Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
29.8.2012 | 23:17
Herför Evrópusambandsins á norðurslóðir : Ekki er hún betri músin sem læðist en hin sem stökkur
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 30.8.2012 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2012 | 19:20
Danskir ráðamenn "styðja" ekki ESB-umsókn Jóhönnustjórnar nema í síngjörnum tilgangi
Í 18- og 18.30-fréttum Rúv og Stöðvar 2 er tíundað, að Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, hafi lýst yfir stuðningi við Evrópusambands-umsókn "Íslands" (eitt er víst, að þetta er ekki umsókn þjóðarinnar!).
Rangt er að útleggja þetta sem stuðning við Íslendinga. Það hefur komið fram hjá öðrum norrænum pólitíkusum, að þeir sjá "aðild" Íslands sem tækifæri fyrir þá sjálfa til að fá örlítið meira atkvæðavægi sem hópur á löggjafar- og ákvörðunar-samkundum Evrópusambandsins, en jafnvel hin "stóra" Svíþjóð er farin að óttast áhrifaleysi sitt í þessu stórveldi, með 2,9% atkvæðavægi nú, en verður ekki nema 1,85% frá 1. nóv. 2014 og fer jafnvel minnkandi.
Þá er þess að geta, að Danir eru mikil fiskveiðiþjóð og myndu vitaskuld nýta sér hinn jafna aðgang sem ESB-þjóðir hafa að fiskimiðum annarra ESB-þjóða.
Skálaræður segja oft í skásta falli fegraða hlið sannleikans.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Situr veislu með Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2012 | 22:50
Plan B, C, D og E í stað hins afleita plans A!
- Ef plan A felst í aðild að ESB þá hlýtur plan B að felast í því að ganga ekki inn í brennandi hús evrunnar og Evrópusambandsins. Þá er hægt að hrinda plani C í framkvæmd. Gera róttæka uppstokkun í ríkisrekstri og ná jafnvægi í fjármálum, tryggja jafnræði í lífeyrisréttindum, hefja litla atvinnurekandann aftur til vegs og virðingar, sækja fram með nýtingu orkuauðlinda og afnema gjaldeyrishöft í áföngum þar sem fyrsti áfangi er sá að heimila lífeyrissjóðum að fjárfesta í öðrum löndum. Samhliða verður að hlúa að vaxtarbroddum s.s. ferðaþjónustu og tæknifyrirtækjum ekki síst með því að tryggja þeim stöðugleika í skattareglum en hræra ekki stöðugt í lögum og reglum í þeim tilgangi að herða skatta- og eftirlitskrumlu ríkisins.
Þannig ritar Óli Björn Kárason í mjög athyglisverðri grein í Mbl. í dag: Plan B, C, D og E. Síðar í þeirri vel rökstuddu grein segir hann m.a.:
- "Þegar menn telja sig hafa fundið stórasannleika lausnina á öllum vanda verða þeir blindir á allt umhverfi sitt. Plan A aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru er stórisannleikur Samfylkingarinnar sem hefur blindað forystu flokksins á þá ótrúlegu möguleika sem Íslendingar eiga. Verst er þó að í blindni sinni hafa samfylkingarmenn ekki sinnt mörgu öðru en sérstöku gæluverkefni forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá. Af hverju ættu þeir að ómaka sig þegar lausnin er fundin?
- Í sjálfu sér er ekkert við því að segja að stjórnmálaflokkur leggi allt sitt traust á aðild að ESB. Vandinn er hins vegar sá að kostnaðinn greiða allir landsmenn í formi verri lífskjara. Allt er látið sitja á hakanum og reka á reiðanum. Plan A hefur reynst Íslendingum dýrkeypt."
Menn ættu að kynna sér tillögur Óla Björns, "plan B, C, D og E", en sú er lokatilaga hans að "koma fríverslun í norðurhöfum á fót. Við getum kallað það plan E," segir hann og vísar þar til fyrri tillagna sinna frá 2010 um að "taka upp viðræður við stjórnvöld í Noregi, Kanada, Bandaríkjunum, Færeyjum og Grænlandi um viðskipta- og öryggishagsmuni landanna vegna Norður-Íshafsins og gerð fríverslunarsamnings landanna." -- jvj.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.8.2012 | 17:01
Bíðum eftir Godot
Stærsta blekking Íslandssögunnar eru lygar ríkisstjórnarinnar og ESB áróðursmanna um að til sé einhver pakki með einhverju óútskýranlegu innihaldi, sem bjarga muni íslensku þjóðinni frá vandamálum sínum og væntanlega heimsins í leiðinni.
Hvað er í pakkanum?
Í þau þrjú ár sem þessari þvælu hefur verið haldið að landsmönnum hefur ríkisstjórninni ekki tekist að gefa neinar skýringar á hvaða pakka hún er að tala um, hvaðan hann kemur og hvernig hann er, né heldur gefa neinar skýringar á innihaldi pakkans, hvað það sé, hvernig það líti út né hvað það þýði. Krafist er, að þjóðin sýni þolinmæði og bíði eftir því sem ekki er hægt að lýsa og koma átti úr pakkanum árið 2010, 2011 og síðast 2012 og enn sést ekki frekar til en allra starfanna, sem Jóhanna Sigurðardóttir hefur lofað eftir næstu helgi undanfarin ár. Er ástandið farið að minna illþyrmilega á senu úr Beðið eftir Godot og enginn veit né skilur um hvað er verið að ræða né hvenær það kemur. Einfaldlega vegna þess, að það finnst enginn pakki og þaðan af síður nokkurt innihald.
Fyrst aðlögun og síðan kosningar um þegar orðinn hlut
Ríkisstjórnin lýgur því blákalt að fólki, að um eitthvað annað sé að ræða heldur en kröfur Lissabonsáttmálans, sem Ísland þarf að aðlagast og er í fullum gangi að framkvæma með samanburði á stjórnarskrá/lögum Íslands við Lissabonsáttmálann/lög ESB. Málefnakaflar eru opnaðir og samanburður gerður. Við mismun er gerð áætlun um aðlögun og kaflanum lokað í bili. Þegar Samfylkingin og VinstriGrænir verða búin að aðlaga stjórn lýðveldisins að kröfum ESB og allt er klappað og klárt fyrir ræðuhöld við fullveldisafsal yfir sjávarlögsögu, auðlindum, orku, peningamálum, samningsrétti við önnur ríki o.s.frv., þá fyrst má fólk fá að segja sitt og kjósa um þegar orðinn hlut. Lygaáróðurinn hjá ESB-sinnum er eins og hjá sértrúarsöfnuði, sem á von á, að frelsarinn stígi til jarðar og lyfti upp Íslandi í eilífðarhásætið með hinum útvöldu hjá ESB og þá má lýðurinn syngja hallelúja af öllum krafti.
Utanríkisráðherra með rennilás
En í samanburði við veruleikann, sem margir hinna útvöldu búa við í dag, framkallar áróðurinn bara ógleði. Mest í Grikklandi, þar sem nazisminn grasserar á ný og enginn veit, hvaða myrkraverk gerir í nánustu framtíð. Ríkisstjórn Íslands hefur enga aðra stefnu en éta upp það, sem jónerarnir í Brussel segja henni og svo kemur utanríkisráðherrann með rennilásinn, sem á að renna fyrir evrukreppuna og breyta skulda- og stjórnmálakreppu ESB í himnaríki. "Það er bara að renna upp rennilásnum eins og við Íslendingar gerum", segir þessi embættismaður, sem búinn er að selja föðurlandið fyrir hægindastól í Brussel. Enginn rennilás í heimi getur stöðvað það hrun, sem ríki ESB standa fyrir og Össur Skarphéðinsson sjálfur er fastur í með fáeinar evrur í vasanum.
Ekki minnimálaráðherrann
Annar ekki minnimálaráðherra fer mikinn á alþjóðavettvangi og lýgur því, að neyðarlögin séu ríkisstjórninni að þakka á meðan þeir, sem björguðu Íslandi, eru settir af og dregnir fyrir Landsdóm. VinstriGrænir vilja fyrir engan mun, að almenningur skilji að verið er að aðlaga Ísland að kröfum ESB til að undirbúa afhendingu fullveldis lýðveldisins með húð og hári, því þá springur stjórnarsamstarfið og þeir missa titlana og völdin og eiga ekki eftir einu sinni brjóstahöldin. Hafa sumir lýst þessum óskapnaði sem tveimur mönnum í sama manninum, þar sem annar vill fara á klósettið en hinn hvergi. Slíkt endar með umhverfisbanvænni sprengju. En fyrst vinna Vinstri Grænir ötullega með Samspillingunni að berja niður alla mótstöðu við ESB og gagnrýninn hugsunarhátt þjóðarinnar í ríkiskerfinu sbr. brottvikningu Jóns Bjarnasonar ráðherra og Tómasar H. Heiðars úr makrílnefndinni. Einungis einstaklingar í veruleikaafneitun, heilaþvegnir og þægir í taumi, eru fengnir til verksins að innlima Ísland í ESB.
Guði sé lof, að Ísland er herlaust!
Þessi loddaraleikur hefur gengið sér til húðar og gatslitna grammófónplatan hjakkar í sama farinu allan tímann. Sem betur fer sjá fleiri og fleiri landsmenn gegnum þennan blekkingarleik, sem líkja má við harðasta heilaþvott stalíntímabilsins. Afneitunin er svo mikil að varla má búast við að einhverjir úr stjórnarliðinu verði viðræðuhæfir fyrr en fnykurinn frá hruni evrunnar með tilheyrandi upplausn ESB og trylltu stjórnleysi á meginlandinu kæfir vitund hinna útvöldu á Íslandi. Á meðan tapar þjóðin sérhvert andartak, sérhverja mínútu og sérhvern dag. Við megum sjálfsagt öll þakka fyrir, að stjórnin ræður ekki yfir hervaldi, því yrði sjálfsagt beitt líka til að fjarlægja óþægilega einstaklinga eins og t.d. sjálfan forseta Íslands, sem nú síðast hefur gert sig sekan um að vilja taka í höndina á frú Sigurðardóttur. Slík embættisafglöp eru ógnun við hið nýja aðlagaða Ísland að ekki sé talað um sjálfan forsætisráðherrann, sem ekki þolir neina snertingu við bakteríur af neinu tagi, ekki einu sinni þeirra, sem okkur sem lífverum eru nauðsynlegar. Öruggast fyrir forsætisráðherrann til að komast undan slíkum mannraunum væri að flytjast búferlum í sótthreinsað tjald og einangara sig endanlega frá umheiminum. Hér er sjálfsagt skýringin komin á öllu því opna, gegnsæja ferli, sem enginn hefur séð fram að þessu.
Gott að klukkan nálgast kosningar svo þjóðin geti losað sig við þreytta lúðurinn, sem stöðugt spilar:
Bíðum eftir Godot
Gústaf Adolf Skúlason
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2012 | 02:43
Innlimun á sér stað og fullveldi glatast með ýmsu móti
Endurbirt Mbl.grein frá 25. maí 2009:
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson hyggur beitingu hervalds einu leiðina til að innlima lönd (Mbl.grein 11. maí 2009). En Norðmenn innlimuðu bæði Svalbarða og Jan Mayen í konungsríkið, átakalaust. Löngu fyrr gerði Hákon gamli Ísland að skattlandi sínu án herútboðs. Kanada innlimaði hið sjálfstæða Nýfundnaland hálf-tilneytt, að tillögu Breta, árið 1949 án beitingar hervalds, en rökin þau, að landið væri komið á hausinn. Ríki geta líka látið innlimast í stærri yfirríki, sbr. sögu Bandaríkjanna, en þar héldu þó hin einstöku ríki sínum lögum og löggjafarþingum.
Því verður ekki á móti mælt, að Evrópubandalagið (EB) vill innbyrða Ísland. Ég er ekki að tala um þjóðirnar í EB, enda fá þær ekki að ráða þessu; það verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla um það í Frakklandi, hvort Ísland verði EB-ríki. En í Brussel er vélað um málin, og ítrekað hafa komið vitnisburðir þaðan úr innsta hring framkvæmdastjórnarinnar um að bandalagið vonast eftir, að Ísland verði eitt EB-ríkjanna, m.a. vegna norðurhjarasvæðanna, eins og ljóst er af tali Joes Borg, Grahams Avery o.fl. EB-útsendara sem samherjar þessa liðs innan Rúv og Fréttablaðsins hafa beygt sig og bugtað fyrir á síðustu dögum.
Raunar segir Olli Rehn, stækkunarstjórinn í hópi kommissaranna 27, að EB sé náttúrlegur eða eðlilegur staður Íslands: Islands natürlicher Platz ist in der EU, og væri það af vinstrimönnum tekið sem frekleg íhlutun í íslenzk innanríkismál, ef komið hefði frá ráðherra í ríkisstjórn Bandaríkjanna, en Jóhanna þegir, Steingrímur J. snýr sér út í horn og snýtir sér, og utanríkisráðherrann sýnir lítilþægð sína með gleiðu brosi.
Sumir vilja tala um aðild að EB fremur en innlimun. En Ísland á aðild að ýmsum alþjóðastofnunum, án þess að þær vilji reisa hér fána sinn yfir okkur, eins og EB-fáninn er reistur á öllum fánadögum yfir sendiráðum Breta, Frakka, Finna o.s.frv. hér í Reykjavík. EB er nefnilega yfir þjóðunum, ekki undir þeim. EB krefst æðsta löggjafarvalds yfir þjóðunum (og er veitt það), fram yfir hvaða lög og hvaða ráðstafanir sem þjóðirnar í bandalaginu kunna að hafa gert og samrýmast ekki EB-lögum og reglum, eins og ótvírætt er tekið fram í inngöngusáttmálum (accession treaties) allra nýrra þátttökuríkja (the applicant States accept, without reserve, the Treaty on European Union and all its objectives, all decisions taken since the entry into force of the Treaties o.s.frv. og: Community law [lög bandalagsins] takes precedence over any national provisions which might conflict with it, [...] accession to the European Union implies recognition of the binding nature of these rules). Skilur stjórnmálafræðingurinn Gunnar Hólmsteinn Ársælsson ekki merkingu þeirra orða?
Höfundur er guðfræðingur.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 02:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2012 | 19:23
Rúv: Blikur á lofti innan ESB (tími til kominn að viðurkenna það! en skoðið hér horfurnar!)
- "Undanfarin misseri hafa leiðtogar Sambandsins sjálfir sagt nauðsynlegt að auka samvinnu í efnahagsmálum. Það þýðir í raun aukið yfirþjóðlegt vald, í raun evrópskan fjármálaráðherra í Brüssel. Sambandið tæki á sig mynd sambandsríkis í stað ríkjasambands.
- Aukin samvinna kynnt fyrir áramót
- Olli Rehn, efnahagsmálastjóri sambandsins, hefur undanfarna daga veitt viðtöl um allan heim til að lýsa þessari framtíðarsýn. Fyrir áramót verði kynnt hvernig samvinnan verði aukin. Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, sagðist í síðustu viku hafa af því miklar áhyggjur að Bretland gengi úr sambandinu yrði þessi leið fyrir valinu, þar sem almenningur myndi hafna henni í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hætt er við að almenningur ætti víðar í erfiðleikum með að sætta sig við þessa lausn. Það er því ljóst að breytingar blasa við, en hverjar þær verða er erfiðara að segja til um. Enginn veit hvernig Evrópusambandið lítur út að ári." (Ruv.is og Sjónvarpsfréttir kl. 19 í kvöld, nánar hér: Blikur á lofti innan ESB; feitletrun með rauðu er mín, jvj.)
Fráleitt teljum við í Samtökum um rannsóknir á Evrópusambandinu (ESB) og tengslum þess við Ísland að leyfa inntöku íslenzka ríkisins í Evrópusambandið. Enn fráleitara er það augljóslega í flestra augum, þegar sambandið er á breytingaskeiði og virðist beinlínis stefnt í það af kommissörum sínum (eins og Rehn og Füle, auk Barrosos og Rompuys) að stórauka miðstýringu og yfirþjóðlegt vald ESB. Þeim mun meira yrði fullveldisframsalið, og síðan er alltaf hægt að halda áfram lengra, m.a. með því að nýta víðtækar valdheimildir Lissabon-sáttmálans til að ráðskast með orkuauðlindir meðlimaríkjanna.
Jón Valur Jensson.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.8.2012 | 03:13
Ýmsir þingmenn VG að reyna að bjarga eigin skinni með nýtilkomnum bollaleggingum um að draga til baka ESB-umsóknina?
Það er í sjálfu sér ánægjuefni, að "mjög aukinn stuðningur" sé nú "innan þingflokks VG við að endurmeta aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Forsendur þykja hafa breyst og vilji er fyrir því að taka málið upp á Alþingi á ný," segir um málið á vefnum Rúv.is.
Þar segir, að "Fréttastofa [Rúv hafi] í dag [laugardag] rætt við marga þingmenn vinstri grænna sem hingað til hafa verið fylgjandi aðildarviðræðunum. Samhljómur er hjá þeim nú um að endurmeta þurfi stöðuna vegna þess hvernig forsendur hafi breyst." Þó eru ekki tifærð nema viðtöl við tvo nafngreinda þingmenn í fréttinni: varaformanninn Katrínu Jakobsdóttur, sem á ekki einu sinni víst að halda mikið lengur ráðherraembættinu, og Svandísi Svavarsdóttur Gestssonar.
- Katrín Jakobsdóttir varaformaður vinstri grænna segir eina forsendu VG í málinu hafa verið að þjóðin hefði aðkomu að málinu.
- Það er líka ljóst að forsendur í Evrópu hafa breyst, efnahagslegar og pólitískar líka. Það er mikil óvissa hvert Evrópusambandið stefnir. Það er ljóst að þessi óvissa þar hefur talsverð áhrif á þetta ferli hér á landi, segir Katrín. Hún segir málið hafa verið rætt í VG en fyrst og fremst sé þetta mál sem stjórnarflokkarnir þurfi að ræða sín á milli og fara yfir heildstætt.
- Katrín segir að það sé ekki sérstakt kappsmál Vinstri grænna að Ísland fari inn í ESB. Það hafa verið hugmyndir uppi um það hjá ýmsum að setja málið á ís, þjóðin fái aðkomu að því hvort halda eigi áfram með málið, eða hvort draga eigi umsóknina til baka og hætta við málið. Eða jafnvel halda málinu áfram óbreyttu og ljúka því með þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig að það eru auðvitað margar leiðir sem hægt er að fara og það eru ýmsar skoðanir á því, segir Katrín. Umræðan sé ekki komin á það stig að hægt sé að lýsa einhverri sérstakri leið og líka fari betur á því að ræða þetta við samstarfsflokkinn beint en í fjölmiðlum. (Ruv.is.)
Ekki er þetta síðastnefnda til að gefa miklar vonir: "lausnin" gæti orðið sú, að ofan á verði ógagnsætt baktjaldamakk stjórnarflokkanna, sem um langtíma skeið hafa notið einungis þriðjungsfylgis kjósenda.
Það virðist ennfremur undarleg "understatement" hjá Katrínu að "að það sé ekki sérstakt kappsmál Vinstri grænna að Ísland fari inn í ESB." Grasrótin hefði viljað orða þetta með allt öðrum og hressilegri hætti: að það sé einmitt mikil andstaða við það meðal óbreyttra flokksmanna þar að taka það í mál að landið verði sjanghajað inn í Evrópusambands-ferlíkið. Þessu voru þeir á móti, þegar þeir greiddu flokknum atkvæði sitt 2009, og sífelld vandræði þar ytra hafa ekki aukið spenning Íslendinga - né vinstri grænna sérstaklega - fyrir þessari afleitu, en alvarlegu stórveldistilraun.
En nú er það að gerast, að utanríkismálanefnd Alþingis er kölluð til fundar á mánudaginn "með samninganefnd Íslands gagnvart ESB þar sem farið verður yfir stöðu aðildarviðræðanna. Enn er kaflinn um sjávarútvegsmál óræddur og óljóst hvenær hann verður opnaður. Heimildir fréttastofu herma að í þingflokki vinstri grænna þyki mönnum óþægilegt að hefja kosningaveturinn með málið í þeim farvegi sem það er nú." (Ruv.is.)
- Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra er ein þeirra sem telur að endurskoða þurfi ákvörðun um aðildarumsóknina. Einboðið sé að endurmeta þurfi stöðuna í aðdraganda kosninganna, vegna tímaássins (sic) og stöðu mála í Evrópu meðal annars.
- Þannig að Vinstri hreyfinging grænt framboð hlýtur sem flokkur að þurfa að ræða það innan sinna raða hvaða nálgun er best í slíkri endurskoðun og það er rakið að gera það á flokksráðsfundinum nú í lok mánaðarins. Og í framhaldinu tel ég rétt að fara ýtarlega yfir málið í samstarfsflokknum í ljósi þessara breyttu forsendna frá árinu 2009, segir Svandís.
- Svandís vill ekki segja til um hvort hún styðji tillögu um hvort aðildarviðræðum verði frestað eða þeim hætt.
- En ég árétta það að VG verður að fara yfir þessi mál innan sinna raða og þar eru allir möguleikar uppi á borðinu. Í framhaldinu tel ég rétt að við förum yfir málið með samstarfsflokknum.
Vera má, að VG ætli að koma sér úr klípu gagnvart eigin grasrót, sem frá upphafi hefur verið afar uppsigað við tvöfeldni og hrein svik forystunnar í þessum Evrópusambands-efnum. Traustið á flokknum og formanninum hefur alltjent ekki aukizt á þessu kjörtímabili, sbr. bæði þetta mál, Icesave-málið og makrílmálið, sem mörgum þykir háskalegt að hafa í höndum Steingríms. Einnig blasir nú síðast við undirgefni hins nýja efnahagsráðherra (fyrrum fjármálaráðherra!) við Evrópusambandið í tengslum við EFTA-dómstólsmálið varðandi Icesave, og er það greinarefni annars staðar.
Ljóst er, að þingflokkur VG þyrfti mikið að laga til að endurheimta tiltrúnað kjósenda sinna, þar duga engar smáskammtalækningar né andlitslyfting úr þessu.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Vilja endurskoða ESB-umsóknina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 03:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.7.2012 | 17:30
Tíu aflóga nýlenduveldi ráða lögum og lofum í Evrópusambandinu
- Spánn, með 9,17% atkvæðavægi í ráðherraráðinu frá 1.11. 2014. Nýlendur Spánar voru mestöll Suður-Ameríka (nema einkum Brasilía), Mexíkó, Texas, Spænska Sahara, Filippseyjar, Spænsku Vestur- og Austur-Indíur o.fl. landsvæði.
- Stóra-Bretland (mesta nýlenduveldið um tíma, harðskeytt mjög), með 12,33% atkvæðavægi í ráðinu frá 2014.
- Frakkland (með geysimiklar nýlendur, m.a. mikið af Kanada og drjúgan hluta núverandi Bandaríkja Ameríku, einnig stóran hluta Norður-Afríku o.fl.), fer með 12,88% atkvæðavalds í ráðherraráði Evrópusambandsins.
- Portúgal, með 2,13% atkvæðavægi í ráðherraráði Esb. (Brasilía, Moçambique, Angóla, Cape Verde, Macao o.fl.).
- Ítalía, með 12,02% atkvæðavægi í ráðinu (Eþíópía, Sómalía, Líbýa; fasistaríkið var mjög virkt í að bæta við sig nýlendum í valdatíð Mussolinis, sem einnig gerði innrásir í Albaníu og Grikkland, við lítinn orðstír).
- Þýzkaland, með 16,41% atkvæðavægi í ráðinu frá 1.11. 2014 (hér er jafnan miðað við þá dagsetningu, sem er fyrir fram ákveðin í Lissabon-sáttmálanum og felur í sér gífurlega valdaukningu stærstu ríkjanna í ESB.). Um nýlendur Þjóðverja, sjá HÉR, en þær voru SV-Afríka (Namibía og hluti núv. Botswana), þýzka Austur-Afríka (Deutsch-Ostafrika), þ.m.t. Tanganjika og núverandi Rúanda og Búrúndí og þýzka Vestur-Africa (Deutsch-Westafrika), þ.e. Kamerún og Togoland, lönd sem a.m.k. frímerkjasafnarar eiga að muna eftir (og voru þó engin smásmíði).
- Holland, með 3,30% atkvæðavægi í ráðherraráðinu (Hollenzku Austur-Indíur, hollenzka Guiana, Mauritius, hollenzka Nýja-Gínea o.m.fl.).
- Belgía, með 2,15% atkvæðavægi í ráðinu (Belgíska Kongó, Ruanda-Urundi o.fl.); Leópold Belgjakonungur var alræmdur sem grimmur nýlenduherra á 19. öld.
- Danmörk, með 1,10% atkvæðavægi í ráðherraráði Evrópusambandsins, með nýlendur í Vestur-Indíum o.v.
- Svíþjóð, með 1,85% atkvæðavægi í ráðinu frá 2014 (sjá um nýlendur Svía í 118 ár HÉR).
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2012 | 05:39
15% í netkönnun mjög hlynnt inngöngu Íslands i ESB, en 67% mjög andvíg!
Þetta kom í ljós í könnun Vísis.is, Bylgjunnar (Reykjavík síðdegis) og Stöðvar 2, birtri 4. júlí sl. 3% voru hlutlaus, en "nokkuð hlynnt" voru 8% og "nokkuð andvíg" 7%. Það sem stendur upp úr er afstaða hinna eindregnu: meira en fjórfalt fleiri eru þar í andstöðu við ESB-stefnuna í stjórnarráðinu heldur en hinir, sem hlynntir eru Össurarstefnunni. 74% vilja enga "inngöngu" í ESB.
Áberandi grafið segir sína sögu:
Þetta eru ánægjuleg tíðindi af fjölmiðlavettvangi Baugsmiðla. Jafnvel þar er höfnun stefnu Össurar og Jóhönnu nánast eins skýr og verða má. Og ekki var þátttakan lítil: 2.072.
Jón Valur Jensson.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.7.2012 | 15:09
Andstaða við inntöku Íslands í Evrópusambandið átti sinn mikilvæga þátt í sigri forsetans
Forsetakosningarnar snerust ekki aðeins um þá lýðræðisbyltingu, sem Ólafur Ragnar talar réttilega um og fólgin var í virkjun málskotsréttarins og úrskurði þjóðarinnar í Icesave-málinu, heldur einnig um ESB-málin, eins og fram kom í viðtali forsetans við Lóu Pind Aldísardóttur á Bylgjunni nú í hádeginu.
Ólafur sagðist þar myndu tryggja, að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu verði endanleg, en ekki bara ráðgefandi. Þá kvaðst hann áfram myndu halda við að hugsa og ræða um Evrópusambandsmál og deila þeim hugsunum sínum með þjóðinni, eins og hann gerði þegar hann benti á, að í nánast allri Norður-Evrópu og allt frá Grænlandi, Íslandi, Færeyjum, Bretlandi og austur um alla Skandinavíu fyrirfyndist engin evruþjóð, það væri ekki fyrr en komið væri til Finnlands, sem evran hefði verið tekin upp sem gjaldmiðill; hún væri fyrst og fremst í notkun á meginlandinu (sunnan Norðursjávar og Eystrasalts).
Hann sagði forsetann ekki eiga að verða foringi annarrar hreyfingarinnar, með og móti inngöngu í Evrópusambandið, en deila hlyti hann þekkingu sinni með þjóðinni.
- Þá sagði Ólafur umræðu um bakland hans vera á nokkrum villigötum. Stuðningsmenn hans hefðu komið úr öllum stjórnmálaflokkum en ekki aðeins úr flokkum í stjórnarandstöðunni. (Mbl.is.)
Þetta er algerlega rétt, en Rúv-Sjónvarpið reyndi mikið til þess í nótt að klína því á forsetann, að eina fagnaðarsamkoma stuðningsmanna hans hefði verið í Valhöll. Þar var þó aðeins um 20-30 ungmenni að ræða, sannarlega vökul og hress, en það voru menn líka á þúsundum heimila heitra stuðningsmanna Ólafs Ragnars nú í nótt og á þessum gleðinnar sunnudegi.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Krafa um aukið lýðræði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)