Fjarstæða að við fengjum að halda íslenskri stjórn á okkar miðum eftir inngöngu í ESB

Jón Kristjánsson fiskifræðingur ritar:

Fullyrðingar ESB-sinna um að við höldum yfirráðarétti okkar yfir fiskimiðunum með því að semja sérstaklega við ESB eru orðnar afskaplega þreytandi. Þær eru rangar, menn þurfa ekki annað en að lesa sáttmála sambandsins til að komast að því að þar gildir reglan um "equal access" [jafnan aðgang] fyrir allar þjóðir sambandsins.

Við Magnús Þór Hafsteinsson, ásamt Friðþjófi Helgasyni myndatökumanni, vorum í Peterhead í Skotlandi 2003 og Magnús tók þá viðtal við Tomas Hay, formann skosku sjómannasamtakanna FAL, en hann hætti nýlega aldurs vegna og er nú heiðursformaður samtakanna.

Tom Hay segir þar allt sem segja þarf um yfirráða þjóða í ESB yfir eigin fiskimiðum.

Þetta er mjög sterkt viðtal og ætti að vera skyldulesning öllum, sem um sjávarútvegsmál fjalla.

Aðalástæðan fyrir minnkun breska fiskveiðiflotans er stöðugur niðurskurður aflaheimilda, sem ESB ákveður í takt við ráðleggingar ICES. Það þýðir lítið fyrir þá að mótmæla niðurskurði, það er Brussel sem ákveður kvótana. Þar er nú við stjórn grísk frú, sem hefur lítið vit á fiskveiðum og er haldin græningjahugsjónum.

Gleymum ekki heldur að Samherji komst yfir allan úthafsveiðikvóta Breta með því að kaupa útgerðir, sem voru í kröggum.

Það er fjarstæða að halda því fram að við getum fengið að halda íslenskri stjórn á okkar miðum eftir inngöngu í ESB. Bretar, já einmitt Bretar, hafa sagt að þeir myndu aldrei samþykkja að Íslendingar fengju varanlegar undanþágur frá CFP [Sameiginlegu fiskveiðistefnunni hjá ESB], en allar þjóðir verða að veita samþykki sitt við slíku ef svo ólíklega vildi til að þetta kæmi til athugunar.

Jón Kristjánsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Spánverjar bentu össuri á þegar hann var í heimsókn 2011, að þeir myndu ekki sætta sig við neinar varanlegar undanþágur.

Guðmundur Böðvarsson, 22.4.2013 kl. 07:49

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta fals og fláræði ESB sinna og Samfylkingar og Bjartar Framtíðar er ótrúlega villandi og kjánalegt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2013 kl. 14:24

3 Smámynd: Óskar

Þetta er náttúrulega glórulaust bull. Nýting auðlinda innan ESB byggir á hefðarétti og það er ENGIN hefð fyrir því að aðrir veiði á Íslandsmiðum heldur en íslenskar útgerðir. Um annað yrði heldur að sjálfsögðu aldrei samið. Halda menn virkilega að lýgi verði sannleikur með því að ljúga nógu oft?

Óskar, 22.4.2013 kl. 15:29

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er ekki spurning um að semja, með ESB innlimun fara yfirráðin til Brussel og allt opin á öllu ESB svæðinu, það gerðist í Bretlandi, þeir missu öll sín yfirráð því Spánverjar og Portugalar keyptu einfaldlega kvótan.  Þið ættuð aðeins að skoða bullið í ykkur áður en þið kastið svona fram. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2013 kl. 17:19

5 Smámynd: Óskar

Spánverjar keyptu hvað , úthafskvótann ? Bíddu eru Íslensk fyrirtæki ekki að kaupa úthafskvóta útum allar tryssur og stunda jafnvel harðsvíraða rányrkju við Afríkustrendur ?

Og nákvæmlega HVAÐA máli skiptir það fyrir Íslenskan almenning hvort Evrópubúar eigi kvótann eða Íslenskir glæpamenn sem týma ekki borga eðlilegt verð fyrir veiðiréttindinn og fela hagnaðinn í skattaskjólum á Kýpur og víðark ? Endilega segðu mér hver er munurinn fyrir almenning á Íslandi Ásthildur Cesil!

Óskar, 22.4.2013 kl. 17:38

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Óskar Samfylkingarmaður æsist því meira upp sem hann sér málstað sinn molna meir og verða að engu. Auðvitað vill hann ekki viðurkenna þær staðreyndir, sem hinn kunnugi fiskifræðingur hefur miðlað hér.

Líklega ætti Óskar að gera sér ferð til Skotlands til að kenna þessum Tomasi Hay að vera "ekki svona neikvæður" -- eða þannig.

Jón Valur Jensson, 22.4.2013 kl. 17:56

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Spánverjar bentu Össuri á þegar hann var í heimsókn 2011, að þeir myndu ekki sætta sig við neinar varanlegar undanþágur.

Gott að þú minntir á þetta, Guðmundur Böðvasson. Sbr. einnig þessar fréttir af viðtölum við spænska ráðamenn (en ætli Óskar trúi Rúvinu og ESB-mönnum núna?):

Ráðherra Spánverja í ESB-málum kallar fiskimið Íslands "fjársjóð" og ætlar Spánverjum að tryggja sér fiskveiðiréttindi hér í aðildarviðræðunum (29. júlí 2009).

Spænskur ráðherra Evrópumála staðfestir ásækni Spánverja í íslenzk fiskimið; segir Spánverja "himinlifandi" (30. júlí 2009).

Sjávarmálastjóri Spánar: auðlindir "evrópusambandsvæddar" þegar ríki gengur í ESB (5. september 2009).

Sbr. líka: Stein [aðalhagfræðingur Lombard Street-rannsóknarsetursins]: Algjört brjálæði fyrir Ísland að ganga í ESB (30. ág. 2009; þar koma spænskir sjómenn við sögu).

Jón Valur Jensson, 22.4.2013 kl. 18:00

8 Smámynd: Óskar

Jón Valur alltaf jafnmálefnalegur eða hittþó heldur. Svarar í nokkrum línum, ekkert svar, engin tilraun gerð til að hrekja það sem ég sagði, bara bull eins og venjulega.

Óskar, 22.4.2013 kl. 18:02

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei Óskar þeir keyptu þann kvóta sem bretar áttu að fá kring um landið sitt.  En í ESB þá þarf allt að vera opið fyrir alla á EBS svæðinu, og þá ræður fjármagnið eitt.  Þið þurfið aðeins að skoða hvað þið eruð að bulla.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2013 kl. 18:03

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

En umfram allt veður Óskar villu og svíma, þegar hann segir hér ofar: "Nýting auðlinda innan ESB byggir á hefðarétti og það er ENGIN hefð fyrir því að aðrir veiði á Íslandsmiðum heldur en íslenskar útgerðir. Um annað yrði heldur að sjálfsögðu aldrei samið."

Hann hefði í 1. lagi átt að nefna, að hér væri hann að tala um fiskveiðar, ekki nýtingu allra auðlinda. En skýr hugsun er ekki einkenni Óskars. Um lögfræðileg málefni skiptir hins vegar jafnan höfuðmáli að hugsa og orða hlutina skýrt.

Í 2. lagi er fullyrðing hans: "það er ENGIN hefð fyrir því að aðrir veiði á Íslandsmiðum heldur en íslenskar útgerðir," RÖNG. Það er hins vegar alllangt síðan Bretar, Þjóðverjar o.fl. voru hér á veiðum. En "hefðar-", þ.e. veiðireynslu-tímaskeiðið, sem við er miðað í reglum Evrópusambandsins, er hins vegar teygjanlegt fyrir löggjafann þar (ráðherraráðið) og er reyndar misjafnlega langt eftir fisktegunum. Það er ekkert, sem bannar þessari valdastofnun ESB að lengja veiðireynslu-viðmiðið upp í það, sem Bretum og Þjóðverjum og jafnvel Frökkum o.fl. þyki henta. Ennfremur ætti Óskar að leiða hugann að því líka í þessu sambandi, að Bretar gætu jafnvel tekið upp á því, með okkur innan Evrópusambandsins, að krefjast skaðabóta af okkur vegna missis fiskveiða hér við land um 1972-1975.

Þar á ofan er "regla" ESB um hlutfallslegan stöðugleika ekkert til að byggja á, heldur breytanleg og þegar verið rætt um það í Brussel að breyta henni verulega eða slaufa henni algerlega! Yfir því hefðum við ekkert vald með 0,06 vægi í ráðherraráðinu!

Jón Valur Jensson, 22.4.2013 kl. 18:23

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

o,06% vægi !

Jón Valur Jensson, 22.4.2013 kl. 18:25

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jæja, Óskar, reyndu nú að glíma við MÁLEFNIÐ í innleggjum mínum hér kl. 18.00 og 18.23, ef þú getur! Það stóð aldrei til hjá mér að láta innleggið kl. 17.56 duga eitt og sér.

Jón Valur Jensson, 22.4.2013 kl. 18:34

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jón þessi aðferðarfræði er komin beint frá prófessor á Bifröst sem er kennari í Evrópufræðum, hann segir nemendum sínum einmitt að við höfum þennan veiðirétt og þess vegna enginn hætta á að við missum veiðiréttinn.  Eiríkur Bergmann er með slíkan áróður í sinni kennslu þarna og ég veit um dæmi að hann hefur umsnúið nemendum sem voru andvígir ESB inngöngu með þessum áróðri.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2013 kl. 18:38

14 Smámynd: Óskar

Hef bara ekki tíma til að elta ólar við alla vitleysuna sem vellur upp úr Jóni Val, en þessu verður að svara:" Yfir því hefðum við ekkert vald með 0,06 vægi í ráðherraráðinu!"

Veit Jón Valur virkilega ekki að hvert ríki hefur sinn ráðherra þegar fjallað er um málefni teng viðkomandi ríki?  Veit Jón Valur ekki heldur að AÐEINS sjávarútvegsráðherrar aðildarríkjanna mundu fjalla um sjávarútvegsmál ?  Má þá benda Jóni á að ekki liggja öll Evrópulönd að sjó og þau lönd kæmu aldrei að neinni ákvarðanatöku varðandi 'Islenskan sjávarútveg!  þetta 0,06% á því klárlega ekki við ráðherraráðið, nær væri að tala um 10-12%.  Þessi þvæla Evrópuhatara og torfkofasinna er svo vitlaust að það eiginlega tekur ekki nokkru tali lengur.

Óskar, 22.4.2013 kl. 19:45

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þegar Óskar hinn ESB-trúaði skrifar: "nær væri að tala um 10-12%," hefur hann ekkert fyrir sér, getur ekki borið fyrir sig neinn texta. Það er ekki jafnræði milli ráðherranna í ráðherraráðinu, jafnvel ekki nú. En 1. nóv. 2014 -- samkvæmt skýrum fyrirmælum Lissabon-sáttmálans, stóreykst væri stórþjóðanna/stóru ríkjanna í bæði leiðtogaráði og hinu löggefandi ráðherraráði ESB, vægi Þýzkalands mest, nær tvöfalt, úr 8,41% atkvæðavægi í 16,41%. Það land yrði eitt sér með 273 sinnum meira atkvæðavægi en Ísland og Bretland 205 sinnum meira en við!

Hér eru YFIRRÁÐ STÆRSTU RÍKJANNA afhjúpuð!

En þetta finnst Óskari allt í lagi og bara sjálfsagt! Skyldi hann hafa sturtað sinni eigin þjóðarhollustu niður í næsta göturæsi eftir að hlusta á einhvern Össur, Árna Pál eða Jón Baldvin í "góðum ESB-gír"?

Jón Valur Jensson, 22.4.2013 kl. 20:56

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og Spánverjarnir gráðugu fengju rúmlega 152 sinnum meira atkvæðavægi en við!

Jón Valur Jensson, 22.4.2013 kl. 21:10

17 Smámynd: Óskar

rangt Jón Valur eins og flest sem þú segir. Í ráðherraráði ESB hafa Spánverjar 27 atkvæði. Íslendingar fengju aldrei minna en 3 en ef þú kannt að reikna þá er 27 nákvæmlega 9x meira en talan 3. Þetta geta flestir grunnskólanemendur reiknað vandræðalaust og ef þú vilt heimildir fyrir þessu þá eru þær hér. http://www.evropustofa.is/frodleikur-um-esb/hvad-er-esb/esb-i-hnotskurn/id2130.html

Óskar, 22.4.2013 kl. 21:58

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert að vitna þarna í núgildandi atkvæðavægi, Óskar, ekki það sem yrði fyrir framtíðina, frá og með 1. nóvember 2014!

Jón Valur Jensson, 23.4.2013 kl. 00:28

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú hefur gott af því að kynna þér þessa vefslóð Haraldar Hanssonar: http://maeglika.blog.is/blog/maeglika/entry/977585/, Óskar Samfó-karl. Hér er hluti hennar:

[....] 

Það sem taflan (neðri myndin) sýnir er ekki algjör svipting á sjálfsforræði. En þau lönd sem verst fara út úr skerðingu á atkvæðisrétti í Ráðherraráði ESB fara óþægilega nærri því. Með Lissabon samningnum er vægi atkvæða sex stærstu ríkjanna aukið verulega á kostnað hinna. [....]

 council_voting

Þau ríki sem eru með minna en milljón íbúa fara langverst út úr Lissabon samningnum. Ef Ísland væri nú þegar í klúbbnum væri skerðingin á atkvæðavægi Íslands 92,6% - hvorki meira né minna; færi úr nánast engu niður í akkúrat ekkert. Aftasti dálkurinn sýnir breytinguna. Aukið vægi er í bláu en skert vægi í rauðu.

Hin mikla aukning á atkvæðavægi Þýskalands skýrist af því að landið hefur sama atkvæðavægi og Frakkland, Bretland og Ítalía þrátt fyrir mun fleiri íbúa. Það á að leiðréttast með Lissabon. 

voting changes

Eftir breytinguna þarf 55% aðildarríkja og 65% íbúafjölda til að samþykkja ný lög. Vægið verður uppfært árlega samkvæmt íbúaþróun. Ef fjölmennt ríki eins og Tyrkland gengur í ESB minnkar atkvæðavægi smáríkjanna enn frekar.

Á sama tíma og vægi stóru ríkjanna er aukið verulega eru vetó-ákvæði (neitunarvald) felld úr gildi í fjölmörgum málaflokkum. Þetta öryggistæki smáríkjanna er tekið burt.


DÆMI - Sjávarútvegur:
Til að varpa ljósi á áhrifaleysi Íslands (0,06%) innan ESB, þá hefðu þau fimm ríki sem ekki eiga landamæri að sjó og stunda ekki sjávarútveg, 108-sinnum meira vægi en Ísland við afgreiðslu mála um sjávarútveg. HUNDRAÐ-OG-ÁTTA SINNUM MEIRA. Samt eru þetta ekkert af stóru ríkjunum! [....]

Jón Valur Jensson, 23.4.2013 kl. 00:29

20 Smámynd: Óskar

Að sjálfsögðu miða ég við núverandi lög ESB, ekki eitthvað sem verður kanski í framtíðinni. ,,,þetta Dæmi sem þú tekur síðast afhjúpar ruglið og vitleysuna sem þið farið með. Þau ríki sem ekki eiga land að sjó og stunda ekki sjávarútveg KOMA ALDREI að ákvörðunum um sjávarútvegsmál. Það er greinilega eitt og annað sem þú veist ekki Jón Valur eða velur að vita það ekki.

Óskar, 23.4.2013 kl. 13:56

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fátt virðistu vita, Óskar Samfylkingargosi, jafnvel ekki þetta, að búið er að samþykkja þennan Lissabon-sáttmála af öllum ESB-ríkjunum, en að þessi breyting á atkvæðavægi í ráðherraráðherraráðinu tekur samkvæmt honum ekki gildi fyrr en 1. nóv. 2014. Þetta er því EKKI "eitthvað sem verður kannski í framtíðinni," heldur það sem virkilega VERÐUR, stóru, voldugu ríkin munu ekkert bakka með það, en hins vegar halda áfram að reyna að fækka þeim löggjafaratriðum, þar sem smáríki geta tekið sig saman um að stöðva mál, með neitunarvaldi eða minnihlutavaldi.

Jón Valur Jensson, 23.4.2013 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband