Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2014

Fjórfalt fleiri Norðmenn andvígir ESB-inngöngu en þeir sem sækjast eftir henni

Miðað við þá, sem afstöðu tóku í nýrr­i skoðana­könn­un Sentios fyrir dag­blöðin Nati­on­en og Klassekam­pen, eru NEI-sinnar 79,8% Norðmanna, en já-sinnar aðeins 20,2%, og eru NEI-sinnar þannig 3,96 sinnum fleiri en jásinnar.

  • Sam­kvæmt skoðana­könn­un­inni eru 70,5% Norðmanna and­víg aðild að ESB en 17,8% henni hlynnt. Meiri­hluti kjós­enda allra stjórn­mála­flokka í Nor­egi er á móti aðild, þar með taldir kjós­end­ur Hægri­flokks­ins sem er hlynnt­ast­ur inn­göngu í sam­bandið. 29,9% kjós­enda flokks­ins styðja aðild að ESB en 60% eru hins veg­ar á móti henni. 
  • Mest andstaða er á meðal kjós­enda norska Miðflokks­ins en ein­ung­is 4,1% þeirra styður aðild að ESB. Mest­ur stuðning­ur er hins veg­ar á meðal kjós­enda Ven­stre en fjór­ir af hverj­um tíu kjós­end­um hans styðja aðild. (Mbl.is)

Ánægjuleg tíðindi af staðfestu norsku þjóðarinnar, ekki satt? Og sannarlega var gaman að heyra í hinum söngelska sjálfstæðissinna í Vestur-Íslendinga-þættinum í Sjónvarpinu í kvöld. Hann komst vandræðalaust í gegnum Öxar við ána – nokkuð sem ýmsir ungir menn á Reykjavíkurmalbikinu eiga orðið erfitt með fyrir sakir alls þess sem truflar athyglina og sýndarmennskunnar á mammonsvegum sem blekkir marga.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Meirihluti áfram gegn ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband