Víst er friðarhugur í Trump!

Hvers lags "frétt" er þetta á Mbl.is: "Enginn friðar­hugur í Trump"?*

Víst er friðar­hugur í honum! Hann vill að

  1. Banda­ríkin hætti að hafa frum­kvæði að stríðum úti um allan heim með inn­rás­um og íhlut­unum í innan­ríkis­mál ríkja,
  2. og hann vill draga úr kaupum á rán­dýrum vopna­búnaði til bandar­íska hersins. Einmitt þess vegna hafa hlutabréf lækkað í bandaríska hergagna­iðnaðinum.

Gleymum svo ekki, að haukarnir í hermálum Banda­ríkjanna sl. 8 ár hafa verið Barack Obama og Hillary Clinton, sem studdu loftárásir á Líbýu og ófarsælan stuðning við uppreisnaröfl gegn Assad-stjórninni í Sýrlandi, auk þess að skipta sér af rússneskum innanlands­málum vegna Krímskagans, þar sem fólkið kaus að endurnýja langtíma rússnesk yfirráð allt frá frelsun hans undan Tyrkjasoldán á 18. öld.

Og í þessum freklega Obama-Clinton-Evrópusambands-yfirgangi taka íslenzk stjórnvöld þátt með viðskiptahöftum á Rússland!

Fréttamenn eiga ekki að snúa við staðreyndum.

* Þannig var frétt Mbl.is upphaflega. 20 mín. seinna hefur hún breytzt í: Enginn friðarhugur í Trump gagnvart Kína. Kannski sumir fréttamenn vilji, að Kína leggi ekki aðeins undir sig Suður-Kínahaf, heldur einnig eyríkið Formósu (Taíwan), en um það land hefur allt frá stríðslokum 1945 helzt verið ágreiningur milli stefnu kommúnista í Peking og Bandaríkjanna. Nú vilja sumir "friðar­sinnar", að Bandaríkja­stjórn hætti að ábyrgjast öryggi Taíwans!

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Enginn friðarhugur í Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég hef tekið eftir að mbl.is apar vitleysuna upp eftir Bandarískum fjölmiðlum, þeim sem ólmir vildu að spillta Hillary yrði forseti og geta engan veginn sætt sig við að þeirra frambjóðandi tapaði. Þeir geta heldur ekki sætt sig við það að þeir gátu ekki stjórnað almenningsálitinu. Þessir fjölmiðlar starfa á sama grundvelli og RUV-elítan hér á landi, telja sig þess umkomna að segja fólki hverju það á að trúa og hvað það á að gera, o.s.fr.

Tómas Ibsen Halldórsson, 18.12.2016 kl. 16:44

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Ríkisstjórn ÍSLANDS- ÁN UMBOÐS ALMENNIGSA KOM OKKUR Á KALDANN KLAKANN MEÐ HEIMSKU SINNI- VARÐANDI ÚTFLUTNING SEM VIÐ ÞURFUM Á AÐ HALDA.

 EKKI MUNU ÞESSI ANDMÆLI NOKKURRA KALLA Á ALÞINGI HAFA GERT PÚTIN SVEFNLAUSANN  !

Erla Magna Alexandersdóttir, 18.12.2016 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband