Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2012

Fullyrđingar Samfylkingarmanna um klofna afstöđu sjálfstćđismanna til ESB eru tilefni fyrir ţá fyrrnefndu til ađ skođa sjálfa sig í spegli

Einungis 10,2% kjósenda Sjálfstćđisflokksins eru hlynnt inngöngu í ESB skv. skođanakönnun, en ţegar litiđ er til Samfylkingar, eru 12,3% mótfallin inngöngu. 73,8% kjósenda Samfylkingarinnar eru hlynnt ţví ađ Ísland gangi í ESB, en 77% sjálfstćđismanna eru ţví andvígir.

Ef Sjálfstćđisflokkurinn er sagur klofinn í ţessu máli, ţá ćtti ţađ miklu fremur ađ segjast um Samfylkinguna!

Grasrótin í Sjálfstćđisflokknum er einarđari í ţessu máli en í nokkrum öđrum flokki sem nú er á ţingi. Annađ mál er, ađ forystan í Valhöll lćtur ekki nógu vel ađ stjórn flokksmanna og er enn međ all-lina afstöđu í ESB-málinu, eins og greina mátti á tali Bjarna Benediktssonar í sjónvarpsfréttum í gćrkvöldi. Ţá eru hreinni línur hjá Guđmundi Franklín Jónssyni í Hćgri grćnum í andstöđunni viđ Evrópusambands-inngöngu. En ţvílík er andstađan viđ hana í Sjálfstćđisflokknum, ađ ţađ á vel ađ vera unnt ađ setja ţar traustan fullveldissinna á formannsstól eđa ćtlast til skeleggari afstöđu núverandi formanns. Hann hefđi yfirgnćfandi fjölda fylgismanna flokksins međ sér í ţví máli.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Mest andstađa hjá kjósendum Sjálfstćđisflokksins
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Manuel Hinds telur upptöku Bandaríkjadals álitlegan kost, en ekki upptöku evrunnar

Manuel Hinds, ráđgjafi stjórnvalda í El Salvador, var í Silfri Egils í dag og VARAĐI Íslendinga viđ upptöku evru vegna fylgifiska hennar, ţ.e. vegna ţess tröllaukna reglukerfis sem myndi fylgja. Íslendingar hafi búiđ viđ mjög frjálst (liberal) efnahagskerfi, jafnvel á tíma vinstri stjórna, en ţarna yrđi breyting á, ef samiđ yrđi viđ Evrópusambandiđ.

Á fundi VÍB, eignastýringarţjónustu Íslandsbanka, í fyrradag (sjá tengil neđar) taldi hann raunhćfan kost fyrir Ísland ađ taka einhliđa upp Bandaríkjadal. "Hann segir ţađ ekki rétt sem haldiđ hefur veriđ fram ađ ţađ kosti mikla fjármuni ađ stíga slíkt skref" (Mbl.is) og sagđi í Silfrinu í dag, ađ jafnvel ţótt Bernake í Bandaríkjunum legđist gegn einhliđa upptöku dollarans hér, hefđi ţađ ekkert ađ segja, ţví ađ svo mikiđ magn sé af Bandaríkjadal í umferđ í heiminum og ţví auđvelt fyrir okkur ađ fá lán í ţeirri mynt.

Viđ fjöllum e.t.v. nánar um ţetta mál hér í annarri grein -- og bjóđum velkomnar allar umrćđur um ţađ -- og ekki má taka ţetta frétta-viđbragđ til marks um afstöđu Samtaka um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum ţess viđ Ísland (fullveldi.blog.is) til gjaldeyrismála. Viđ höfum ekki tekiđ neina afstöđu í ţeim málum og ýmsir félagsmanna sennilega fylgjandi ţví, ađ viđ höldum áfram međ krónuna; í hópi ţeirra er t.d. undirritađur.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Telur einhliđa upptöku fćra leiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Evrópusambandiđ heldur áfram ađ auka tekjur sínar ár frá ári ţótt ársreikningar séu ekki endurskođađir!

  • "Framkvćmdastjórn Evrópusambandsins hefur óskađ eftir ţví ađ fjárframlög til ţess á árinu 2013 verđi aukin um 6,8% frá ţví sem nú er á ţeim forsendum ađ aukiđ fjármagn ţurfi frá ríkjum sambandsins til ţess ađ standa viđ ýmsar skuldbindingar sem framkvćmdastjórnin ţurfi ađ standa viđ."

Svo segir hér í frétt á Mbl.is. Ţetta er á ská og skjön viđ stefnu ESB um niđurskurđ á fjárlögum međlimaríkjanna. Og ekki eykur ţađ tiltrúna, ađ ársreikningar ESB hafa ekki fengizt endurskođađir síđustu 14 árin.

  • Ýmis ríki ESB hafa ítrekađ hvatt framkvćmdastjórnina til ţess ađ skera frekar niđur í rekstri sínum í stađ ţess ađ óska sífellt eftir meiri fjármunum frá ríkjunum en framkvćmdastjórnin fór einnig fram á aukin framlög á síđasta ári. (Mbl.is.)

En á nćsta ári hefđi ESB, samkvćmt ţessari fjárhagsáćtlun sinni, ađ sögn BBC, "til ráđstöfunar samtals 138 milljarđa evra eđa sem nemur um 22.500 milljarđa króna."

ESB-sinnar hafa samt talađ um, ađ skattar til Evrópusambandsins séu lágt hlutfall ţjóđartekna í ESB-ríkjunum. Ţađ er á sinn hátt rétt, enda rekur ESB ekki skóla, sjúkrahús og samgöngukerfi landanna, svo ađ eitthvađ sé nefnt. En tiltölulega lágt hlutfall, sem fer til Brussel-báknsins, líta forráđamenn ţess vitaskuld á sem ţeim mun meira sóknarfćri og halda ţví áfram ađ stórauka tekjupósta sína ár frá ári ţrátt fyrir samdrátt í ríkisútgjöldum landanna.

Skattheimtan mun einnig stóraukast, ef ESB fer svo út í ađ nýta sér valdheimildirnar sem gefnar eru í Lissabon-sáttmálanum til íhlutunar á sviđi orku- og auđlindamála og til eflingar öryggis- og hermálum á vettvangi Evrópusambandsins sjálfs.

Viđ Íslendingar höfum nćsta lítinn áhuga á ţví sóknarfćri Evrópusambandsins, eins og ljóst er af nýjustu skođanakönnun!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Vill aukin framlög frá ađildarríkjunum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir: Illu heilli var ESB-umsóknin lögđ fram

"Ţađ er vel hćgt ađ taka upplýsta ákvörđun um ađild á grundvelli ţess sem viđ ţegar vitum," segir hún réttilega í Mbl.-viđtali og telur ađ endurskođa verđi ađildarviđrćđurnar hiđ allra fyrsta, ađ ţjóđin fái ađ kjósa um ţađ.

"Ruddalega" segir Jón Bjarnason, flokksbróđir Guđfríđar Lilju, ţá framkomu Árna Ţórs Sigurđssonar, formanns nefndarinnar, í Guđfríđar garđ, ađ hún skyldi ekki höfđ međ í ráđum ţegar utanríkismálanefnd vísađi margra milljarđa IPA-styrkjum frá ESB til afgreiđslu ţingsins, ţ.e.a.s. í stađ ţess ađ kćfa ţá ósvífnu, ólögmćtu ađgerđ í fćđingu. Ţetta gerist á sama tíma og Evrópustofa undirbýr mikil hátíđahöld hér á Íslandi á nćstu dögum! Frá henni segir í Morgunblađinu í dag.

Guđfríđur minnir einnig á alvarlegar hótanir Evrópusambandsins út af makrílveiđum okkar "ađ ógleymdri ađild ađ málsókn vegna Icesave," og er greinilegt, ađ hún hefur fengiđ sig fullsadda af ţjónkun flokksforystu sinnar viđ ţráhyggju og stjórnsemi Samfylkingarinnar. Kemur ţađ fáum kunnugum á óvart. Hriktir nú mjög í tćpum stjórnarmeirihlutanum, sem svo er trausti rúinn, ađ einungis 22% ađspurđra segjast styđja stjórnarflokkana í nýjustu skođanakönnun.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ţjóđin verđi spurđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţjóđin er MJÖG andvíg s.k. inngöngu í Evrópusambandiđ

Enn ein ánćgjuleg skođanakönnun sýnir yfirgnćfandi andstöđu viđ "ađ Ísland gangi í Evrópusambandiđ": 53,8% andvíg, en ađeins 27,5% hlynnt, og munurinn er raunar MEIRI en ţessi!

"Kannađ var sérstaklega hlutfall ţeirra sem eru eindregnir í afstöđu sinni til inngöngu í Evrópusambandiđ, og reyndust ţćr niđurstöđur nokkuđ áhugaverđar. „Ţar kemur í ljós ađ hópur ţeirra sem eru mótfallnir inngöngu hefur miklu sterkari skođun á málinu heldur en hinir sem eru fylgjandi inngöngu. Ţetta hefur ţýđingu ţegar viđ erum ađ hugsa um mögulegar breytingar á afstöđu. Ţađ er ólíklegra ađ fólk fćrist úr mjög sterkri afstöđu til dćmis á móti yfir í ađ vera fylgjandi,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfrćđi viđ Háskóla Íslands, en könnunin var gerđ fyrir hann og m.a. birt í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins, ţar sem hann lét framangreind orđ falla (leturbr. hér).

Einnig ţessi stađreynd er í takt viđ ađrar nýlegar skođanakannanir.

19,7% tóku ekki afstöđu. Úrtakiđ var 1.900 manns og svarhlutfall 67%.

  • Meirihluti kjósenda Sjálfstćđisflokksins, Framsóknarflokksins, Vinstrihreyfingarinnar - grćns frambođs og Samstöđu er andvígur ţví ađ gengiđ verđi í ESB en meirihluti Samfylkingarinnar eru ţví hins vegar hlynntur. (Mbl.is.)

Hvenćr ćtlar Samfylkingin ađ láta af ţessari ţráhyggju sinni? Hvenćr ćtlar hún ađ hćtta ađ svínbeygja Vinstri grćn í ţessu máli? Og ćtlar forysta VG ađ láta ţetta óvinsćla mál keyra flokkinn bókstaflega á kaf?

JVJ. 


mbl.is Mikill meirihluti vill ekki í ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Er Ţóra Arnórsdóttir óskakandídat Samfylkingarinnar og ESB-sinna?

Nýjabrum er ađ Ţóru Arnórsdóttur og eins Ara Trausta Guđmundssyni. Bćđi koma af vinstri vćngnum eins og Ólafur Ragnar Grímsson; mćtti ćtla, ađ frá ţví ađ Sveinn Björnsson lézt á forsetastóli fyrir 60 árum, hafi hćgri menn veriđ í banni frá forsetakjöri.

Ari Trausti var međal alróttćkustu vinstri manna á 7. og 8. áratugnum og skrifađi lengi á ţann veg í DV-greinum, en hefur tekizt ađ ávinna sér traust fyrir ritstörf sín, ađ ógleymdri ókeypis kynningu á sjónvarpsskjánum, sem hefur dugađ furđumörgum til ađ ná inn á Alţingi og í borgarstjórn.

Ţóra Arnórsdóttir kemur úr Alţýđuflokknum og vann međ virkum hćtti ađ stofnun Samfylkingarinnar. Ţađ, sem hins vegar er alvarlegt í augum margra, er ađ hún var einn stofnenda Evrópusamtakanna 1995 og sat a.m.k. í fyrsta fulltrúaráđi ţess --- hafđi ţannig virkan áuga á s.k. inngöngu Íslands í Evrópusambandiđ. Alvarlegt er ţetta í ljósi ţeirrar ţekkingar, sem menn hafa nú á Evrópusambandinu. Ţađ hefur ţróazt hratt frá ţví um 1990 til miklu meira en fríverzlunar- og tollasambands --- EFTA, Fríverzlunarsamtök Evrópu, eru allt annars kyns, ţótt ţar séu reyndar mjög mikilvćgir tollasamningar gerđir viđ ć fleiri ríki utan Evrópu.

Af öllum ríkjum er "innganga" í Evrópusambandiđ alvarlegust fyrir smáríkin. Svo afgerandi er valdaafsaliđ og svo lítilfjörlegt áhrifavćgiđ, sem ţau fá í stađinn --- yrđi t.d. langt innan viđ 1 pró mill fyrir Ísland! --- ađ segja má, ađ ţau hafi nánast öllu ađ tapa og ekkert ađ vinna, ef um er ađ rćđa smáríki međ tiltölulega miklar auđlindir. Ţetta á einmitt viđ um Ísland.

Ţóru Arnórsdóttur ber í ţessu ljósi vitaskuld ađ gera hreint fyrir sínum dyrum og upplýsa ţjóđina um afstöđu sína til Evrópusambandsins og ţeirrar stefnu núverandi ríkisstjórnar, sem senn missir völdin, ađ sćkja um inngöngu í ţetta volduga ríkjasamband. Forseti Íslands leggur eiđ ađ stjórnarskránni, en ţađ er andstćtt anda og bókstaf ţeirrar stjórnarskrár lýđveldisins ađ innlima ţađ inn í erlent ríkjasamband eđa sambandsríki. Allt frá 1997 (ekki seinna en svo) hefur ESB stefnt markvisst ađ ţví ađ verđa sambandsríki.*

Ţar ađ auki myndi hvorki Alţingi né forsetinn, sem fara hér međ löggjafarvald samkvćmt 2. grein stjórnarskrárinnar, eiga neina ađkomu ađ ţeim lögum, sem hingađ bćrust frá Brussel, ef land okkar yrđi partur af Evrópusambandinu --- og ţjóđin ekki heldur í gegnum málskotsrétt eftir synjun forsetans, ţví ađ ţau lög kćmu aldrei inn á hans borđ né á ríkisráđsfund fremur en ţingfundi hins háa Alţingis.

Ţađ, sem verra er: Öllum ţau lögum, sem komiđ hefđu frá Alţingi og ćttu eftir ađ koma ţađan, vćri sjálfkrafa gefiđ víkjandi gildi, ef gildi skyldi kalla, ţegar eđa ef í ljós kćmi, ađ ţau rćkjust á eitthvađ í ESB-löggjöf. Ţetta, ekkert minna, er skýrt og skilmerkilega tekiđ fram í hverjum ađildarsamningi, og mćttu nú ýmsir fara ađ kynna sér ţá samninga! -- t.d. ţennan viđ Svía, Finna og Austurríkismenn, dags. 29. ágúst 1994.

Fari svo ólíklega, ađ Ţóra Arnórsdóttir nái kjöri til embćttis forseta Íslands, er viđbúiđ, ađ Ólafur Ragnar Grímsson fái á sig margar áskoranir um ađ gefa kost á sér til ađ leiđa nýjan flokk í frambođi til alţingiskosninga á nćsta ári, eins og Páll Vilhjálmsson blađamađur ritar um HÉR í dag. Er viđbúiđ, ađ sá flokkur nyti mikils stuđnings jafnt vinstri sem miđjumanna og jafnvel sumra af hćgri vćngnum.

* "Í samţykkt [Esb.]ţingsins frá desember 1997 segir m.a.: "Löndin sem sćkja um ađild verđa ađ sýna, ađ ţau séu trú grundvallarmarkmiđum ríkjasambands sem stefnir í átt ađ sambandsríki" ("federal state"). Í samţykktinni er hvatt til ţess ađ afnema neitunarvald, minnka áhrif smáríkja og auka miđstjórnarvald." (Ragnar Arnalds: Sjálfstćđiđ er sívirk auđlind, s. 103.) --- Ţessu markmiđi hefur sambandiđ unniđ ađ síđan, einkum međ Lissabon-sáttmálanum, og birtist ţađ m.a. í takmörkun neitunarvaldsins og stórauknu vćgi stórţjóđanna í Evrópusambandinu, en hinn 1. nóvember á ţarnćsta ári gengur í gildi ţađ ákvćđi sáttmálans, sem nćr tvöfaldar atkvćđavćgi Ţýzkalands í leiđtogaráđi ESB og hinu volduga ráđherraráđi (hefur löggjafarvald um sjávarútveg langt umfram ESB-ţingiđ), ţ.e. úr 8,41% núverandi vćgi Ţýzkalands í 16,41%. Samtals eykst ţá atkvćđavćgi sex stćrstu ríkjanna úr 49,3% í 70,44% (sjá nánar hér: Ísland svipt sjálfsforrćđi).

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ţóra mćlist međ mest fylgi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Neyđarákall eins leiđtoga Evrópusambandsins um ađ efla samrunaferliđ, annars vofi yfir hrun ESB

Athyglisverđ eru orđ forseta ESB-ţingsins, Martins Schulz, sem féllu á fundi í Brussel í dag međ fulltrúum í framkvćmdastjórn ESB: "Í fyrsta skipti í sögu Evrópusambandsins er hrun sambandsins raunhćfur möguleiki," sagđi sá ráđamađur samkvćmt fréttavefnum Euobserver.com.

  • Martin Schulz, forseti Evrópuţingsins. Ástćđan fyrir ţví ađ svona vćri komiđ fyrir ESB í dag, sagđi Schulz, vćri "fyrst og fremst sú ađ forystumenn ríkja ţess heimta ađ fá ađ taka sífellt fleiri ákvarđanir sjálfir ţvert á ţau vinnubrögđ sem gilt hafa á vettvangi sambandsins" (Mbl.is).

Ţarna er hann ađ tala gegn Bretum o.fl. sem hafa viljađ fara eigin leiđir vegna skulda- og bankakreppu ESB-ríkja og ţar međ einnig ađ tala gegn fullveldisvaldi ríkjanna andspćnis ESB-miđstýringarvaldi í Brussel og Strassborg. Lausnina sér hann ekki í öđru en enn frekari samruna, og ţađ á viđ um marga ađra ráđamenn Evrópusambandsins og ýmissa stćrstu ríkjanna innan ţess.

Lesendum til upplýsingar má nefna, ađ Martin Schulz er einn furđumargra forystumanna Evrópusambandsins, sem koma úr röđum (fyrrverandi) róttćkra sósíalista og kommúnista eđa byltingarmanna af '68-kynslóđinni. Undarlegt má heita, ađ allir ţessir tilheyra ţeim hópi:

  1. José Manuel Barroso, sjálfur forseti framkvćmdastjórnar Evrópusambandsins, hinnar eiginlegu ríkisstjórnar ţess (kommissararáđsins, European Commission), er fyrrverandi Maóisti frá Portúgal. Hann er fćddur 1956 og varđ ungur einn af leiđtogum PCTP MRPP (Partido comunista DOS of trabalhadores portugueses - Movimento Revolucionário DO Partido DO Proletariado Portuguęs), maóísks vinstri flokks, en gekk síđar úr honum og í desember 1980 í Partido Social Democrata (PSD) í Portúgal. (Sjá HÉR!)
  2. Stefan Füle, stćkkunar- eđa útţenslustjóri ESB, í framkvćmdastjórn ESB, gerđist međlimur tékkneska kommúnistaflokksins 1982, eftir innrás Sovétríkjanna og fylgiríkja ţeirra 1968, og var međlimur hans allar götur ţar til eftir 1989, ađ kommúnisminn féll; auk háskólanáms í Prag var hann útskrifađur frá MGIMO-diplómatastofnuninni í Moskvu, sem var ţekkt fyrir náin tengsl viđ sovézku leyniţjónustuna, KGB.
  3. Daniel Cohn-Bendit, f. 1945, ESB-ţingmađur, leiđtogi grćningja á ţinginu og mjög virkur rćđumađur ţar, en hann var einn ţekktasti róttćklingur '68-kynslóđarinnar á tímum maí-byltingarinnar í París. Hann er nú međal helztu málsvara ESB-samrunaferlisins. (Hér er hans eigiđ ćviágrip á ensku.)
  4. Martin Schulz. Hann er fćddur 20.12. 1955 og ţví of ungur til ađ ná ţví ađ teljast til hinna byltingarsinnuđu áriđ 1968, en 19 ára (1975) varđ hann međlimur í hinni róttćku hreyfingu Jusos (Jungsozialistinnen und Jungsozialisten in der SPD), ungliđahreyfingu ţýzka sósíaldemókrataflokksins (SPD), en sú hreyfing hafđi fćrzt út á vinstri kantinn 1969 og leit upp frá ţví á sig sem sósíalísk og femínísk samtök innan SPD (sjá nánar hér). Fróđlegt vćri ađ vita, hvort hann hafi hallazt ţar á sveif međ marxíska vćngnum í Jusos. Hans eina heiđursdoktorsgráđa kemur frá Rússlandi.* 

Ţetta er ekki rakiđ hér til ađ gera lítiđ úr ţessum mönnum persónulega, og fráleitt er ađ telja gefiđ, ađ ţeir séu ofurróttćklingar nú ellegar sjálfkrafa vanhćfir vegna róttćkrar fortíđar til ađ taka ţátt í stjórnmálum. En ţađ er eđlilegt ađ hafa ţá fortíđ í huga, ţar sem hinir róttćku hafa iđulega ađhyllzt marxískar lausnir á samfélagsmálum, veriđ hrifnir af heildarlausnum og sumir hverjir af hugmyndafrćđi alrćđisstefnu. Ţetta er ekki bezta veganestiđ fyrir volduga ráđamenn stórveldis, ţar sem taka ţyrfti eđlilegt tillit til radda hinna smáu međlimaríkja. Hafa sum orđaskipti í ESB-ţinginu, m.a. viđ forseta Tékklands og brezka ESB-ţingmanninn Nigel Farage, veriđ til vitnis um, ađ stutt er í ţolinmćđina gagnvart röddum efasemdarmanna og andstćđinga frekara samrunaferlis.

*Sjá Wikipediugreinina um Schulz, ţar segir: "On 18 May 2009 Martin Schulz was awarded an honorary doctorate by the Kaliningrad State Technical University. The university thus honoured his longstanding commitment to improving relations between Europe and Russia and his support for the development of what is still the only interdisciplinary and intercultural university course in European studies in Russia."

Ţetta er e.t.v. fullkomlega eđlilegt, en gćti einnig bent til viđleitni Schulz til ađ stuđla ađ ţví ađ Rússland og ESB nálgist hvort annađ. En ef Rússland gengi inn í Evrópusambandiđ, yrđi ţađ ekki líklegt til ađ gera ţađ síđarnefnda lýđrćđislegra, miklu fremur ađ ýta undir miđstýringu ţar, efla samrunaferliđ og stofnanarćđi í Brussel, ađ mati undirritađs. Ennfremur myndi ţá íbúafjöldi ESB aukast um nál. 27% og atkvćđavćgiđ, sem Íslandi sem hugsanlegu ESB-ríki stćđi til bođa í leiđtogaráđi og ráđherraráđi Evrópusambandsins, myndi ţar međ hrapa allverulega úr ţví 0,06% atkvćđavćgi, sem land okkar fengi ţar ađ óbreyttu, miđađ viđ reglur Lissabon-sáttmálans eftir 1.11. 2014, sjá nánar nýendurbirta grein Haraldar Hanssonar á ţessum vef: Ísland svipt sjálfsforrćđi -- fróđleiksgrein sem allir ćttu ađ lesa!

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Hrun ESB orđiđ ađ raunhćfum möguleika
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ísland svipt sjálfsforrćđi, eftir Harald Hansson

Ađ svipta einstakling sjálfsforrćđi er líklega stćrsta löglega inngrip sem hćgt er ađ gera í líf einstaklings, sem ekki hefur gerst brotlegur viđ lög. Ađ svipta heila ţjóđ sjálfsforrćđi gerist ekki nema lönd séu hernumin í stríđi eđa ef ógnarstjórn af einhverju tagi tekur völdin, oft í kjölfar valdaráns.

Ţađ sem taflan (neđri myndin) sýnir er ekki algjör svipting á sjálfsforrćđi. En ţau lönd sem verst fara út úr skerđingu á atkvćđisrétti í Ráđherraráđi ESB fara óţćgilega nćrri ţví. Međ Lissabon-samningnum er vćgi atkvćđa sex stćrstu ríkjanna aukiđ verulega á kostnađ hinna. Breytingin tekur gildi í lok kjörtímabilsins sem hófst sumariđ 2009, nánar tiltekiđ 1. nóvember 2014.

council voting

Ţau ríki sem eru međ minna en milljón íbúa fara langverst út úr Lissabon-samningnum. Ef Ísland vćri nú ţegar í klúbbnum vćri skerđingin á atkvćđavćgi Íslands 92,6% -- hvorki meira né minna; fćri úr nánast engu niđur í akkúrat ekkert. Aftasti dálkurinn sýnir breytinguna. Aukiđ vćgi er í bláu en skert vćgi í rauđu.

Hin mikla aukning á atkvćđavćgi Ţýskalands skýrist af ţví ađ landiđ hefur sama atkvćđavćgi og Frakkland, Bretland og Ítalía ţrátt fyrir mun fleiri íbúa. Ţađ á ađ leiđréttast međ Lissabon.

voting changes  

Eftir breytinguna ţarf 55% ađildarríkja og 65% íbúafjölda til ađ samţykkja ný lög. Vćgiđ verđur uppfćrt árlega samkvćmt íbúaţróun. Ef fjölmennt ríki eins og Tyrkland gengur í ESB minnkar atkvćđavćgi smáríkjanna enn frekar.

Á sama tíma og vćgi stóru ríkjanna er aukiđ verulega eru vetó-ákvćđi (neitunarvald) felld úr gildi í fjölmörgum málaflokkum. Ţetta öryggistćki smáríkjanna er tekiđ burt.

 

DĆMI - Sjávarútvegur:

Til ađ varpa ljósi á áhrifaleysi Íslands (0,06%) innan ESB, ţá hefđu ţau fimm ríki, sem ekki eiga landamćri ađ sjó og stunda ekki sjávarútveg, 108 sinnum meira vćgi en Ísland viđ afgreiđslu mála um sjávarútveg. HUNDRAĐ-OG-ÁTTA SINNUM MEIRA. Samt eru ţetta engin af stóru ríkjunum!

Stórt kerfi býđur upp á baktjaldamakk međ atkvćđi og menn geta velt fyrir sér hvort Ísland eđa Spánn hafi meira ađ bjóđa ríkjum eins og Austurríki og Ungverjalandi í slíkum hrossakaupum. Ţađ er hćgt ađ líta til Alţjóđa-hvalveiđiráđsins eftir dćmum.

Sjávarútvegur er aukabúgrein í landbúnađi innan ESB. Sjávarútvegur er ţađ sem Íslendingar ţurfa ađ byggja á til framtíđar. Ađ setja stjórn hans undir yfirţjóđlegt vald, ţar sem viđ höfum ekkert ađ segja, er algjört brjálćđi. Ţađ er ađeins hćnufeti frá ţví ađ svipta Ísland sjálfsforrćđi.

Algjör og undantekningalaus undanţága fyrir íslenskan sjávarútveg er frumskilyrđi fyrir ţví ađ menn geti svo mikiđ sem gćlt viđ ţá hugmynd ađ leyfa krötum ađ verđa okkur til skammar međ bjölluati í Brussel.

 

Ţessi sígilda grein Haraldar Hanssonar er endurbirt hér međ leyfi höfundar og ađ gefnu tilefni.


mbl.is Ekki í höndum Samfylkingarinnar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sjávarútvegsráđherra sem telur ekkert athugavert viđ ESB-löndunarbann á makríl frá Íslendingum!

Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráđherra sagđi á Alţingi sl. föstudag ađ "ekkert vćri athugavert viđ ţađ ef ESB setti löndunarbann á Íslendinga á makríl í höfnum sambandsins. Ţađ vćri réttur ţeirra [svo!!!] ţar sem ekki hefđi veriđ samiđ um makrílveiđarnar. Hins vegar vćri ţađ ólíđandi ef fariđ vćri út í viđskiptaţvinganir vegna annarra vara sem ekki tengdust makrílnum. Slíkt vćri brot međal annars á EES-samningnum og yrđi ekki liđiđ." (Skv. Mbl.is, sjá tengil hér neđar.)

Ţađ er fáheyrt, ađ íslenzkur sjávarútvegsráđherra tali ţannig og ţađ mađur sem hefur tekiđ ţátt í ţví ađ sćkja um inngöngu/innlimun í erlent stórveldi – međ afsali yfirráđa okkar yfir ćđstu úrslitalöggjöf, stjórn sjávarútvegsmála og jafnvel fiskveiđilögsögunni sjálfri milli 12 og 200 mílna – hiđ sama stórveldi sem nú er međ ţađ til afgreiđslu ađ beita okkur refsiađgerđum vegna lögmćtra veiđa okkar innan eigin lögsögu!

Evrópusambandiđ er ekki ađeins ađ hugleiđa löndunarbann á makríl og bann viđ komu slíkra fiski- og flutningsskipa í ESB-hafnir, heldur var ráđherraráđ ESB (sem fengi hér ćđsta löggjafarvald í sjávarútvegsmálum, ef viđ látum narrast inn í ţetta ríkjasamband) ađ ákveđa ţađ fimmtudaginn 19. ţ.m. "ađ flýta undirbúningi fyrir refsiađgerđir gegn Íslandi og Fćreyjum vegna makríldeilunnar sem nćđu ekki ađeins til innflutnings á makrílafurđum heldur einnig öđrum uppsjávartegundum og tćknibúnađi í sjávarútvegi."!

Steingrímur J. Sigfússon ţarf ađ fara ađ gera ţađ upp viđ sig, hvort hann vlll vera nefbeinslaus jábróđir Evrópusambandsins eđa sjávarútvegsráđherra Íslands. Ţátttaka hans í umsókn Samfylkingar um ađ renna landi okkar inn í Evrópusambandiđ gekk ţvert gegn kosningaloforđum hans. Nú hefur hann bćtt gráu ofan á svart: Eftir ađ hafa byrst sig vegna málssóknar framkvćmdastjórnar ESB gegn okkur innan viđ eina mínútu á skjánum í liđinni viku, var Steingrímur skjótur ađ hrökkva til baka međ ótrúlegri međvirkni og lítilţćgni gagnvart hótunum Evrópusambandsins, sem hann nú virđist telja eđlilegar!! Annađ verđur ekki séđ af ummćlum hans hér ofar.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Ólíđandi ađ tengja ESB viđ makríldeiluna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Samtök um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum ţess viđ Ísland

Samtök ţessi voru formlega stofnuđ í ágúst 2011. Tilgangur samtakanna er ađ standa fyrir rannsóknum á og hlutlćgri frćđslu um Evrópusambandiđ, alhliđa upplýsingaöflun og -miđlun (m.a. í formi greinaskrifa, undirbúnings og útgáfu bćklinga og rita, međ opnum fundarhöldum, ráđstefnum, fyrirlestrum sérfrćđinga og skrifum á vefsíđu félagsins) um starfsemi ESB, stofnanir ţess, sáttmálana og annađ lagaverk, styrkjakerfiđ, hugsanlega skert ákvörđunarvald ţátttökuríkjanna um eigiđ stjórnarfar, auđlindir o.fl. Verđur haldiđ utan um ţessa starfsemi í formi Rannsóknarseturs um Evrópusambandiđ (RUE).

Félagar í samtökunum eru 15 ađ tölu. Um forsendur okkar segir í félagslögunum, í 3. grein:

  • Ţeir, sem ađ félagi ţessu standa, vilja heill og hag Íslands sem sjálfstćđs ţjóđríkis sem mestan, í lifandi og farsćlum tengslum viđ ađrar ţjóđir heims. Viđ erum ekki hlynnt afsali ćđsta löggjafarvalds í hendur annarra ríkja né ríkjasambanda og teljum nauđsynlegt ađ stađinn sé vörđur um auđlindir landsins í ţágu íslenzks samfélags. Afstađa samtakanna til Evrópusambandsins og hugsanlegrar ţátttöku Íslands í ţví verđur byggđ á ţessum grunnatriđum, á áframhaldandi ţekkingaröflun um ESB sem og á hugsanlegri ţróun sambandsins.

Í stjórn félagsins sitja: Jón Valur Jensson, formađur, Gústaf Skúlason, varaformađur, Guđmundur Jónas Kristjánsson, gjaldkeri, og Halldór Björgvin Jóhannsson, ritari.

Bloggsíđu samtakanna er nú hleypt af stokkunum, og stefnt er ađ góđri virkni hennar hér á blog.is, međ upplýsandi greinum og fréttatengdum bloggum. Viđ heilsum íslenzkri ţjóđ međ ţessari kynningu samtakanna og heitum ađ vinna af alhug ađ hag hennar og réttindum. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband