Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2018

Ţrumugóđur fundur sjálfstćđismanna gegn Acer-orkumálapakka ESB

Um 90-100 manns munu hafa sótt fundinn í Valhöll kl.17.30 til um kl. 20 í kvöld. Tillaga til fundar­álykt­un­ar var sam­ţykkt sam­hljóđa, mót­atkvćđa­laust. Miklar umrćđur voru eftir erindi framsögu­manna, sem voru Styrmir Gunn­arsson, fyrrv. ritstjóri, dr. Stefán Már Stef­áns­son, prófessor í Evrópu­rétti viđ HÍ, Bjarni Jónsson rafmagns­verk­frćđ­ingur og Elías B. Elíasson verkfrćđingur, sem starfađ hefur áratugum saman hjá Landsvirkjun. Fundarstjóri var Jón Magnússon hrl., fyrrv. varaţingmađur, og fór ţađ vel úr hendi.

Vafi hafđi leikiđ á afstöđu forystu Sjálfstćđis­flokksins til ACER-málsins, en einungis einn ráđherra hans, varaformađur flokksins, Ţórdís Kolbrún Reykfjörđ Gylfa­dóttir iđnađar- og ferđa­mála­ráđherra, mun hafa sótt fundinn, auk a.m.k. eins ţingmanns, Birgis Ármanns­sonar. Hvorugt ţeirra tók til máls á fundinum. Međal annarra fundarmanna, sem sátu allan fundinn, var Davíđ Oddsson, fyrrv. forsćtisráđherra, nú ritstjóri Morgunblađsins.

Ţetta er fundar­ályktun ţessa sögulega fundar í Valhöll:

Fund­ur­inn skor­ar ein­dregiđ á for­ystu Sjálf­stćđis­flokks­ins ađ hafna ţriđja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins á ţeim grunni ađ hann stang­ast á viđ ákvćđi stjórn­ar­skrár­inn­ar, opn­ar Evr­ópu­sam­band­inu leiđ til yf­ir­ráđa yfir einni helstu auđlind Íslands og hćkk­ar verđ á raf­orku og af­leiđing­ar til langs tíma eru óviss­ar.

Allur fundurinn var tekinn upp á mynd­band og verđur vćntan­lega ađgengi­legur hvađ úr hverju.

Jón Valur Jensson.


Fullveldisframsal ađ vild evrókrata? Nei takk!

Međ hjásetu viđ stjórn­laga­ţings­kosn­ingar 27.11. 2010 fćrđu margir [hćgri og miđju-] stjórnar­and­stćđ­ing­ar Sam­fylk­ingu og fimmtu her­deild ESB ţann áfanga­sigur á leiđ ţeirra í Evrópu­stór­veld­iđ ađ gefa ţeim fćri á lúmsk­um stjórn­ar­skrár­breyt­ingum. Afleiđ­ingin: [ađeins] 37% kjörsókn og áberandi stór hlutur ESB-sinna.

A.m.k. 10-11 af 25 efstu í kosningunni, sem reyndist ógild og ađ engu hafandi, eru eindregnir fylgis­menn inntöku Íslands í Evrópu­sambandiđ, ţ. á m. klókur fyrrv. starfsmađur ESB, Eiríkur Bergmann Einarsson. Er hann nú á launum hjá Evrópu­frćđasetri á Bifröst, sem ţiggur mikla styrki frá framkvćmdastjórn ESB! Svo tvöföldum í rođinu var faliđ ađ véla um stjórnarskrá og beita áhrifum sínum međal grćsku­lítilla „ráđsmanna“.

Ađrir helztu ESB-harđlínumenn í hópi hinna 25 eru Vilhjálmur Ţor­steinsson í CCP, Gísli Tryggvason í Neytenda­stofu, sem leggst lágt viđ ađ afla „frumvarpinu“ (!) stuđnings­manna (sjá: lifsrettur.blog.is/blog/lifsrettur/entry/1255535/), Guđ­mundur Gunnarsson úr Rafiđnađarsambandinu, Illugi Jökulsson, Pavel Bartozek og Ţorvaldur Gylfason, iđinn áróđurs­meistari sem heldur uppi blekk­ingum af alvarlegasta toga (sjá: jvj.blog.is/blog/jvj/entry/1263309/). Međ fylgdu ESB-sinnar eins og Silja Bára Ómarsdóttir, Ţórhildur Ţorleifs­dóttir og Freyja Haraldsdóttir.

Ađ hvöt Illuga Jökulssonar sniđgengu 30 ţingmenn úrskurđ Hćsta­réttar um ógildingu kosn­ing­anna. Í trássi viđ stjórn­laga­ţings­lögin, sem enn voru í gildi, var kosningin ekki endurtekin, en 25 manna hópnum bođiđ ađ setjast í nefnd í umbođi 30 ţingmanna, ţ.e. „stjórn­lagaráđ“. Ţá var ţeim gert óvćnt tilbođ, eins og til ađ liđka til fyrir ţátt­tök­unni: ađ sitja í 4 mánuđi á fullum alţingis­manns­launum í stađ tveggja, eins og verđa átti um stjórnlaga­ţingiđ (sjá um ţađ stór­alvar­lega mál og ólögmćta ferli: jvj.blog.is/blog/jvj/entry/1263312/).

Í takt viđ evrókratíska ofhleđslu „ráđsins“ rćttust verstu hrakspárnar: laumađ inn grófri fullveldisframsalsgrein, nr. 111. Jafnvel gamlir íhaldsmenn í „ráđinu“, Pétur Gunnlaugsson á Útvarpi Sögu (jvj.blog.is/blog/jvj/entry/1263311/) og Ari Teits­son, féllu sem skotnir fyrir ódýrum áróđurs­brellum Ţorvaldar og Eiríks til ađ réttlćta ţá lúsléttu heimild til fullveldis­framsals. Er Pétur sízt linari en ţeir í áróđri međ 111. greininni, segir hana gera fullveldisframsal „erfiđara“ en núverandi stjórnarskrá og fullyrđir ađ stjórnarskráin skipti engu máli, ef ákveđiđ verđi ađ ganga í ESB, ţví ađ ţá víki hún fyrir lögum ESB.

Ţetta er fleipur, međan viđ erum utan ESB. Margar greinar stjórnarskrárinnar fela í sér, ađ allt löggjafarvald yfir okkur sé í höndum Alţingis og forsetans (og í vissum tilfellum: ţjóđarinnar). Ef stjórnvöld reyna ađ brjóta 2. gr. hennar, 16., 26. gr. o.fl. međ ţví ađ undirrita ađildarsamning sem gefur ESB formlega beint og ćđsta löggjafarvald yfir landinu, sem og, ađ landslög hér verđi víkjandi fyrir ESB-löggjöf sem rekst á ţau, ţá verđur sú gjörđ yfirvalda samstundis kćrđ til Hćstaréttar af sjálfvöktum fjöldasamtökum sem augljóst stjórnarskrárbrot.

Ađ segja ađ „ţjóđin“ fái ţá „vörn“ í 111. gr. ađ geta kosiđ gegn fullveldisframsali lýsir blindni, ţví ađ 30-35% kosningabćrra manna gćtu ţá veriđ ađ taka afdrifaríka ákvörđun um framsal ríkisvalds, ţ.m.t. allt ćđsta löggjafarvald, til erlends stórríkis, sennilega fyrir fullt og allt, ţ.e.a.s. ef atkvćđi féllu nokkuđ jafnt í 60-70% kjörsókn um máliđ. Geta 30% kallast „ţjóđin“?

Útvarp Saga er í áróđursferđ fyrir stjórnlaga­pakkann. Enginn laga­prófessor eđa stjórn­skipunar­frćđingur kemst ţar ađ hljóđnemanum, en „ráđsmönnum“ bođiđ nćr daglega á rauđa dregilinn, jafnvel ESB-innlimunar­sinnum eins og Ţorvaldi, Eiríki Bergmann og Vilhjálmi Ţorst. En ţrír ţáttagerđarmenn, sem dirfđust ađ gagnrýna stjórnlagaráđ, voru látnir taka pokann sinn, ég, Baldur Ágústsson fv. forsetaframbj. og Jón Magnússon hrl. Ríkisstjórnarútvarpiđ stendur svo undir ţví nafni međ hlutdrćgu, ójöfnu vali manna í Silfur Egils o.fl. ţćtti í ţágu stjórn­laga­ráđs – ítrekuđ hlutleysisbrot, en stjórnar­skrá lýđveldisins liggur óbćtt hjá garđi og ekki minnzt á hana á atkvćđa­seđlinum!

Í 82. tillögugr. er í raun búiđ til embćtti varaforseta Íslands, í höndum eins manns, flokkspólitísks forseta Alţingis, fulltrúa stjórnar­meirihluta! Á ađ treysta honum fyrir málskotsvaldinu? Hví var forseta Hćstaréttar ekki fremur faliđ ţađ valdahlutverk á hendur?

Í 113. gr. „ráđsins“ er 5/6 alţingismanna gefiđ vald til ađ breyta stjórnarskrá án ţess ađ spyrja ţjóđina! Fjórflokkurinn hefur yfirleitt haft fleiri en 5/6 ţingsins. Ţetta hentar honum vel.

Úr 74. gr. stjskr. vill „ráđiđ“ fella niđur heimild til ađ láta banna viss félög. Gćti t.d. átt viđ kynţátta­haturs­félög, eins og Björg Thorarensen lagapróf. bendir á, alţjóđleg glćpasamtök, mafíur, hrottagengi.

Ráđiđ vill fella niđur 2. tl. 72. gr. stjskr., en ţađ ákvćđi leyfir stjórnvöldum ađ takmarka eign útlendinga í fasteignum og er helzta vörn innan­ríkis­ráđherra gegn jarđeigna-ásćlni Kínverja hér á landi.

Sama stjskr.ákvćđi er traust vörn gegn kaupum útlendinga á útvegs­fyrirtćkjum hér. Hefur Jón Bjarnason alţm. bent á, ađ ráđiđ vill ţessa takmörkun á fasteigna­kaupum útlendinga feiga. Slík niđurfelling virđist ţjónkun viđ óskir ESB-innlim­un­ar­sinna sem laumuđust inn í hiđ ólögmćta „ráđ“.

Mestu varđar ađ menn afstýri ţví stórslysi ađ liđkađ verđi fyrir innlimun Íslands í ESB. Ţađ er ţeim mun mikil­vćgara sem viđ eigum ţar viđ ađ etja afl 1570 sinnum fólks­fleira veldis en íslenzku ţjóđarinnar, afl sem notar sína fjárhags­yfirburđi til ađ dćla hingađ áróđursfé og hyggst gera ţađ í vaxandi mćli.

Grein ţessi birtist upphaflega í Morgunblađinu 20. október 2012, höfundur er guđfrćđingur, prófarkalesari og form. Samtaka um rannsóknir á Evrópu­sambandinu.


Svo bregđast krosstré sem önnur tré

Raunalegt er ađ sjá Björn Bjarnason ljá stefnunni á Acer-orku­mála­pakk­ann, međ fram­sali ríkis­valds héđan, stuđning sinn í grein í gćr. Vćri honum sćmst ađ kafa djúpt og af allri sinni skarp­skyggni í greina­skrif Bjarna Jóns­sonar raf­magns­verk­frćđings í máliđ og losa sig viđ sínar blekk­ingar­hugmyndir, enda ţekkir Bjarni allan ţennan málaflokk eins og handar­bakiđ á sér, verkfrćđi­lćrđur í Noregi, hefur fylgzt međ allri EES-umrćđunni ţar og hefur langtíma reynslu sem rafmagns­verkfrćđ­ingur ađ störfum í okkar eigin virkjana- og raforkudreifingar-geira.

Nafn Rögnu Árnaóttur, fyrrv. utanţings­ráđherra, sem Björn Bjarnason treystir á, er engin trygging fyrir ţví, ađ hún sé hér góđur vegvísir, eđa eru ţeir margir sem trúa leiđsögn hennar og Dags B. Eggerts­sonar um Hvassahrauns­flugvöll sem lausn á okkar flug­samgöngum?!

Undirritađur (upptekinn mjög í dag) frétti af ţessari grein Björns á snjáldur­skinnu sinni (facebók) eftir miđnćttiđ, ţar sem flugmađurinn eldklári Ţorkell Ásgeir Jóhannsson lagđi inn ţessa athugasemd: 

Björn Bjarnason rekur nú mikinn áróđur međ 3. orkupakkanum međ vísan í greinargerđ Rögnu Árnadóttur um efniđ. En greinin sú afhjúpar eitt lykil­atriđi málsins í kafla 4.4, neđst í fyrstu mgr, ţar sem segir ađ ESA muni taka ţátt í starfi ACER án atkvćđisréttar! Ađkoma ESA sem eftirlits­ađila (sem átti ađ róa EES-ríkin gagnvart valdaafsalinu til ACER) er ţví einungis til málamynda. (Feitletr. JVJ)

Vonandi er ekki ađ bresta flótti í ţingliđ Sjálfstćđisflokksins um máliđ, ţ.e.a.s. frá einarđri varđstöđu um fullveldiđ, en landsfundur hefur ţegar tekiđ afstöđu GEGN ţessu yfirvofandi ţingmáli ESB-vinanna.

Falli Sjálfstćđisflokkurinn (e.t.v. undir forystu Guđlaugs Ţórs Ţórđarsonar og leiđsögn Björns Bjarnasonar) fyrir fagurgala ESB-manna um máliđ, ţá er hann ađ fella gildan part af full­veld­is­réttindum okkar og verđ­skuldar ekkert minna en sitt eigiđ gengisfall í augum eigin óbreyttra flokksmanna.

Jón Valur Jensson.


ESB-trúbođ Fréttablađsins

Fréttablađiđ birtir í dag 2 grein­ar í ţágu Evr­ópu­sam­bands­ins, leiđ­ar­ann og pist­il Ţor­steins Víg­lunds­son­ar í "Viđ­reisn".

Dćmi­gerđ­ur er leiđ­ari evró­krat­ans Kol­brún­ar Berg­ţórs­dótt­ur -- fjallar ger­sam­lega ein­hliđa um Brexit-máliđ. Hún sér ENGIN rök sem Brexit-menn hafi haft fyrir sínum mál­flutningi (og ţar skrökvar hún í leiđinni) og velur svo ađ tala ein­ungis ţá fáu Brexit-mál­svara, sem misst hafa stjórn á sér í brćđi í and­stöđ­unni viđ ESB, sem nánast einu skýru dćmin um Brexit-afstöđuna! Uppteiknar sem sé fuglahrćđu til ađ auđvelda sér leikinn!

Svona eiga menn ekki ađ skrifa leiđara. Í blađi, sem varpađ er fyrir hvers manns dyr, á ađ vera hćgt ađ ćtlast til ţess, ađ fjallađ sé í leiđurum af sanngirni og hlutlćgni um mikilvćg mál, án ţess ađ draga bara hlut annars ađilans í deilu­mál­um, ef hinn á sér sín rök líka, já, án ţessarar bullandi ESB-ađdáunar sem Kolbrún sýnir hér í dag.
 
Ţessi ćvi­sögu­ritari Jón Baldvins Hanni­bals­sonar, K.B., virđist ekki hafa komizt yfir hrifningu sína af ţeim stjórn­mála­manni, og ţegar margt á ţessu ári sýnir okkur, ađ allt of langt var gengiđ međ hćttulegum EES-samningnum, sem Brussel-valda­klíkan notar til ađ herja enn meira á okkar stjórnsýslu (einkum sveitar­félaga) međ persónu­verndar­lögunum, sem viđ ţurfum ekkert á ađ halda, og ţegar ACER-orku­skipulags­máliđ vofir yfir okkur í haust (sjá einkum greinar ţessa frábćra verkfrćđings: https://bjarnijonsson.blog.is), auk annarra kostnađ­ar­mikilla EES-mála, ţá ćtti Kolbrún nú ađ hafa sett sig inn í ţau mál og leggja réttlćtinu liđ sitt, ef eitthvert gagn er ţá ađ ţví, í stađ ţess ađ skrifa leiđara til ţókknunar Evrópu­sambandinu. Reyndar eru Jón Ásgeir Jóhannesson og Ólöf Skaftadóttir, sem hafa sín miklu áhrif á stefnu og skrif Frétta­blađsins, bćđi eindregnir ESB-innlimunarsinnar!
 
Ţorsteinn Víglundsson er einn ESB-postulanna í "Viđreisn". Setning hans í Frétta­blađsgrein í dag: "Mánađarleg útgjöld fjögurra manna fjölskyldu eru um 80 ţúsund krónum hćrri til matarkaupa hér en á hinum Norđurlöndunum," er sennilega rakin skreytni, enda vegur mánađarlega matarkarfan ekki nema um 14% af útgjöldum međal­fjölskyld­unnar. Erna Bjarnadóttir, hagfrćđingur Bćnda­samtaka Íslans og fyrrverandi formađur Heimssýnar, hefur sýnt fram á rangan samanburđ verđlags hér viđ verđlag í Skandinavíu.
 
En Ţorsteinn vill hugsa í peningum og mata ofan í okkur falstúlkun sína á vaxta- og verđlagsmálum og virđist ganga út frá ţví sem gefnu, ađ almenningur vilji selja frá sér fullveldiđ í löggjafar-, framkvćmda- og dómsmálum fyrir aurana sem hann ţykist sjá eftir vegna sjálfstćđrar stöđu Íslands.
 
Ţađ er hneisu- og sorgar-efni ađ menn skuli geta skrifađ ţannig á aldar­afmćli ţess fullveldis Íslands, sem er grunnur ţess og alger forsenda, ađ viđ ráđum okkar eigin fiskimiđum sjálf og ţurftum ekki ađ lúta valdbođi Evrópu­sambandins um ađ borga Bretum og Hollendingum falskröfu ţeirra vegna Icesave-reikninga prívat­banka og ađ beygja okkur fyrir ţeim vilja Brussel-manna, ađ hlutur okkar í makríl­veiđum í NA-Atlants­hafi yrđi ađeins um tvö til ţrjú prósent í stađ ţeirra ca. 16% sem viđ tókum í okkar hlut (mest fyrir einurđ Jóns Bjarnasonar ráđherra, sem síđar varđ formađur Heimssýnar).

 

Skammsýni virđist ađ fćkka um 100 ţúsund fjár, eins og nú stefnir í. Hér ţarf ađ fara fram duglegt markađsátak til ađ auglýsa nýjar framleiđslueiningar af lamba­kjöti handa erlendum ferđamönnum. Ţađ er ekki landinu til ábata, ađ sveitir fari í eyđi.

 
Jón Valur Jensson.

mbl.is Fćkka ţarf um rúmlega 100 ţúsund fjár
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband