka slíkan her.
Og í sambandi við stórveldisdrauma Evrópusambandsins er ekki vert að gleyma hér fremur nýlegum ummælum Hermans van Rompuy, forseta ráðherraráðs ESB 2009-2014, um að "Úkraína á heima í Evrópusambandinu"! (sjá Evrópusambandið sækist eftir Úkraínu). En þegar hann lýsti þessu yfir, að Úkraína ætti heima í Evrópusambandinu, gerði hann nánast nákvæmlega það sama og Olli Rehn, fv. útþenslustjóri ESB, sagði í viðtali við Handelsblatt: "Islands natürlicher Platz ist in der EU eðlilegur eða náttúrlegur staður Íslands er í Evrópusambandinu. Þau orð voru frek íhlutun í okkar innanríkismál (sbr. hér), og eins var um orð Rompuys gagnvart Úkraínu, en þeim var líka fylgt eftir í verki með framlagi ESB og Bandaríkja Obama til uppreisnarafla í Kænugarði.
Jón Valur Jensson.
Vill stefna að Evrópuher | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hermál, varnarmál | Breytt s.d. kl. 04:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ja zu Beitrittsverhandlungen
Island will der EU beitreten stendur þar undir mynd, sem ég kæri mig ekki um að birta hér (af íslenzka fánanum með þeim þýzka og Evrópusambandsins). Eftirfarandi er fróðlegt:
Mit großer Mehrheit hat sich der Bundestag für die Aufnahme von Beitrittsverhandlungen über eine EU-Mitgliedschaft Islands ausgesprochen. Zwar lehnten die Abgeordneten am Donnerstag, 22. April 2010, nach rund einstündiger Debatte im Plenum alle Anträge sowie Entschließungsanträge der Opposition ab, in denen SPD, Die Linke und Bündnis 90/Die Grünen beinahe unisono für einen zukünftigen EU-Beitritt der Atlantikinsel plädiert hatten (17/1059,17/1191, 17/1171,17/1172). Doch der gemeinsame Antrag von Union und FDP mit dem Ziel, ein Einvernehmen zwischen Bundestag und Bundesregierung über Beitrittsverhandlungen mit Island herzustellen, wurde in der Abstimmung mit den Stimmen der Koalition angenommen (17/1190, 17/1464). Ein Antrag der Grünen, die gefordert hatten, die Rechte des Bundestages nach den Begleitgesetzen zum Vertrag von Lissabon zu wahren, wurde einvernehmlich vom Parlament für erledigt erklärt (17/260).
In der Debatte, die der Abstimmung vorausging, hatten sich alle Redner für die baldige Aufnahme von Beitrittsverhandlungen ausgesprochen. Michael Link, europapolitischer Sprecher der FDP, betonte, Deutschland und die Europäische Union hätten ein großes Interesse am Gelingen der Beitrittsverhandlungen. [Allt, sem er hér og síðar með bæði feitletri og skáletri í senn, er mín leturbreyting, JVJ.] Mit Island würde eine stabile Demokratie der EU beitreten, in der Rechtsstaatlichkeit und Menschenrechte geachtet würden.
Mehr als nur eine Flucht unter den Euro-Rettungsschirm
Trotz der Finanzkrise, die die Republik hart getroffen habe, könne man noch immer von einer stabilen Marktwirtschaft auf der Atlantikinsel sprechen. Zudem könne die EU von Island viel lernen: So lege Island großen Wert auf eine nachhaltige Fischereiwirtschaft. Wir müssen in den Beitrittsverhandlungen darauf achten, dass Island in Bereichen, in denen es Fortschritte gemacht hat, nichts von der EU übergestülpt wird, mahnte der Liberale.
Im Gegenzug dürften jedoch keine Abstriche und Kompromisse beim kommerziellen Walfang gemacht werden. Kritikern, die Bedenken geäußert hatten, Island ginge es mit dem Beitrittsgesuch nur um die Flucht unter den Euro-Rettungsschirm, entgegnete Link, dass sich die Sozialdemokraten in Island schon lange für eine EU-Mitgliedschaft ihres Landes einsetzten. Es geht um mehr als nur um den Beitritt zur Eurozone.
Beitrittsverhandlungen sind keine Einbahnstraße
Ähnlich sah dies auch Michael Roth, der stellvertretende europapolitische Sprecher der SPD. Seine Fraktion freue sich auf Beitrittsverhandlungen. Wichtig sei dabei, die Chancen einer Mitgliedschaft auf beiden Seiten zu betonen. Dennoch müsse in den Verhandlungen klar gemacht werden, dass es in der EU nicht nur um Binnenmarkt, Euro und wirtschaftliche Kriterien gehe. Wir sind auch eine Wertegemeinschaft, betonte der Sozialdemokrat.
Aus diesem Grund sei es notwendig, auch die Zivilgesellschaft in den Prozess der Beitrittsverhandlungen einzubeziehen. Nicht nur in Island, sondern auch innerhalb der EU müsse dringend eine Debatte über die Zukunft der EU geführt werden, forderte er. Roth plädierte dafür, die Beitrittsverhandlungen mit Island zum Anlass zu nehmen, das nachzuholen, was auch in Deutschland sträflich vernachlässigt worden sei - eine Debatte darüber, wohin wir wollen mit der Union und wie wir in Wirtschaft, Finanzpolitik und Umweltpolitik enger zusammenarbeiten können. Die Verhandlungen seien keine Einbahn- sondern eine Zweibahnstraße, stellte Roth klar.
Island muss Integrationsidee Europas mittragen
Dr. Andreas Schockenhoff, stellvertretender Vorsitzender der Union für den Bereich der Europapolitik, betonte, dass mit dieser nun stattfindenden Debatte über Island der Bundestag zum ersten Mal darüber entscheiden könne, ob mit einem Kandidaten EU-Beitrittsverhandlungen geführt werden. Das ist ein starkes Recht, das der Lissabon-Vertrag uns einräumt, gab der CDU-Politiker zu bedenken. Doch es sei auch eine große Verantwortung. Das Parlament müsse seine Erwartungen an den Verhandlungsprozess deutlich machen.
Für seine Fraktion betonte Schockenhoff, die CDU/CSU unterstütze das Ziel einer Mitgliedschaft Islands in der EU. Die Republik sei ein Gewinn für Europa, gerade was seine Erfahrungen mit erneuerbaren Energien betreffe. Außerdem habe die EU auch ein strategisches Interesse: Island ist das Tor zu Arktis, gerade mit Blick auf die dortigen Rohstoffe sollte die EU hier präsent sein, so Schockenhoff. [Allt, sem er hér og síðar með bæði feitletri og skáletri, er mín leturbreyting, JVJ.]
Trotzdem müsse die Atlantikrepublik auch die politischen und wirtschaftlichen Kriterien für eine Aufnahme erfüllen. Island dürfe nicht nur aus finanziellen Gründen Mitglied werden. Es muss auch die Grundidee einer immer tieferen Integration mittragen, forderte der Politiker.
Verhandlungen ohne Vorbedingungen
Manuel Sarrazin, europapolitischer Sprecher von Bündnis 90/Die Grünen, betonte wie auch Schockenhoff die Bedeutung der Debatte im Parlament über das Beitrittsgesuch Islands: Wir als Bundestag mischen uns nun ein - und das ist ein wichtiges Signal - auch an die Öffentlichkeit. In den Verhandlungen mit Island dürften alte Fehler, wie etwa die verfrühte Nennung von Beitrittsterminen, nicht wiederholt werden.
Aber auch bilaterale Konflikte dürften nicht den europäischen Prozess behindern, forderte der Politiker mit Blick auf das umstrittene isländische Icesave-Gesetz. Dieses sollte Hunderttausende ausländischer Kunden für die Pleite der Icesave-Bank entschädigen, war dann aber vom isländischen Präsidenten im Januar 2010 per Veto gestoppt worden. Dies hatte zu Streit mit den EU-Mitgliedstaaten Niederlanden und Großbritannien geführt.
Sarrazin sprach sich für den baldigen Beginn von Verhandlungen mit Island ohne Vorbedingungen aus. Die Bundesregierung solle darauf beim nächsten Treffen des Europäischen Rates im Juni hinwirken, verlangte der Abgeordnet: Damit Island nicht länger warten muss.
Schuldentilgung darf keine Voraussetzung sein
Auch Andrej Hunko (Die Linke) unterstützte ausdrücklich das Beitrittsgesuch Islands. Natürlich gebe es Bereiche, in denen sich das Land verändern müsse, gab er zu und nannte in diesem Zusammenhang insbesondere das Verbot des kommerziellen Walfangs. Doch auch die EU müsse sich bewegen - etwa im Bereich der Kapitalverkehrskontrolle, forderte Hunke, der Mitglied des Europaausschusses im Bundestag ist.
So bezeichnete der Linkspolitiker - ähnlich wie zuvor Manuel Sarrazin - es als inakzeptabel, die Beitrittsperspektive Islands mit dem Streit um das isländische Icesave-Gesetz zu verknüpfen, wie es bislang in der Öffentlichkeit getan worden sei. Die Schuldentilgung dürfe keine Voraussetzung für einen Beitritt des Landes zur EU sein.
Heimild: vefsíðan Deutscher Bundestag, Startseite > Dokumente & Recherche > Textarchiv > 2010 > EU-Beitritt Island.
Hermál, varnarmál | Breytt s.d. kl. 03:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.9.2016 | 14:43
"Viðreisn" vill taka þátt í að manna eða kosta ESB-her (fylgir í pakkanum með innlimun í ESB ásamt öðru ókræsilegu)
Í Brexit-vandræðum vilja Brussel-ráðamenn þétta raðirnar, styrkja völd ESB og m.a. koma á fót ESB-her (en vilja ekki að Frakkar sjái einir um það).
Hér er ný skoðanakönnun um afstöðu Íslendinga til þessa framtíðar"kosts":
Segir ESB í erfiðri stöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hermál, varnarmál | Breytt s.d. kl. 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.7.2016 | 19:43
Draumur Brussel-bossa rætist um stofnun ESB-hers
Þeir vita sem er, að ekki er tekið mikið mark á herlausu stórveldi.
ESB-þingið samþykkti í dag að stofna nýjan landamæraher og á hann að taka á flóttamannavandanum: standa vaktina á landamærum landa á borð við Grikkland og Ítalíu frá og með september á þessu ári. Mbl.is segir frá í nýrri frétt.
Stofnun landamærahersins var samþykkt með 483 atkv. gegn 181. 48 sátu hjá.
Nokkur ríki Evrópusambandsins hafa á undanförnu misseri tekið upp landamæraeftirlit að nýju, en það hafði verið aflagt eftir að Schengen-samstarfið tók til starfa. Er það vegna flóttamannastraumsins, en rúmlega ein milljón flóttamanna og innflytjenda hefur komið til Evrópu frá því í ársbyrjun 2015.
Samþykkt Evrópuþingsins í dag felur í sér heimildir ríkja til þess að sjá áfram um eftirlit á landamærum sínum, en þau geta nú kallað eftir neyðaraðstoð úr landamærahernum sem mun telja a.m.k. 1.500 landamæraverði. (Mbl.is)
Greinilega hefur það haft mikil áhrif, að leiðtogar ESB-ríkja eins og Þýzkalands og Svíþjóðar buðu flóttamenn velkomna til landa sinna. Svíar sögðu alla sýrlenzka flóttamenn velkomna að vera til frambúðar, jafnvel þótt friður kæmist á í Sýrlandi, en svo neyddust sósíaldemókratar til að snúa við blaðinu, þegar þeir réðu ekki lengur við aðstreymið. Og ýmsar ESB-þjóðir kunna Angelu Merkel litla þökk fyrir að hafa átt sinn stóra þátt í að hleypa af stað flóttamannastraumnum yfir Eyjahaf og Miðjarðarhaf.
Og nú dugar ESB-ríkjum ekkert minna en 1500 manna ESB-landamæraher auk þeirra eigin löggæzumanna! Hafi þetta ekki verið skipulagt frá upphafi, ber það naumast vitni um mikla fyrirhyggju.
En hér hyggja eflaust ýmsir ESB-valdamenn gott til glóðarinnar að nýta sér í vaxandi mæli valdheimildir Lissabon-sáttmálans um stofnun og rekstur ESB-hers, á landi, lofti og legi.
Jón Valur Jensson.
ESB stofnar landamæragæslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hermál, varnarmál | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2016 | 12:41
Tyrkland, sem "færzt hefur nær alræðisstjórn", virðist ætla að fá sínu framgengt um frjálsan aðgang Tyrkja um Schengen-lönd
... og það án vegabréfsáritunar! Er þetta hluti af samningi um að Tyrkir taki aftur við flótta- og farandfólki sem hefur farið þaðan til Grikklands. Skilyrði fyrir samkomulaginu virðast af léttúðarástæðum ætla að hafa lítið vægi, "Realpolitik" látin ráða. Þar með fá 79 og hálf milljón Tyrkja þennan aðgang að Íslandi og Noregi rétt eins og að flestum ESB-löndum (þó ekki Bretlandi og Írlandi). Allstórt hlutfall tyrkneskra borgara er hlynnt hryðjuverkahreyfingum, og þar að auki er líklegt, að slíkir aðilar meðal Sýrlendinga og Íraka geti aflað sér falskra vegabréfa og komist þannig inn í Tyrkland og síðan um allt Schengen-svæðið.
Óháð afstöðu Ísendinga til Evrópusambandsins eru mörg gild rök gegn því, að við höldum áfram að vera aðilar að Schengen-samkomulaginu. Varnarhagsmunir Íslands og Norðurlanda ættu að vera hér augljóst umhugsunarefni. Meintri vörn í Schengen-kerfinu er nú þegar að stórum hluta kastað fyrir róða með því að fella niður kröfur þess kerfis um vegabréfaeftirlit, en Þýzkaland og Austurríki voru einmitt fyrir nokkrum dögum að leggja áherzlu á framlengingu undanþágna sinna frá því að framfylgja Schengen-skyldum sínum.
Evrópusambandið óttast, að án vegabréfasamkomulagsins muni Tyrkland ekki koma böndum á straum fólks inn í álfuna, segir í frétt BBC um málið. En það, hversu auðveldlega Tyrklandi hefur gengið þetta á allra síðustu vikum (um 80% árangur náðst við að stöðva fólk í för þess til Grikklands), hafa menn einmitt séð sem merki þess, að fram að því hafi stjórn Erdogans í raun verið að beita Evrópusambandið þumalskrúfu (að stoppa ekki flóttamenn af, sem vel var hægt) til þess að fá sínum kröfum framgengt í samningum, en þær kröfur Erdogan-stjórnarinnar ganga einkum út á þrennt: inntöku Tyrklands í Evrópusambandið (þ.e.a.s. að þeirra rykföllnu umsókn verði flýtt), sex milljarða evra greiðslu frá Brussel til Ankara (840 milljarða ísl. króna - og áframhald næstu ár!) og í 3. lagi, að tyrkneskir borgarar fái að leika lausum hala á Schengen-svæðinu!
Sjaldan hafa Evrópuríki gert jafnmikla undanláts- og uppgjafarsamninga sem þá, sem hér um ræðir, og minnir þetta óneitanlega á Münchenar-samkomulag Chamberlans og Daladiers við Hitler 1938!
Í frétt BBC er bent á, að Evrópuþingið og aðildarríki ESB þurfi að samþykkja þessa ráðstöfun, áður en Tyrkir geti byrjað að ferðast vegabréfslaust um Schengen-svæðið. Þá geri ESB ýmsar kröfur til ríkja: að þau standist kröfur um m.a. tjáningarfrelsi, sanngjörn réttarhöld og endurskoðun hryðjuverkalöggjafar til að tryggja réttindi minnihlutahópa, áður en það aflétti kvöðum um vegabréfsáritanir. Hætt er þó við, að í þeirri þýzku Realpolitik (hugtakið frá tíma Bismarcks) sem hér er greinilega á döfinni, verði svona "aukaatriði" annaðhvort sniðgengin eða beitt yfirborðslegum kattarþvotti til að láta líta svo út, sem Tyrkland sé farið að "standa sig betur". En Tyrkjastjórn er þarna í þeim mun sterkari málamiðlunarstöðu sem hún hefur á síðustu mánuðum fjölgað mjög handtökum blaðamanna og lögsóknum gegn þúsundum manna vegna meintra móðgana við forsetann Erdogan.
Uggvænleg er því hin sennilega niðurstaða þessa máls, sbr. niðurlag fréttar Mbl.is af málinu:
- Í umfjöllun BBC segir að ef framkvæmdastjórn ESB leggur til að Tyrkir fái að ferðast frjálsir innan Evrópu verði það með miklum trega. Erfitt sé að halda því fram að Tyrkland standist þessar kröfur, en stjórnvöld hafa fært sig nær alræðisstjórn síðustu misserin. Nauðsyn vegna flóttamannastraumsins til Evrópu knýi hins vegar á um að þetta verði látið eftir tyrkneskum stjórnvöldum.
En íslenzkum stjórnvöldum er frjálst að segja upp Schengen-samkomulaginu. Og nú þegar þessar fréttir allar eru í hámæli, m.a. fyrir stundu í hádegisfréttum Rúv, þar sem Þorvaldur Friðriksson fréttamaður var með afar upplýsandi frétt og fréttarskýringu í málinu, þá getur ríkisstjórn okkar naumast skotið sér undan því að svara spurningum fréttamanna um hvort við séum ekki nauðbeygð, þessara breytinga vegna, til að segja upp Schengen-samningnum.
Jón Valur Jensson.
Tyrkir ferðast frjálsir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hermál, varnarmál | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2016 | 01:56
8% Tyrkja styðja Ríki islams (ISIS-samtökin); samt býður ESB þá velkomna á Schengen-svæðið!
Er ekki eitthvað mikið að þessu Evrópusambandi? Hvernig létu ESB-menn sér detta það í hug að bjóða tyrknesku þjóðinni að fara um allt Schengen-svæðið án vegabréfsáritunar? Í Tyrklandi eru meðallaun helmingi lægri en hjá láglaunafólki í Evrópusambandinu. Þessi ákvörðun stuðlar því að miklum fólksflutningum; og með munu óhjákvæmilega slæðast menn hlynntir hryðjuverkum.
JVJ.
Íslendingur sagður í Ríki íslams | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Hermál, varnarmál | Breytt 20.4.2016 kl. 01:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.2.2016 | 06:44
Fv. varnarmálaráðherra Breta: "Að vera í ESB býður hættunni heim"!
Liam Fox segir hryðjuverkamenn komast til landsins undir yfirskini þess að vera flóttamenn. Því stafi Bretum hætta af straumi hælisleitenda og flóttamanna til álfunnar og verri gætu afleiðingarnar orðið en árásirnar sem konur urðu fyrir í Köln o.fl. þýzkum borgum um áramótin.
Þetta kemur fram í viðtali breska dagblaðsins Daily Telegraph við Liam Fox en þar segir hann að Bretar þurfi að endurheimta sjálfstæði sitt og segja skilið við Evrópusambandið til þess að koma í veg fyrir að þessi staða geti komið upp. Segir hann út í hött að halda því fram, líkt og David Cameron forsætisráðherra Bretlands hafi gert, að vera Breta í Evrópusambandinu styrkti þjóðaröryggi þeirra. Bretlandi stafaði hætta af veru sinni í sambandinu af fjölmörgum ástæðum. Þar á meðal vegna efnahagskrísunnar á evrusvæðinu. (Mbl.is segir frá, leturbr. jvj.)
Þessi fyrrverandi ráðherra segir "yfirvöld í Grikklandi og á Ítalíu ekki hafa hugmynd um það hvaða fólk sé að koma til landa þeirra með bátum frá Tyrklandi og yfir Miðjarðarhafið, hvort um sé að ræða flóttamenn, hælisleitendur, fólk að flýja bág kjör eða hryðjuverkamenn sem haldi því fram að þeir séu flóttamenn eða hælisleitendur."
Þetta er alvarleg áminning, ekki aðeins til ríkisstjórnar íhaldsmanna í Bretlandi, heldur til margra ríkisstjórna í Evrópusambandinu. Standa hefði mátt miklu betur að þessum flóttamannamálum, en eins og of lengi var látið reka á reiðanum, má líklegt telja, að varnir landanna hafi riðlazt eða veikzt.
Jón Valur Jensson.
Vera í ESB bjóði hættunni heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hermál, varnarmál | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)