Sameinast verður gegn þriðja orkupakkanum sem brýtur gegn stjórnarskránni

Frábært var hjá Ögmundi Jón­assyni og samherjum hans þennan laugardag að funda í Safna­húsinu gegn orku­pakk­anum (sjá frétt). Ekki er lang­sótt hjá honum að tala um, að hér séu ýmsir syngj­andi vöggu­vísur, til þess ætlaðar "að svæfa fólk þar til allt er um garð gengið." Þetta eru vögguvísur eins og sú skreytni Guðlaugs Þórs, að eitt símtal hans og eins kommissara í Brussel dugi til að veita Íslandi undanþágu frá orkupakkanum. Það sanna er, að til þess þyrfti samþykki hins volduga ráðherra­ráðs ESB í Brussel, ESB-þingsins fjölmenna í Strassborg og Brussel og framkvæmda­stjórnar ESB (með kommiss­örunum 28!). Eins fara fleiri Sjálfstæð­isflokks-málpípur með blekkjandi vöggu­vísur um þetta mál, ekki sízt Þórdís Kolbrún iðnaðar­ráðherra, varaformaður flokksins!
 
Verði 3.orkupakkinn stjórnar­skrár-andstæði og þjóðhagslega skaðvænlegi samþykktur af landráða­mönnum á Alþingi, liggur beint við að spyrja, hvort það sé ekki herútboð til þjóðarinnar að hefja markvissa baráttu fyrir nýjum kosningum og uppsögn EES-samningsins.
 
Svik ráðherra Sjálfstæðis­flokksins við landsfund sinn eru greypileg, en unnt að bæta og refsa fyrir þau með því að svipta þá embættum sínum og titlum í flokknum. Formaður flokksins sveik líka landsfund og þjóðina í Icesave-málinu. Það er komið meira en nóg af svo illu.
 
Jón Valur Jensson.

mbl.is Hafnar þriðja orkupakkanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband