Bloggfćrslur mánađarins, október 2014

UKIP er kominn til ađ vera, ný brezk kjölfesta sem ţrátt fyrir ranglátt kosningakerfi á marga sigra vísa

Fylgi brezka sjálfstćđisflokksins (UKIP) er gríđarlegt, jafnvel mun meira en ţau 19% sem mćldust hjá ComRes 24.-26. október. Merkileg könnun Observers 25. okt. sýnir ađ 31% kjósenda eru reiđubúin til ađ kjósa UKIP, ef ţeir teldu hann eiga möguleika á ađ vinna í heimakjördćmi ţeirra. Ţetta sést vel á kortinu hér fyrir neđan, en á vefsíđu Guardians segir:

When asked to respond to the statement “I would vote for Ukip if I thought they could win in the constituency I live in”, 31% of voters said they agreed. This includes 33% of Tory voters, 25% of Liberal Democrats and 18% of Labour supporters. Voters were equally divided on whether a vote for Ukip was a wasted one, with 40% saying it was, and 37% saying it was not.

Sama skođanakönnun sýndi einnig, ađ formađur UKIP, hinn galvaski Nigel Farage, er vinsćlastur flokksleiđtoga skv. neikvćđismati (negative net rating), međ -1%, en David Cameron -6%, Ed Miliband í Verkamannaflokknum međ -23% og Nick Clegg í frjálslyndum međ -43%.

Nigel Farage og félagar hafa náđ til ţjóđar sinnar, sem er ekki í hjarta sínu hlynnt samruna lands síns viđ hiđ evrópska stórveldi á meginlandinu. Auknar skattakröfur Brussel-veldisins til Bretlands lađa ekki ađ, heldur ekki vanhćfni ESB til ađ glíma viđ stöđnun, atvinnuleysi og vandrćđi í ríkisfjármálum, og ţađ verđur heldur engin gleđifrétt til Bretlands ţegar heyrist af nćr ţví tvöföldun atkvćđavćgis Ţýzkalands í ráđherraráđi Evrópusambandsins og leiđtogaráđi ţess, "ekki á morgun, heldur hinn": 1. nóvember 2014! En sú breyting var ţegar afráđin međ samţykkt Lissabon-sáttmálans, en gildistöku frestađ í mörg ár, og nú er komiđ ađ ţví !  --JVJ.

 


mbl.is Sjálfstćđissinnar međ 19% fylgi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ćtlar Bjarni Ben. ađ láta brjóta stjórnarskrána í ţjónkun viđ evrópskt stórveldi?

Hér er í dag hrikaleg frétt sem of fáir taka eftir : ruv.is/frett/samkomulag-um-samevropskt-fjarmalaeftirlit Ţetta felur í sér alls óheimilt fullveldisframsal ! Ţar ađ auki er ţetta stórhćttulegt, gćti orđiđ verra en bankakreppan! En í fréttinni segir svo:

 •  
  • Samkomulag hefur náđst um innleiđingu reglna um samevrópskt fjármálaeftirlit í EFTA-ríkjunum ţremur, Íslandi, Noregi og Liechtenstein.
  • Međ ţví verđur tryggt ađ evrópulöggjöf, sem byggir á viđbrögđum viđ alţjóđlegu fjármálakreppunni, tekur gildi í ríkjunum ţremur, ţar á međal löggjöf um ţrjár evrópskar eftirlitsstofnanir á fjármálamarkađi. Ţar sem stofnanirnar hafa međal annars vald til ađ grípa inn í rekstur fjármálafyrirtćkja fela reglurnar í sér framsal framkvćmdavalds sem stjórnarskrá Íslands heimilar ekki.
  • Fjármálaţjónusta er mikilvćg fyrir efnahag Liechtenstein, sem ţar af leiđandi hefur ţrýst mjög á um ađ reglurnar verđi innleiddar. Samkomulagiđ felur í sér ađ allar bindandi ákvarđanir gagnvart EFTA ríkjunum verđa teknar af Eftirlitsstofnun EFTA og hćgt verđur ađ bera ţćr undir EFTA dómstólinn. Bjarni Benediktsson fjármálaráđherra stađfesti samkomulagiđ fyrir Íslands hönd en reglurnar verđa lögfestar hér á landi á nćstunni.

Jćja, hvernig ćtlar Bjarni Benediktsson ađ láta "lögfesta" ţessar reglur, úr ţví ađ ţćr fela í sér "framsal framkvćmdavalds sem stjórnarskrá Íslands heimilar ekki"? Ćtlar hann ađ brjóta stjórnarskrána, eins og vinstri flokkarnir voru svo ţjálfađir í á síđasta kjörtímabili? Ţar ađ auki eru ţessar skuldbindingar stórhćttulegar, gćtu leitt til verra áfalls en bankakreppan!

Jón Valur Jensson.


Ofdirfska evrókrata

Djarfur er evrókratinn Helgi Hjörv­ar, ţingmađur Sam­fylk­ing­ar, ađ halda ţví fram, ţvert gegn rannsóknum, ađ íslenzkir bćndur "stćđu betur innan ESB". Allt er nú reynt, en Bćndasamtök Íslands hafa betra vit fyrir hag bćnda en ţessi ESB-trúmađur. Hagfrćđingur bćndasamtakanna og ađrir hafa unniđ ýtarlegar rannsóknir á ţessum málum, m.a. međ samanburđi viđ Finnland og Svíţjóđ, og niđurstađan ljós: ađ full ástćđa er til ţess ađ beita sér gegn inntöku Íslands í Evrópusambandiđ, og hefur ţetta ítrekađ komiđ fram í ţví ágćta riti Bćndablađinu.

JVJ. 


mbl.is Bćndur stćđu betur innan ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

ESB-máliđ getur ekki fariđ "óleyst inn í kosningar"

Góđir eru Staksteinar Mbl. í dag og tilefniđ gott. Formađur og varaform. Sjálfstćđisflokksins lýstu ţví yfir í liđinni viku ađ rétt vćri ađ draga umsókn um ađild ađ ESB til baka. Gunnar Bragi utanríkisráđherra fćr hins vegar góđa athugasemd í pistlinum.

 • Bjarni Benediktsson, fjármálaráđherra og formađur Sjálfstćđisflokksins, gerir ráđ fyrir ađ tillagan um ađ draga umsóknina til baka verđi lögđ fram í vetur. „Ţađ er á ţingmálaskránni. Ţađ hefur ekkert breyst síđan ţađ mál var stutt í ríkisstjórn og ţingflokkum síđasta vor,“ segir Bjarni viđ Ríkisútvarpiđ og sagđist ađspurđur „ađ sjálfsögđu“ myndi styđja máliđ.

Og blađiđ ályktar réttilega: 

 • Ţetta er hvort tveggja nokkuđ skýrt og nú vantar fátt upp á annađ en ađ hrinda ţessum skýra vilja í framkvćmd.

En ţegar kemur ađ sjálfum flutningsmanni tillögunnar, virđist hann undarlega óákveđinn:

 • Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráđherra talađi ađ vísu heldur ţokukenndar um máliđ viđ Ríkisútvarpiđ og sagđi koma „vel til greina“ ađ slíta viđrćđunum, sem er ţađ sem Ríkisútvarpiđ spurđi um, en átti vćntanlega viđ afturköllun umsóknarinnar. (Staksteinar.)

En blađiđ minnir hann á hans eigin tillögu ...

 • og hvort sem umsóknin verđur afturkölluđ međ ţeim hćtti eđa öđrum verđur utanríkisráđherra jafnt sem ađrir ráđherrar og stjórnarţingmenn ađ tryggja ađ máliđ nái fram ađ ganga.

Og hver eru rökin fyrir ţví? Til dćmis ţessi augljósu rök, međ orđum Staksteinahöfundar:

 • Ţeir geta ekki fariđ međ ţađ óleyst inn í kosningar.
Og ţađ verđur haldin hátíđ á Íslandi, ţegar umsóknin verđur formlega afturkölluđ.
 
JVJ. 

Bjarni Ben.: "Ađ sjálfsögđu myndi ég gera ţađ" - styđja tillöguna um ađ draga ađildarumsóknina til baka

Ţetta voru góđ tíđindi í hádegisútvarpi Rúv, ţótt ekki vćru höfđ međ í fréttayfirlitinu og Gunnari Braga gefinn forgangur í ţar og á vefnum. Mun skörulegri var Bjarni í máli sínu (í lok fréttarinnar) og fagnađarefni ađ heyra hann tala fyrir ţessu máli međ svo skýrum og öflugum hćtti (menn hlusti á fréttina!).

Ţađ spillir ekki fyrir ánćgjunni, ađ auk ţessara orđa formanns Sjálfstćđisflokksins hefur varaformađurinn, Hanna Birna Kristjánsdóttir, nú í vikunni lýst yfir sömu eindregnu afstöđunni (sjá HÉR!).

Nú er ţess ađ vćnta, ađ tekiđ verđi föstum tökum á ţessu máli međ formlegri afgreiđslu ţess fyrir áramót.

JVJ. 


Hanna Birna Kristjánsdóttir vill ađ ESB-umsóknin verđi dregin til baka

Hanna Birna, sem hefur áđur lýst ţví yfir, ađ hún teldi rétt ađ slíta viđrćđum viđ Evrópusambandiđ,* hefur nú ítrekađ ţađ, ađ hún telji rétt ađ draga umsóknina til baka, á fundi hennar međ Sambandi eldri sjálfstćđismanna, ţar sem hún hélt rćđu.

Ţetta eru ánćgjuleg tíđindi af innanríkisráđfrúnni og verđa vonandi til ađ hreyfa málum í stjórnarflokkunum og ganga endanlega frá jarđarför Össurarumsóknarinar ólögmćtu frá árinu 2009.

Ágćtur mađur, Karl Jónatansson, átti stutt, en gott bréf í Mbl. í gćr: 

 • Efndir óskast
 • Ég er einn ţeirra sjálfstćđismanna sem gáfu flokknum atkvćđi sitt í síđustu kosningum gegn ţví ađ hann stćđi viđ loforđ sitt um ađ draga til baka ađildarumsókn Íslands ađ ESB.  Nú eru liđin rúm tvö ár og ennţá bólar ekki á neinu framtaki hjá ţessari ríkisstjórn okkar til ađ gera hreint fyrir okkar dyrum gagnvart ESB. Ég hreinlega trúi ekki ađ ţessir gömlu bandamenn (Sjálfstćđisflokkur og Framsókn), sem hafa frá stofnun barist fyrir sjálfstćđi Íslands, ćtli ađ horfa upp á baráttu forfeđra sinn, frelsi okkar og sjálfstćđi kćft í klónum á ESB á vakt Bjarna Ben hins yngri. 
 • Heiđrađa ríkisstjórn: Ţađ er kominn tími til ađ standa viđ stóru orđin og ađ hćtta ađ draga lappirnar af ótta viđ ađ missa atkvćđi í framtíđarkosningum. Tilkynniđ ESB ákvörđun Íslendinga um áframhaldandi sjálfstćđi međ ţví ađ draga til baka umsókn Íslands ađ ESB međ formlegum hćtti! 
 • Karl Jónatansson.

Undir ţetta er okkur í Samtökum um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum ţess viđ Ísand ljúft og skylt ađ taka.

JVJ. 

* M.a. í samtali viđ Reykjavík síđdegis á Bylgunni í nóvember 2012, fyrir síđustu alţingiskosningar (eins og Fréttablađiđ greinir frá í dag).


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband