Fćrsluflokkur: Tölvur og tćkni

Ísland bezt komiđ međ viđskipti viđ allar ţjóđir, ţarfnast ekki innilokunar í ESB

Fráleitt er, ađ mati Önnu Sonny, ađ eyríkiđ Ísland myndi einangrast viđ ađ slíta inntökuviđrćđum viđ Evrópusambandiđ. "Ţađ er ađili ađ EES og EFTA og varđ nýveriđ fyrsta Evrópuríkiđ til ţess ađ undirrita fríverslunarsamning viđ Kína,“ eins og ţessi starfandi verkefnastjóri Evrópumála hjá brezku hugveitunni Civitas bendir á í pistli á heimasíđu hugveitunnar. Sjálft er EFTA (Fríverzlunarsamband Evrópu) međ hagstćđa fríverzlunar- eđa tollasamninga viđ fjöldamörg ríki heims, m.a. Kanada.

Ennfremur vekur ţessi verkefnastjóri á ţví athygli, ađ Ísland hafi "sýnt fram á ađ ţađ er mögulegt ađ velja hvort tveggja,“ ţ.e. viđskipti viđ Evrópusambandiđ, án ţess ađ ganga í ţađ, og viđ önnur lönd heims.

Ţađ má einnig gera ţví skóna hér, ađ viđskiptasamningurinn viđ Kína, samhliđa EES-viđskiptum okkar, geti orđiđ leiđ fyrir Kína til ađ koma vörum sínum nćr tollfrjálsum á ESB-markađ, ţ.e.a.s. međ viđkomu hér, ţar sem síđasta fullvinnslustigiđ ćtti sér stađ, t.d. ađ setja reimar og innlegg í skó, sem annars kćmu ađ mestu leyti tilbúnir frá Kína. Sama gćti átt viđ um margar ađrar vörur, tízkufatnađ, tćknivörur, vélar, tölvur o.fl. Viđ yrđum hins vegar ađ áskilja sjálfum okkur rétt til ađ stýra vinnuafli (innlendu sem erlendu, ţó fremur innlendu) til ţeirra vinnustađa sem annast myndu síđasta fullvinnslustigiđ á slíkum vörum.

PS. Í skođanakönnun á vef Útvarps Sögu, ţeirri síđustu sem birt var fyrir hvítasunnu, var spurt: "Á nćsta ríkisstjórn ađ slíta eđa halda áfram viđrćđum viđ ESB?" -- 317 svöruđu, ţar af sögđu 23,15%: "Halda viđrćđum áfram," en 76,85% sögđu: "Slíta viđrćđum". Kannanir á ţessum vef ÚS eru vitaskuld ekki marktćkar um ţjóđarvilja (sbr. ađ 19 sinnum fleiri (57%) sögđust ţar styđja Flokk heimilanna heldur en sú prósenta sem kaus hann í reynd (3%)). Engu ađ síđur gefur ţessi skođanakönnun vilja ÚS-áhangenda nokkuđ skýrt til kynna.

Jón Valur Jensson.


mbl.is „Mögulegt ađ velja hvort tveggja“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband