Bloggfćrslur mánađarins, september 2014

Fjarlćgjumst ESB frekar eins og Bretar heldur en hitt

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráđherra gefur lítiđ fyrir, ađ inn­an ESB sé "skjól og stöđug­leiki", og segir réttilega enga ţörf fyrir Ísland ađ ganga í ţetta ríkjasamband.

  • Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráđherra.  Bjarni sagđist ekki vita hvort sá stöđug­leiki sem vćri til stađar inn­an sam­bands­ins vćri endi­lega ţađ sem Íslend­ing­ar sćkt­ust eft­ir. Ekki vćri eft­ir­sókn­ar­vert ađ búa viđ stöđnun. (Mbl.is)

Ţetta kom fram í viđtali ráđherrans viđ bandarísku sjónvarpsstöđina CNBC í morgun. Ţarna vísar ráđherrann til ţess, ađ mikil stöđnun ríkir nú í efnahagslífi stórs hluta Evrópusambandsins.

Hvađ varđar ţađ, hvort kostir byđust innan ţessa Evrópusambands, sagđi Bjarni, ađ "Íslend­ing­ar nytu ţegar helztu kosta ţess ađ vera í ESB međ ađild Íslands ađ innri markađi sam­bands­ins í gegn­um samn­ing­inn um Evr­ópska efna­hags­svćđiđ (EES). Hins veg­ar stćđi ţjóđin fyr­ir utan ađra hluti ESB sem hentuđu hags­mun­um henn­ar ekki líkt og sam­eig­in­lega sjáv­ar­út­vegs­stefnu sam­bands­ins."

Svo mćtti reyndar fara í ýtarlega rannsókn á ţví, hvort Íslendingar hafi í raun nokkuđ grćtt á ţví ađ vera á Evrópska efnahagssvćđinu. Fortakslaust jákvćtt svar viđ ţví blasir hreint ekki viđ. Hvor međ sínum hćtti gerđu dr. Hannes Jónsson sendiherra og Ragnar Arnalds, fv. fjármálaráđherra, athugun á ţeim málum í bókum sínum undir lok 10. áratugar 20. aldar og fengu ţar ekki út neinn heildar-ágóđa Íslands af EES-samningnum (ţótt vitaskuld hafi sumir grćtt á honum, en ţá á eftir ađ draga frá margvíslegan kostnađ landsins). Síđan fengum viđ bankakreppuna undir lok nćsta áratugar, og mikiđ af skađa okkar ţá kom einmitt til af "fjórfrelsinu" á EES-svćđinu sem útrásarvíkingar hagnýttu sér til mikils tjóns fyrir land og lýđ. En allt ţetta lét Bjarni ógert ađ minnast á í sjónvarpsviđtalinu.

  • Bjarni var enn­frem­ur spurđur ađ ţví hvort hann teldi ađ ef Bret­um stćđi til bođa sama stađa og Íslend­ing­ar hefđu gagn­vart ESB, hvort ţeir myndu vilja hana. Hann svarađi ţví til ađ hon­um virt­ist ţeir vera meira eđa minna ađ óska eft­ir ţví sama. Vísađi hann ţar til ţess ađ bresk stjórn­völd hafa viljađ end­ur­heimta vald yfir ýms­um mál­um frá sam­band­inu. (Mbl.is)

Athyglisvert! Ţarna er stefna stórs hluta stjórnmálastéttar og meirihluta ţjóđar í nćsta stóra ríki í landsuđri frá Íslandi ađ hverfa frá samrunaţróuninni í hinu nýja Brussel-stórveldi og vill helzt endurheimta tapađ vald sitt. Ćtti sú afstađa, byggđ á reynslu, ekki ađ segja Íslendingum sitthvađ?

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Bjarni: Ţurfum ekki ađild ađ ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Og ţótt fyrr hefđi veriđ!

Fagna ber ţví sem fram kemur í mála­skrá rík­is­stjórn­ar­inn­ar fyr­ir kom­andi ţingvet­ur, ađ lögđ verđur fram ţált. um ađ draga til baka Össurarumsóknina um inngöngu í Evrópusambandiđ.

Umsóknin sjálf áriđ 2009 var hreint stjórnarskrárbrot (m.a. á 16.-19. gr. hennar) eins og ítrekađ hefur veriđ gerđ grein fyrir á ţessu vefsetri Fullveldisvaktarinnar.

Ţar fyrir utan var ţá veriđ ađ ţvinga samstarfsflokk í ríkisstjórn til ađ greiđa atkvćđi ţvert gegn sannfćringu ţingmanna (eins og kom fram ţegar nokkrir ţeirra gerđu grein fyrir atkvćđi sínu, ţar á međal Svandís Svavarsdóttir), og einnig ţađ er stjórnarskrárbrot.

Ríkisstjórninni er ekki stćtt á öđru en ađ draga ţá umsókn formlega til baka. Ítök vesallar stjórnarandstöđunnar í vinstri sinnuđum fjölmiđlungum, m.a. vinnusvikara á Rúv, mun gagnslaus reynast henni, ţegar tekiđ verđur fast og hratt á málinu. Ţá verđur ţađ undurskjótt og farsćllega úr sögunni, rétt eins og taglhnýtingsstefna kommúnista viđ Sovétríkin kođnađi niđur og varđ ađ einberu hneyksli úr fortíđinni.

Jón Valur Jensson. 

 


mbl.is Stefnt ađ afturköllun umsóknarinnar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţrátt fyrir barlóm og ósjálfstćđi vinstri flokka er tryggur meirihluti gegn "ESB-ađild"

Ađildin sú er í raun hćgfara innlimun í stórveldi (ţ.m.t. sem herveldi). Merkilegt ađ vinstri menn séu hlynntir slíku, en ţađ sýnir ný Capacent-könnun og hitt ţó umfram allt, ađ meirihluti ţjóđarinnar hafnar Evrópusambands-"ađild", ţ.e. 54,7%, en 45,3% ađ ţeir myndu styđja hana. 

  • Greint var frá niđur­stöđum skođana­könn­un­ar­inn­ar á ađal­fundi Já Ísland sem fram fór í dag. Sam­kvćmt henni er meiri­hluti kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins (92%) og Sjálf­stćđis­flokks­ins (83%) and­víg­ur ađild ađ ESB en meiri­hluti kjós­enda Sam­fylk­ing­ar­inn­ar (89%), Bjartr­ar framtíđar (81%), Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - grćns fram­bođs (55%) og Pírata (55%) hlynnt­ir henni. (Mbl.is)

Ţetta eru merkilega skýrar línur milli miđ- og hćgri flokka annars vegar og vinstri flokka hins vegar. Ţó eru greinilegar vomur á VG-fólki og Pírötum, ţví ađ enn eru ţar ýmsir sem óttast erlenda auđhringa. Hitt hefur samt fylgt vinstri flokkum lengi ađ (1) hafa ađhyllzt útópíur, og ţađ á viđ um ýmsa gamla VG-harđjaxla, sem trúđu í lengstu lög á sovézka "óskalandiđ", "verkalýđsríkiđ" sem reyndist spillt og grimmt niđur í rót og í flestum sínum útöngum, auk ţess ađ stunda blóđuga útţenslustefnu, oft undir fölsku yfirvarpi stuđnings viđ ţjóđfrelsishreyfingar (!), og (2) ađ hafa fćlzt allt, sem amerískt er, á svo afgerandi hátt, ađ "Evrópa" (međ sín gömlu og grimmu nýlenduveldi!) fór ađ líta út eins og himnasending í stjörfum augum ţeirra í stađinn.

Forsjárhyggjan, sem löngum tröllríđur vinstri flokkum, sbr. skatta- og eyđslustefnu ţeirra, bćtir hér ekki úr skák, og fylgir ţessu pólitíska liđi einnig hvađ varđar umhugsun ţeirra um stöđu Íslands međal annarra landa, ţví ađ Samfylkingarmenn sérstaklega virđast hafa tröllatrú á ţví, ađ forsjá Evrópusambandsins međ okkar efnahag og löggjöf, dóms- og framkvćmdavaldi sé önnur og betri "lausn" en sú leiđ sem Jón Sigurđsson og ađrir baráttumenn fyrir sjálfstćđi Íslands mörkuđu á 19. og 20. öld. Engu virđist ţađ skipta ţessa draumhuga Samfylkingar og "Bjartrar framtíđar", ađ spilling hefur grafiđ svo um sig í ţessu óska-stórveldi ţeirra, sjálfri Stóru-Mömmu á meginlandinu, ađ ekki ţolir lengur dagsins ljós, og endurskođendur hafa ţví ekki treyst sér til ađ votta endurskođun reikninga ţessa Brussel-bandalags í 14 ár samfleytt.

Svo tala menn um ađ "ganga í" ţetta valdfreka bákn, af ţví ađ HÉR ríki spilling! - og ţađ jafnvel haft á orđi um dómstóla okkar, eins og ýmsir barlóms- og niđrunarpennar eru sérstaklega farnir ađ tíđka upp á síđkastiđ. En hver var ţađ annar en sjálfur ESB-dómstóllinn sem tók ţátt í ţví, međ sínum fulltrúa í ómarktćkum "gerđardómi" um Icesave-máliđ haustiđ 2008, ađ dćma ríkissjóđ Íslands greiđsluskyldan ađ fullu um allar Icesave-kröfur Bretlands og Hollands?! Og hverjar stofnanir ESB tóku einnig ţátt í ţessu dóms(m)orđi gerđardómsins ađrar en sjálf framkvćmdastjórn Evrópusambandsins (e.k. yfirríkisstjórn ţess) og Seđlabanki Evrópu?!

Og ţessum stofnunum, eins og öđrum í Evrópusambandinu, eiga menn nú ađ treysta! 

Ţetta síđastnefnda hefur lengi veriđ leynd og ljós stefna Fréttablađsins, en ţakkarvert, ađ Eygló Harđardóttir félagsmálaráđherra hefur kallađ eftir ţví, ađ ţađ blađ gefi út skýra yfirlýsingu um ađ ţađ sé međ inngöngu í Evrópusambandiđ sem grundvallarstefnu sína, međ öđrum orđum ađ ţađ sé ESB-málgagn. En brestur ekki útgefendur blađsins ţor til ađ játa ţađ fullum fetum, ađ ţađ vill inntöku landsins í stórveldi og ţar međ beita sér gegn vilja meirihluta ţjóđariunnar og svíkja Lýđveldiđ Ísland?

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Meirihluti andvígur ađild ađ ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband