Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
12.9.2012 | 18:43
ESB í stríð við Ísland og Færeyjar
Með 659 já atkvæðum gegn einungis 11 nei samþykkti Evrópuþingið næstum einhliða að fara í refsiaðgerðir gegn Íslendingum og Færeyingum, sem ESB ásakar fyrir ofveiðar á makríl. Það er fullur þungi í ESB batteríinu að hlaða áróðursbyssurnar og skjóta þeim lygum um allar jarðir, að Íslendingar og Færeyingar séu ránfiskarar og umhverfishryðjuverkamenn, sem í engu skeyta um sjálfbærar, ábyrgar fiskveiðar né lífríki sjávar.
Í þessum áróðri verður þess ekki getið að ESB ofveiðir sjálft að eigin sögn yfir 80% af fiskistofnum í sjávarvötnum ESB með yfir 30% fiskistofna í beinni útrýmingarhættu. Enginn veit heldur fyrir víst enn þá, hvort breyttar göngur makrílsins til norðurs séu hreinlega vegna fæðuskorts í suðri en margir telja fyrir víst að breyting á hitastigi sjávar hafi áhrif á hegðun fisksins.
ESB hefur vöðva til að valda Íslendingum og Færeyingum þungum búsifjum, svo full ástæða er að taka mark á hótununum. Hins vegar eiga Íslendingar ekki að sitja við borðið með þeim, sem veifa vopnum til að komast að "samkomulagi." Það rétta er því í þessarri stöðu að skilja stólinn eftir auðan á næsta fundi í London í október. En það skiptir litlu máli, því eyra Damanaki heyrir bara orð þeirra, sem hæst hrópa í Brussel.
Þrátt fyrir gríðarlegan vöðvamun hafa bæði Íslendingar og Færeyingar málstaðinn sínum megin. Þökk sé Hafrannsóknarstofnuninni hefur betri mynd af hegðun makrílsins fengist en menn vissu áður um. Kemur þá í ljós að hinar miklu "ofveiðar" eru töluvert innan við ramma sjálfbærra fiskiveiða og þess vegna óhætt að hækka kvóta Íslendinga þó nokkuð án þess að valda neinum usla. Tíminn mun vinna með málstað okkar í þeim málum.
En þessar staðreyndir henta ekki útgerðarmönnum ESB landanna, sem stöðugt þurfa að ásælast lengra og dýpra til að geta fengið bröndu sjálfir vegna þess að fiskurinn er uppveiddur í eigin lögsögum. Eða eins og einn sagði, þegar bent var á, að ESB hefði engan rétt til ránveiða í lögsögu Vestur-Sahara: "Heldur þú virkilega að við getum sleppt því núna? Þá yrðu yfir 100 Spánartogarar að koma aftur inn á fiskimiðin okkar þar, sem engan fisk er lengur að fá."
Þegar fram í sækir mun það verða þrautin þyngri fyrir ESB að útskýra fyrir umheiminum, hvers vegna fjórfrelsi EES-samningsins, þ.e.a.s. frjálst flæði vöru, þjónustu, fólks og fjármagns eigi ekki við um EES-aðilann Ísland. Hvers vegna ekki er hægt að treysta Hafrannsóknarstofu einnar bestu fiskveiðiþjóðar heims. Þá mun sannleikurinn síast fram um að ESB er að krefjast tolla af öðrum vegna eigin ofveiði í heiminum.
Íslendingar þurfa að fara að leita að nánari samstarfi við lönd utan ESB í öðrum heimsálfum. Við þurfum ekki að láta neina búrókrata í Brussel segja okkur fyrir verkum á sviði sjávarútvegsmála. Þar yrði það beinn ávinningur fyrir ESB að taka upp sjávarútvegsstefnu Íslendinga í staðinn. En þannig virka ekki málin hjá nýja stórríkinu, sem verður að verða eitt ríki, þótt Baróssóstjóranum vefjist tunga um tönn og afneiti súper til að reyna að vera eins og alþýðlegur fasisti, sem telur fólki trú um, að lífið sé eingöngu þess virði að lifa, að hægt sé að standa og sitja eins og stóra hendin veifar.
Því miður vinnur íslenska ríkisstjórnin að því að leggjast undir Brusselstígvélið enda er áráttan að fá að vera með í fína klúbbi svartsígvélanna æðri öllu öðru. Landsmenn þurfa að undirbúa sig undir nýja "Icesave" samningalotu, því búast má við, að Steingrímur og jafnvel Össur komi með "samning aldarinnar" frá ráðamönnum ESB.
Gústaf Adolf Skúlason
![]() |
Samþykkja beitingu refsiaðgerða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 13.9.2012 kl. 06:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mörgum finnst betra að deyja fljótt og kvalalaust en að sjálfsmorð sé framið í löngu og sársaukafullu dauðastríði. Það er samt áður lausnin, sem Seðlabanki Evrópu tekur til og núna veldur deilum hjá "leiðtogum" ESB.
Í dag fá lönd eins og Þýzkaland, Frakkland, Finnland og Danmörk borgað fyrir að taka lán. Þá er ekki um að ræða, að vextirnir séu lægri en verðbólgan heldur er það tryggt, að verðgildi peninganna minnkar. Seðlabanki Danmörku tekur 0,2 % fyrir innsetningu peninga frá bönkum og hjá SE eru mótsvarandi vextir 0%.
Mínusvextir er algjörlega óhugsandi í peningakerfi dagsins, þar sem allt gengur út á að framleiða peninga sem skuldir og rukka inn vexti fyrir. Ástandið sýnir, að allt peningakerfið er komið að allsherjar hruni, þegar ekki er hægt að borga vexti lengur heldur snýst dæmið við og peningarnir missa gildi sitt. Þar með er sá trúnaður sem kerfið byggir á fokinn í veður og vind. Financial Times talar um, að mínusvextir séu fyrirboðinn um endalok alls bankageirans á vesturlöndum. Það er náttúrulega í engu samræmi við lofsöng Maríó Draghi og annarra samstarfsmanna hans í ESB um bankakerfið og "óafturkræfa" evru, sem þeir reyna að telja íbúum ESB trú um að gera verði allt till að bjarga. Á sama tíma verða ríkisskuldabréf, sem áður voru álitin örugg fjárfesting, að áhættuspili, þar sem peningarnir hverfa.
Ef að sá sparsami á að vera mjög ánægður, ef honum tekst að fá peninginn sinn aftur frá bankanum, þá verður rúmdýnan og sparibaukurinn mun betri valkostir fyrir geymslu peninga en bankinn. Endalaus umstöflun peningaskulda banka yfir á ríkin og skattgreiðendur þeirra lengir dauðastríð kerfisins, þar sem gjaldþrota bönkum er haldið á floti einungis til að viðhalda gervimynd yfir gjaldþrota kerfi. Þetta er álíka gáfuleg lausn og að binda plastpoka yfir höfuðið til að fá aukið súrefni. Þörf bankanna á stærri skuldabólu til að fá meiri vaxtatekjur er ekki hægt að mæta lengur, þrátt fyrir örvæntingarfullar tilraunir til skuldasölu til fárra ríkja sem enn njóta lánstrausts. Það eina sem er eftir er gjaldfelling evrunnar og óðaverðbólga aðallega í suður Evrópu.
Kaup SE á ríkisskuldabréfum skuldsettra ríkja evrusvæðisins mun einungis framlengja dauðastríðið með enn frekari hörmungum fyrir íbúa ríkjanna en verið hefur. Fyrr eða síðar munu peningarnir lækka svo mikið, að tímabil Þjóðverja fyrir stríð, þegar fullar hjólbörur með mynt þurfti til að kaupa eitt brauð, gæti endurtekið sig.
Sem betur fer eru ýmsir stjórnmálamenn farnir að opna augun og neita að taka þátt í þessum hildarleik. Það á jafnt við um björgun evrunnar sem og alræðisstefnu Þjóðverja yfir Evrópu og sköpun 4. ríkisins. /gs
![]() |
Schäuble varar skuldsett evruríki við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2012 | 12:42
Yfirlýsing Draghis eintómt bull
Þannig hefst blaðagrein Andreas Cervenka í Sænska Dagblaðinu í gær, þar sem hann býður lesendum blaðsins velkomna til Evrópu 2.0.
Teknókratjúnta ESB hefur skapað sjálfri sér verkefnið að bjarga evrunni. Tal Draghis um að ekki verði horfið frá evrunni er bull, þar sem það voru stjórnmálamenn sem tóku þá ákvörðun að taka upp hina sameiginulegu mynt og þess vegna er það stjórnmálaleg ákvörðun að leggja hana niður.
Cevenka er ekki náðugur í skrifum sínum og bendir á að orðin komi frá óvöldum búrókrata í SE á meðan Grikklandi og Ítalíu er stjórnað af skipuðum ríkisstjórnum tæknikrata og í Frankfúrt sitja búrókratar, sem leggja upp stefnuna að mestu leyti sjálfir. Ætlast er til að almenningur fylgi þægur á eftir.
"Þeir hugsa kannski, að gjaldið fyrir óskerta eiginfjárstöðu bankanna sé að nauðga þúsund ára gömlum lýðræðishefðum."
Eins og af hreinni tilviljun vill annar Maríó, þ.e.a.s. Monti forsætisráðherra Ítalíu, binda lýðræðislega valda fulltrúa annarra ríkja með þagnarskyldu, sem hindrar þá frá því að segja það, sem þeim finnst sjálfum. Seðlabankastjórinn Marío Draghi er að reyna að róa taugaveiklaða fjármálamarkaði sem fyrir löngu eru byrjaðir að undirbúa sig undir það, sem SE-bankastjórinn segir að aldrei geti gerst: Evran springur.
"Að kaupa ríkisskuldabréf leysir ekki aðalvandann, þ.e.a.s. þann grundvallarmismuninn sem ríkir í samkeppnisstöðu landa í suður og norður Evrópu. Áætlun Draghi & Co er að suðurríkin afhendi öll völd til Brussel og taki á sig ómanneskjulegan niðurskurð."
"Þess vegna er það alls ekki ólíklegt, að íbúar bæði norðurs og suðurs nái þeim stað að byrja velta því fyrir sér, að lífið er kannski miklu betra án evrunnar þrátt fyrir allt. Og meðfæddan hæfileika mannskepnunnar að hugsa frjálst getur ekki einu sinni valdamesti búrókrati heimsins drepið í dróma.
SEM BETUR FER!"
/gs
![]() |
Stórskotaárás á hendur skuldakreppunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Teknókratinn Maríó Monti er búinn að finna lausnina á evru-, skulda-, stjórnmála- og þjóðfélagskreppu ESB:
Banna stjórnmálamönnum að tala um evruvandann.
Þessar hugmyndir hafa heyrst áður en Monti vill, að stjórnmálamönnum verði fyrirskipað, hvað leyfilegt er að segja á opinberum vettvangi. Í ræðu í Fiesoli á Ítalíu líkti Monti evrunni við "kórónu" á dómkirkjunni og óttast að umræðustíllinn á evrusvæðinu eyðileggi alla bygginguna.
" Við verðum ef til vill að ræða í Evrópuráðinu, hvort það sé ekki tímabært að koma með reglur um opinberar yfirlýsingar þeirra, sem vilja láta kalla sig leiðtoga í Evrópu."
Monti lagði til, að stjórnmálamönnum yrðu lagðar sérstakar reglur um, hvað má segja og ekki segja, svo hægt sé að bjarga evrusvæðinu.
Monti er ekki sá fyrsti, sem telur að þessi leið geti bjargað evrusvæðinu. Þegar þýzki stjórnmálamaðurinn Alexander Dobrindt lýsti þeirri persónulegri skoðun sinni, að Grikkland yfirgæfi evrusvæðið þegar árið 2013, reiddist Angela Merkel og lýsti því yfir, að þýskir stjórnmálamenn mættu ekki tala þannig, að möguleikar ykjust á Grikkland færi.
Allar götur frá stofnun ESB og upptöku evrunnar hafa ráðamenn ESB í Brussel blásið á þá, sem bent hafa á að evran er stjórnmálaverkefni en ekki efnahagslegt og þess vegna dæmt að mistakast. Einnig hafa þeir, sem bent hafa á, að hugmyndin um bandaríki Evrópu getur ekki gengið upp vegna gjörólíkra aðstæðna í Evrópu samanborið við USA. Ráðamenn ESB hafa úrskurðað allt tal af þessu tagi sem "andevrópskan áróður" og sakað alla, sem ekki hafa trúað á verkefnið um að vera óvinir fólksins í ESB.
Á meðan ESB brennur, evrusvæðið liðast sundur og þjóðfélagsleg átök magnast um álfuna alla, ætla teknókratarnir að banda vandamálunum frá sér með því að banna opinbera umræðu um þau. Einungis má flytja hallelújaræður um ágæti evrunnar og ESB.
Hvað er langt síðan svona hugmyndir réðu ríkjum í Evrópu? Vill einhver fá þá ógnaröld aftur? /gs
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2012 | 21:08
Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, vill aukin völd til stofnana Evrópusambandsins, meiri samruna og MEIRA FULLVELDISFRAMSAL frá þjóðríkjunum
Þetta er nú hans helzti hjálpræðisboðskapur fyrir ESB, eftir að hafa lagt heilann í bleyti í sumarleyfinu: MEIRA FULVELDISFRAMSAL TIL ESB, MEIRI SAMLÖGUN OG SAMRUNA ESB-ríkjanna.
Þetta lagði hann skýra og þunga áherzlu á fyrir örfáum dögum í 1. ræðu sinni eftir fríið.
Um þetta er fjallað í frétt frá Eurobserver, sem frá er sagt í frétt á Mbl.is nú í kvöld (sjá tengil hér neðar).
- Barroso ... vill að Lissabon-sáttmáli Evrópusambandsins verði endurskoðaður í því ljósi,
sem ræddi um hér í upphafi, og áfram segir m.a. í Mbl.is-fréttinni:
- Yfirstandandi erfiðleikar hafa fært heim sönnur um takmörk sjálfstæðra aðgerða þjóðríkjanna. Endurnýja þarf Evrópusambandið og grundvallaratriði sáttmálans, sagði Barroso samkvæmt fréttavefnum Euobserver.com.
Sjá einnig hér í frétt á viðskiptafréttasíðu frá 1. þessa mánaðar:
- "MarketWatch, BRUSSELS--European Commission President Jose Manuel Barroso made his clearest call yet for fundamental change to the European Union treaties, saying Saturday the region needs "a leap in quality" in terms of integration.
- In a speech at a Yale Law School conference in The Hague, Mr. Barroso said the EU was facing a "make-or-br
- "Europe and the principles of the Treaty need to be renewed. We need more integration [samlögun, samruna Esb-ríkjanna], ... This European renewal must represent a leap in quality and enable Europe to rise to the challenges of the world today," he said.
Mr. Barroso, European Council President Herman Van Rompuy, European Central Bank President Mario Draghi and Jean-Claude Juncker, president of the euro-zone finance ministers grouping, have been charged with developing a blueprint for deeper regional integration by the end of the year.
However until now, many in Brussels, including at the EU's executive, were reluctant to dive into a contentious debate about changing the EU's basic treaties. Previous attempts at treaty changes, which need approval by each of the EU's 27 member states, have taken years and proven a distraction from efforts to improve the region's economy.
However, in his first major speech since returning from the summer break, Mr. Barroso said it was clear that the monetary union can only be protected if member states agree to a much greater pooling of sovereignty.
"The crisis has made it clear that we must not only complete the economic and monetary union, but also pursue greater economic integration and deeper political and democratic union with appropriate mechanisms of accountability," he said ..."
Sjá hér á MarketWatch:
http://www.marketwatch.com/story/barroso-signals-need-for-eu-treaty-changes-2012-09-01 (Leturbr. og hornklofa-aths. frá mér, JVJ.)
Hvað ætli Evrópusambandsinnlimunarsinnar segi nú við þessu öllu? Verður áfram haldið í einskærri afneitun eða héralegum feluleik í kringum staðreyndir um miðstýringarþróunina í ESB?
Jón Valur Jensson.
![]() |
Vill að stofnanir ESB fái aukin völd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.9.2012 | 19:01
Brusselvaldið leggur fram frumvarp um refsiaðgerðir gegn Íslendingum eftir 10 daga!
Þetta er í fullum gangi í Evrópusambandinu, og viðræðuslit í Lundúnum í dag munu sízt draga úr árásargirni ESB og þeirra ríkja þar sem reyna að halda í ósanngjarnan hlut sinn úr makrílveiðum. Þetta fólk tekur ekkert mark á niðurstöðum nýjustu rannsókna á ástandi makrílstofnsins, og sjávarútvegsefnd Evrópusambandsþingsins keyrir á málið undir forsæti brezks manns, það er sú nefnd, sem undirbúið hefur sóknina gegn okkur með tillögum til frumvarps, sem framkvæmdastjórnin mun leggja fram 13. þ.m., að vísu ekki föstudaginn þrettánda, en í ógæfuplaggi samt!
Fróðlega er fjallað um þessar fyrirhuguðu refsiaðgerðir í Mbl.is-frétt Hjartar J. Guðmundssonar í dag. Þar kemur fram, að þótt að vísu sé tekið fram í frumvarpinu (sem Mbl. hefur undir höndum), að ekki megi beita þessum aðgerðum "handahófskennt eða með óréttmætri mismunun á milli ríkja þar sem sambærilegar aðstæður séu fyrir hendi" og að "óheimilt [sé] að beita þeim í þeim tilgangi að hindra alþjóðleg viðskipti," þá eru þetta samt áberandi víðtækar refsiaðgerða-heimildir:
- Meðal þeirra refsiaðgerða sem Evrópusambandinu verður heimilt að grípa til samkvæmt frumvarpinu eru að setja hömlur á landanir á afla í höfnum sambandsins úr þeim fiskistofnum sem talið er að viðkomandi ríki stundi ósjálfbærar veiðar á. Einnig er heimilt að grípa til slíkra takmarkana á löndun afla úr öllum fiskistofnum sem deila sama vistkerfi og fiskistofninn sem deilt er um sem og afurðum sem unnar eru úr fiski úr þeim stofni sem deilur standa um.
- Þá er kveðið á um ýmsar hömlur sem grípa megi til varðandi þjónustu fiskiskipa frá viðkomandi ríki sem stunda veiðar úr þeim fiskistofni eða -stofnum sem deilt er um og einnig varðandi viðskipti á milli aðila frá ríkinu annars vegar og Evrópusambandinu hins vegar með fiskiskip. Einnig með búnað tengdan sjávarútvegi sem nota á við veiðar úr viðkomandi fiskistofni sem deilt er um.
- Ennfremur segir í frumvarpinu að hægt sé að beita umræddum refsiaðgerðum gegn ríki utan Evrópusambandsins jafnvel þó veiðar úr fiskistofninum sem deilt er um séu ekki lengur ósjálfbærar að áliti sambandsins ef ástæða þess er sú að önnur ríki hafi dregið úr sínum veiðum.
Og hér er enn eitt ánægjuefnið með Evrópusambandið eða hitt þó heldur:
- Gert er ráð fyrir að frumvarpið, sem mbl.is hefur undir höndum, verði lagt fyrir Evrópuþingið 13. september næstkomandi og er búist við að hægt verði að beita þeim heimildum sem kveðið er á um í því fljótlega eftir það.
Makalaus er yfirgangur þessa Evrópusambands, sem Össur og Jóhanna þrá hvað ákafast að fá að innlima landið í, með öllum hinum u.þ.b. 319.998 Íslendingunum.
Steingrímur hefur lokið sínum viðræðum og hefur ekki verið illa svikinn af sínum ráðuneytisstjóra, Sigurgeiri Þorgeirssyni, sem talaði mjög skelegglega um þetta mál í viðtali við Morgunblaðið, sjá þar 31. ágúst, bls. 4: 'Ráðherrar ræða makríl', en þar segir hann m.a. um lygaáburð sjávarútvegsfyrirtækja í ESB og Noregi:
- Það er ... hreint með ólíkindum að útgerðarmenn annars staðar skuli halda því fram að minna hafi verið af makríl í íslenskri lögsögu í sumar heldur en síðustu ár. Þetta gera þeir þvert ofan í skýrslu sem er sameiginleg niðurstaða vísindamanna frá Noregi, Færeyjum og Íslandi og þeir vita mæta vel um. Að dreifa hinu gagnstæða er ekkert annað en ósvífni, segir Sigurgeir.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Refsiaðgerðirnar virði alþjóðalög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vigdís Hauksdóttir, hinn góði fulltrúi meirihluta þjóðarinnar í baráttunni fyrir sjálfsforræði Íslands, samkvæm sjálfri sér í hugsun og athöfnum, ein af skærum stjörnum Framsóknarflokksins, sem staðið hefur staðföstum fótum á landsins grund í baráttunni gegn erlendri ásælni og svikulli ríkisstjórn í Icesave, ESB-aðlögun og nú síðast makríldeilu, hefur fullkomlega rétt fyrir sér, þegar hún bendir á hræsni Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra.
Stór orð innanríkisráðherrans um lýðræði og möguleika landsmanna að kjósa um afstöðuna til aðildarumsóknar ríkisstjórnarinnar til ESB reyndust tóm og nakin blekking, þegar tækifæri gafst á Alþingi til að kjósa um málið, vegna frumvarps Vigdísar Hauksdótturs.
Það virðist ekki duga fyrir ráðherra VG að svíkja kjósendur einu sinni. Aftur og aftur þegar tækifæri gefast til að efna orðin endurtaka þeir svikin, sem stöðugt stækka og rista dýpra í samfélaginu. Er nú svo komið, að grasrót VG er orðið ljóst, að forvígismenn flokksins ná ekki út fyrir ráðherrasetuna og búnir að hengja sig aftan í Brussel-elítu Samfylkingarinnar.
Eins gott fyrir ráðamenn VG að kasta þykjustu lýðræðisgrímunni og segja bara hreint út: Við viljum að Ísland gangi í ESB og við vinnum að því 24 tíma á sólarhring.
Hverslags afstaða er það til málefnis að segja að það sé rangt hjá öllum öðrum en aðeins "rétt" í eigin hendi? Eða hvenær verður það rétt hjá Ögmundi Jónassyni að gefa kjósendum "leyfi" til að segja álit sitt?
Er ekki bara alveg eins gott fyrir Ögmund að hoppa í pakkann með menntaklíku Samfylkingarinnar sem segja við landsmenn: "þið fáið að tala, þegar við erum búin að troða Íslandi inn í ESB?"
Er til meiri hræsni en að láta eins og maður sé á móti aðild á sama tíma og maður vinnur að aðild? Að plata landsmenn til að halda að þeir fái að segja sitt álit á meðan unnið er að því að taka landið frá þeim?
Gústaf Adolf Skúlason
![]() |
Vigdís sakar Ögmund um hræsni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2012 | 08:22
Makalausar upplýsingar, um ESB-viðræðustrand og upplýsingaleysi!
Hér er stórmerk grein Björns Bjarnasonar. Hans skarpa auga greinir orð Þorsteins Pálssonar í Frbl. í gær svo, að ESB-viðræðurnar virðist "strandaðar vegna ágreinings innan ríkisstjórnar," einnig að Össur feli upplýsingar um stöðu mála, haldi þeim jafnvel frá þeim sem sitja í samninganefnd Íslands. Og hann stillir Þorsteini, formanni einnar ESB-viðræðunefndarinnar, upp við vegg:
- "Ætlar hann að sitja þar áfram ef viðræðurnar eru strandaðar vegna ágreinings innan ríkisstjórnar? spyr Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, á vefsíðunni Evrópuvaktin.is. Þessu hljóti Þorsteinn að þurfa að svara og helst opinberlega.
![]() |
Fulltrúar í nefndinni ekki nógu upplýstir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Atvinnuleysi innan ESB eykst jafnt og þétt og hefur aldrei mælst hærra en í síðustu mælingu hagstofu ESB Eurostat. Verst sett eru ungmenni Grikklands, Spánar, Portúgals og Ítalíu með yfir helming án atvinnu á Grikklandi og Spáni.
Tölur Eurostat sýna aðeins hið opinbera skráða atvinnuleysi. Raunverulegt atvinnuleysi er mun hærra og hafa sumir nefnt allt að 25 miljónum manna í því samhengi. Það eru 75 atvinnulaus Íslönd í 27 ríkjum ESB.
Það er ótrúlegt að fylgjast með íslenskum aðildarsinnum banda þessum hörmungum frá sér eins og um vorþey sé að ræða. Hin skelfilega gríma kreppunnar læsir atvinnuleysisklónum í fólk, sem ekkert vill annað gera en sjá sjálfu sér og sínum farborða. Persónulegar hörmungar stundum með sjálfsmorði sem einu útgönguleiðina, sem fólk grípur til í hreinni örvæntingu eins og sést í stórauknum mæli í Grikklandi og á Spáni.
Allar innbyrðis félagslegar mótsetningar herðast og deilur brjótast út og ekki er víst að táragas dugi til og seilst verði í vopnin. Engu er líkara en að tíminn fyrir seinni heimstyrjöldina sé að byrja endurtaka sig.
Íslenskir "jafnaðarmenn", sem í dag eru mest samsettir af menntafólki án tengsla við vinnandi stéttir, virðast vera kaldir og hjartalausir. Þeir afneita með öllu, að til sé kreppa innan ESB. Hvað þá evrukreppa. Sjá þeir ekki örvæntingu fólksins? Sjá þeir ekki hungur barnanna? Hvaðan kemur blinda þessarra krata og hroki yfir öðrum? Er það fjarlægðin sem orsakar það? Eða er það blind hlýðni við "leiðtogann" og "flokkslínuna" sem er orsökin?
Víst er, að þessi raunveruleikafirring er allri þjóðinni til skaða vegna valdastöðu þessarra afneitunarsinna. Sem betur fer þekkir þjóðin sína vitund og hlýðir ekki blindingjum eins og sýndi sig í Icesave./gs
![]() |
Mesta atvinnuleysi síðan 1995 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2012 | 06:21
ESB notar Marókkó til að ræna sjávarauðlind Vestur-Sahara
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)