Bloggfćrslur mánađarins, maí 2018

Lćtur Sjálfstćđisflokkurinn ESB svínbeygja Alţingi til ađ samţykkja stórlega íţyngjandi persónuverndarlög?

Hneisa er ţađ fyrir Alţingi og Ís­lendinga ađ hlusta á dóms­mála­ráđ­herra tala um ţađ á ţingi í dag, ađ ekki sé ann­ađ hćgt en ađ af­greiđa lög um per­sónu­vernd í skyndi, ţeim verđi hvort sem er ekki breytt ţar, Evr­ópu­sam­band­iđ ćtlist til ađ ţau verđi međ­tekin sem slík!

Ţetta eru ekki hennar beinu orđ, en hlusta mátti á ţetta á vef Alţingis nú eftir hádegiđ og í 4-fréttum Rúv.

PS: HÉR er ţetta, 4. fréttin í fréttatíma kl.16 í dag (ţegar 3 mín eru liđnar af upptökunni á Rúv-vefnum). Ţar töluđu nokkrir ţingmenn, vinnubrögđin voru harđlega gagnrýnd, m.a. kvađ Ţorsteinn Sćmundsson (Miđflokki) ţetta ríkisstjórninni til vansa og annar, ađ hér vćri veriđ ađ sýna ţinginu fádćma-vanvirđingu, en Sigríđur (ráđherrann) svarađi m.a.: "Og ađ lokum vil ég nefna ţađ, ađ menn tala hér um ađ hér sé veriđ ađ leggja fram skjal til stimplunar fyrir ríkisstjórnina, ţá vil ég ég vil bara benda á ţađ, ađ ţetta mál er hreinrćktađ mál frá Evr­ópu­sam­band­inu og verđur litlu breytt hér í ţingsal, verđur litlu breytt hér í ţingsal, vegna reglna sem Evr­ópu­sam­band­iđ setur Íslandi."  

Ýmsir ađilar hafa nú ţegar bent á, hve ill­framkvćm­an­leg ţessi nýja 147 blađsíđna ESB-löggjöf er í okkar litla samfélagi og hve íţyngjandi hún myndi verđa ţeim sjálfum, fyrir utan ađ hér verđur um millj­arđa-kostnađ ađ rćđa, sennilega einkum fyrir sveitar­félögin í landinu.

Ţannig segir líka Ţor­steinn Júlí­us Árna­son, hérađsdóms­lögmađur hjá PACTA lög­mönn­um, í Skin­faxa, tíma­riti UMFÍ (skv. frásögn Mbl.is)

ađ ţessi nýja reglu­gerđ sé ţađ um­fangs­mik­il ađ ţađ hef­ur tekiđ fyr­ir­tćki og stofn­an­ir lang­an tíma ađ und­ir­búa sig og ađ erfitt gćti veriđ fyr­ir íţrótta­fé­lög ađ fylgja ákvćđum reglu­gerđar­inn­ar.

Í sam­tali viđ mbl.is seg­ir Ţor­steinn ađ ţetta gćti einnig átt viđ fé­laga­sam­tök al­mennt, ţó svo ađ ein­hverj­ar und­anţágur kunna ađ vera varđandi viss­ar teg­und­ir sam­taka. Nćr reglu­gerđin til allra per­sónu­grein­an­legra upp­lýs­inga og međferđar ţeirra.

Hér er ţetta Evrópusamband enn međ sínar krumlur í okkar innanlandsmálum og hefur sjálft ekki af miklu ađ státa í sambandi viđ endurskođun eigin reikninga, sem ekki hefur legiđ fyrir í meira en einn og hálfan áratug!

Svo erum viđ međ jafnvel ráđherra flokks, sem kennir sig viđ sjálfstćđi, sem á Alţingi ögrar ţingmönnum međ ţví ađ vilja keyra ţetta mál í gegn á lokadögum ţingsins, ţegar enginn tími er ađ vinna máliđ ađ ţing­legum hćtti, eins og venja hefur veriđ eđa á ađ vera til. Nokkrir ţingmenn mótmćltu í dag ţessum ađferđum ráđherra ađ bera ţetta mál svo seint fram, og samtök hafa ţar ađ auki bent á hve fráleit ţessi laga­setning yrđi, sbr. vefgrein sam­takanna Frjálst land: Ísland fćr línuna, grein sem hefst ţannig:

Evrópusambandiđ heimtar ađ persónuverndarlög ESB verđi sett í lög hér án tafar "... called for its swift incorporation into the EEA-agreement ".

Eitthvert blađ var međ grein um ţetta alvarlega mál...

Ţađ er alveg ljóst, ađ jafnvel eitt sér er ţetta mál af ţeirri stćrđargráđu, ađ ţađ svo lítur út sem ţađ mćli sterklega međ ţví, ađ Íslendingar segi upp EES-samningnum, vilji ţeir viđhalda fullveldi síns löggjafarvalds, eins og full ástćđa virđist einnig til vegna fleiri ţátta í ţeirri EES-lagavinnu sem hefur á síđustu misserum veriđ ađ fćrast í enn meira óviđunandi horf en áđur hefur sézt eđa veriđ dćmi um, og er hrapallegast ţar á blađi ACER-máliđ, sem fćrir sig inn á nýtt sviđ, orkumálin, sem áđur voru utan EES-löggjafar, mál sem geta orđiđ ţjóđinni afar dýr­keypt og illbćt­anleg, jafnvel ţótt reynt yrđi ađ snúa til baka. 

Ţví kalla ć fleiri nú eftir uppsögn EES-samningsins. Ţađ er leitt ađ sjá ráđherra Sjálfstćđis­flokksins loka okkur hér af, ţar sem ţessi möguleiki er fyrir fram útilokađur, en bođiđ upp á áfram­haldandi inngrip stórveldisins og eftirlits­ađila ţess inn í málefni sveitar­félaga, fyrirtćkja og félagasamtaka!

Sízt eru ţeir ţingmenn hrósverđir sem ćtla ađ samţykkja víđtćkt valda­framsal lansins til býrókrata í Brussel og ofurselja ćđsta dómsvald um ţessi mál til ESB-dómstólsins í Lúxemborg!

Er ekki ađ ţví komiđ, ađ sjálf­stćđis­baráttan verđi ađ virkjast hér af fullum krafti, eins og hún gerđi áđur fyrr í landhelgis­málinu, ţegar Bretar, Belgjar og Ţjóđverjar vildu ekki virđa íslenzka lögsögu eftir útfćrsluna í 12 mílur áriđ 1958, og ţegar Evrópu­sambandiđ reyndi ađ ţvinga Ísland til uppgjafar í Icesave-málinu, jafnvel međ sínum falska gerđardómi haustiđ 2008? Er ekki full ástćđa til ađ menn taki nú höndum saman um vörn íslenzkra landsréttinda?

Jón Valur Jensson.


mbl.is Persónuverndarlög erfiđ félagssamtökum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Einsýnt ađ viđ verđum ađ hćtta í EES

"EES-samstarfiđ hefur nú breytzt í ofbeldissamband, ţar sem Fram­kvćmda­stjórn ESB virđir forsendur EES-samn­ings­ins ađ vettugi.  EFTA-ríkjum, sem ekki kćra sig um ađ verđa fylki í Sambands­ríki Evrópu eftir BREXIT, er ekki lengur vćrt í EES.  Ţađ er útilokađ fyrir EFTA-ríkin ađ breyta EES-samn­inginum.  Ţá er eina lausnin ađ segja upp EES-samninginum og gera fríverzl­unarsamninga. Ţjóđin er algerlega andvíg ţví ađ flytja stjórn hvers mála­flokksins á fćtur öđrum undir stofnanir ESB.  Dćmi um ţađ mun koma í ljós á nćstunni, ţegar skođanakönnun Heimssýnar um orkumálin verđur birt.  Vantar okkur stjórnvöld međ bein í nefinu?"

Ţannig ritar hinn bráđglöggi Bjarni Jónsson rafmagnsverkfrćđingur í athugasemd á Moggabloggi sínu í gćr. Verđur ekki annađ séđ en ađ taka beri undir hans sjónarmiđ.

JVJ


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband