Til hamingju, ţjóđ, međ 100 ára fullveldi!

Í verulegum kulda, eins og 1918, var haldiđ upp á full­veldis­afmćliđ viđ Stjórn­ar­ráđs­húsiđ og víđar í dag. Fyrsti stóri at­burđ­uinn ţar var full­veld­is­söngur Fóst­brćđra í anddyri Hörpu í hádeginu í dag, margt ţjóđ­legt sungiđ og hríf­andi, en líka Kong Christian stod ved höj en mast í ţýđingu Matth.Joch., endađ svo glćsilega á mikil­feng­legum ţjóđ­söngnum, sem eins og allir vita er einnig saminn viđ texta Matthíasar. Margrét II Danadrottning mun hafa veriđ ţar viđstödd.

Ţađ átti eftir ađ kólna verulega á henni, ţegar kom ađ stćrsta dagskrárliđ dagsins, viđ Stjórnar­ráđs­húsiđ kl.13 (en ţar fór einmitt fullveldisyfirlýsingin fram mjög hátíđlega 1918). Ţar var mjög fagur, ţjóđlegur söngur blandađs kórs, í miklum norđan-stinningskalda utan af sundum. Ríkis­stjórnin sat ţar undir vestur­veggnum og margir höfuđfats­lausir -- Margrét II hvorki međ húfu né kórónu á höfđi, en í ţykkum pels. Allmargir, sennilega yfir 1000, hlýddu ţar á dagskrána.

Fyrsti rćđumađur var Katrín Jakobsdóttir forsćtisráđherra og talađi húfulaus alllangt mál og nokkuđ snjallt. Hefđi hún betur veriđ búin ađ ţiggja verđ­skuldađa rússneska vetrarhúfu, en meiniđ var, ađ ţađ átti hún ekki inni hjá ţeim, ţví ađ hún og allir ráđ­herrarnir standa međ hinu afleita og fráleita viđskipta­banni á Rússland, bćndum okkar og sjómönnum til stórskađa og rússn­eskri alţýđu sömuleiđis. Á sama tíma ylja tugmilljónir Ţjóđverja sér viđ ylinn af rússnesku gasi!

Á eftir Katrínu talađi Jelena nokkur frá Slóveníu eđa Slóvakíu, nýbúi sem veriđ hefur hér í tvö og hálft ár, en fór ţó langt međ ađ tala á lýtalausri íslenzku og samt ekki stutt mál. Var mikiđ klappađ fyrir rćđu hennar, enda klóklega og fallega saman sett í öllum međmćlum hennar međ nýbúum landsins.

Öllu verr fór međ tvö ungmenni, sem eru í Sameinuđu ţjóđa-félagsskap og orđlengdu mjög, í um hálfri rćđu sinni, um ađ okkur Íslendingum vćri alger nauđsyn ađ samţykkja allar mögulegar ráđstafanir vegna loftslagsáhrifa -- m.ö.o. vegna tilgátunnar um manngerđa hlýnun jarđar. Hljómađi ţađ á parti sem svartsýnasta dómsdagspredikun frá 17. öld. Fengu ţau drćmastar undirtektir áheyrenda.

Heimssýn, félag sjálfstćđissinna, verđur međ sína fullveldishátíđ í húsakynnum Heimssýnar, Ármúla 4-6, kl. 20 til 22 í kvöld, en ţar flytur hátíđarrćđu sá skemmtilegi mađur Bjarni Harđarson bóksali, fv. alţm.; bođiđ upp á tónlist og léttar veitingar, allir velkomnir.
 
Einhverjar sýningar eru í gangi í tilefni dagsins, m.a. á skjölum og myndefni frá 1918 í skála Alţingis, en allt Alţingishúsiđ var opiđ almenningi til sýnis í dag, og sóttu húsiđ langar biđrađir fólks. Undirritađur var ţeirra á međal, og  var ţarna margt áhugavert og fallegt ađ sjá, en starfsmenn Alţingis leiđbeindu fólki og upplýstu um ýmislegt, og sennilega um fjórđungur ţingmanna var ţar ennfremur, ekki sízt í ţingflokka-herbergunum og í fundarsal Alţingis, og margir sem tóku ţá tali.
 
Ţá var ennfremur sýning í Listasafni Íslands, sem og á íslenzkum ţjóđbúningum í Ađalstrćti fyrir hádegi, ađ öđru ónefndu.
 
Strengjum ţess nú öll heit ađ gera allt hvađ viđ getum til ađ Ísland verđi áfram fullvalda og sjálfstćtt ţjóđríki nćstu 100 árin!
 

Jón Valur Jensson.


mbl.is Fullveldi í tölum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband