Bloggfćrslur mánađarins, júní 2018

Hér ţarf forsetinn ađ fá vinnufriđ, skođa máliđ og hafna ţví ađ lokum

ESB keyrir áfram á samrćm­ingu ým­iss­ar lög­gjaf­ar ađild­ar­land­anna, en ófrýni­legt er fyrir EES-lönd­in ađ bera af slíku of­ur­kost­nađ og áníđslu á eigin full­veldi.

Forseti Íslands MÁ EKKI samţykkja löggjöfina um per­sónu­vernd og vinnslu per­sónu­upplýsinga. Hann á ađ gefa sér góđan tíma til ađ skođa alla vankanta á henni og taka til greina ábendingar lögfróđ­ustu manna. Hann kann svo sem ađ óska ţess ađ virđa vilja Alţingis, en ber ţá um leiđ ađ líta til ţess, ađ ţingiđ ­međhöndlađi ţetta 147 bls. frumvarp í ofurflýti og flaustri og hefđi alls ekki ţurft ađ fara ţessa leiđ, eins og Stefán Már Stef­ánsson prófessor, okkar helzti sérfrćđingur í Evrópu­sambands-rétti, höfundur allmargra rita á ţví sviđi, benti á, m.a. hér: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/06/18/thetta_skapar_afleitt_fordaemi/ Hér átti einmitt ađ fara ađ ráđum Stefáns Más um betri leiđ.
Stefán Már Stefánsson lagaprófessor.
Stefán Már Stef­áns­son laga­pró­fess­or. mbl.is/Mynd: Ásdís Ásgeirs­dótt­ir
 
Forsetinn á ennfremur ađ líta til ţess, ađ Alţingi hefur áđur skjátlazt: 70% ţingmanna greiddu atkvćđi međ Icesave-samningi, sem reyndist fara ţvert gegn lagalegum réttindum okkar, sem og gegn ţjóđarhag. Forsetanum hlýtur ţví ađ vera ljóst, ađ ákvćđi 26. gr. stjórnarskrárinnar um synjunarvald hans hefur ţegar sannađ gildi sitt.
 
Sbr. einnig viđvaranir Arnaldar Hjart­ar­sonar, ađjúnkts viđ laga­deild Há­skóla Íslands, um ađ ekki komi fram í frum­varp­inu hvers vegna ís­lensk stjórn­völd hafi samţykkt ađ falla frá tveggja stođa kerf­inu, ţannig ađ stofn­un ESB fái vald til ţess ađ veita ís­lenskri rík­is­stofn­un, ţađ er Per­sónu­vernd, fyr­ir­mćli. „Ćtl­un­in međ frum­varp­inu virđist ţví vera sú ađ vald­heim­ild­ir verđi fram­seld­ar til stofn­un­ar ESB, en ađ full­trú­um ís­lenska rík­is­ins verđi ekki veitt­ur at­kvćđis­rétt­ur inn­an stofn­un­ar­inn­ar, ólíkt full­trú­um ríkja ESB," segir hann og ađ "í ţessu felst fyr­ir­ćtl­un um framsal fram­kvćmda­valds". Ennfremur ađ löggjöfin virđist ekki standast stjórnarskrána -- sjá https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/06/04/virdist_ekki_standast_stjornarskrana/
 
Ţá er ennfremur athyglisvert ađ lesa grein eftir Maríu Kristjánsdóttur, lögmann á LEX, á Vísir.is í gćr: Fordćmalausar sektarheimildir, ţar sem hún bendir m.a. á, ađ sektarfjárhćđir sem mćlt er fyrir um í lögum ţessum "eru međ ţví hćsta sem ţekkist í íslenskum lögum, en sektarramminn er frá 100 ţúsund krónum til 2,4 milljarđa króna fyrir alvarlegustu brotin" og geti jafnvel orđiđ hćrri en 2,4 milljarđar króna í vissum tilvikum! 
 
Áđur hafđi veriđ vakin athygli á ţví, ađ viđ lagasmíđ um ţessa löggjöf á hinum Norđurlöndunum eru sektarákvćđin langtum lćgri! Eru alţingismenn kannski haldnir sjálfspyntingarhvöt til ađ ţókknast Brusselvaldinu sem allra mest?
 
Jón Valur Jensson

mbl.is Deilt um vélmennavöktun á Evrópuţingi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Verđur ESB-fáninn nú dreginn ađ húni viđ Ráđhús Reykjavíkur?

Nú ţegar Viđreisn er komin í samstarf viđ Samfylkinguna og Pírata-vinstriđ í Reykjavík, ţá má gera ráđ fyrir ađ ESB-flokkurinn geri kröfur um ađ ESB-fáninn verđi notađur sem mest í stađ ţess íslenska.

Fólk man eflaust ađ Viđreisn flaggađi ekki íslenska fánanum á síđasta landsfundi sínum, ţess í stađ flögguđu ţau ESB-fánanum. Spurning hvort borgin sćki um ađild ađ ESB eđa reyni aftur ađ setja viđskiptabann á Ísrael.

Gunnlaugur Ingvarsson


mbl.is Vćta og sólarglennur ţjóđhátíđardaginn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Persónuverndarlögin frá ESB eru "fordćmalaust framsal valdheimilda"

Dr. Stefán Már Stefánsson pró­fessor, okkar helzti sér­frćđ­ingur í Evrópu­sam­bands­lögum, "var stjórn­völd­um til ráđ­gjafar um upp­töku gerđar­inn­ar í samn­ing­inn. Í álits­gerđ hans segir ađ sú leiđ sem far­in sé feli í sér ađ fram­kvćmd­ar­vald og dóms­vald yrđi fram­selt til stofn­ana ESB međ mjög ein­hliđa hćtti. Stefán réđ stjórn­völdum frá ţví ađ fara ţessa leiđ og taldi hana skapa afleitt fordćmi. Ţá sé gert ráđ fyrir ađ bókun 34 viđ EES-samninginn verđi virkjuđ í fyrsta sinn í sögu samnings­ins en hún gerir ráđ fyrir ţví ađ dómstólar EFTA-ríkjanna geti fariđ fram á ađ Evrópu­dómstóll­inn taki ákvörđun um túlkun EESreglna sem samsvara ESB-reglum. Stefán segir fáa hafa trúađ ţví ţegar EES-samning­urinn var samţykktur ađ bókunin um Evrópu­dómstól­inn yrđi einhvern tíma virkjuđ. Ađ mati Stefáns er ţví um fordćma­laust framsal vald­heimilda ađ rćđa."

(Fréttablađiđ, 13. júní 2018, https://www.frettabladid.is/frettir/framsal-valds-til-stofnana-esb-a-moerkum-stjornarskrarinnar)

Ţví ber öllum ađ taka ţátt í áskorun á forseta Íslands ađ synja ţessari ESB-löggjöf stađfestingar!

JVJ.


Fullveldi skemmt á fullveldishátíđarári? Ţing­menn í afgreiđsluhlutverki fyrir stórveldi?

Sorglegt var ađ horfa upp á at­kvćđin falla á atkvćđa­töflu Al­ţingis í beinni útsend­ingu ţings­ins frá loka­afgreiđslu frum­varps­ins um persónu­vernd og vinnslu persónu­upp­lýs­inga. 50 atkvćđi međ, gegn 7 á móti frumvarpinu!(3 greiddu ekki atkvćđi). Ţing­fundi var ađ ljúka, á 1. tímanum í nótt, og Alţingi frestađ til 17. júní.

Fjölmargar athugasemdir bárust Alţingi um máliđ (sjá hér: Öll erindi í einu skjali), og jafnvel Lögmannafélag Íslands varađi viđ ţví, ađ ţađ brjóti gegn ákvćđum stjórnarskrárinnar.

Eins og einn félagsmanna Samtaka um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum ţess viđ Ísland, Gústaf Adolf Skúlason, benti á:

Alţingi á ađ fresta gildistöku laganna, ekkert annađ er uppi á borđinu ef einhver virđing er borin fyrir áliti löglćrđra manna.

Er ekkert ađ marka drengskaparheit alţingismanna viđ stjórnarskrá íslenska lýđveldisins? 

Einnig skrifađi Gustaf félagsmönnum ţessara Samtaka um rannsóknir á ESB nú undir kvöldiđ:

Laganefnd Lögmannafélags Íslands bendir á ađ međ EES-samningnum og samningum um stofnun Eftirlitsstofnunar og dómstóls, var komiđ fót sérstöku tveggja stođa kerfi ţar sem ekki var gert ráđ fyrir framsali ríkisvalds frá ađildarríkjunum til stofnana Evrópusambandsins,

Međ ţví ađ lögfesta ákvćđi reglugerđarínnar ţar sem stofnunum Evrópusambandsíns er faliđ samrćmingar og eftirlitshlutverk, er hugsanlegt ađ í ţví felist framsal ríkisvaldssem ekki er í samrćmi víđ 2. gr. stjórnarskrárinnar.
 
Jafnframt bendir Laganefndin á ađ birta ţurfi lög skv. 27. gr stjórnarskrárinnar skv. almennum lögum og bendir á ađ birta ţurfi nýju lögin í Stjórnartíđindum, sbr lög 15/2005. Í frumvarpinu er talađ um ”lögfestingu reglugerđa ESB međ tilvísunarađferđ”. Bendir laganefndin á ađ ekki megi verđa ”lex superior”-regla sem segir lög ESB ćđri íslenskum ef ég túlka máliđ rétt (bćtir Gustaf viđ). Í frumvarpi alţingis er talađ um ađ lögin öđlist gildi ţegar reglugerđ ESB 2016/679 hefur veriđ tekin upp í EES-samninginn og birt í EES-viđbćti viđ Stjórnartíđindi Evrópusambandsins. Sem sagt brot á íslenskum lögum um lagabirtingu í Stjórnartíđindum Íslands.
 
Mér finnst makalaust ef ţingmenn ćtla ađ skauta fram hjá afstöđu LMFÍ í málinu. Ţar koma fram afgerandi rök fyrir ţví ađ fresta afgreiđslu málsins og vanda betur texta svo lögin brjóti ekki í bága viđ stjórnarskrána. Hafa fulltrúar LMFÍ komiđ veriđ kallađir á fund alţingis í málinu? Ţeir bjóđa sig fram til ţess ... (Tilvitnun í GASk. lýkur)
 

Já, ţetta er sannarlega alvörumál og áhyggjuefni, ađ hér hafi veriđ samţykkt ákveđiđ valdaafsal okkar Íslendinga, m.a. til ćđsta úrskurđar ESB-dómstólsins í Lúxemborg, um ţessi mál, en hann hefur hingađ til ekki veriđ settur yfir íslenzkt réttarfar.

Ennfremur er ţetta ekki góđs viti um viđnám sitjandi alţingismanna gegn öđrum áreitnismálum hins evrópska stórveldis um íslenzk innanríkismál. Ţar er hćttulegasta máliđ um ţessar mundir s.k. ACER-mál, en í ţví fćlist, ef hér yrđi ađ lögum, framsal réttinda okkar yfir raforkuvinnslu og umfram allt dreifingu raforku, jafnvel gegnum rafstreng til Skotlands, en ţađ hefđi einnig mjög ófarsćl áhrif til hćkkunar á raforkuverđi hér til almennings og fyrirtćkja. En ţađ mál verđur sennilega rćtt á Alţingi í haust eđa vetur.

Enn einu sinni er ekki hćgt ađ taka ofan fyrir vinnubrögđum Alţingis. Ţetta persónuverndarfrumvarp kom mjög seint fram og mjög lítill tími gefinn til andmćla og kynningar.

Líta sumir ţingmenn á Alţingi sem afgreiđslustofnun fyrir Evrópusambandiđ? Er ekki öllu tímabćrara ađ hugleiđa, hvort tími sé til kominn ađ segja upp EES-samningnum, svo ađ viđ losnum viđ fleiri inngrip stórveldisins í okkar mál?

Stefnt hefur veriđ ađ úttekt á ţví, hvađ EES-samningurinn hafi fćrt okkur og hvađ hann hafi kostađ okkur. Svo mátti skilja sem sú úttekt yrđi jafnvel í höndum ESB-sinna međal embćttismanna í stjórnarráđinu, en allt kapp verđur ađ leggja á, ađ úttektin verđi hlutlćg og marktćk. Og ţar koma ekki ađeins bein fjárhagsleg sjónarmiđ til greina, til lokaálits um máliđ, heldur einnig mikil tímavinnsla og glatađur vinnutími fólks í mörgum stéttum vegna ESB/EES-tilskipana, margs konar annađ óhagrćđi, auk ţess beinlínis, ađ ráđin séu tekin úr höndum okkar um úrslitavald í málum eins og okkur sjálfum hentar bezt.

Tveggja stođa kerfiđ virđast stjórnvöld hér farin ađ líta á sem úrelt eđa of tímafrekt og kostnađarsamt til ađ halda gangandi, sbr. nýja grein um ţađ eftir Hjört J. Guđmundsson blađamann, sem lćrđur er međ tvćr gráđur í Evrópu­frćđum, en hér er sú grein hans, frá 7. ţ.m. (smelliđ): Kosiđ ađ fara ekki tveggja stođa leiđina. Menn eru hvattir hér til ađ lesa ţá afar upplýsandi grein.

Víđa heyrist hvatning til undirskriftasöfnunar međ áskorun á forseta Íslands ađ undirrita ekki ţessa löggjöf frá Alţingi, heldur leggja lokaákvörđun í hendur landsmanna í ţjóđaratkvćđagreiđslu. Mćttu sem flestir taka til máls um ţađ nauđsynjarmál, sbr. afar sterk rök Arn­ald­ar Hjart­ar­sonar, ađjúnkts viđ laga­deild Há­skóla Íslands, sem Hjörtur vitnar til í grein sinni:

Arnaldur "benti ... á ţađ í grein í Morg­un­blađinu um síđustu helgi ađ viđur­kennt vćri í frum­varpi ađ lög­um um inn­leiđingu per­sónu­vernd­ar­lög­gjaf­ar Evr­ópu­sam­bands­ins ađ ákv­arđanir Per­sónu­vernd­ar byggđar á ákvörđunum stofn­un­ar­inn­ar kynnu ađ hafa áhrif á hér­lenda ein­stak­linga og lögađila.

Arn­ald­ur seg­ir enn­frem­ur í grein­inni ađ inn­leiđing per­sónu­vernd­ar­lög­gjaf­ar Evr­ópu­sam­bands­ins virt­ist fara gegn stjórn­ar­skránni og hvatti til ţess ađ Alţingi tćki sér nauđsyn­leg­an tíma til ţess ađ kanna hvort gćtt hafi veriđ fylli­lega ađ ákvćđum henn­ar í samn­ingaviđrćđum rík­is­ins viđ viđsemj­end­ur sína á vett­vangi EES-samn­ings­ins."

Jón Valur Jensson.


mbl.is Frumvarp um persónuvernd samţykkt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ein versta útreiđ sem um getur ...

Menn ćttu ađ lesa markverđa samantekt Styrmis Gunnarssonar, sem er ekki lítill áfellisdómur yfir ţví sem virđist vofa yfir Alţingi á ţessum nýbyrjađa ţriđjudegi

Persónuverndarlöggjöf ESB: Ein versta útreiđ umsagnarađila sem um getur

JVJ.


Sérfróđur mađur međ vaktina á aukinni hneigđ Brusselmanna til óeđlilegra valdheimilda gagnvart EES-ríkjum

Hikstalaust má hvetja full­veldis­sinna til ađ lesa nýti­leg­ar snilld­ar­grein­ar Bjarna Jóns­son­ar raf­magns­verkfr. í Mbl. og á blogg­síđu hans, m.a. um persónu­vernd­ar­lög­gjöf, ACER-mál­iđ, EES og stjórn­ar­skrána, of veikt viđ­nám Norđ­manna, offlćđi laga- og reglu­gerđa frá ESB o.fl. Sjá m.a. ţessar nýleg­ustu greinar Bjarna:

Persónuvernd međ fullveldisframsali

Hagsmunir Íslands og Noregs gagnvart Orkusambandi ESB

Stjórnarskráin og EES. Einnig (11. maí) EES og ţjóđarhagur, ţar sem hann tekur m.a. á beiniđ afar hćpna frásögn Ţorsteins Víglundssonar, fyrrv. ráđherra, í Mbl.grein af málum í Noregi, ţ.e. um viđhorf almennings ţar og stjórn­mála­flokkanna, m.m.

Einnig ţetta um ACER-máliđ:

Yfirţjóđleg stofnun leidd til öndvegis

og (15. maí): 

Enginn ávinningur af ađild ađ Orku­sambandinu

Og ţetta er afar upplýsandi um viđhorf Íslendinga, ţótt fáir hafi tekiđ til máls um hiđ stórvarasama ACER-mál:

Skýr vísbending um ţjóđarvilja

sem fjallar um niđurstöđur úr skođanakönnun Maskínu 27/4-7/5 ţar sem spurt var

"Ertu fylgjandi eđa andvíg(ur) ţví, ađ aukiđ vald yfir orkumálum á Íslandi verđi fćrt til evrópskra stofnana ?"

og andvígir reyndust 80,4% (ţar af mjög andvígir 57,4%), en fylgjandi ađeins 8,3%! En ţeim mun fremur ţarf almenningur ađ vera á varđbergi gegn ţví, ađ andstćđ sjónarmiđ og ákvarđanir verđi ofan á međal alţingismanna!

Ennfremur ţessari nýlegri greinar: 

Íslenzk stjórnsýsla annar ekki flóđinu frá Brüssel

Fyrirvarar Stórţingsins verđa varla uppfylltir

Ţađ verđur enginn illa svikinn af ađ frćđast af skrifum Bjarna Jónssonar, fyrr og nú. Ritháttur hans er međ afbrigđum skýr, oft reyndar í allöngu máli, en jafnan launar ţađ sig ađ renna yfir vel rökstuddar greinar hans og oft ađ tileinka sér efni ýmissa ţeirra til hlítar.

Jón Valur Jensson.


Ný ríkisstjórn Ítalíu tekst á viđ Evrópusambandiđ strax frá fyrsta degi

Margir hafa undrazt hvernig ESB-stór­veld­iđ neyddi í raun meiri­hluta­flokka Ítal­íu til ađ falla frá skipan Paolos Sa­vona sem fjár­mála­ráđherra (forsetinn Mattar­ella hafn­ađi honum, í ţćgđ viđ Evrópu­sam­bandiđ). En ţađ er verđ­ugur mót­leikur ţegar nýr forsćtis­ráđherra landsins, Giuseppe Conte, skipar nú hinn sama Savona sem ráđherra Evr­ópu­mála, "en hann er harđur efa­semda­mađur um Evr­ópu­sam­starfiđ" (mbl.is)! Hér er fullt tilefni til ađ vitna í styttri leiđara Morgun­blađsins ţennan föstudag:

"Breytt í ţágu Brussel

Ţriđja stćrsta hagkerfi evrusvćđisins gćti ţrátt fyrir allt fengiđ ađ mynda ríkisstjórn sem hefur efasemdir um evruna. Forseti Ítalíu hafđi, eftir mikla andstöđu í Brussel og Berlín, hafnađ fjármála­ráđherraefni flokkanna sem sigruđu í ítölsku ţingkosningunum og mynda meirihluta á ţingi. Fjármálaráđherraefniđ ţótti of gagnrýniđ á evruna til ađ hćgt vćri ađ leyfa lýđrćđinu ađ hafa sinn gang.

Í gćrkvöld var greint frá ţví ađ meirihlutaflokkarnir hefđu ákveđiđ ađ gefa eftir og velja nýtt fjármálaráđherraefni. Ţetta var gert undir hótunum um utanţingsstjórn ţóknan­lega ESB og nýjar kosningar til ađ lagfćra ţćr sem elítan í ESB taldi hafa gefiđ ranga niđurstöđu.

Ţegar ţetta er skrifađ er búist viđ ađ ný stjórn á Ítalíu taki viđ í dag, föstudag. Sú stjórn verđur ekki eins og meiri­hlutinn á ítalska ţinginu vildi helst hafa hana, en hún gćti engu ađ síđur ruggađ báti Evrópu­sambandsins og evrunnar verulega. Fróđlegt verđur ađ sjá hver nćstu viđbrögđ elítunnar í Brussel og áhangenda hennar verđa ef ríkis­stjórnin fylgir ţeim málum eftir sem ítalskir kjósendur ćtlast til." (Tilvitnun lýkur.)

Ekki hafa ţessir atburđir aukiđ traust manna á lýđrćđisást Brusselmanna og leiđtoga Evrópusambandsins, svo sem hinna valdamestu, Frakklandsforseta og Ţýzkalandskanzlara. Greinilega vilja ţau, eins og í tilfelli Grikklands, Ungverjalands og Póllands áđur, takmarka frelsi ţjóđa og ţjóđţinga til ađ ráđa málum sínum sjálf.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Conte nýr forsćtisráđherra Ítalíu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband