Endanlegur samningur um úrsögn Breta úr Evrópu­sambandinu 31. okt. væntanlega samþykktur næstkomandi laugardag!

Boris Johnson og Juncker voru að tilkynna að tekizt hafi samn­ingur milli ríkis­stjórn­ar Bret­lands og ESB um úrsögn Breta úr ESB 31. þ.m. Hann verður bor­inn undir brezka þing­ið nk. laug­ar­dag, til lukku von­andi, auk þess sem Juncker, forseti fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, segir samn­ing­inn endan­lega verða borinn undir leið­toga­ráð Evrópu­sambandsins. 

Þótt ákvæði samningsins séu ekki að fullu kunn, þegar þetta er ritað, fer Juncker jákvæðum orðum um samninginn, að vilji beggja aðila til að semja hafa skilað sér, samn­ingur­inn sé sann­gjarn og að tekið hafi verið til­lit til óska Bret­lands jafnt sem ESB. Mun Juncker hvetja leiðtogaráðið til að taka vel í samn­ing­inn. (mbl.is)

Við Íslendingar munum margir fagna því, að Bret­land hverfi úr Evrópu­sambandinu. Það gerum við í Samtökum um rann­sóknir á Evrópu­sambandinu og tengslum þess við Ísland. 

Jón Valur Jensson.


mbl.is Nýr samningur um Brexit í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband