Evrópusambandið sækist eftir Úkraínu

Og hvað sagði Herman van Rompuy? Jú, þetta (í skilaboðum á ráðstefnu um Úkraínumál í Sviss): "Úkraína á heima í Evrópusambandinu"!

 

Þetta talaði hann vitaskuld ekki sem prívatmaður, einstaklingur úti í bæ. Maðurinn er forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins og lýsir þarna vitaskuld ekki einkaskoðun, heldur vilja þeirra þar. Og ímyndum okkur ekki, að þeir geri ekkert í þessum ásetningi sínum. 

 

Þetta er því fullt tilefni til að hafa áhyggjur af því, að ESB sjái sér hag í að ýta undir byltingu í Úkraínu, valdayfirtöku eða skiptingu landsins ella -- með líklegum blóðfórnum eins og í Sýrlandi (þar sem um 135.000 manns hafa nú týnt lífi í tveggja ára uppreisn og borgarastríði, sem ýtt hefur verið undir með vopnasendingum vestrænna ríkja til uppreisnarmanna -- ekki sízt frá ríkjum Evrópusambandsins!).

 

PS. Þegar Herman van Rompuy lýsti því yfir, að Úkraína ætti heima í Evrópusambandinu, gerði hann nánast nákvæmlega það sama og Olli Rehn, fv. útþenslustjóri ESB, sagði í viðtali við Handelsblatt:  “Islands natürlicher Platz ist in der EU – eðlilegur eða náttúrlegur staður Íslands er í Evrópubandalaginu.” – Þetta var frek íhlutun í okkar innanríkismál (sjá nánar í aths. hér neðar), og eins var um orð Rompuys gagnvart Úkraínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vegna athugasemdarinnar í lok pistilsins um óeðlileg afskipti ESB-herra af innanríkismálum annarra ríkja, er rétt að endurbirta hér grein af Vísisbloggi mínum því sem ESB-sinnaðir365 fjölmiðlar (Skaftahlíðarmenn) létu þurrka út ásamt öllum öðrum skrifum Vísisbloggara árum saman!!!

Olli Rehn brýtur reglur diplómatíunnar með íhlutun í okkar innanríkismál

5. maí 2009

Ég vitna beint í frétt Sjónvarpsins: “Íslendingar ættu að nýta tækifærið meðan Svíar sitja í forsæti Evrópusambandsins og sækja um aðild, segir Olli Rehn, stækkunarstjóri ESB.” Fyrir nokkrum dögum sagði sami maður í viðtali við Handelsblatt: “Islands natürlicher Platz ist in der EU – eðlilegur eða náttúrlegur staður Íslands er í Evrópubandalaginu.” – Þetta er frek íhlutun í okkar innanríkismál.

Og í gærkvöldi bárust þær fregnir frá honum, að Ísland ÆTTI að nýta tækifærið meðan Svíar sitja í forsæti Evrópusambandsins og sækja um aðild! – Hann er farinn að segja okkur, hvað við eigum að gera! En hvenær höfum við kosið hann til að skipa okkur fyrir eða leiða okkur inn í framtíðina? Sjálfur er hann forgengilegur pótentáti, sem situr þarna sinn afmarkaða tíma, og ætti ekki að vera með puttana í málefnum óviðkomandi, sjálfstæðra þjóða – sízt af öllu að leika hráskinnaleik í samráði við 5. herdeildar menn hér á landi til að hlaða undir uppgjafarstefnu þeirra í málefnum þjóðarinnar.

Þeim mun fremur sem Íslendingar reynast þær heybrækur að þegja undir slíku tiltali, þeim mun líklegra er, að EBé-kommissarar haldi slíku áfram. Það verður eftir því tekið, hver viðbrögð Jóhönnu Sigurðardóttur og annarra Samfylkingarforingja verða við þessum yfirlýsingum Rehns.

Umræður eru um þetta mál á eftirfarandi vefslóðum:

    Bendi hér ennfremur á mikilvæga grein mína annars staðar: Setið á svikráðum við lýðveldið?

    Jón Valur Jensson, 23.3.2014 kl. 13:45

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband