Benedict Neff: Međferđ Ţjóđverja á fólks­flutn­inga­sáttmálanum ber vitni um andlega leti

 

Hin lýđ­rćđis­lega umrćđa í Ţýska­landi virđ­ist ţessa dag­ana enn og aft­ur ein­kenni­lega ţving­uđ. Margir tals­menn fólks­flutn­inga­sátt­mála SŢ verja sátt­mál­ann međ klaufa­leg­um and-AfD viđbrögđum. Ţó eru veru­legir ágallar á sátt­mál­anum. 

Í Ţýskalandi er ekki langt síđan fólks­flutn­inga­sátt­máli SŢ kom fyrst til opin­berrar umrćđu. Ţađ var fyrst ţegar Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, vék sér undan stuđningi viđ sátt­mál­ann sem hávćr umrćđa blossađi upp í landinu. AfD krafđist ţess réttilega ađ hann yrđi rćddur í ţinginu. Ríkis­stjórn Ţýska­lands hafđi fram ađ ţví gert sér vonir um ađ samţykkja sáttmálann án ţess ađ rćtt vćri um hann – á ţeirri forsendu ađ enginn skynsamur mađur hefđi nokkuđ út á hann ađ setja. 

Umrćđan um fólks­flutn­inga­sátt­málann endurspeglar enn og aftur hina vitsmuna­legu leti sem ríkir á ţýska ţinginu. Margir ţingmenn telja sig nćgilega vel undirbúna fyrir slíkar rökrćđur međ ekkert nema and-AfD-áróđur ađ vopni. Ţeim skjátlast. 

Hinar klukku­stundar­löngu umrćđur um fólks­flutn­inga­sáttmálann opinberuđu röksemda­fátćkt andstćđ­inga AfD. Formađur flokks­ins, Alexander Gauland, tók samninginn og meint lagalegt gildi hans (ţ.e. ekki bindandi) í sundur, liđ fyrir liđ. Í lokin tók hann ţó of djúpt í árinni ţegar hann sagđi „vinstri draum­óra­menn og alţjóđasinnađa elítu vilja breyta ţjóđríkinu í landnámssvćđi.” Ţetta hljómar eins og samsćris­kenning. Engu ađ síđur voru flestir rćđumenn annarra flokka ófćrir um málefna­lega gagnrýni á AfD. Ţeir gerđu ţau grundvallar­mistök ađ taka málinu ekki nógu alvarlega. Ţeir töldu rök ekki nauđsynleg, ţar sem sjálfsagt vćri ađ leggja blessun sína yfir sáttmálann. Frank Steffel, ţingmađur CDU, sagđi ađ ţeir sem samţykktu sáttmál­ann ţjónuđu ţar međ hagsmunum Ţýskalands, en ţeir sem höfnuđu honum yllu landinu tjóni. Svo einfalt er ţađ. Claudia Moll, ţingmađur SPD, taldi ţetta allt meiriháttar klúđur: „Ég skammast mín ósegjan­lega fyrir ađ ţurfa ađ rćđa ţessa tillögu hér í ţinginu.”

Flestir rćđumenn létu sér nćgja ađ álykta ađ fyrst ţeir vćru ekki sammála AfD, ţá hefđu ţeir rétt fyrir sér, ţ.a.l. ţyrfti ekki ađ skođa máliđ frekar! Á mörgum öđrum sviđum stjórn­mál­anna í Ţýska­landi ríkir einnig ţver­pólitísk samstađa sem veldur ţví ađ mörg mál eru ekki rćdd af alvöru opinberlega. Evran er nauđsyn­leg, Evrópu­sambandiđ tryggir friđ, fólks­flutn­inga­sátt­mál­inn er mikil blessun – ţetta er allt á hreinu!

Í slíku andrúmslofti er stjórn­mála­mađur eins og Jens Spahn (CDU) einn af ţeim huguđu, jafnvel ţótt hann hafi ekki einu sinni gagn­rýnt sáttmálann. Hann benti einungis á skort á samskiptum, ađ ţađ liti allt út fyrir ađ ríkis­stjórnin hefđi eitthvađ ađ fela. Ţví ćtti ekki ađ samţykkja sátt­málann án ţess ađ útskýra hann fyrir ţjóđinni.

Í ţessu er tvennt áhugavert: Í fyrsta lagi eru ţeir sem vilja  rćđa kosti og galla alţjóđlegs sáttmála – sem er ekki óeđlilegt í lýđ­rćđ­is­ríki – settir í dilk međ AfD og útilokađir. Dóms­mála­ráđ­herrann Katarina Barley sagđi ađ ţeir sem ekki vildu samţykkja sátt­málann vćru ţar međ ađ skipa sér í flokk međ AfD, Trump, Orban og Kurz. 

Í öđru lagi er orđaval Spahns dćmigert fyrir ţýska stjórn­mála­menn: Hann vill útskýra máliđ fyrir ţjóđ­inni. Hann er í raun ađ segja: „Viđ skulum rćđa örlítiđ saman og ţá verđa allir sáttir.” Ţessi hugsunar­háttur, ađ stjórn­mál ţurfi ađeins ađ útskýra betur og leyfa ţjóđinni ađ koma međ, hefur veriđ ríkjandi í allri umrćđu um flótta­manna­vandann. Ef ágreiningur milli stórs hluta ţjóđar­innar og stjórn­mála­elítunnar kemur upp, hefur hin síđar­nefnda trú á ţví ađ ástćđan sé einungis sú ađ stefnan hafi ekki veriđ kynnt nćgilega vel fyrir ţjóđinni. Ekki krefst mikillar dirfsku ađ álykta ađ kjósendur gćtu einfald­lega haft annađ, velígrundađ álit, en ţađ kemur ekki til greina. Ţar af leiđandi virđist hin opinbera umrćđa einkennilega ţvinguđ. 

Međal margra forystumanna í stjórnmálum fer saman yfirvalds­hugsanaháttur og félagsráđgjafa­viđhorf. Kjörorđiđ er: stjórnađ og útskýrt. Afskipti Spahns af sáttmál­anum var, ţegar öllu er á botninn hvolft, bara afbrigđi af ţessu, ţví ađ ekki ţorđi hann ađ gagnrýna innihald sáttmálans ađ neinu ráđi.

Ţó felur fólks­flutn­inga­sáttmálinn í sér ýmsa ţćtti sem vert vćri ađ gefa meiri gaum, ekki síst frá sjónar­hóli Ţjóđverja. Sáttmál­inn á rćtur sínar ađ rekja til flótta­manna­kreppunnar. Engu ađ síđur er augljóst ađ mörg ţeirra viđfangs­efna, sem hafa veriđ áberandi í Evrópu á síđustu árum, endur­speglast ekki í skjalinu. Í Evrópu hefur t.a.m. veriđ rćtt um hryđjuverk, hliđar­samfélög, erfiđa ađlögun múslima, sem sumir efast um hinn frjáls­lynda anda vestrćnna samfélaga. Sé fólks­flutn­inga­sáttmál­inn lesinn, mćtti halda ađ öll ţessi vandamál vćru ekki til. Samkvćmt honum eru fólks­flutn­ingar „uppspretta hagsćldar, nýsköpunar og sjálf­bćrrar ţróunar”. 

Í sáttmálanum er lögđ áhersla á ţađ sem inn­flytj­enda­löndin ţurfa ađ gera til ađ fólks­flutn­ingar verđi öruggari og ţćgilegri. Mörg góđ atriđi má ţó einnig nefna, svo sem mikilvćgi ţess ađ berjast gegn smygli og mansali, auđvelda útgáfu vegabréfa og viđurkenningu starfsvottorđa. Ţađ, sem vantar algerlega, er ađ gera ráđ fyrir ţeirri grundvallar­hugmynd ađ innflytjendur ţurfi sjálfir ađ leggja sig fram um ađ ađlagast nýju samfélagi. 

Margir ţćttir samningsins eru óljósir. Lesturinn minnir dálítiđ á ađ lesa Biblíuna, allir finna atriđi sem ţeim ţóknast og önnur sem ţeim líkar síđur. Í stórum dráttum hljómar fólks­flutn­inga­sátt­málinn eins og hvatning til fjölmenn­ingarlegs samfélags: Ríki ćttu fyrst og fremst ađ laga sig ađ innflytjendum og ţörfum ţeirra, en ekki öfugt. Ţótt í sátt­mál­anum sé fórnar­lambs­vćđingu innflytj­enda mótmćlt, lýsir hann ţeim óbeint sífellt sem fórnarlömbum sem er mismunađ. 

Ţessi tilhneiging er sérlega áberandi í kaflanum um fjölmiđla. Stuđningsmenn sátt­mál­ans ćttu ađ stuđla ađ umrćđu, „sem leiđir til raunhćfari, mannúđ­legri og uppbyggi­legri upplifunar á fólks­flutn­ingum og inn­flytj­endum”. Fjölmiđlamenn skulu sýna nćr­gćtni í umfjöllun um „málefni innflytj­enda”. Ţetta hljómar eins og uppörvun til ađ bjóđa innflytjendur velkomna. En ţađ er ekki hlutverk ríkja. Ţetta atriđi hefur ţó hingađ til ekki hlotiđ neina gagnrýni. Ţýskir fjölmiđla­menn eru enda mjög nćrgćtnir ţegar kemur ađ fjölmiđlafrelsi. 

Ţađ eru sem sagt góđar og gildar ástćđur til ađ líta fólks­flutn­inga­sáttmálann gagnrýnum augum, sérstaklega í ljósi ţess ađ hann kemur fram sem svo grunsamlega án skuldbindingar. Reyndar er sáttmálinn saman­safn skuld­bindinga á 34 blađsíđum, en í upphafi hans er hćttuástandi aflýst: ţetta snúist einungis um “samstarfs­samning sem er ekki lagalega bindandi”. Ţeir sem samţykkja sáttmálann haldi rétti sínum til ađ ákvarđa eigin innflytj­enda­stefnu. Ţví er ekki úr vegi ađ spyrja sig, hver vegna í ósköpunum er ástćđa til samţykkja sáttmálann? 

Stuđningsmenn hans tala um ađ ţađ verđi tímamóta­áfangi ţegar sátt­málinn verđi formlega undir­ritađur í Marrakesh í desember. Andstćđ­ingar sáttmál­ans óttast ađ hann komi af stađ nýrri bylgju fólks­flutninga. Sennilega er hvorugt nćrri sanni. 

En ţađ er engin skömm ađ ţví, sama hvađa afstöđu ríki taka til fólks­flutn­inga­sáttmálans. Sá hins vegar, sem kemur í veg fyrir ađ efni og áhrif sáttmálans séu rćdd opinberlega, skađar lýđrćđiđ

Ţessi grein, Međferđ Ţjóđverja á fólks­flutn­inga­sáttmálanum ber vitni um andlega leti, var ţýdd af íslenzkri konu, sem vill ekki láta nafns síns getiđ, en leyfir góđfúslega birtingu pistilsins, en henni hefur blöskrađ ţöggunin sem hefur ríkt á Íslandi um ţetta mál, međal bćđi fjölmiđla- og stjórnmálamanna, á sama tíma og máliđ nćr hins vegar ađ komast í forsíđufregnir erlendis! --Ađ endingu eru hér fjölmargir tenglar, sem hún lét fylgja sendingunni (smelliđ á tenglana!). --JVJ.

----------------------------------------

Netanyahu: Israel won’t sign global migration pact, must protect its borders <https://www.timesofisrael.com/israel-wont-sign-global-migration-pact-netanyahu-announces/>

Australia refuses to sign UN migration pact, citing risks to turnbacks and detention <https://www.theguardian.com/australia-news/2018/nov/21/australia-refuses-to-sign-un-migration-pact-citing-risks-to-turnbacks-and-detention>

Bulgaria becomes latest EU state to shun U.N. migration pact <https://uk.reuters.com/article/uk-un-migrants-bulgaria/bulgaria-becomes-latest-eu-state-to-shun-u-n-migration-pact-idUKKCN1NH1D5>

Czechs join other EU states rejecting U.N. migration pact <https://uk.reuters.com/article/uk-migrants-czech/czechs-join-other-eu-states-rejecting-u-n-migration-pact-idUKKCN1NJ0MQ>

Poland should quit U.N. migration pact, minister says <https://uk.reuters.com/article/uk-europe-migrants-poland/poland-should-quit-u-n-migration-pact-minister-says-idUKKCN1MJ1K4>

Austria to shun global migration pact <https://uk.reuters.com/article/uk-un-migrants-austria/austria-to-shun-global-migration-pact-fearing-creep-in-human-rights-idUKKCN1N50JG>

Polen und Israel sagen Nein zum UN-Migrationspakt <https://www.tagesspiegel.de/politik/asylpolitik-polen-und-israel-sagen-nein-zum-un-migrationspakt/23659408.html>

Israel und Polen lehnen Migrationspakt ab <https://www.zeit.de/politik/ausland/2018-11/un-migrationspakt-polen-eu-keine-zustimmung-debatte-fluechtlinge>

EU-lande undsiger FN’s nye migrationspagt: ”Der mĺ ikke skabes en menneskeret til migration” <https://www.kristeligt-dagblad.dk/udland/eu-lande-flygter-fra-fns-migrationspagt>

Debatten om FNs migrationspagt raser stadig – nu kommer FNs flygtningepagt <https://www.berlingske.dk/internationalt/debatten-om-fns-migrationspagt-raser-stadig-nu-kommer-fns>

Parlament soll über Zustimmung zum Uno-Migrationspakt entscheiden <https://www.nzz.ch/schweiz/parlament-soll-ueber-zustimmung-zum-uno-migrationspakt-entscheiden-ld.1429711>

Die Schweiz stimmt dem Uno-Migrationspakt vorläufig nicht zu <https://www.nzz.ch/schweiz/migrationspakt-der-bundesrat-wartet-auf-das-parlament-ld.1438364>

Dispute Over Migration Sends Estonian Government Into Crisis <https://www.bloomberg.com/news/articles/2018-11-16/dispute-over-migration-sends-estonian-government-into-crisis>


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Merkileg sú ţöggun sem á sér stađ hér og erlendis, sem segir okkur ađ eitthvađ gruggugt liggur undir. Ef samningurinn breytir engu fyrir ţćr ţjóđir sem samţykkja téđan samning, ţjóđir geti haft sína hentisemi međ hvernig tekiđ er á flóttamönnum, til hvers er ţá ţessi samningur???

Bulliđ sem kemur frá SŢ og öđrum alţjóđastofnunum er eins og argasti skáldskapur og íslensk stjórnvöld gleypa viđ hverri vitleysunni á fćtur öđrum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 4.12.2018 kl. 12:48

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband