Öfugmælamaðurinn / mærir liðsmenn sína. / Fús vill "Áfram"-faðirinn / fullveldinu týna.

Icesave-greiðslusinninn eindregni Bene­dikt Jó­hann­es­son í "Við­reisn" er afar ánægður með tvo aflóga ráðherra, Þor­stein Páls­son og Þor­gerði Katrínu, sem var mjög frjáls­lynd gagnvart óheyri­legu kúlu­láni manns síns, "þannig ég get ekki annað en verið mjög glaður yfir því,“ seg­ir hann um þá ákvörðun þeirra að ganga til liðs við Viðreisn. Þorsteinn er alræmdur ESB-maður og skánar ekki.

Bene­dikt á eftir að gera þjóðinni grein fyrir því, hvaðan hann hefði tekið þá ca. 70 milljarða króna, sem Buchheit-samningurinn (sem hann barðist fyrir eins og ljón) væri búinn að kosta ríkissjóð í einbera vexti (óendurkræfa og greiðslu­skylda í pundum og evrum samkvæmt þeim svika­samningi). Hefði hann t.d. skorið meira niður í heilbrigðis­kerfinu til að láta enda sína ná þarna saman, ef hann hefði setið í fjármálaráðuneytinu, eða látið öryrkja og aldraða blæða?

Benedikt og félagar í öfugmælaklúbbnum "Áfram" voru afar seigir að ná sér í 20 milljóna króna áróðursfé til að kosta m.a. sína landsfrægu hákarls­auglýs­ingu sem átti að kenna Íslendingum þá skynsemi og ráðdeild að gjöra svo vel að borga Icesave-kröfur Gordons Brown og Downings, þvert gegn lagalegum rétti þjóðarinnar. Meðal styrktaraðila í Icesave-vinafélaginu "Áfram" voru Sam­tök fjármála­fyrirtækja (SFF), Samtök atvinnu­lífsins (SA) og Samtök iðnað­ar­ins (SI). "Sem start-gjald veittu þessi samtök Áfram-hópnum milljón krónur, hvert fyrir sig. Alls munu styrkir sem Áfram-hópurinn þáði hjá fyrirtækjum og almanna-samtökum hafa numið 20 milljónum króna. Til samanburðar fekk Samstaða þjóðar gegn Icesave um 20 þúsund krónur frá fyrirtækjum og almanna-samtökum." (Loftur Altice Þorsteinsson verkfræðingur ritaði.)

Nú þarf Benedikt að upplýsa, hvaðan "Viðreisn" fær allt sitt áróðursfé til að vinna að innlimun Íslands í Evrópusambandið (þetta sem Jón Baldvin Hanni­bals­son líkir, vegna ástands þess, við brennandi hús, sem enginn vilji fara inn í). Fá "Viðreisnarmenn" enn sína milljóna­styrki frá SA og SI? (nota bene kemur Þorsteinn Víglundsson beint af þeim slóðum). Eða er verið að misnota lífeyr­is­sjóðina til slíks? Eða ná þræðirnir kannski alla leið til Brussel? En þaðan berst hingað ærið mútu- og styrkjafé nú þegar og skiptir milljörðum. Eitt er víst, að leigan á Hörpu og veitingarnar þar á opnum kynningarfundi hafa kostað sitt, og svo er haldið uppi viðamikilli flokksskrifstofu og áróðursstarfi.

Benedikt er reyndar sérfræðingur í rekstri öfugmælafélaga, hann er einn af stofn­endum og stjórnar­mönnum öfug­mæla­selskaparins "Já Ísland!" sem er samansafn meira en 4.500 forstokkaðra ESB-áhangenda!

„Í einni setn­ingu er okk­ar meg­in­stefna sú að við vilj­um leyfa fólki að ráða sér sjálft en ekki vera að hugsa fyr­ir það eins og gömlu flokk­arn­ir hafa verið að gera,“ segir Benedikt, en var hann ekki einmitt, í bandalagi við svikula fjölmiðla og álitsgjafa, að reyna að segja þjóðinni hvað hún ætti að gera í Icesave-málinu?

Jón Valur Jensson.


mbl.is Getur ekki annað en verið glaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég bíð enn eftir því að þau borgi Icesave.

Eins og þau sögðust vilja gera.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.9.2016 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband