Færsluflokkur: Tónlist

Ófært að þvinga þjóðir til að búa saman, sbr. Júgóslavíu!

Söngvarinn frægi Chris Rea gagn­rýnir ráða­menn í Bret­landi og ESB, fjar­læga al­þýðu, og dreg­ur í efa sam­ein­ingu Evrópu: "you cannot force diff­er­ent people to live to­geth­er [when] they simply do not want to", og minnir á hrun Júgó­slavíu.[60]

Allir eiga að vita, hvernig fór í Júgó­slavíu. Eftir að sex þjóðum og þjóðabrotum líka hafði verið haldið saman undir einni stjórn Josips Bros Tito frá stríðslokum, hlutaðist ríkið sundur í mikilli borgara­styrjöld eftir 1990, þar sem áætlað er, að 130-140.000 manns hafi farizt. Svo stutt er síðan Balkanlöndin voru stríðsvöllur, og ekki stóð Evrópusambandið sig vel við að hefta framgang stríðsins; friðar­gæzlu­liðar á vegum Hollendinga brugðust þar yfir 5.000 múslimum, sem myrtir voru án þess að þeir hollenzku hreyfðu legg né lið.

Á tenglinum syngur Chris Rea lag til eldri dóttur sinnar, Josephine, og varð frægt. Um yngri dóttur sína, sem þá var fjögurra ára, samdi hann lagið Julia. Þarna eru falleg myndbönd, sem sýna ávexti friðar í stað sundrungar og stríðs vegna stefnu misviturra stjórnvalda, sem þvinga þjóðir sínar gegn þeirra vilja.

JVJ.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband