Tæp­lega 60% Íslend­inga and­víg inn­flutn­ingi ESB-hrámetis, aðeins rúml. 25% fylgjandi!

Ætla ESB-þjónarnir að ná þessu?

Þetta varðar hrá­ egg, hrátt ófrosið kjöt og óger­il­sneyddar mjólk­ur­vör­ur. "Rúm­lega helm­ing­ur Íslend­inga er hlynnt­ur því að málið verði sett í þjóðar­at­kvæðagreiðslu, verði frum­varp þessa efn­is samþykkt á Alþingi" (Mbl.is segir þarna frá Gallup-könnun). 15,2% segj­ast hvorki hlynnt né and­víg inn­flutn­ingn­um.

Það stóð aldrei til, þegar EES-samn­ingurinn var samþykktur 1993, að landbúnaðar- og sjávar­útvegsmál féllu undir hann. En nú er Brussel-valdið komið á fullt í allt annarri stefnu gagnvart okkur og fylgir því eftir með þvílíkri áreitni, að kalla má áþján fyrir Alþingi og þjóðina.

Hinn ágæti Hörður Kristjánsson, ritstjóri Bændablaðsins, ritaði þar ritstjórnargrein, Að standa í lappirnar, 15. þ.m. og sagði m.a.:

Það hefur verið stöðugur næðingur um íslenskan landbúnað um árabil og ekki síst af mannavöldum. Nú stendur yfir enn ein atlagan sem snýst um að afnema lagalegan rétt Íslendinga til að halda uppi vörnum gegn innflutningi búfjársjúkdóma og ofursýkla. Allt á þetta svo rætur í aðild Íslands að við­skipta­samningi EES.
 
Því hefur verið haldið fram fullum fetum síðan mjög umdeildur EES-samn­ingur var samþykktur á Alþingi 12. janúar 1993 og tók gildi 1. janúar 1994, að þar væri um hreinræktaðan viðskiptasamning að ræða. Hann snerist nær eingöngu um gagnkvæmt tollfrelsi milli aðildarríkja samningsins. Í samnings­aðildinni fælist ekkert valdaframsal. Enn reyna menn svo að halda því fram að afnám íslenskra laga og reglugerða að kröfu Evrópu­sambandsins sem ætlað er að koma í veg fyrir innflutning búfjár­sjúkdóma sé ekki framsal á völdum Alþingis til að setja slík lög. – Hvað er það þá? 
 

Og fyrir rúmum mánuði ritaði Hörður í Bændablaðið:

Hér hefur hver reglugerðin af annarri frá ESB verið stimpluð góð og gild og oftast athuga­semda­laust. Virðist þá gilda einu hvort slík reglugerðar­innleiðing eigi yfir höfuð nokkurn skapaðan hlut við íslenskan veruleika. Svo yppta menn bara öxlum ef einhverjum dettur sá dónaskapur í hug að gagnrýna flumbru­ganginn.

Til að réttlæta ófögn­uðinn er gjarnan settur fram sá frasi að þetta sé allt gert í þágu íslenskra neytenda. Þannig er málatilbúnaðurinn t.d. í kringum innleiðingu á inn­flutn­ingi ferskra land­búnaðar­afurða. Ferskt skal það vera og alveg tryggt að ekki sé þá heldur hróflað við glænýjum og ferskum evrópskum lyfja­ónæmum ofurbakt­eríum. Það eru sem sé sérstakir hagsmunir íslenskra neytenda að þeir fái að sitja við sama borð og þeir evrópsku þegar kemur að úthlutun sýkinga sem lækna­vísindin hafa ekki lengur nein  úrræði til að ráða við. Við skulum fyrir alla muni ekki trufla slíkt ferli ...

En íslenzkir neytendur hafna því einmitt, að þetta sé gert í þágu þeirra. Svo mikið er ljóst af hinni nýju skoðanakönnun.

Gallup ætti að kanna hug manna til þriðja orkupakkans! En það er enginn áhugi á áframhaldandi ágangi Evrópusambandsins með lymskulegar og uppáþrengjandi lagagerðir sínar og tilætlanir til okkar Íslendinga að lúta þeirra forystu og fyrirskipunum, m.a. um okkar rafmagnsmál, þar sem afleiðingin yrði vís með að leiða til niðurbrots vissra atvinnugreina, m.a. í landbúnaði, sér í lagi hjá garðyrkjubændum.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Andvíg innflutningi á hráum matvælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það verður að hindra að þeir sem ekki eiga fyrir flugfari til Kanarí fái hvorki útlent kjöt né osta.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.4.2019 kl. 16:01

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð grein Jón Valur.Ég fór að hugsa í gærkveldi hvort einhverjir söluglaðir íslendingar myndu vilja reyna að endurselja Rússatimbur frá Íslandi til Kanada þar sem nóg er af timbri. Kannski finnast svoleiðis menn svipaðir þeim sem flytja inn vatnið.

Væri það ekki hámark heimskunnar talandi ekki um smithættu af hráum matvörum. 

Sameiniðuþjóðirnar hafa lagt það til að þjóðir heims versli með vörur sér næst. Ég hélt að það væri bara heilbrigð skynsemi. 

Valdimar Samúelsson, 3.4.2019 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband