Fćrsluflokkur: Matur og drykkur

"Erum ađ taka rosalega áhćttu" međ innflutningi kjöts

„Frysting takmarkar smit međan kjötiđ er frosiđ en bakt­er­íurnar lifna viđ ţegar kjötiđ ţiđnar í kjöt­borđ­inu eđa á heim­ilum lands­manna," segir Vilhjálmur Ari Arason, sérfr. í sýklalyfja­notkun barna og útbreiđslu sýkla­ónćmra baktería. Hann segir frystingu kjöts litlu breyta um raun­verulega smithćttu á sýkla­lyfja­ónćmum bakteríum til landsins, í viđtals­greininni „Erum ađ taka rosalega áhćttu“, í Bćndablađinu.

Ţar fjallar hann m.a. um hrćsni í rökum talsmanna óhefts innflutnings kjöts.

Vilhjálmur á sćti í sóttvarnarráđi sem hefur áđur sent frá sér ályktun ţess efnis ađ ţađ eigi ađ fara varlega í innflutning á hráum matvörum. Sérstaklega eggjum og kjöti vegna hugsan­legra matar­eitrunar­baktería og dýrasjúkdóma, en einnig algengrar náttúru­legrar flóru baktería sem erfitt er ađ forđast og međhöndla sýkingar sem ţćr geta valdiđ og ţegar ţćr eru orđnar sýklalyfja­ónćmar. (Sama grein.)

Upplýsandi er öll hans umrćđa:

"Talsmenn óhefts innflutnings á kjöti tala vísindin óhikađ niđur og tala einnig niđur til heilbrigđisstarfsfólks sem glöggt ţekkir til málsins. Sumir nefna ađ viđ komumst auđveldlega í snertingu viđ ţessar bakteríur erlendis, sem er satt. En ţar borđum viđ yfirleitt bakteríurnar og drepum ţćr ţannig eđa ţvoum ţćr af okkur jafnóđum, ţótt vissulega sé hćtta í einhverjum tilvikum á ađ bakteríurnar berist međ okkur eđa erlendu ferđafólki til landsins.

Hrátt kjöt getur hins vegar boriđ mikiđ magn baktería á yfirborđi sínu sem auđveldlega getur borist í líkamsflóruna okkar úr ţví.

Samkvćmt lýđheilsusjónarmiđum erum viđ ađ minnsta kosti ađ taka rosalega áhćttu međ ţví ađ flytja kjöt óhindrađ til landsins. Kjöt sem gćti veriđ í allt ađ ţriđjungi tilfella smitađ af algengum sýklalyfjaónćmum bakteríustofnum eins og svokölluđum klasakokkum sem varla finnast enn ţá hér á landi.“ (Leturbr. undirritađs.)

Auk nefndra sérfrćđistarfa Vilhjálms Ara er hann sérfrćđingur í heimilis­lćkningum.

JVJ.


ESB-trúbođ Fréttablađsins

Fréttablađiđ birtir í dag 2 grein­ar í ţágu Evr­ópu­sam­bands­ins, leiđ­ar­ann og pist­il Ţor­steins Víg­lunds­son­ar í "Viđ­reisn".

Dćmi­gerđ­ur er leiđ­ari evró­krat­ans Kol­brún­ar Berg­ţórs­dótt­ur -- fjallar ger­sam­lega ein­hliđa um Brexit-máliđ. Hún sér ENGIN rök sem Brexit-menn hafi haft fyrir sínum mál­flutningi (og ţar skrökvar hún í leiđinni) og velur svo ađ tala ein­ungis ţá fáu Brexit-mál­svara, sem misst hafa stjórn á sér í brćđi í and­stöđ­unni viđ ESB, sem nánast einu skýru dćmin um Brexit-afstöđuna! Uppteiknar sem sé fuglahrćđu til ađ auđvelda sér leikinn!

Svona eiga menn ekki ađ skrifa leiđara. Í blađi, sem varpađ er fyrir hvers manns dyr, á ađ vera hćgt ađ ćtlast til ţess, ađ fjallađ sé í leiđurum af sanngirni og hlutlćgni um mikilvćg mál, án ţess ađ draga bara hlut annars ađilans í deilu­mál­um, ef hinn á sér sín rök líka, já, án ţessarar bullandi ESB-ađdáunar sem Kolbrún sýnir hér í dag.
 
Ţessi ćvi­sögu­ritari Jón Baldvins Hanni­bals­sonar, K.B., virđist ekki hafa komizt yfir hrifningu sína af ţeim stjórn­mála­manni, og ţegar margt á ţessu ári sýnir okkur, ađ allt of langt var gengiđ međ hćttulegum EES-samningnum, sem Brussel-valda­klíkan notar til ađ herja enn meira á okkar stjórnsýslu (einkum sveitar­félaga) međ persónu­verndar­lögunum, sem viđ ţurfum ekkert á ađ halda, og ţegar ACER-orku­skipulags­máliđ vofir yfir okkur í haust (sjá einkum greinar ţessa frábćra verkfrćđings: https://bjarnijonsson.blog.is), auk annarra kostnađ­ar­mikilla EES-mála, ţá ćtti Kolbrún nú ađ hafa sett sig inn í ţau mál og leggja réttlćtinu liđ sitt, ef eitthvert gagn er ţá ađ ţví, í stađ ţess ađ skrifa leiđara til ţókknunar Evrópu­sambandinu. Reyndar eru Jón Ásgeir Jóhannesson og Ólöf Skaftadóttir, sem hafa sín miklu áhrif á stefnu og skrif Frétta­blađsins, bćđi eindregnir ESB-innlimunarsinnar!
 
Ţorsteinn Víglundsson er einn ESB-postulanna í "Viđreisn". Setning hans í Frétta­blađsgrein í dag: "Mánađarleg útgjöld fjögurra manna fjölskyldu eru um 80 ţúsund krónum hćrri til matarkaupa hér en á hinum Norđurlöndunum," er sennilega rakin skreytni, enda vegur mánađarlega matarkarfan ekki nema um 14% af útgjöldum međal­fjölskyld­unnar. Erna Bjarnadóttir, hagfrćđingur Bćnda­samtaka Íslans og fyrrverandi formađur Heimssýnar, hefur sýnt fram á rangan samanburđ verđlags hér viđ verđlag í Skandinavíu.
 
En Ţorsteinn vill hugsa í peningum og mata ofan í okkur falstúlkun sína á vaxta- og verđlagsmálum og virđist ganga út frá ţví sem gefnu, ađ almenningur vilji selja frá sér fullveldiđ í löggjafar-, framkvćmda- og dómsmálum fyrir aurana sem hann ţykist sjá eftir vegna sjálfstćđrar stöđu Íslands.
 
Ţađ er hneisu- og sorgar-efni ađ menn skuli geta skrifađ ţannig á aldar­afmćli ţess fullveldis Íslands, sem er grunnur ţess og alger forsenda, ađ viđ ráđum okkar eigin fiskimiđum sjálf og ţurftum ekki ađ lúta valdbođi Evrópu­sambandins um ađ borga Bretum og Hollendingum falskröfu ţeirra vegna Icesave-reikninga prívat­banka og ađ beygja okkur fyrir ţeim vilja Brussel-manna, ađ hlutur okkar í makríl­veiđum í NA-Atlants­hafi yrđi ađeins um tvö til ţrjú prósent í stađ ţeirra ca. 16% sem viđ tókum í okkar hlut (mest fyrir einurđ Jóns Bjarnasonar ráđherra, sem síđar varđ formađur Heimssýnar).

 

Skammsýni virđist ađ fćkka um 100 ţúsund fjár, eins og nú stefnir í. Hér ţarf ađ fara fram duglegt markađsátak til ađ auglýsa nýjar framleiđslueiningar af lamba­kjöti handa erlendum ferđamönnum. Ţađ er ekki landinu til ábata, ađ sveitir fari í eyđi.

 
Jón Valur Jensson.

mbl.is Fćkka ţarf um rúmlega 100 ţúsund fjár
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ofdirfska evrókrata

Djarfur er evrókratinn Helgi Hjörv­ar, ţingmađur Sam­fylk­ing­ar, ađ halda ţví fram, ţvert gegn rannsóknum, ađ íslenzkir bćndur "stćđu betur innan ESB". Allt er nú reynt, en Bćndasamtök Íslands hafa betra vit fyrir hag bćnda en ţessi ESB-trúmađur. Hagfrćđingur bćndasamtakanna og ađrir hafa unniđ ýtarlegar rannsóknir á ţessum málum, m.a. međ samanburđi viđ Finnland og Svíţjóđ, og niđurstađan ljós: ađ full ástćđa er til ţess ađ beita sér gegn inntöku Íslands í Evrópusambandiđ, og hefur ţetta ítrekađ komiđ fram í ţví ágćta riti Bćndablađinu.

JVJ. 


mbl.is Bćndur stćđu betur innan ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kippt fótum undan alhćfingum um ofurhátt verđlag matvćla hér á landi - og varađ viđ áróđri ţeirra sem vilja fórna íslenzkri matvćlaframleiđslu

Ragnhildur Ţóra Káradóttir, lektor í taugavísindum viđ háskólann í Cambridge, á athyglisverđa grein í Mogganum í dag og ritar ţar í upphafi: 

  • "Búandi erlendis er stundum skrítiđ ađ hlusta á ţjóđfélagsumrćđuna á Íslandi ţegar mađur kemur heim. Laugardaginn fyrir páska var mér brugđiđ ađ heyra í fréttum viđtal viđ formann Samtaka verslunar og ţjónustu um ađ ţađ sé betra ađ fella niđur innflutningsgjöld til ađ lćkka skuldir heimilanna heldur en ađ ganga ađ rót vandans, sem er í fjármálakerfinu sjálfu. 

Og hún spyr: "Er ţađ stađreynd ađ matarverđ sé svona miklu hćrra á Íslandi en erlendis? Hverjar eru sannanirnar fyrir ţví?"

 

Ragnhildur tók ţađ upp hjá sjálfri sér ađ bera saman innkaup á páskamáltíđ í ţremur löndum, á Íslandi, Bretlandi og Ítalíu, og bar einnig saman verđ á "klassískum íslenzkum hversdagsmat," sođinni ýsu og kartöflum, en margir hafa haft hér á orđi, ađ ýsan sé orđin hér ótrúlega dýr. Skemmst er frá ţví ađ segja, ađ sá ljúffengi hversdagsréttur reyndist 48% dýrari í Bretlandi en á Íslandi!

 

Páskamaturinn, humarsúpa, lambalundir og panna cotta-eftirréttur, kostađi hins vegar 15.046 kr. á Íslandi, á Englandi 23.865 kr. og á Ítalíu 19.354 kr.* Sama máltíđ er ţannig 59% dýrari í Englandi en hér (en ef humarsúpunni er sleppt, er hann 24% dýrari ţar ytra).

    

Ekki er ţetta nú í takt viđ linnulítinn málflutning ýmissa Evrópusambands-áróđursmanna, m.a. forystufólks í Samtökum verslunar og ţjónustu (Margrétar Kristmannsdóttur og nú upp á síđkastiđ Andrésar Magnússonar**), sem mála skrattann á vegginn í sífri sínu yfir matvćlaverđi á Íslandi, en tilgangur ţeirra virđist ađ hjálpa heildsölum og innflytjendum ađ eignast stćrri skerf í markađnum.

 

Ragnhildur Ţóra spyr um "langtímaafleiđingar ţess ađ fella niđur innflutningsgjöld" og lízt ekki á blikuna, ţetta hafi trúlega ţćr afleiđingar, ađ landbúnađur Íslands leggist af. Hún lýkur máli sínu međ ţessum hćtti:

 

Ég biđ Íslendinga ađ hugsa sig vel um og varast áróđur ţeirra sem vilja fórna íslenskri matvćlaframleiđslu. Eins og ítalskt máltćki segir: Ef stađreyndarugl er endurtekiđ í sífellu verđur ţađ álitiđ sannleikur. Lítum á rökin og stađreyndir sem liggja ađ baki áđur en viđ tökum afstöđu og gerum breytingar sem geta haft skađlegar afleiđingar. Viđ höfum gnótt af hreinu vatni, viđ framleiđum nóg af ódýrri orku og mat til sjá fyrir öllum landsmönnum; sem er einstćđur lúxus í ţessum heimi. Verum stolt af ţessari sterku sérstöđu okkar og metum hana fyrir ţađ sem hún er. Seljum ekki matvćlaöryggiđ frá okkur, verđum ekki ţrćlar erlendra markađsafla, höldum sjálfstćđi okkar.

 

Ţađ er góđ tilbreyting ađ sjá svona skýra hugsun í ţessum málum, Ragnhildur Káradóttir áttar sig alveg á ţví, hvađ hér geti veriđ í húfi, og sjálf ber grein hennar ađ gefnu tilefni yfirskriftina Er sjálfstćđi Íslands til sölu? (smelliđ á ţetta til ađ sjá greinina alla međ mynd af höfundi, en ţetta er einnig á bls. 35 í Mbl. í dag).
 
Ragnhildur birtir neđanmáls upplýsingar um útreikningana og um innkaupastađi (á Íslandi var ţađ Nóatúnsverzlunin, sem margir vita, ađ er hér hvorki dýrust né ódýrust til innkaupa).
 
** Hér á JVJ einnig grein međ gagnrýni á áhlaup Andrésar Magnússonar, frkvstj. SVŢ, á kjúklinga- og svínarćkt í landinu: Skammsýni SVŢ-manna: vilja gefa öđrum störf okkar.
 
Jón Valur Jensson.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband