"Íslendingar verða að samþykkja og virða löggjöf Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum" - ekki boðið upp á annað í ESB!

Merkileg frétt barst landsmönnum í kvöld:

1) Íslendingar VERÐA að samþykkja og virða löggjöf ESB í sjávarútvegsmálum, segir form. sjávarútvegsnefndar Evrópusambandsþingsins, Gabriel Mato.

2) Óviss er hann um að við séum reiðubúnir að gera það "enn sem komið er", og þarna er átt við, að í s.k. sjávarútvegskafla verði Ísland að meðtaka alla löggjöf ESB í þeim málaflokki, en meðal þeirra grundvallarreglna, sem þar gilda, er jafn aðgangur ESB-þjóða fiskimiðum ESB-ríkja.* Óvissa Matos um afstöðu okkar "enn sem komið er" kann annaðhvort að benda til, að hann telji tímann vinna með Evrópusambandinu með áróðurs-fjáraustri sínum, bellibrögðum og e.t.v. þeim hótunum, sem hann sjálfur aðhyllist, til að narra íslenzku þjóðina í Evrópustórveldið, ellegar að hann geri sér grein fyrir, að meðal þjóðar okkar sé svo útbreidd andstaða gegn því, sem "býðst" hjá þessu stórveldi, að vonlaust sé fyrir þá Brusselmenn að gera sér nokkrar vonir um innlimun okkar, og þá kann að vera, að hann sé að leita að auðveldu færi til að slíta "viðræðunum" með því að ögra okkur sem mest og hóta, sbr. framhaldið hér:

3) Hann viðhefur afar ljót orð um Íslendinga vegna makrílmálsins, talar um "ósanngjarna og gerræðislega framkomu" af hálfu Íslendinga og Færeyinga með því að "halda áfram að krefjast meiri aflaheimilda en sem nemur sögulegum veiðum þeirra og þvert á vísindalega ráðgjöf," sem hann ætti þó að vita, að er lítils virði og hefur verið skákað með betri upplýsingum en þeir höfðu þarna úti í Brussel. Þar að auki er fánýtt og fráleitt fyrir hann að tala þarna um "sögulegar veiðar", jafn-vitlaust eins og ef Íslendingar um 1980 hefðu ætlazt til þess af síldinni að hún gæfi sig jafn-ríkulega og hún gerði á árunum 1940-1960, til dæmis. Maðurinn er eitthvað í meira lagi ruglaður, ef hann heldur að hann geti stungið upp í okkur dúsu með orðum um "sögulegar veiðar" á makríl, sem nánast engar hafi verið, til að sætta okkur við, að þessi ránfisktegund fái að vaða hér um alla firði og flóa í okkar eigin fiskveiðilögsögu án þess að gefa okkur bæði veiðivon og fullan veiðirétt, eins og sjálfstæðum mönnum sæmir í fullvalda ríki. En hann er víst vanur ýmsum kerfislausnunum, þessi Mato, og talar til okkar í þeim dúr - umgengst okkur sem alger peð, sem eigi bara að lúta forræði Evrópusambandsins! Telji hann makrílinn ofveiddan, blasir raunar við, að ESB-ríkin sem sjálf sem þurfa að draga úr sókn sinni, ekki við því að við veiðum miklu minna en það, sem makríllinn innbyrðir hér við land af æti, og hann er í lögsögu okkar hlutfallslega mun lengra tímaskeið af líftíma sínum heldur en það hlutfall (16-17%) sem við veiðum úr NA-Atlantshafsstofninum.

Væri nú ekki ráð fyrir hann að byrja á réttum enda með því að leitast við að draga úr hrikalegri rányrkju Evrópusambandsins sjálfs á sínum fiskimiðum?

4) Ljótum orðum sínum um"framkomu" Íslendinga og Færeyinga fylgir Mato eftir með því að segjast "ánægður með að Evrópuþingið skuli hafa samþykkt 12. september síðastliðinn lagasetningu" um refsiaðgerðir gagnvart okkur, segir beinlínis "fullkomlega sammála írska Evrópuþingmanninum Pat Gallagher í skýrslu hans um málið," en Gallagher þessi var einn helzti haukurinn í málinu á þessu Endemis-Evrópusambandsþingi, sem samþykkti nær samhljóða að hvetja til þessara hótunaraðgerða og viðskiptabanns hins ofríkisfulla stórveldabandalags. Með þessu, segir Mato, "hafi Evrópusambandið viðeigandi tæki í höndunum til þess að taka á málum eins og makríldeilunni" -- þ.e.a.s. "viðeigandi" ofríkis-, kúgunar- og valdbeitingartæki (heyrast nokkur húrrahróp?).

Svo erum við með fólk hér við stjórnvölinn á Íslandi, sem ætlast til þess, að þjóðin gangi inn í þetta bákn, þar sem hagsmunir mörghundruð sinnum fjölmennari ríkja myndu bitna beint og viðstöðulaust á arfgengum rétti okkar til fiskimiðanna!

Össur og Jóhanna þurfa ekki að segja okkur, hverjir vinir þeirra eru, við vitum það nú þegar, og það eru ekki vinir íslenzku þjóðarinnar, heldur óvinir, því að ef þetta er þeirra réttlæti, hvernig er þá þeirra ranglæti? Þarf að fara langt í sögunni til að rifja það upp?

* Sjá hér: Evrópusambandið tekur sér alræðisvald yfir fiskveiðilögsögu milli 12 og 200 mílna!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Verða að samþykkja löggjöf ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þurfum við ekki að passa betur uppá hvað Össur er að gera en hann getur boðið Brussels mönnum hina og þessa samninga sem utanríkisráðherra. Já við verðum að vakta þessa stjórnmálamenn .

Valdimar Samúelsson, 20.9.2012 kl. 00:14

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Jón Valur það er eins og við höfum verið að halda fram, engar undanþágur varðandi Sjávarafurðir okkar..

ESB er ekki að gera sér grein fyrir því að allur umheimurinn sér og veit að  ofveiði hafa þeir stundað á öllum sínum miðum sem hefur gert það að verkum að tóm eru þau orðin meira og minna vegna ofveiði þeirra og að ætlast til þess að þeir hagi sér eitthvað öðruvísi varðandi makrílinn er ekki að virka vegna þess að það er frekar græðgi að ráða þessari för hjá ESB en verndun vegna ofveiði...

ESB þarf að setjast niður og hugsa betur ráð sitt í þessu máli og spyrja sig frekar að þeirri stóru spurningu af hverju er makríllinn hugsanlega að færa sig hingað og flýja þeirra eigin mið...

Fyrir mér þá er ekki að ræða það að ESB komi með veiðiflota sinn innan okkar 200 mílna lögsögu vegna þess að óábyrgir eru þeir búnir að vera með sín eigin mið og ekkert sem segir okkur að ESB hafi þroskast í þeim málum...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 20.9.2012 kl. 07:58

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta eru líka okkar mið, Ingibjörg, við ætlum að hafa það þannig! :)

Þakka ykkur báðum innleggin.

Já, Valdimar, Össur og Steingrímur þurfa báðir að vera í gjörgæzlu þjóðarinnar í þessum makríl- og ESB-málum. Réttilega hefurðu bent á, að sjálf umsóknin um inngöngu í Evrópusambandið stríddi gegn stjórnarskránni.

Jón Valur Jensson, 20.9.2012 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband