Draumur Brussel-bossa rætist um stofnun ESB-hers

Þeir vita sem er, að ekki er tekið mikið mark á herlausu stórveldi. 

ESB-þingið samþykkti í dag að stofna nýj­an landa­mæra­her og á hann að taka á flótta­manna­vand­an­um: standa vakt­ina á landa­mær­um landa á borð við Grikk­land og Ítal­íu frá og með sept­em­ber á þessu ári. Mbl.is segir frá í nýrri frétt.

Stofn­un landa­mæra­hers­ins var samþykkt með 483 at­kv. gegn 181. 48 sátu hjá.

Nokk­ur ríki Evr­ópu­sam­bands­ins hafa á und­an­förnu miss­eri tekið upp landa­mæra­eft­ir­lit að nýju, en það hafði verið aflagt eft­ir að Schengen-sam­starfið tók til starfa. Er það vegna flótta­manna­straums­ins, en rúm­lega ein millj­ón flótta­manna og inn­flytj­enda hef­ur komið til Evr­ópu frá því í árs­byrj­un 2015.

Samþykkt Evr­ópuþings­ins í dag fel­ur í sér heim­ild­ir ríkja til þess að sjá áfram um eft­ir­lit á landa­mær­um sín­um, en þau geta nú kallað eft­ir neyðar­aðstoð úr landa­mæra­hern­um sem mun telja a.m.k. 1.500 landa­mæra­verði. (Mbl.is)

Greinilega hefur það haft mikil áhrif, að leiðtogar ESB-ríkja eins og Þýzkalands og Svíþjóðar buðu flótta­menn velkomna til landa sinna. Svíar sögðu alla sýr­lenzka flóttamenn velkomna að vera til fram­búðar, jafnvel þótt friður kæmist á í Sýrlandi, en svo neyddust sósíaldemókratar til að snúa við blaðinu, þegar þeir réðu ekki lengur við aðstreymið. Og ýmsar ESB-þjóðir kunna Angelu Merkel litla þökk fyrir að hafa átt sinn stóra þátt í að hleypa af stað flóttamanna­straumn­um yfir Eyjahaf og Miðjarðarhaf.

Og nú dugar ESB-ríkjum ekkert minna en 1500 manna ESB-landamæraher auk þeirra eigin löggæzumanna! Hafi þetta ekki verið skipulagt frá upphafi, ber það naumast vitni um mikla fyrirhyggju.

En hér hyggja eflaust ýmsir ESB-valdamenn gott til glóðarinnar að nýta sér í vaxandi mæli valdheimildir Lissabon-sáttmálans um stofnun og rekstur ESB-hers, á landi, lofti og legi.

Jón Valur Jensson.


mbl.is ESB stofnar landamæragæslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband