Færsluflokkur: Fullveldi og sjálfstæði Íslands

Sameinast verður gegn þriðja orkupakkanum sem brýtur gegn stjórnarskránni

Frábært var hjá Ögmundi Jón­assyni og samherjum hans þennan laugardag að funda í Safna­húsinu gegn orku­pakk­anum (sjá frétt). Ekki er lang­sótt hjá honum að tala um, að hér séu ýmsir syngj­andi vöggu­vísur, til þess ætlaðar "að svæfa fólk þar til allt er um garð gengið." Þetta eru vögguvísur eins og sú skreytni Guðlaugs Þórs, að eitt símtal hans og eins kommissara í Brussel dugi til að veita Íslandi undanþágu frá orkupakkanum. Það sanna er, að til þess þyrfti samþykki hins volduga ráðherra­ráðs ESB í Brussel, ESB-þingsins fjölmenna í Strassborg og Brussel og framkvæmda­stjórnar ESB (með kommiss­örunum 28!). Eins fara fleiri Sjálfstæð­isflokks-málpípur með blekkjandi vöggu­vísur um þetta mál, ekki sízt Þórdís Kolbrún iðnaðar­ráðherra, varaformaður flokksins!
 
Verði 3.orkupakkinn stjórnar­skrár-andstæði og þjóðhagslega skaðvænlegi samþykktur af landráða­mönnum á Alþingi, liggur beint við að spyrja, hvort það sé ekki herútboð til þjóðarinnar að hefja markvissa baráttu fyrir nýjum kosningum og uppsögn EES-samningsins.
 
Svik ráðherra Sjálfstæðis­flokksins við landsfund sinn eru greypileg, en unnt að bæta og refsa fyrir þau með því að svipta þá embættum sínum og titlum í flokknum. Formaður flokksins sveik líka landsfund og þjóðina í Icesave-málinu. Það er komið meira en nóg af svo illu.
 
Jón Valur Jensson.

mbl.is Hafnar þriðja orkupakkanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tæp­lega 60% Íslend­inga and­víg inn­flutn­ingi ESB-hrámetis, aðeins rúml. 25% fylgjandi!

Ætla ESB-þjónarnir að ná þessu?

Þetta varðar hrá­ egg, hrátt ófrosið kjöt og óger­il­sneyddar mjólk­ur­vör­ur. "Rúm­lega helm­ing­ur Íslend­inga er hlynnt­ur því að málið verði sett í þjóðar­at­kvæðagreiðslu, verði frum­varp þessa efn­is samþykkt á Alþingi" (Mbl.is segir þarna frá Gallup-könnun). 15,2% segj­ast hvorki hlynnt né and­víg inn­flutn­ingn­um.

Það stóð aldrei til, þegar EES-samn­ingurinn var samþykktur 1993, að landbúnaðar- og sjávar­útvegsmál féllu undir hann. En nú er Brussel-valdið komið á fullt í allt annarri stefnu gagnvart okkur og fylgir því eftir með þvílíkri áreitni, að kalla má áþján fyrir Alþingi og þjóðina.

Hinn ágæti Hörður Kristjánsson, ritstjóri Bændablaðsins, ritaði þar ritstjórnargrein, Að standa í lappirnar, 15. þ.m. og sagði m.a.:

Það hefur verið stöðugur næðingur um íslenskan landbúnað um árabil og ekki síst af mannavöldum. Nú stendur yfir enn ein atlagan sem snýst um að afnema lagalegan rétt Íslendinga til að halda uppi vörnum gegn innflutningi búfjársjúkdóma og ofursýkla. Allt á þetta svo rætur í aðild Íslands að við­skipta­samningi EES.
 
Því hefur verið haldið fram fullum fetum síðan mjög umdeildur EES-samn­ingur var samþykktur á Alþingi 12. janúar 1993 og tók gildi 1. janúar 1994, að þar væri um hreinræktaðan viðskiptasamning að ræða. Hann snerist nær eingöngu um gagnkvæmt tollfrelsi milli aðildarríkja samningsins. Í samnings­aðildinni fælist ekkert valdaframsal. Enn reyna menn svo að halda því fram að afnám íslenskra laga og reglugerða að kröfu Evrópu­sambandsins sem ætlað er að koma í veg fyrir innflutning búfjár­sjúkdóma sé ekki framsal á völdum Alþingis til að setja slík lög. – Hvað er það þá? 
 

Og fyrir rúmum mánuði ritaði Hörður í Bændablaðið:

Hér hefur hver reglugerðin af annarri frá ESB verið stimpluð góð og gild og oftast athuga­semda­laust. Virðist þá gilda einu hvort slík reglugerðar­innleiðing eigi yfir höfuð nokkurn skapaðan hlut við íslenskan veruleika. Svo yppta menn bara öxlum ef einhverjum dettur sá dónaskapur í hug að gagnrýna flumbru­ganginn.

Til að réttlæta ófögn­uðinn er gjarnan settur fram sá frasi að þetta sé allt gert í þágu íslenskra neytenda. Þannig er málatilbúnaðurinn t.d. í kringum innleiðingu á inn­flutn­ingi ferskra land­búnaðar­afurða. Ferskt skal það vera og alveg tryggt að ekki sé þá heldur hróflað við glænýjum og ferskum evrópskum lyfja­ónæmum ofurbakt­eríum. Það eru sem sé sérstakir hagsmunir íslenskra neytenda að þeir fái að sitja við sama borð og þeir evrópsku þegar kemur að úthlutun sýkinga sem lækna­vísindin hafa ekki lengur nein  úrræði til að ráða við. Við skulum fyrir alla muni ekki trufla slíkt ferli ...

En íslenzkir neytendur hafna því einmitt, að þetta sé gert í þágu þeirra. Svo mikið er ljóst af hinni nýju skoðanakönnun.

Gallup ætti að kanna hug manna til þriðja orkupakkans! En það er enginn áhugi á áframhaldandi ágangi Evrópusambandsins með lymskulegar og uppáþrengjandi lagagerðir sínar og tilætlanir til okkar Íslendinga að lúta þeirra forystu og fyrirskipunum, m.a. um okkar rafmagnsmál, þar sem afleiðingin yrði vís með að leiða til niðurbrots vissra atvinnugreina, m.a. í landbúnaði, sér í lagi hjá garðyrkjubændum.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Andvíg innflutningi á hráum matvælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörður Kristjánsson: Hið heilaga ESB

Ekki er annað að sjá en að áhuga­fólki um feit emb­ætti við borð of­ur­skrif­finna Evr­ópu­sam­bands­ins í Bruss­el sé að tak­ast það ætl­un­ar­verk sitt að lauma Ís­landi, Nor­egi og Liecht­en­stein með lævísum blekkingum undir stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins. Það virðist vera að gerast án þess að löndin gerist þar formleg aðildar­ríki. Þar með er verið að fótumtroða sjálfstæði þessara ríkja og lýðræðis­legan ákvörð­unar­rétt borg­ar­anna um eigin málefni. 

Tók steininn úr þegar greint var frá því í norskum fjölmiðlum nýverið að verið væri að ræða innan EES fyrirmæli frá ESB um að öll lagafrumvörp norska Stór­þings­ins og Alþingis Íslend­inga og reglur sveitar­félaga skuli senda til ESB þremur mánuðum áður til samþykktar. Þar segir m.a.: „Þegar stjórnvöld eða sveitar­félög hyggjast taka nýjar ákvarðanir sem hafa áhrif á þjón­ustu­mark­aðinn munu þau skyldug að tilkynna fram­kvæmda­stjórn ESB, og eftirlitsaðila ESA, a.m.k þremur mánuðum áður en ákvörðunin öðlast gildi. Í þeim tilvikum þar sem þeir telja að ákvörðun muni fela í sér mismununarmeðferð mismunandi þjónustuveitenda, þá skal framkvæmdastjórnin eða ESA stöðva slíkar ákvarðanir.“

Þetta kemur ofan á látlausan áróður undanfarna mánuði fyrir því að Íslendingar gefi eftir sjálfs­ákvörðunar­rétt um orkumál í eigin landi í hendur ESB í gegnum lög um orkupakka 3. Þetta kemur líka ofan í afar umdeilda tolla­samninga um innflutning landbúnaðar­afurða við ESB þar sem lýðheilsa þjóðar virðist engu máli skipta þegar rætt er um hagsmuni verslunar yfir landamæri. Peninga­hyggjan er þar sett í öndvegi en heilsa og líf fólks og dýra er afgangs­stærð. Meira að segja dómarar æðstu dóm­stóla EES og íslenska ríkisins virðast láta sér í léttu rúmi liggja þótt virtir vísinda­menn, bæði innlendir og erlendir, með yfirgripsmikla þekkingu í sjúkdómum manna og dýra, hafi varað við afleiðingum af slíku árum saman. Nei, peningalegir hagsmunir skulu sko ráða för, skítt með afleiðingarnar. Líf fólks og dýra á svo sannarlega ekki að fá að njóta hins fræga vafa í þessu tilfelli.    

Án efa hlýtur Hitler gamli að skrækja af fögnuði yfir þessari þróun, sitjandi á fjósbitanum hjá höfðingjanum í neðra. Það sem honum tókst ekki með sínum milljónaher gráum fyrir járnum, er jakka­klæddum skriffinnum í Brussel nú að takast með penna eina að vopni. Einhvern tíma hefðu menn örugglega slegið svona nokkru á forsíður blaða undir fyrirsöginni „LANDRÁÐ,“ en uss, uss, svona tala menn ekki í návist Guðs vors ESB.

Hér hefur hver reglugerðin af annarri frá ESB verið stimpluð góð og gild og oftast athugasemdalaust. Virðist þá gilda einu hvort slík reglugerðarinnleiðing eigi yfir höfuð nokkurn skapaðan hlut við íslenskan veruleika. Svo yppta menn bara öxlum ef einhverjum dettur sá dónaskapur í hug að gagnrýna flumbru­ganginn.

Til að réttlæta ófögn­uðinn er gjarnan settur fram sá frasi að þetta sé allt gert í þágu íslenskra neytenda. Þannig er málatilbúnaðurinn t.d. í kringum innleiðingu á inn­flutn­ingi ferskra land­búnaðar­afurða. Ferskt skal það vera og alveg tryggt að ekki sé þá heldur hróflað við glænýjum og ferskum evrópskum lyfja­ónæmum ofurbakt­eríum. Það eru sem sé sérstakir hagsmunir íslenskra neytenda að þeir fái að sitja við sama borð og þeir evrópsku þegar kemur að úthlutun sýkinga sem lækna­vísindin hafa ekki lengur nein  úrræði til að ráða við. Við skulum fyrir alla muni ekki trufla slíkt ferli. – Í nafni hins almáttuga og heilaga ESB – AMEN.

Hörður Kristjánsson.

Þessi ritstjórnargrein í Bændablaðinu 28. febr., eftir Hörð ritstjóra þess, er sömu snilldinni merkt og margt sem frá honum kemur.

Björn Bjarnason, gersamlega ótrúr Landsfundi síns eigin flokks, leyfir sér að telja að Hörður hafi hér gert sig "endanlega mark­laus­a[n] í opinberum umræðum". Það eru stór orð, sem Björn sjálfur stendur ekki undir, en hrína ekki á Herði. Björn nálgast af einfeldni orð Harðar hér ofar um Hitler, en það blasir við af texta höfund­arins, að ekki var hann að bera nazisma, Gyðinga­hatur eða út­rým­ingar­búðir upp á sællegu Brussel­karlana, hvað þá að þeir ætli undir stjórn síns góðglaða forseta Junckers að hrinda helmingi jarðarbúa út í heims­styrjöld. Björn þarf kannski að læra að lesa upp á nýtt, áður en hann æsir sig yfir næsta leiðara í Bænda­blaðinu. En að hann sjálfur hefur brugðizt málstað Íslands í orku­pakka­málinu, er eins augljóst og um Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og Sigríði Á. Andersen.

JVJ.


Hafna ber undirritun hins afar íþyngjandi SÞ-fólks­flutninga­samnings sem gengur á fullveldi okkar

"Eng­inn get­ur mælt því mót að samn­ing­ur­inn er póli­tískt bind­andi og verður skeinu­hætt­ur lönd­um við laga­lega túlk­un ým­iss kon­ar. Það er leitt til þess að hugsa að nú þegar við fögn­um 100 ára af­mæli full­veld­is­ins skuli þing­heim­ur og fjöl­miðlar ekki sinna meira um full­veldi Íslands."

Svo mælir ágætur vara­þingmaður Mið­flokksins, Jón Þór Þorvalds­son (smellið á Mbl.is-tengilinn hér neðar, á greinina Landa­mær­in opnuð fyr­ir nán­ast öll­um). 

Þetta er stórmál sem stjórnmála­menn hafa haft á sinni könnu í tvö ár, en ekki látið svo lítið að kynna kjósendum út á hvað þetta gengur. "Sáttmáli" þessi er til orðinn hjá Sameinuðu þjóðunum og á að heita ekki lagalega bindandi, en mun þó verða það í reynd, og þau lönd, sem undirrita hann, en ganga slælega eða alls ekki fram í því að uppfylla hann, verða beitt þrýstingi og höfnun. 

Í stuttu máli sagt leggur sáttmálinn ýtarlegar kvaðir á lönd um móttöku flóttamanna og farandfólks, ár eftir ár eftir ár, og um mikla þjónustu við þá aðila, sem fá að ganga inn í borgararéttindi í viðkomandi löndum. Þetta eitt er nógu fráleitt: að við gefum ákvarðanir um slíkt á vald erlendra aðila eða stofnana; en hafandi líka í huga, að helztu nágranna Evrópu er að finna í nærliggjandi múslimalöndum, ættu flestir að átta sig á því, að við verðum að halda ákvörðunarvaldi um slíkt í okkar eigin forsjá, ekki annarra!

Um þennan sáttmála var fjallað hér allýtarlega í tveimur fróðleg­um greinum sendum hingað á Fullveldisvaktina frá Sviss og Þýzkalandi.

„Þessi samn­ing­ur ramm­ar inn þá skoðun Sam­einuðu þjóðanna að æski­legt sé að fólks­flutn­ing­ar í heim­in­um séu gerðir aðgengi­leg­ir fyr­ir þá jarðarbúa sem þess æskja,“ sagði Jón Þór enn frem­ur. Fljótt á litið væri um mannúðar­mál að ræða en vel væri ef svo væri ein­göngu. Full­trú­ar þjóða sem hefðu kynnt sér samn­ing­inn segðu hann aðför að hinum frjálsa vest­ræna heimi þar sem í hon­um fæl­ist að setja þyrfti lög um inni­hald hans. Þar á meðal að tján­ing gegn inni­haldi hans flokkaðist sem hat­urs­orðræða og loka mætti fjöl­miðlum sem ger­ist sek­ir um að taka þátt í slíkri umræðu. (Mbl.is)

Það er ámælisvert að stjórnvöld jafnt sem fjölmiðlar hafa fram undir þetta vanrækt nánast með öllu að kynna landsmönnum þennan sáttmála, eins afdrifaríkur og þó stefnir í að hann verði, ef hann verður samþykktur (sjá hér neðst). Við ættum að fara að fordæmi Austurríkis og Ungverjalands, Eistlands, Króatíu og fleiri landa að hafna þessu óþarfa plaggi, en einnig má benda á, að Sviss, Ítalía og Danmörk virðast helzt á því að fresta samþykkt hans um langa hríð, meðan kynningu hans er enn svo áfátt, að víðs fjarri er, að hann sé almennt kunnur kjósendum, hvað þá að þeir hafi samþykkt hann með einhverjum hætti.

Að lokum má benda hér á góðar greinar um þetta mál:

Ætlar ríkisstjórnin að galopna landamærin?, eftir Jón Magnússon, hrl. og fyrrv. varaþingmann,

Vill þjóðin galopin landamæri?, eftir Valdimar Jóhannesson blaðamann.

Skrifar ríkisstjórnin undir "hömlulausan fólksinnflutning" 10. desember?, eftir Gústaf Adolf Skúlason, Svíþjóð. Þar koma m.a. fram hrikalegar upplýsingar um annars vegar það refsikerfi, sem fjölmiðlar og aðrir eiga yfir höfði sér vegna þessa máls, og hins vegar þær gríðarlegu fólksfjölda-fjölgunartölur, sem miðað er við, að löndin geti borið, margfaldar á við núverandi íbúafjölda!!! Þessar upplýsingar í grein Gústafs verðskulda að birtast hér með:

"Svíþjóðardemókratar vara opinberlega við því að samkomulagið hafi í för með sér opinber höft á fjölmiðlum og skerði tjáningarfrelsið. Samkomulagið setur ríkinu þær skyldur á herðar að afnema styrki til fjölmiðla sem skrifa "rangt" um innflytjendur. Einnig á að víkka út hatursumræðuhugtakið, þannig að hægt verður að refsa þeim einstaklingum og fangelsa sem gagnrýna stefnu yfirvalda í innflytjendamálum. 

Í skýrslu ESB frá 2010 er reiknaður út mögulegur innflutningsfjöldi til aðild­ar­ríkjanna miðað við heildaríbúagetu (table12 aftast í skýrsl­unni). Þar er sagt að Danmörk geti verið 37 milljónir, Svíar 440 milljónir, Finnland 332 milljónir, Þýzka­land 274 milljónir, Frakkar 486 milljónir o.s.frv. ESB með Bretlandi samtals 3.834 milljónir íbúa.

Ísland er ekki með á þessum lista og fróðlegt að vita, hvort ráðamenn hafa reiknað út hversu marga íbúa landið ber skv. þessum reiknismáta ESB. Ljóst er að sú tala skiptir milljónum."

Jón Valur Jensson tók saman.


mbl.is Landamærin verði opnuð fyrir nánast öllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Benedict Neff: Meðferð Þjóðverja á fólks­flutn­inga­sáttmálanum ber vitni um andlega leti

 

Hin lýð­ræðis­lega umræða í Þýska­landi virð­ist þessa dag­ana enn og aft­ur ein­kenni­lega þving­uð. Margir tals­menn fólks­flutn­inga­sátt­mála SÞ verja sátt­mál­ann með klaufa­leg­um and-AfD viðbrögðum. Þó eru veru­legir ágallar á sátt­mál­anum. 

Í Þýskalandi er ekki langt síðan fólks­flutn­inga­sátt­máli SÞ kom fyrst til opin­berrar umræðu. Það var fyrst þegar Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, vék sér undan stuðningi við sátt­mál­ann sem hávær umræða blossaði upp í landinu. AfD krafðist þess réttilega að hann yrði ræddur í þinginu. Ríkis­stjórn Þýska­lands hafði fram að því gert sér vonir um að samþykkja sáttmálann án þess að rætt væri um hann – á þeirri forsendu að enginn skynsamur maður hefði nokkuð út á hann að setja. 

Umræðan um fólks­flutn­inga­sátt­málann endurspeglar enn og aftur hina vitsmuna­legu leti sem ríkir á þýska þinginu. Margir þingmenn telja sig nægilega vel undirbúna fyrir slíkar rökræður með ekkert nema and-AfD-áróður að vopni. Þeim skjátlast. 

Hinar klukku­stundar­löngu umræður um fólks­flutn­inga­sáttmálann opinberuðu röksemda­fátækt andstæð­inga AfD. Formaður flokks­ins, Alexander Gauland, tók samninginn og meint lagalegt gildi hans (þ.e. ekki bindandi) í sundur, lið fyrir lið. Í lokin tók hann þó of djúpt í árinni þegar hann sagði „vinstri draum­óra­menn og alþjóðasinnaða elítu vilja breyta þjóðríkinu í landnámssvæði.” Þetta hljómar eins og samsæris­kenning. Engu að síður voru flestir ræðumenn annarra flokka ófærir um málefna­lega gagnrýni á AfD. Þeir gerðu þau grundvallar­mistök að taka málinu ekki nógu alvarlega. Þeir töldu rök ekki nauðsynleg, þar sem sjálfsagt væri að leggja blessun sína yfir sáttmálann. Frank Steffel, þingmaður CDU, sagði að þeir sem samþykktu sáttmál­ann þjónuðu þar með hagsmunum Þýskalands, en þeir sem höfnuðu honum yllu landinu tjóni. Svo einfalt er það. Claudia Moll, þingmaður SPD, taldi þetta allt meiriháttar klúður: „Ég skammast mín ósegjan­lega fyrir að þurfa að ræða þessa tillögu hér í þinginu.”

Flestir ræðumenn létu sér nægja að álykta að fyrst þeir væru ekki sammála AfD, þá hefðu þeir rétt fyrir sér, þ.a.l. þyrfti ekki að skoða málið frekar! Á mörgum öðrum sviðum stjórn­mál­anna í Þýska­landi ríkir einnig þver­pólitísk samstaða sem veldur því að mörg mál eru ekki rædd af alvöru opinberlega. Evran er nauðsyn­leg, Evrópu­sambandið tryggir frið, fólks­flutn­inga­sátt­mál­inn er mikil blessun – þetta er allt á hreinu!

Í slíku andrúmslofti er stjórn­mála­maður eins og Jens Spahn (CDU) einn af þeim huguðu, jafnvel þótt hann hafi ekki einu sinni gagn­rýnt sáttmálann. Hann benti einungis á skort á samskiptum, að það liti allt út fyrir að ríkis­stjórnin hefði eitthvað að fela. Því ætti ekki að samþykkja sátt­málann án þess að útskýra hann fyrir þjóðinni.

Í þessu er tvennt áhugavert: Í fyrsta lagi eru þeir sem vilja  ræða kosti og galla alþjóðlegs sáttmála – sem er ekki óeðlilegt í lýð­ræð­is­ríki – settir í dilk með AfD og útilokaðir. Dóms­mála­ráð­herrann Katarina Barley sagði að þeir sem ekki vildu samþykkja sátt­málann væru þar með að skipa sér í flokk með AfD, Trump, Orban og Kurz. 

Í öðru lagi er orðaval Spahns dæmigert fyrir þýska stjórn­mála­menn: Hann vill útskýra málið fyrir þjóð­inni. Hann er í raun að segja: „Við skulum ræða örlítið saman og þá verða allir sáttir.” Þessi hugsunar­háttur, að stjórn­mál þurfi aðeins að útskýra betur og leyfa þjóðinni að koma með, hefur verið ríkjandi í allri umræðu um flótta­manna­vandann. Ef ágreiningur milli stórs hluta þjóðar­innar og stjórn­mála­elítunnar kemur upp, hefur hin síðar­nefnda trú á því að ástæðan sé einungis sú að stefnan hafi ekki verið kynnt nægilega vel fyrir þjóðinni. Ekki krefst mikillar dirfsku að álykta að kjósendur gætu einfald­lega haft annað, velígrundað álit, en það kemur ekki til greina. Þar af leiðandi virðist hin opinbera umræða einkennilega þvinguð. 

Meðal margra forystumanna í stjórnmálum fer saman yfirvalds­hugsanaháttur og félagsráðgjafa­viðhorf. Kjörorðið er: stjórnað og útskýrt. Afskipti Spahns af sáttmál­anum var, þegar öllu er á botninn hvolft, bara afbrigði af þessu, því að ekki þorði hann að gagnrýna innihald sáttmálans að neinu ráði.

Þó felur fólks­flutn­inga­sáttmálinn í sér ýmsa þætti sem vert væri að gefa meiri gaum, ekki síst frá sjónar­hóli Þjóðverja. Sáttmál­inn á rætur sínar að rekja til flótta­manna­kreppunnar. Engu að síður er augljóst að mörg þeirra viðfangs­efna, sem hafa verið áberandi í Evrópu á síðustu árum, endur­speglast ekki í skjalinu. Í Evrópu hefur t.a.m. verið rætt um hryðjuverk, hliðar­samfélög, erfiða aðlögun múslima, sem sumir efast um hinn frjáls­lynda anda vestrænna samfélaga. Sé fólks­flutn­inga­sáttmál­inn lesinn, mætti halda að öll þessi vandamál væru ekki til. Samkvæmt honum eru fólks­flutn­ingar „uppspretta hagsældar, nýsköpunar og sjálf­bærrar þróunar”. 

Í sáttmálanum er lögð áhersla á það sem inn­flytj­enda­löndin þurfa að gera til að fólks­flutn­ingar verði öruggari og þægilegri. Mörg góð atriði má þó einnig nefna, svo sem mikilvægi þess að berjast gegn smygli og mansali, auðvelda útgáfu vegabréfa og viðurkenningu starfsvottorða. Það, sem vantar algerlega, er að gera ráð fyrir þeirri grundvallar­hugmynd að innflytjendur þurfi sjálfir að leggja sig fram um að aðlagast nýju samfélagi. 

Margir þættir samningsins eru óljósir. Lesturinn minnir dálítið á að lesa Biblíuna, allir finna atriði sem þeim þóknast og önnur sem þeim líkar síður. Í stórum dráttum hljómar fólks­flutn­inga­sátt­málinn eins og hvatning til fjölmenn­ingarlegs samfélags: Ríki ættu fyrst og fremst að laga sig að innflytjendum og þörfum þeirra, en ekki öfugt. Þótt í sátt­mál­anum sé fórnar­lambs­væðingu innflytj­enda mótmælt, lýsir hann þeim óbeint sífellt sem fórnarlömbum sem er mismunað. 

Þessi tilhneiging er sérlega áberandi í kaflanum um fjölmiðla. Stuðningsmenn sátt­mál­ans ættu að stuðla að umræðu, „sem leiðir til raunhæfari, mannúð­legri og uppbyggi­legri upplifunar á fólks­flutn­ingum og inn­flytj­endum”. Fjölmiðlamenn skulu sýna nær­gætni í umfjöllun um „málefni innflytj­enda”. Þetta hljómar eins og uppörvun til að bjóða innflytjendur velkomna. En það er ekki hlutverk ríkja. Þetta atriði hefur þó hingað til ekki hlotið neina gagnrýni. Þýskir fjölmiðla­menn eru enda mjög nærgætnir þegar kemur að fjölmiðlafrelsi. 

Það eru sem sagt góðar og gildar ástæður til að líta fólks­flutn­inga­sáttmálann gagnrýnum augum, sérstaklega í ljósi þess að hann kemur fram sem svo grunsamlega án skuldbindingar. Reyndar er sáttmálinn saman­safn skuld­bindinga á 34 blaðsíðum, en í upphafi hans er hættuástandi aflýst: þetta snúist einungis um “samstarfs­samning sem er ekki lagalega bindandi”. Þeir sem samþykkja sáttmálann haldi rétti sínum til að ákvarða eigin innflytj­enda­stefnu. Því er ekki úr vegi að spyrja sig, hver vegna í ósköpunum er ástæða til samþykkja sáttmálann? 

Stuðningsmenn hans tala um að það verði tímamóta­áfangi þegar sátt­málinn verði formlega undir­ritaður í Marrakesh í desember. Andstæð­ingar sáttmál­ans óttast að hann komi af stað nýrri bylgju fólks­flutninga. Sennilega er hvorugt nærri sanni. 

En það er engin skömm að því, sama hvaða afstöðu ríki taka til fólks­flutn­inga­sáttmálans. Sá hins vegar, sem kemur í veg fyrir að efni og áhrif sáttmálans séu rædd opinberlega, skaðar lýðræðið

Þessi grein, Meðferð Þjóðverja á fólks­flutn­inga­sáttmálanum ber vitni um andlega leti, var þýdd af íslenzkri konu, sem vill ekki láta nafns síns getið, en leyfir góðfúslega birtingu pistilsins, en henni hefur blöskrað þöggunin sem hefur ríkt á Íslandi um þetta mál, meðal bæði fjölmiðla- og stjórnmálamanna, á sama tíma og málið nær hins vegar að komast í forsíðufregnir erlendis! --Að endingu eru hér fjölmargir tenglar, sem hún lét fylgja sendingunni (smellið á tenglana!). --JVJ.

----------------------------------------

Netanyahu: Israel won’t sign global migration pact, must protect its borders <https://www.timesofisrael.com/israel-wont-sign-global-migration-pact-netanyahu-announces/>

Australia refuses to sign UN migration pact, citing risks to turnbacks and detention <https://www.theguardian.com/australia-news/2018/nov/21/australia-refuses-to-sign-un-migration-pact-citing-risks-to-turnbacks-and-detention>

Bulgaria becomes latest EU state to shun U.N. migration pact <https://uk.reuters.com/article/uk-un-migrants-bulgaria/bulgaria-becomes-latest-eu-state-to-shun-u-n-migration-pact-idUKKCN1NH1D5>

Czechs join other EU states rejecting U.N. migration pact <https://uk.reuters.com/article/uk-migrants-czech/czechs-join-other-eu-states-rejecting-u-n-migration-pact-idUKKCN1NJ0MQ>

Poland should quit U.N. migration pact, minister says <https://uk.reuters.com/article/uk-europe-migrants-poland/poland-should-quit-u-n-migration-pact-minister-says-idUKKCN1MJ1K4>

Austria to shun global migration pact <https://uk.reuters.com/article/uk-un-migrants-austria/austria-to-shun-global-migration-pact-fearing-creep-in-human-rights-idUKKCN1N50JG>

Polen und Israel sagen Nein zum UN-Migrationspakt <https://www.tagesspiegel.de/politik/asylpolitik-polen-und-israel-sagen-nein-zum-un-migrationspakt/23659408.html>

Israel und Polen lehnen Migrationspakt ab <https://www.zeit.de/politik/ausland/2018-11/un-migrationspakt-polen-eu-keine-zustimmung-debatte-fluechtlinge>

EU-lande undsiger FN’s nye migrationspagt: ”Der må ikke skabes en menneskeret til migration” <https://www.kristeligt-dagblad.dk/udland/eu-lande-flygter-fra-fns-migrationspagt>

Debatten om FNs migrationspagt raser stadig – nu kommer FNs flygtningepagt <https://www.berlingske.dk/internationalt/debatten-om-fns-migrationspagt-raser-stadig-nu-kommer-fns>

Parlament soll über Zustimmung zum Uno-Migrationspakt entscheiden <https://www.nzz.ch/schweiz/parlament-soll-ueber-zustimmung-zum-uno-migrationspakt-entscheiden-ld.1429711>

Die Schweiz stimmt dem Uno-Migrationspakt vorläufig nicht zu <https://www.nzz.ch/schweiz/migrationspakt-der-bundesrat-wartet-auf-das-parlament-ld.1438364>

Dispute Over Migration Sends Estonian Government Into Crisis <https://www.bloomberg.com/news/articles/2018-11-16/dispute-over-migration-sends-estonian-government-into-crisis>


STÓRMÁL: Fólksflutningasáttmáli SÞ, sem við ættum að hafna eða a.m.k. fresta staðfest­ingu á eins og Sviss gerir, en hér er ÞÖGGUN í gangi um málið!

Aðsend grein ísl. konu

Í fylgibréfi ritar hún til JVJ og Hall­dórs Jónss. verkfr.: "Á þessum síðustu og verstu tím­um, þegar íslenskir fjölmiðlar hafa enn einu sinni brugðist þjóð­inni, eigið þið (og Jón Magnússon – víðar hef ég ekki orðið umfjöll­unar um nýjasta sáttmála SÞ vör í riti) bestu þakkir skildar fyrir að halda uppi lýðræðis­legri umræðu. Ég hef nýlega rætt við nokkra íslenska fjölmiðla­menn um þetta efni en engum þeirra hefur hingað til þótt ástæða til að segja frá þessu stórmáli, sem hefur verið á forsíðum allra virtustu fjölmiðla í Evrópu á undanförnum vikum.

Ég leyfi mér að senda ykkur hér lauslega þýðingu úr tveimur ágætum greinum um sáttmálann sem birtust í vikunni í svissn­eskum fjölmiðlum, ef eitthvað af þessu gæti komið að gagni í baráttunni við skrifræðið." (Og hér birtum við á Fullveldis­vaktinni fyrri greinina, en hina sennilega um kl. 23.00 þennan sama 3. des­ember. Bæta má því við, að þeim mun alvarlegri er þessi skipulagða þöggun, sem nú er aðeins vikutími þangað til meintri staðfestingu er ætlað að fara fram í Marokkó 10. þ.m.! --Aths. JVJ.)

 

Brot úr viðtali við Philipp Burkhardt, þingfréttastjóra hjá Svissneska ríkisútvarpinu,

 

"Af hverju er þetta viðkvæmt mál í Sviss, þegar sáttmálinn er ekki lagalega bindandi?

Flóttamannasáttmálinn tilheyrir í reynd s.k. „mjúkum lögum“ (e. soft law). Það er hugtak úr alþjóða­lögum. Margar tillögur, ályktanir og yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna tilheyra þessum mjúku lögum. Þau eru ekki bindandi. Þó eru þau ekki án áhrifa. Búist er við því að ríkin fylgi samkomulaginu. Til dæmis er orða­sambandið „við skuldbindum okkur” notað aftur og aftur í sáttmála SÞ [54 sinnum]. Einnig er fylgst með efndum. SÞ ætlar að setja á fót “International Migration Review Forum”, eins og fram kemur í sáttmálanum. Frá og með 2022 mun fara fram eftirlit á fjögurra ára fresti, þ.e. hvort aðildarríkin séu í raun og veru að fylgja sáttmálanum. 

Þurfa aðildarríkin að óttast refsiaðgerðir ef þau framfylgja ekki sáttmálanum?

Þar sem þetta eru mjúk lög, þá eru bein viðurlög eða sektir ekki leyfðar. En þar er ekki öll sagan sögð, ríki sem brjóta gegn sátt­málanum verða fordæmd opinberlega (name and shame). Það verður búinn til svartur listi, sem mun hafa áhrif. Reynslan hefur einnig sýnt að „mjúk lög” þróast í gegnum árin í áttina að venju­legum lögum, sem eru algerlega bindandi í eðli sínu. Þannig að fólks­flutninga­sáttmáli SÞ er ekki bara ómerkilegur, áhrifa­snauð­ur pappír. 

Hver eru umdeildustu atriðin í samningnum?

Fólksflutningasáttmálinn er mjög yfirgrips­mikið skjal. Þar eru talin upp 23 markmið ásamt fjölda aðgerðar­áætlana. Þetta felur í sér mikið svigrúm til mismunandi túlkana. Ríkisstjórn Sviss viður­kennir að ein grein stangist á við svissnesk lög: Gæsluvarðhald fyrir 15 ára og eldri, þegar beðið er eftir brott­vísun, sem er löglegt í Sviss. Ríkisstjórnin vill halda þessari reglu og gera sérstaka yfir­lýsingu þess efnis. 

Á þinginu eru þó fjölmargar greinar aðrar sem menn telja geta valdið ágreiningi. Þar er einnig deilt um áhrif sáttmálans í heild sinni. Sáttmálinn felur í sér eftirfarandi viljayfirlýsingu: “Við viljum stuðla að öruggum, skipulegum og reglu­bundnum fólks­flutn­ingum.” Þeir sem ekki telja það jákvætt eru að sjálfsögðu mótfallnir sáttmálanum."

 

Eftirmáli JVJ:

Sú vökula, íslenzka kona, sem sendi okkur þennan texta, vill að þessi "illræmdi sáttmáli komist til umræðu á Íslandi. Það væri auðvitað svekkjandi ef meirihluti þjóðarinnar reyndist hlynntur aðild að honum en mér þykir þögnin um þetta mál hálfu verri. Það er algerlega ótækt að stjórnvöld taki á sig viðlíka skuldbindingu án þess að kjósendur fái veður af því."

Þá segir hún:

"Úr því sem komið er, væri best að fara að fordæmi Svisslendinga, þ.e. að fresta undirskrift, hætta við ferðina til Marokkó og gefa sér nægan tíma til að ræða þetta mál frá öllum sjónarhornum, bæði í fjölmiðlum og á Alþingi. Þá er ekki ólíklegt að Svisslendingar fái að kjósa um aðild að sáttmálanum en maður leyfir sér vart að láta sig dreyma um svoleiðis munað."

Framhald af skrifum hennar um fólksflutningamálið, með mjög fróðlegum upplýsingum um ástand þess máls í þýzka sambands­þinginu, birtist hér um eða upp úr kl. 23 í kvöld.


Til hamingju, þjóð, með 100 ára fullveldi!

Í verulegum kulda, eins og 1918, var haldið upp á full­veldis­afmælið við Stjórn­ar­ráðs­húsið og víðar í dag. Fyrsti stóri at­burð­uinn þar var full­veld­is­söngur Fóst­bræðra í anddyri Hörpu í hádeginu í dag, margt þjóð­legt sungið og hríf­andi, en líka Kong Christian stod ved höj en mast í þýðingu Matth.Joch., endað svo glæsilega á mikil­feng­legum þjóð­söngnum, sem eins og allir vita er einnig saminn við texta Matthíasar. Margrét II Danadrottning mun hafa verið þar viðstödd.

Það átti eftir að kólna verulega á henni, þegar kom að stærsta dagskrárlið dagsins, við Stjórnar­ráðs­húsið kl.13 (en þar fór einmitt fullveldisyfirlýsingin fram mjög hátíðlega 1918). Þar var mjög fagur, þjóðlegur söngur blandaðs kórs, í miklum norðan-stinningskalda utan af sundum. Ríkis­stjórnin sat þar undir vestur­veggnum og margir höfuðfats­lausir -- Margrét II hvorki með húfu né kórónu á höfði, en í þykkum pels. Allmargir, sennilega yfir 1000, hlýddu þar á dagskrána.

Fyrsti ræðumaður var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og talaði húfulaus alllangt mál og nokkuð snjallt. Hefði hún betur verið búin að þiggja verð­skuldaða rússneska vetrarhúfu, en meinið var, að það átti hún ekki inni hjá þeim, því að hún og allir ráð­herrarnir standa með hinu afleita og fráleita viðskipta­banni á Rússland, bændum okkar og sjómönnum til stórskaða og rússn­eskri alþýðu sömuleiðis. Á sama tíma ylja tugmilljónir Þjóðverja sér við ylinn af rússnesku gasi!

Á eftir Katrínu talaði Jelena nokkur frá Slóveníu eða Slóvakíu, nýbúi sem verið hefur hér í tvö og hálft ár, en fór þó langt með að tala á lýtalausri íslenzku og samt ekki stutt mál. Var mikið klappað fyrir ræðu hennar, enda klóklega og fallega saman sett í öllum meðmælum hennar með nýbúum landsins.

Öllu verr fór með tvö ungmenni, sem eru í Sameinuðu þjóða-félagsskap og orðlengdu mjög, í um hálfri ræðu sinni, um að okkur Íslendingum væri alger nauðsyn að samþykkja allar mögulegar ráðstafanir vegna loftslagsáhrifa -- m.ö.o. vegna tilgátunnar um manngerða hlýnun jarðar. Hljómaði það á parti sem svartsýnasta dómsdagspredikun frá 17. öld. Fengu þau dræmastar undirtektir áheyrenda.

Heimssýn, félag sjálfstæðissinna, verður með sína fullveldishátíð í húsakynnum Heimssýnar, Ármúla 4-6, kl. 20 til 22 í kvöld, en þar flytur hátíðarræðu sá skemmtilegi maður Bjarni Harðarson bóksali, fv. alþm.; boðið upp á tónlist og léttar veitingar, allir velkomnir.
 
Einhverjar sýningar eru í gangi í tilefni dagsins, m.a. á skjölum og myndefni frá 1918 í skála Alþingis, en allt Alþingishúsið var opið almenningi til sýnis í dag, og sóttu húsið langar biðraðir fólks. Undirritaður var þeirra á meðal, og  var þarna margt áhugavert og fallegt að sjá, en starfsmenn Alþingis leiðbeindu fólki og upplýstu um ýmislegt, og sennilega um fjórðungur þingmanna var þar ennfremur, ekki sízt í þingflokka-herbergunum og í fundarsal Alþingis, og margir sem tóku þá tali.
 
Þá var ennfremur sýning í Listasafni Íslands, sem og á íslenzkum þjóðbúningum í Aðalstræti fyrir hádegi, að öðru ónefndu.
 
Strengjum þess nú öll heit að gera allt hvað við getum til að Ísland verði áfram fullvalda og sjálfstætt þjóðríki næstu 100 árin!
 

Jón Valur Jensson.


mbl.is Fullveldi í tölum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefna Merkel: Óþjóðlegt stórríki ESB afnemi fullveldi meðlimaríkjanna og opni á innflæði úr Afríku og Mið-Austurlöndum!

1. Ofríkisfull Merkel opin­berar með ræðu sinni í Berlín* stefn­una á evrópskt stór­ríki á kostn­að full­veldis­rétt­inda þjóð­anna. Klár­lega höfðu Bretar rétt fyrir sér með Brexit!

2. "Sjálfs­morðs­samn­ing­ur­inn" er framhald samn­ings EBE við araba­ríki í olíu­krepp­unni um 1972 þar sem viðskipti með olíu voru tryggð gegn leyfi fólks þaðan til að starfa í Evrópu. Nú vilja ágangssamir aðilar (m.a. múslimaríkin) í skrif­stofum SÞ útvíkka þetta til slíks allsherjar­leyfis sem og að viðkomandi innflytjendur gangi beint inn í full borg­ara­réttindi í gistilöndunum!** Það væru greypileg svik við íslenzka þjóð ef stjórnvöld hér undirrita svo óbærilega afdrifaríka og gígantískt kostnaðarsama yfirlýsingu.

* Ræðuna flutti Angela Merkel ríkiskanzlari við athöfn í Aden­auer-stofnuninni í Berlín í vikunni, sagði þar m.a., að þjóðþing aðildarríkja ESB ættu formlega að veita ESB yfirráð yfir ríkjum Evrópu­sambands­ins (skv. frétt þýzka stórblaðsins Die Welt).

** Samninginn um innflæðið ("regular migration") í Evrópu stendur til að "samþykkja í Marókkó 10. des. n.k. Fjölda­mörg ríki neita að skrifa undir "sjálfsmorðs­samninginn", t.d. Sviss, Bandaríkin, Ísrael, Pólland, Austurríki, Eistland, Ungverjaland, Búlgaría, Tékk­land og Króatía. Svíþjóð og mögu­lega Noregur og Ísland ætla að skrifa undir samn­ing­inn", segir Gústaf Skúlason í grein um málið, en það væri hrapalleg gjörð, sem stjórnvöld hér hafa ekkert umboð til að samþykkja.

    

Jón Valur Jensson.


mbl.is Merkel tekur Brexit-samningnum fagnandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sendiherra ESB ber að víkja héðan eftir afskipti af innanlandsmálum okkar

Með hlutdrægum afskiptum og einhliða mál­flutn­ingi um 3. orku­pakkann er sendi­herra Evr­ópu­sam­bands­ins að brjóta landslög og alþjóð­legan samn­ing um rétt­indi og skyldur sendi­ráða. (Það hefur áður gerzt með sendi­herra ESB hér á landi, Timo Summa, finnskan mann, sem varð þá fljótt að víkja, eftir snarpa gagnrýni Tómasar Inga Olrich, fv. ráðherra og sendi­herra, á framferði hans.*)

Í lögum um aðild Íslands að alþjóða­samningi um stjórn­mála­samband nr.16/1971 -- https://www.althingi.is/lagas/nuna/1971016.html -- segir í 41. gr., 1.tölulið, og takið sérstaklega eftir seinni setningunni, feit­letraðri hér: "Það er skylda allra þeirra, sem njóta forréttinda og friðhelgi, að virða lög og reglur móttöku­ríkisins, en þó þannig að forrétt­indi þeirra eða friðhelgi skerðist eigi. Á þeim hvílir einnig sú skylda að skipta sér ekki af innan­lands­málum þess ríkis."
 
En þetta hefur sendiherra þessi gert, að skipta sér af innan­lands­málum Íslands, þ.e. með hlut­drægri umræðu á Visir.is í þögg­unar­átt um laga­frumvarp, sem boðað er að komi fyrir Alþingi í febrúar -- um málefni sem okkur varðar í raun ekkert um og við, sem smátt ríki, værum í afar veikri aðstöðu til að verjast skuld­bind­ingum slíkrar löggjafar og afsali yfirráða okkar yfir íslenzkum orkuverum, dreifingu raforku, verðlagningu raforku, æðstu stjórn þeirra mála (sem færi til Lands­reglarans á vegum ACER og dómsvaldið úr landi).
 
Þetta mál varðar sjálft fullveldi Íslands og er alls ekki vettvangur fyrir afskipti sendiherra erlendra ríkja. Það er okkar mál að fjalla um lagafrumvörp hér, ekki sendifulltrúa annarra ríkja sem eiga þar annarlegra hagsmuna að gæta!
 
Sendiherrann á að biðjast afsökunar á lagabroti sínu og hverfa við svo búið heim á leið og má þakka fyrir, ef hann þarf ekki að sæta vítum gistilandsins.
 
Sendiherrann skaut sig raunar illilega í fótinn strax með þessum afskiptum, því að almennt mætti hann harkalegum viðbrögðum lesenda á umræðuslóð Vísis.is!
 
VIÐAUKI. Morgunblaðið er komið út, með frakkri áróðursgrein sama sendiherra, Michaels Mann!
Hann gerir það ekki endasleppt með atlögu sína að íslenzku fullveldi og skrautmæli sín um Þriðja orkupakkann! Þarna lýgur hann m.a. um "að enginn í Brussel er að velta þessu fyrir sér" með sæstreng til Íslans, í tengslum við orkupakkann. En sá sæstrengur er þó þegar kominn inn í ESB-skjöl og áætlanir frá fyrra ári! Öll er þessi grein hans viðleitni til að gera sem minnst úr hættulegum áhrifum 3. orkupakkans og þeim skuldbindingum sem í honum felast. Og hér liggur mikið við (og mikið lagt í greinina, ekki af þessum karli einum, heldur hálaunuðum áróðursþjónum stórveldis), annars væri ekki af stað farið með þessa gagnsókn gegn sérfræðingum íslenzkum og norskum sem hafa greint og gagnrýnt þetta flókna lagavirki, en sendiherrann, þvert gegn skyldum sínum, sem nefndar voru hér ofar, lætur sér sæma að gera lítið úr þeim sérfræðingum og talar niður til þeirra sem "hræðsluáróðursmeistara"!
 
En Íslendingar eru hættir að trúa hvaða fagurgala sem er frá Brussel-valdinu, við höfum nú þegar upplifað fjandsamleg viðbrögð og árásir ESB í Icesave-málinu (frá fyrsta degi til hins síðasta í því máli, á 5. ár, 2008-2013) og í makrílmálinu, þegar ESB ætlaði okkur að fá aðeins örfá prósent fiskveiðikvóta í NA-Atlantshafi (sem ESB hafði þó engin yfirráð yfir!) og gagnvart Færeyingum í sama máli (löndunarbann ESB á þá) og með því að svipta sjómenn og sauðfjárbændur verulegum útflutn­ings­tekjum vegna Rússlands­markaðar (á sama tíma og aðal­stjórn­endur ESB í Berlín standa í risa­vöxnum kaupum af Rússum á jarðgasi!). Og af hverju heldur þessi brezkfæddi sendiherra ESB, að ein mesta jarðýtan fyrir ESB-tengslum Íslands, Jón Baldvin Hannibalssn, vari mjög alvarlega við Þriðja orku­pakkanum? Hann ætti að hlusta á þýðingu á því viðtali við JBH (Ísland á ekkert erindi við orku­markað Evrópu er yfirskrift þess), þar sem ennfremur kemur fram, hve hart suðlæg­ari þjóð­irnar þar eru leiknar af Þjóðverjum í Evrópu­samband­inu (þýzkum bönkum og Merkel-stjórninni). Og burt með þennan lögbrjót frá Íslandi!
 
* Sjá hér: Lögleysu-athæfi sendiherra (8. maí 2012). Sbr. ennfremur um ummæli yf­ir­manns sendi­nefnd­ar Evr­ópu­sam­bands­ins á Íslandi, Matt­hi­asar Brinkmann: Þessum sendiherra er ekki stætt á að vera hér áfram ... (27.11.2015)
 
Jón Valur Jensson. Höf. er formaður Samtaka um rannsóknir á Evrópu­sambandinu og tengslum þess við Ísland.

Baráttan gegn Þriðja orkupakka ESB þarf að verða enn markvissari

Nokkuð var fimb­ul­famb­að um hann í Kast­ljósi þetta þriðju­dags­kvöld, en bezt stóð sig Frosti Sig­ur­jóns­son, fv. alþm. Þáttar­stjórn­andi reyndi af megni nokkrar ágengar spurningar, en hefði mátt fylgja þeim enn harðar eftir.

Gunnar Bragi Sveins­son brást jafn­vel í svo sjálf­sögðu atriði sem því, að þegar talað var um að Norð­menn vildu þennan pakka, þá bar honum að geta þess, að 70% Norð­manna eru and­víg Þriðja pakk­anum, en hann lét það alveg hjá líða. And­staðan gegn pakkanum er sízt að dofna.

Ennfremur skilaði Gunnar Bragi litlu til hlustenda varðandi laga­lega stöðu málsins gagnvart okkar stjórnar­skrá o.fl. og sagði m.a. orðrétt:

"Í 1. lagi vil ég segja það, að lögfræðingar, sem hafa fjallað um málið, þ.á m. norski lögmaðurinn sem var hér um daginn, Peter Örebech eða hvað hann hét nú, og íslenzk­ir lög­fræð­ingar, eru ekki alveg sammála um það, hvað þetta þýðir nákvæmlega, þegar menn lesa í gegnum EES-samn­inginn, hvað það þýðir að innleiða þessa gerð fyrir Ísland, um það eru menn ekki sammála; mér finnst vanta skýra mynd á það, áður en, í það minnsta, að maður getur tekið næsta skref."

Þarna er Gunnar Bragi að tefla hvorum gegn öðrum: Peter Öre­bech annars vegar og "íslenzkum lögfræðingum" hins vegar og leggja mikið upp úr því, að þessir lögspek­ingar væru ekki sammála um þessi mál, en fráleit er sú nálgun hans og sú uppstilling hans afar röng að tala með þessum hætti um lögfræðingana, því að hann í 1. lagi sleppir þar bezta sérfræðingi okkar, próf. Stefáni Má Stefánssyni, sem einn sér er margefldur á við álitsgjafana Birgi Tjörva og Ólaf Jóhannes, og Stefán Már er einmitt mjög eindreginn í því áliti sínu, að Þriðji orkupakkinn samrýmist naumast ("næppe") stjórnarskrá Íslands, eins og hann tók fram í stuttri ræðu sinni á dönsku á fundi Heimssýnar o.fl. félaga um málið á Háskólatogi 28. okt. sl.

Það verður að segjast, að með grunnristum hætti gekk Gunnar Bragi fram hjá mjög eindregnum niður­stöðum manna eins og próf. Peters Örebech og dr. Stefáns Más Stefáns­sonar, sem er prófessor í Evrópurétti við lagadeild HÍ og margra bóka höfundur um ESB-löggjafarmál, og með því að láta þá nánast eins og önnur lögfræði­álit væru þar þungvæg á móti. Örebech er langreyndur sérfræðingur í Evrópu­rétti. Það á ekki við um Birgi Tjörva Pétursson, sem ráðfrúin Þórdís Kolbrún Gylfadóttir kallaði til, trúlega til að fá hentugt álit sem klippt gæti hvassasta bitið úr gagnrýni hérlendis á Þriðja orkupakkann.

Það er ennfremur hlálegt að tefla tveggja daga rannsókn lögfræðings (Ólafs Jóhannesar Einarssonar) fram á móti lang­tímavinnu þaulreynds Norðmanns, sem þekkir ESB-löggjöf eins og handar­bakið á sér og hefur kannað allar hliðar á þessum orku­pakka­málum eins og þau snúa við Norðmönnum -- og hefur svo skilað ýtarlegu áliti og hrakningu bæði á sjö megin­atriðunum á minnis­blaði Ólafs Jóhannesar og einnig á lengri skýrslunni frá Birgi Tjörva (sjá hér í viðhengi með þessari grein).

Þáttur Guðna Jóhannessonar orku­málastjóra í þessum Kastljós­þætti var veigaminni en hann hefði þurft að vera og vantaði átakan­lega slagkraft sem nýtzt hefði réttinda­baráttu okkar Íslendinga. Þó var hann skýr um ýmsa undirstöðu­hluti, sem hafa ugglaust hjálpað hlustendum um skilning á þeim.

Varaformaður Íslensku þjóðfylkingarinnar var býsna berorður um orkumálastjórann á Facebókarsíðu flokksins í kvöld:

Þessi embættismaður vissi ekkert um hvað hann var að tala. Er þetta virkilega orkumálastjóri!? Hann gat ekki einu sinni svarað því af hverju við erum að innleiða enn eitt ESB-bullið ef við græðum ekkert á því og það skiptir ekki máli hér á landi að innleiða tilskipunina. Nei, hann gat ekki svarað því.

Augun standa á stilkum í viðtalinu, svo tauga­veiklaður er hann, og ég er viss um að það er köttur að spila á harmonikku í hausnum á honum eins og er staðreyndin um flesta ESB-sinna.

Já, það má líka hafa gaman af þessu. En Guðni tók sérstaklega fram, að hann hefur enga eigin stefnu gagnvart Þriðja orku­pakkanum; hann lítur á það sem hlutverk sitt að fylgja stefnu Alþingis í málinu.

En þáttur Samfylk­ingar­konunnar Albertínu Friðbjargar Elías­dóttur var ítrekað að mestu leyti til óþurftar og með svo ein­dregnum hætti, að ásetningur bjó þar augljóslega að baki, þegar hún talaði þar niður alla viðleitni til að hafna þessum Þriðja orkupakka -- en ekki þar með á grunni góðs rökstuðnings, því að þvert á móti voru rök hennar veikluleg í reynd. Kristall­aðist það svo greini­legast þegar hún að lokum síns máls komst svo að orði, að við eigum ekki að beita okkur gegn framsali fullveldis­réttinda með gagnrýni á orku­pakkanum sérstaklega. En þar er nú einmitt um þung­vægasta framsals­málið að ræða nú á seinni árum, og á þá ekki einmitt að fjalla um það af einurð og með harðri viðspyrnu gegn ásælni Evrópus­ambandsins?!

Ennfremur hélt hún því fram, að við værum ekki að framselja valdið til ACER, við værum  að framselja það til ESA (Eftir­lits­stofnunar EFTA), eins og við hefðum gert áður og í alvarlegra máli. Þvílík glám­skyggni! Ekki hefur hún þá kynnt sér vel greinar­skrif Bjarna rafmagns­verk­fræðings Jóns­sonar, né álits­gerðir hins sérfróða Peters Örebech, þar sem skýrt kemur fram, hvílík áhrif ACER mun fá hér í gegnum Lands­reglarann, sem ekki verður undir boðvaldi ríkis­stjórnar Íslands né Alþingis. Svo að vitnað sé í grein Bjarna verkfr. Jónssonar 11. þ.m., :

Í þriðja lið samantektar iðnaðarráðuneytisins á minnisblaði Ólafs Jóhannesar Einarssonar [lögfr.] frá apríl 2018 kemur fram stórvarasöm glámskyggni ráðuneytisins á eðli og vald­mörk ACER hér á landi. Verður þá fyrst að nefna það, að valda­.mesta embætti hérlendis á orku­mála­sviði eftir innleið­ingu "pakkans", verður embætti Landsreglara, og þetta embætti verður óháð íslenzkum yfir­völdum og fram­lengdur armur ACER á Íslandi, sem er undir stjórn fram­kvæmda­stjórnar ESB. [...] Sjá nánar þá grein Bjarna: Valdmörk ACER.

Að lokum er hér viðhengi með þeirri rýniskýrslu sem próf. Peter Örebech samdi um greinargerð Birgis Tjörva Péturssonar lögmanns:

Og HÉR er Kastljósþátturinn allur 13. nóv. 2018, undir þáttarstjórn Einars Þorsteinssonar fréttamanns:  http://www.ruv.is/spila/ruv/kastljos/20181113

Jón Valur Jensson.


mbl.is Vilja hafna þriðja orkupakka ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband