STÓRMÁL: Fólksflutningasáttmáli SÞ, sem við ættum að hafna eða a.m.k. fresta staðfest­ingu á eins og Sviss gerir, en hér er ÞÖGGUN í gangi um málið!

Aðsend grein ísl. konu

Í fylgibréfi ritar hún til JVJ og Hall­dórs Jónss. verkfr.: "Á þessum síðustu og verstu tím­um, þegar íslenskir fjölmiðlar hafa enn einu sinni brugðist þjóð­inni, eigið þið (og Jón Magnússon – víðar hef ég ekki orðið umfjöll­unar um nýjasta sáttmála SÞ vör í riti) bestu þakkir skildar fyrir að halda uppi lýðræðis­legri umræðu. Ég hef nýlega rætt við nokkra íslenska fjölmiðla­menn um þetta efni en engum þeirra hefur hingað til þótt ástæða til að segja frá þessu stórmáli, sem hefur verið á forsíðum allra virtustu fjölmiðla í Evrópu á undanförnum vikum.

Ég leyfi mér að senda ykkur hér lauslega þýðingu úr tveimur ágætum greinum um sáttmálann sem birtust í vikunni í svissn­eskum fjölmiðlum, ef eitthvað af þessu gæti komið að gagni í baráttunni við skrifræðið." (Og hér birtum við á Fullveldis­vaktinni fyrri greinina, en hina sennilega um kl. 23.00 þennan sama 3. des­ember. Bæta má því við, að þeim mun alvarlegri er þessi skipulagða þöggun, sem nú er aðeins vikutími þangað til meintri staðfestingu er ætlað að fara fram í Marokkó 10. þ.m.! --Aths. JVJ.)

 

Brot úr viðtali við Philipp Burkhardt, þingfréttastjóra hjá Svissneska ríkisútvarpinu,

 

"Af hverju er þetta viðkvæmt mál í Sviss, þegar sáttmálinn er ekki lagalega bindandi?

Flóttamannasáttmálinn tilheyrir í reynd s.k. „mjúkum lögum“ (e. soft law). Það er hugtak úr alþjóða­lögum. Margar tillögur, ályktanir og yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna tilheyra þessum mjúku lögum. Þau eru ekki bindandi. Þó eru þau ekki án áhrifa. Búist er við því að ríkin fylgi samkomulaginu. Til dæmis er orða­sambandið „við skuldbindum okkur” notað aftur og aftur í sáttmála SÞ [54 sinnum]. Einnig er fylgst með efndum. SÞ ætlar að setja á fót “International Migration Review Forum”, eins og fram kemur í sáttmálanum. Frá og með 2022 mun fara fram eftirlit á fjögurra ára fresti, þ.e. hvort aðildarríkin séu í raun og veru að fylgja sáttmálanum. 

Þurfa aðildarríkin að óttast refsiaðgerðir ef þau framfylgja ekki sáttmálanum?

Þar sem þetta eru mjúk lög, þá eru bein viðurlög eða sektir ekki leyfðar. En þar er ekki öll sagan sögð, ríki sem brjóta gegn sátt­málanum verða fordæmd opinberlega (name and shame). Það verður búinn til svartur listi, sem mun hafa áhrif. Reynslan hefur einnig sýnt að „mjúk lög” þróast í gegnum árin í áttina að venju­legum lögum, sem eru algerlega bindandi í eðli sínu. Þannig að fólks­flutninga­sáttmáli SÞ er ekki bara ómerkilegur, áhrifa­snauð­ur pappír. 

Hver eru umdeildustu atriðin í samningnum?

Fólksflutningasáttmálinn er mjög yfirgrips­mikið skjal. Þar eru talin upp 23 markmið ásamt fjölda aðgerðar­áætlana. Þetta felur í sér mikið svigrúm til mismunandi túlkana. Ríkisstjórn Sviss viður­kennir að ein grein stangist á við svissnesk lög: Gæsluvarðhald fyrir 15 ára og eldri, þegar beðið er eftir brott­vísun, sem er löglegt í Sviss. Ríkisstjórnin vill halda þessari reglu og gera sérstaka yfir­lýsingu þess efnis. 

Á þinginu eru þó fjölmargar greinar aðrar sem menn telja geta valdið ágreiningi. Þar er einnig deilt um áhrif sáttmálans í heild sinni. Sáttmálinn felur í sér eftirfarandi viljayfirlýsingu: “Við viljum stuðla að öruggum, skipulegum og reglu­bundnum fólks­flutn­ingum.” Þeir sem ekki telja það jákvætt eru að sjálfsögðu mótfallnir sáttmálanum."

 

Eftirmáli JVJ:

Sú vökula, íslenzka kona, sem sendi okkur þennan texta, vill að þessi "illræmdi sáttmáli komist til umræðu á Íslandi. Það væri auðvitað svekkjandi ef meirihluti þjóðarinnar reyndist hlynntur aðild að honum en mér þykir þögnin um þetta mál hálfu verri. Það er algerlega ótækt að stjórnvöld taki á sig viðlíka skuldbindingu án þess að kjósendur fái veður af því."

Þá segir hún:

"Úr því sem komið er, væri best að fara að fordæmi Svisslendinga, þ.e. að fresta undirskrift, hætta við ferðina til Marokkó og gefa sér nægan tíma til að ræða þetta mál frá öllum sjónarhornum, bæði í fjölmiðlum og á Alþingi. Þá er ekki ólíklegt að Svisslendingar fái að kjósa um aðild að sáttmálanum en maður leyfir sér vart að láta sig dreyma um svoleiðis munað."

Framhald af skrifum hennar um fólksflutningamálið, með mjög fróðlegum upplýsingum um ástand þess máls í þýzka sambands­þinginu, birtist hér um eða upp úr kl. 23 í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Mér sýnist að með þessum sáttmála sé verið að undirbúa blöndun þjóða, þannig að eftir því sem mismunandi menningarheimar koma saman verður því meiri ringulreið. Þar sem mikil ringulreið er til staðar verður erfitt að koma á starfhæfum stjórnvöldum. Þegar þannig er í pottinn búið koma SÞ og þeirra lið, eins og George Soros, Rothchild o.fl. með sitt lið og tekur stjórnina, þeir munu ætla að "bjarga" málum, en eru í raun að leggja heiminn undir sig.

Það er það sem þetta allt snýst um.

Loftslagsmálin, engin landamæri og ég tala nú ekki um hin svívirðilegu MORÐ Á ÓFÆDDUM BÖRNUM. Allt er þetta hluti af sama pakkanum.

Þeir, SÞ og co. ætla að fækka mannkyninu verulega, MJÖG VERULEGA. Það er stóra málið sem ekki má tala um, aðeins þeir sem efstir eru í píramídanum vita þetta.

Tómas Ibsen Halldórsson, 3.12.2018 kl. 16:33

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

 Mér er tjáð, að Jón Magnússon hrl. hafi verið með fyrirspurn um þetta mál til utanríkisráðherra á fundi í Valhöll sl. miðvikudag og að þar hafi Guðlaugur Þór Þórðarson ekkert upplýst um afstöðu sína!

Það er sannarlega ills viti og dregur sízt úr nauðsyn þess, að þjóðhollir Íslendingar berjist í þessu máli, m.a. með þrýstingi á þingmenn sína, til dæmis í tölvubréfum eða með öðrum hætti.

Valdimar Jóhannesson var með mjög upplýsandi grein um málið á miðnætti sl., og fær hún afar mikinn stuðning í "lækum" lesenda, og allir taka undir hans málflutning, en engir treystast til að mæla móti honum! Hér er grein hans (smellið!):  

Vill þjóðin galopin landamæri?

Þá átti Jón Magnússon hrl. mjög góða grein um málið 28. nóv.:

Ætlar ríkisstjórnin að galopna landamærin?

Þetta er hið stórpólitíska mál málanna í þessum mánuði, og fresturinn til að beita þrýstingi okkar rennur sennilega út 10. desember!

Allir sem einn að styðja Ísland og framtíðarkynslóðir okkar með því að tjá sig sem víðast um þetta mál !

Jón Valur Jensson, 3.12.2018 kl. 16:34

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Á bloggi Jónasar Gunnlaugssonar er vefslóð á mjög svo fróðlegt myndband þar sem fjallað er um upphaf Rothchild og framvindu þeirra til dagsins í dag. Þetta ættu allir að sjá og hlusta á.

Vefslóðin er hér fyrir neðan:

https://www.youtube.com/watch?v=R1s0VEk9vgw

Tómas Ibsen Halldórsson, 3.12.2018 kl. 16:37

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér er grein undirritaðs, nú síðdegis, um annað stórt ESB/EES-mál, Þriðja orkupakkann:

ÞKG getur ekki haldið aftur af sér að vinna í þágu Evrópusambandsins á sjálfu Alþingi Íslendinga!

Jón Valur Jensson, 3.12.2018 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband