Færsluflokkur: Matur og drykkur

"Erum að taka rosalega áhættu" með innflutningi kjöts

„Frysting takmarkar smit meðan kjötið er frosið en bakt­er­íurnar lifna við þegar kjötið þiðnar í kjöt­borð­inu eða á heim­ilum lands­manna," segir Vilhjálmur Ari Arason, sérfr. í sýklalyfja­notkun barna og útbreiðslu sýkla­ónæmra baktería. Hann segir frystingu kjöts litlu breyta um raun­verulega smithættu á sýkla­lyfja­ónæmum bakteríum til landsins, í viðtals­greininni „Erum að taka rosalega áhættu“, í Bændablaðinu.

Þar fjallar hann m.a. um hræsni í rökum talsmanna óhefts innflutnings kjöts.

Vilhjálmur á sæti í sóttvarnarráði sem hefur áður sent frá sér ályktun þess efnis að það eigi að fara varlega í innflutning á hráum matvörum. Sérstaklega eggjum og kjöti vegna hugsan­legra matar­eitrunar­baktería og dýrasjúkdóma, en einnig algengrar náttúru­legrar flóru baktería sem erfitt er að forðast og meðhöndla sýkingar sem þær geta valdið og þegar þær eru orðnar sýklalyfja­ónæmar. (Sama grein.)

Upplýsandi er öll hans umræða:

"Talsmenn óhefts innflutnings á kjöti tala vísindin óhikað niður og tala einnig niður til heilbrigðisstarfsfólks sem glöggt þekkir til málsins. Sumir nefna að við komumst auðveldlega í snertingu við þessar bakteríur erlendis, sem er satt. En þar borðum við yfirleitt bakteríurnar og drepum þær þannig eða þvoum þær af okkur jafnóðum, þótt vissulega sé hætta í einhverjum tilvikum á að bakteríurnar berist með okkur eða erlendu ferðafólki til landsins.

Hrátt kjöt getur hins vegar borið mikið magn baktería á yfirborði sínu sem auðveldlega getur borist í líkamsflóruna okkar úr því.

Samkvæmt lýðheilsusjónarmiðum erum við að minnsta kosti að taka rosalega áhættu með því að flytja kjöt óhindrað til landsins. Kjöt sem gæti verið í allt að þriðjungi tilfella smitað af algengum sýklalyfjaónæmum bakteríustofnum eins og svokölluðum klasakokkum sem varla finnast enn þá hér á landi.“ (Leturbr. undirritaðs.)

Auk nefndra sérfræðistarfa Vilhjálms Ara er hann sérfræðingur í heimilis­lækningum.

JVJ.


ESB-trúboð Fréttablaðsins

Fréttablaðið birtir í dag 2 grein­ar í þágu Evr­ópu­sam­bands­ins, leið­ar­ann og pist­il Þor­steins Víg­lunds­son­ar í "Við­reisn".

Dæmi­gerð­ur er leið­ari evró­krat­ans Kol­brún­ar Berg­þórs­dótt­ur -- fjallar ger­sam­lega ein­hliða um Brexit-málið. Hún sér ENGIN rök sem Brexit-menn hafi haft fyrir sínum mál­flutningi (og þar skrökvar hún í leiðinni) og velur svo að tala ein­ungis þá fáu Brexit-mál­svara, sem misst hafa stjórn á sér í bræði í and­stöð­unni við ESB, sem nánast einu skýru dæmin um Brexit-afstöðuna! Uppteiknar sem sé fuglahræðu til að auðvelda sér leikinn!

Svona eiga menn ekki að skrifa leiðara. Í blaði, sem varpað er fyrir hvers manns dyr, á að vera hægt að ætlast til þess, að fjallað sé í leiðurum af sanngirni og hlutlægni um mikilvæg mál, án þess að draga bara hlut annars aðilans í deilu­mál­um, ef hinn á sér sín rök líka, já, án þessarar bullandi ESB-aðdáunar sem Kolbrún sýnir hér í dag.
 
Þessi ævi­sögu­ritari Jón Baldvins Hanni­bals­sonar, K.B., virðist ekki hafa komizt yfir hrifningu sína af þeim stjórn­mála­manni, og þegar margt á þessu ári sýnir okkur, að allt of langt var gengið með hættulegum EES-samningnum, sem Brussel-valda­klíkan notar til að herja enn meira á okkar stjórnsýslu (einkum sveitar­félaga) með persónu­verndar­lögunum, sem við þurfum ekkert á að halda, og þegar ACER-orku­skipulags­málið vofir yfir okkur í haust (sjá einkum greinar þessa frábæra verkfræðings: https://bjarnijonsson.blog.is), auk annarra kostnað­ar­mikilla EES-mála, þá ætti Kolbrún nú að hafa sett sig inn í þau mál og leggja réttlætinu lið sitt, ef eitthvert gagn er þá að því, í stað þess að skrifa leiðara til þókknunar Evrópu­sambandinu. Reyndar eru Jón Ásgeir Jóhannesson og Ólöf Skaftadóttir, sem hafa sín miklu áhrif á stefnu og skrif Frétta­blaðsins, bæði eindregnir ESB-innlimunarsinnar!
 
Þorsteinn Víglundsson er einn ESB-postulanna í "Viðreisn". Setning hans í Frétta­blaðsgrein í dag: "Mánaðarleg útgjöld fjögurra manna fjölskyldu eru um 80 þúsund krónum hærri til matarkaupa hér en á hinum Norðurlöndunum," er sennilega rakin skreytni, enda vegur mánaðarlega matarkarfan ekki nema um 14% af útgjöldum meðal­fjölskyld­unnar. Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bænda­samtaka Íslans og fyrrverandi formaður Heimssýnar, hefur sýnt fram á rangan samanburð verðlags hér við verðlag í Skandinavíu.
 
En Þorsteinn vill hugsa í peningum og mata ofan í okkur falstúlkun sína á vaxta- og verðlagsmálum og virðist ganga út frá því sem gefnu, að almenningur vilji selja frá sér fullveldið í löggjafar-, framkvæmda- og dómsmálum fyrir aurana sem hann þykist sjá eftir vegna sjálfstæðrar stöðu Íslands.
 
Það er hneisu- og sorgar-efni að menn skuli geta skrifað þannig á aldar­afmæli þess fullveldis Íslands, sem er grunnur þess og alger forsenda, að við ráðum okkar eigin fiskimiðum sjálf og þurftum ekki að lúta valdboði Evrópu­sambandins um að borga Bretum og Hollendingum falskröfu þeirra vegna Icesave-reikninga prívat­banka og að beygja okkur fyrir þeim vilja Brussel-manna, að hlutur okkar í makríl­veiðum í NA-Atlants­hafi yrði aðeins um tvö til þrjú prósent í stað þeirra ca. 16% sem við tókum í okkar hlut (mest fyrir einurð Jóns Bjarnasonar ráðherra, sem síðar varð formaður Heimssýnar).

 

Skammsýni virðist að fækka um 100 þúsund fjár, eins og nú stefnir í. Hér þarf að fara fram duglegt markaðsátak til að auglýsa nýjar framleiðslueiningar af lamba­kjöti handa erlendum ferðamönnum. Það er ekki landinu til ábata, að sveitir fari í eyði.

 
Jón Valur Jensson.

mbl.is Fækka þarf um rúmlega 100 þúsund fjár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofdirfska evrókrata

Djarfur er evrókratinn Helgi Hjörv­ar, þingmaður Sam­fylk­ing­ar, að halda því fram, þvert gegn rannsóknum, að íslenzkir bændur "stæðu betur innan ESB". Allt er nú reynt, en Bændasamtök Íslands hafa betra vit fyrir hag bænda en þessi ESB-trúmaður. Hagfræðingur bændasamtakanna og aðrir hafa unnið ýtarlegar rannsóknir á þessum málum, m.a. með samanburði við Finnland og Svíþjóð, og niðurstaðan ljós: að full ástæða er til þess að beita sér gegn inntöku Íslands í Evrópusambandið, og hefur þetta ítrekað komið fram í því ágæta riti Bændablaðinu.

JVJ. 


mbl.is Bændur stæðu betur innan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kippt fótum undan alhæfingum um ofurhátt verðlag matvæla hér á landi - og varað við áróðri þeirra sem vilja fórna íslenzkri matvælaframleiðslu

Ragnhildur Þóra Káradóttir, lektor í taugavísindum við háskólann í Cambridge, á athyglisverða grein í Mogganum í dag og ritar þar í upphafi: 

  • "Búandi erlendis er stundum skrítið að hlusta á þjóðfélagsumræðuna á Íslandi þegar maður kemur heim. Laugardaginn fyrir páska var mér brugðið að heyra í fréttum viðtal við formann Samtaka verslunar og þjónustu um að það sé betra að fella niður innflutningsgjöld til að lækka skuldir heimilanna heldur en að ganga að rót vandans, sem er í fjármálakerfinu sjálfu. 

Og hún spyr: "Er það staðreynd að matarverð sé svona miklu hærra á Íslandi en erlendis? Hverjar eru sannanirnar fyrir því?"

 

Ragnhildur tók það upp hjá sjálfri sér að bera saman innkaup á páskamáltíð í þremur löndum, á Íslandi, Bretlandi og Ítalíu, og bar einnig saman verð á "klassískum íslenzkum hversdagsmat," soðinni ýsu og kartöflum, en margir hafa haft hér á orði, að ýsan sé orðin hér ótrúlega dýr. Skemmst er frá því að segja, að sá ljúffengi hversdagsréttur reyndist 48% dýrari í Bretlandi en á Íslandi!

 

Páskamaturinn, humarsúpa, lambalundir og panna cotta-eftirréttur, kostaði hins vegar 15.046 kr. á Íslandi, á Englandi 23.865 kr. og á Ítalíu 19.354 kr.* Sama máltíð er þannig 59% dýrari í Englandi en hér (en ef humarsúpunni er sleppt, er hann 24% dýrari þar ytra).

    

Ekki er þetta nú í takt við linnulítinn málflutning ýmissa Evrópusambands-áróðursmanna, m.a. forystufólks í Samtökum verslunar og þjónustu (Margrétar Kristmannsdóttur og nú upp á síðkastið Andrésar Magnússonar**), sem mála skrattann á vegginn í sífri sínu yfir matvælaverði á Íslandi, en tilgangur þeirra virðist að hjálpa heildsölum og innflytjendum að eignast stærri skerf í markaðnum.

 

Ragnhildur Þóra spyr um "langtímaafleiðingar þess að fella niður innflutningsgjöld" og lízt ekki á blikuna, þetta hafi trúlega þær afleiðingar, að landbúnaður Íslands leggist af. Hún lýkur máli sínu með þessum hætti:

 

Ég bið Íslendinga að hugsa sig vel um og varast áróður þeirra sem vilja fórna íslenskri matvælaframleiðslu. Eins og ítalskt máltæki segir: Ef staðreyndarugl er endurtekið í sífellu verður það álitið sannleikur. Lítum á rökin og staðreyndir sem liggja að baki áður en við tökum afstöðu og gerum breytingar sem geta haft skaðlegar afleiðingar. Við höfum gnótt af hreinu vatni, við framleiðum nóg af ódýrri orku og mat til sjá fyrir öllum landsmönnum; sem er einstæður lúxus í þessum heimi. Verum stolt af þessari sterku sérstöðu okkar og metum hana fyrir það sem hún er. Seljum ekki matvælaöryggið frá okkur, verðum ekki þrælar erlendra markaðsafla, höldum sjálfstæði okkar.

 

Það er góð tilbreyting að sjá svona skýra hugsun í þessum málum, Ragnhildur Káradóttir áttar sig alveg á því, hvað hér geti verið í húfi, og sjálf ber grein hennar að gefnu tilefni yfirskriftina Er sjálfstæði Íslands til sölu? (smellið á þetta til að sjá greinina alla með mynd af höfundi, en þetta er einnig á bls. 35 í Mbl. í dag).
 
Ragnhildur birtir neðanmáls upplýsingar um útreikningana og um innkaupastaði (á Íslandi var það Nóatúnsverzlunin, sem margir vita, að er hér hvorki dýrust né ódýrust til innkaupa).
 
** Hér á JVJ einnig grein með gagnrýni á áhlaup Andrésar Magnússonar, frkvstj. SVÞ, á kjúklinga- og svínarækt í landinu: Skammsýni SVÞ-manna: vilja gefa öðrum störf okkar.
 
Jón Valur Jensson.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband