ESB-her verđur til - stađreynd! Afleiđingarnar grafalvarlegar

Ekki ţarf ađ efa ađ ESB-herinn verđi til, enda vilji utan­ríkis­ráđ­herra Ţýzka­lands, ţótt krati sé.

„Jafn­vel rödd Ţjóđverja myndi ekki heyr­ast í al­ţjóđa­sam­fé­lag­inu ef viđ vćr­um ein­ir á báti. Ţess vegna ţurf­um viđ sam­eig­in­lega evr­ópska rödd. Ţannig verđum viđ hluti af alţjóđlega stjórn­mála­sviđinu. Viđ kunn­um ađ skipta máli efna­hags­lega en ekki stjórn­mála­lega án henn­ar,"

sagđi Sigmar Gabriel, utan­ríkis­ráđherrann, í viđtali viđ Mbl.is í dag.

„Viđ verđum ađ skipu­leggja varn­ar­mál­in skref fyr­ir skref. Viđ mun­um ekki koma á evr­ópsk­um her á morg­un. Ţađ sem er mögu­legt ađ koma á, til skemmri tíma litiđ, er nán­ara sam­starf á milli evr­ópskra herja. Ţađ er al­ger­lega nauđsyn­legt ađ sam­rćma hernađarget­una og her­ina. Ţađ mun ađ lok­um leiđa til evr­ópsks hers en ţađ er annađ eđa ţriđja skrefiđ,“

sagđi ráđherr­ann orđrétt (leturbr. jvj).

Oft hafa Evrópusambands­sinnarnir hér á landi svariđ af sér, ađ til stćđi ađ stofna ESB-her, en ţetta er sannar­lega inni í framtíđar­áćtlunum bćđi í Berlín og Brussel.

Athyglisverđ er viđurkenning hans á dvínandi gengi Evrópuríkjanna:

"... viđ ćtt­um ađ ein­beita okk­ur ađ stóru mál­un­um ţar sem ein­stök ríki geta ekki stađiđ vörđ um hags­muni íbúa sinna ein á báti. Sem dćmi fjölg­ar íbú­um Asíu, Banda­ríkj­anna og Afr­íku á međan íbú­um Evr­ópu fćkk­ar. Inn­an 10-20 árum munu börn­in okk­ar og barna­börn ein­ung­is hafa rödd á alţjóđavett­vangi ef ţađ er sam­eig­in­leg evr­ópsk rödd,“

sagđi hann. Ekki lýsir ţetta mikilli tiltrú á ađ ríki geti stađiđ fyrir sínu án ţess ađ vera í bandi međ stórveldi ... já, einmitt, stórveldi sem leitt er af endur­sameinuđu Ţýzkalandi. Gamli draumurinn ađ rćtast?!

Og ţessu verđur međal annast fylgt eftir međ ţví ađ efla veldi ESB međ öflugum her, miđstýrđum af ţeim sem ţar ráđa! Falleg framtíđarsýn fyrir vinstri sinnuđu friđardúfurnar íslenzku?!

En tćkist fullveldisframsals­mönnum ađ narra Íslendinga til ađ kjósa yfir sig Evrópusambandiđ, ţarf ekki ađ spyrja ađ ţví, ađ einnig af okkur yrđi ćtlazt til framlags til ţessa stóra hers, ef ekki í formi hermanna, ţá í enn frekara formi álaga međ framlögum af fjárlögum okkar, en ef ekki ţannig í miklum mćli, ţá međ ţví ađ gera landiđ sjálft ađ vettvangi herstöđva og herćfinga ESB-hersins. Og ţar hefđum viđ ekki síđasta orđiđ, ţađ leiđir af sjálfu sér af almennum inntöku­skilmálum nýrra ríkja í ţessu stóra ríkjasambandi.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Evrópuherinn kemur ađ lokum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband