Bloggfćrslur mánađarins, desember 2017

Hvimleitt er ađ sjá fullveldissölu-málflutning ESB-manna

Vesalings Ole Anton ESB-mađur í Frétta­blađinu ef hann trúir sjálfur sínu ein­hliđa og ein­hćfa sefj­un­ar­hjali sem hefur ţađ fyrir mark­miđ ađ koma Íslandi undir klafa Evr­ópu­sam­bandsins. Ţetta verđur ekki síđasta grein hans, en hvergi víkur hann ađ ţeirri stađreynd, ađ öll ćđstu og ráđandi löggjaf­armál yfir landi okkar yrđu ţá í höndum valdstofnana ESB: framkvćmdastjórnarinnar í Brussel og ESB-ţingsins í Strassborg og Brussel, en allt vald í úrskurđarmálum um löggjöf, ef miklíđ kemur upp milli ađildarlands og ESB, yrđi í höndum ESB-dómstólsins í Lúxemborg –– ţess hins sama sem haustiđ 2008 átti fulltrúa í ţeim ESB-gerđ­a­rdómi sem úrskurđađi, ađ íslenzka ríkiđ skyldi borga Icesave-skuldir einka­bank­ans Landsbankans! Í ţeim gerđardómi sátu einnig fulltrúar framkvćmda­stjórnar ESB (the European Commission) og Seđlabanka Evrópu –– allt stofnanir sem Ole Anton, Ţorvaldur Gylfason, Benedikt Jóhannesson, Ţorgerđur Katrín og Samfylkingin vilja ađ Ísland lúti sem einn af fylgihnöttum ESB!

Jón Valur Jensson.


Juncker karlinn lentur í vand­rćđum vegna síma­hlerana, efsta frétt The Times

The Times (of London) segir frá ţessu í morgun: 

Jean-Claude Juncker, the president of the European Commission, faces allegations his officials while under oath presented inaccurate information during an illegal wiretap case. A criminal inquiry was launched last week as Mr Juncker met Theresa May for Brexit talks in Brussels.
Judge drags Juncker into scandal over wiretapping [símahlerun]
The president of the European Commission is embroiled in [flćktur í] a new criminal investigation into claims that "tampered" evidence [gögn sem átt hefur veriđ viđ] misled an inquiry into phone-tapping
Read the full story >

jvj skráđi


Fráleit uppgjöf stjórnar­flokk­anna fyrir fullveld­is­andstćđum flokkum birtist í eftir­gjöf á formennsku í stjórnsýslu- og eftir­litsnefnd

Formennskuna fćr Sam­fylk­ing­in í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd fyrstu tvö árin og Pírat­ar nćstu tvö ár (ţeir ćtla ađ skipt­ast á nefnd­ar­for­mennsku á miđju kjör­tíma­bil­inu, ţar og í velferđar­nefnd). Stjórnarskráin er eitt helzta málefni stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar. 

Samfylkingin hefur margítrekađ vegiđ ađ fullveldis­ákvćđum stjórn­ar­skrárinnar, bćđi međ ESB-umsókninni ógildu og međ moldvörpu­starfsemi sinni međ ólög­mćtum tilbúningi "stjórnlagaráđs" og međferđ tillagna ţess á Alţingi. Ţar gegndi Samfylkingarkonan Valgerđur Bjarna­dóttir einu lykilhlutverkinu sem formađur ţessarar stjórnsýslu- og eft­ir­lits­nefndar, ekki hvađ sízt međ ţví ađ leggjast gegn ţví, ađ kjósendur yrđu spurđir í ţjóđaratkvćđagreiđslunni 2012, hvort ţeir vćru samţykkir ákvćđum 111. og 67. greina tillagnanna um full­veldisréttindi landsins og rétt landsmanna til ađ kalla eftir ţjóđar­atkvćđa­greiđslu um uppsögn ESB-ađildar­samnings.

Allur er ferill ţessara mála međ eindćmum og var m.a. ástćđa ţess, ađ ein­ungis 48,4% kjósenda tóku ţátt í nefndri ţjóđaratkvćđa­greiđslu 20. okt. 2012.

Ađkoma núverandi stjórnarflokka ađ ţessu máli í dag, međ ţví ađ gefa fullveld­is­andstćđum flokkum eftir for­mennskuna í stjórnsýslu- og eft­ir­lits­nefnd, verđur ađ teljast í ljótasta lagi á Alţingi, og er ţá allmikiđ sagt. Ađild ađ ríkisstjórninni eiga tveir flokkar, sem báđir segjast andstćđir ađild ađ Evrópu­sambandinu, auk Vinstri grćnna, sem hafa svikiđ landsmenn herfilega í ţví máli og tala međ tillögum "stjórnlagaráđs"[1] -- en međ ţessari linkind gagnvart Samfylk­ingunni og hinum engu skárri Pírötum birtist ţađ ljóslega, ađ meirihluta­vilji í flokkunum ţremur fćr ekki ađ ráđa í ţessu máli, heldur hafa foringjar flokk­anna taliđ eft­ir­gjöfina í lagi, og beinir ţađ einkum sjónum ađ áđur svikulum Bjarna forsćt­is­ráđherra í ţessu ESB-máli. Hann skrifađi fyrir ţónokkrum árum Morgun­blađs­grein međ félaga sínum Illuga Gunnarssyni, ţar sem nćsta ljóslega var veriđ ađ mćla međ inntöku landsins í Evrópu­sambandiđ. Ennfremur hefur Bjarni alls ekki stađiđ sig viđ ţađ verkefni, sem fyrir liggur, ađ Alţingi ţarf ađ gera ský­lausa samţykkt ţar sem Össurarumsóknin ólögmćta um inngöngu í ţetta trölla­bandalag er formlega dregin til baka. Umsóknina ţá er ekki lengur ađ finna í sumum skúffum í gljáhöllunum í Brussel, en hins vegar í öđrum skúffum ţar, og vitađ er af ţeim landráđahug Samfylkingar ađ ćtla sér ađ ítreka formlegt gildi ţeirrar umsóknar.

Og nú stendur Bjarni ekki á verđinum fyrir fullveldiđ -- enn einu sinni!

[1] Ţađ var einmitt klaufinn Valgerđur Bjarna­dóttir, sem viđurkenndi ţađ í útvarps­viđtali, ađ "stjórn­lagaráđ" var ekki međ umbođ frá ţjóđinni -- gerđi ţađ ekki međ svo berum orđum, heldur međ ţví ađ nefna ráđiđ "nefnd Alţingis", eins og ţađ raunar er; og hefđi mátt fylgja sú athugasemd, ađ nefndarskipanin sú var ólögleg: gekk ţvert gegn ţágildandi lögum um stjórnlaga­ţing (sem hafa skyldi ţjóđarumbođ, ekki alţingis­umbođ!) og ţađ hlutverk ţess fyrir­hugađa ţings ađ endurskođa stjórnarskrána.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Taka ađ sér nefndaformennsku
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband