Hvernig dettur þessum mönnum í hug að bjóða sig fram til þings?

Ólíkt Jóni Baldvini* vilja Þor­steinn Víglundsson og Pawel Bartoszek ganga inn í "brennandi hús" Evrópusambandsins!

Ekki er það til að tryggja lýðveldið í sessi sem sjálfstætt og fullvalda.

Þeir, sem heita vilja hollustu sinni framandi heimsveldi 27 ríkja með um 1400 sinnum fleiri íbúa en Íslendinga ættu fremur að flytjast til meginlandsins en að voga sér að leita stuðnings íslenzkra kjósenda við að þeir taki sæti á Alþingi til að brjála löggjöf okkar í þágu þess tröllaukna veldis.

Báðir eru þessir menn á skrá um félagsmenn öfugmælasamtakanna "Já Ísland!"

En okkar fyrrverandi utanríkisráðherra og Alþýðuflokks-formaður Jón Baldvin hefur lengri reynslu af Evrópusambandinu en samanlagðir þessir tveir yngri menn með glýjuna í augum. 

  • "Þegar ég horfi á Evrópu núna sé ég Evrópu­samband sem er nánast í sjálfs­morðs­leið­angri ... og allt þar í rugli. Frammistaða ESB núna sýnir algert póli­tískt forystu­leysi, alltaf viðbrögð eftir á og skammar­lega lítil­mennsku. Við göngum ekki inn í brenn­andi hús núna. Slökkvið fyrst eldana,“

sagði Jón Baldvin Hanni­bals­son í viðtali á Morgunvaktinni á Rúv snemma í marz í vetur, sem birti þar viðtal Óðins Jónssonar við hann.

Er ekki tímabært að grillufangarar um evrópska útópíu fari að læknast af þeim órum sínum? Og hvernig væri að þeir fengju að mæta hörðum spurningum fundarmanna og fréttamanna á áróðursfundum "Viðreisnar" vegna þeirrar stefnu að ætla sér að gera Alþingi að undirþingi ESB-stofnana? Til hvers vorum við þá að berjast fyrir sjálfstæði lands og þjóðar? Jafnvel Dönum er fullljóst að æðsta fullveldi yfir þeim er komið í hendur Brussel-herra.

Vita þessir tveir ekki, að í sérhvert sinn sem einhver lög ESB rekast á einhver landslög meðlimaríkjanna, þá skuli landslögin víkja, en ESB-lögin ríkja?  En þetta stendur í sérhverjum aðildarsáttmála sem gerður hefur verið við hvert nýtt ESB-land í meira en tvo áratugi. Já, hvers vegna ekki að halda sér við sjálfstæði landsins og fullveldi? Eða ætlar einhver að kjósa skósveina eða erindreka erlends valds?

* Jón Baldvin Hannibalsson afhuga Evrópu­samband­inu: "Það þýðir ekkert að tala um að ganga inn í brenn­andi hús!"

Jón Valur Jensson.


mbl.is Þorsteinn í framboð fyrir Viðreisn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hið besta mál að Þorsteinn gefi kost á sér fyrir viðreisn. Viðreisn er orðin viðrekstur og slæmur hiksti fyrir aðildarsinna, sem í blindni, eins og asna teymdum æfram af gulrót á priki, sjá ekkert nema eigin rass út um framrúðuna. Hvernig snýr svoleiðis óskapnaður, tekst engum að útskýra nema áttavilltum hægrimönnum, með samfylkingarheilkenni.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 25.8.2016 kl. 03:13

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég held að það sé ágætt að hafa asnanna alla í sömu stíu.  

Hrólfur Þ Hraundal, 25.8.2016 kl. 07:16

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Til þess er innflutt grænmeti ! það er fóður fyrir fjórfætlinga  !sealed

Erla Magna Alexandersdóttir, 25.8.2016 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband