Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
Ekki aðeins Danir hafa lagt á hilluna að nálgast ESB meira - fjarlægjast það frekar! - heldur eru bæði SVÍAR og FINNAR að hiksta við eða fráskilja sig frá ýmsu sem uppi er á tengingnum til að auka vald ESB í fjármálum og á fleiri sviðum.
Frá Svíþjóð berast þær fréttir, að þar var "samþykkt á þingi í dag að neita að stuðla að nýju bankabandalagi ESB eða að meiri fjárhagsvöld yrðu færð til Brussel. Bæði stjórn og stjórnarandstaða voru sammála í ályktuninni." (Gústaf Adolf Skúlason, varaformaður Samtaka um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland, en hann er búsettur í Svíþjóð; tekið hér beint úr nýkomnu bréfi frá honum.)
Þá vilja Finnar fara "varlega þegar kemur að aðstoð við önnur Evrópuríki vegna fjármálakrísunnar" og hafa nú "óska[ð] eftir frekari tryggingum fyrir lánveitingum til Kýpur ef evrópsk aðstoð, sem Kýpur hefur óskað eftir, á að vera fengin úr evrópska fjármálastöðugleikasjóðnum (e. EFSF). Þetta sagði forsætisráðherrann Jyrki Katainen í ræðu til þingsins fyrr í dag" (Mbl.is).
- Finnland, eitt af fáum ríkjum Evrópusambandsins sem er enn með AAA í lánshæfismat, hefur einnig sagt að ef það eigi að taka þátt í að aðstoða Spán vilji það fá auknar tryggingar og hlutabréf í spænskum bönkum. (Mbl.is)
Endilega lítið á greinina um Danmörku og ESB, sem er nánast nýbirt hér.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Finnar vilja frekari tryggingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2012 | 01:11
Danir leggja á hilluna að nálgast ESB meira, fjarlægjast það frekar!
Danska ríkisstjórnin, ársgömul, er nú hætt að spá í að falla frá fyrirvörum sem Danir settu vegna aðildar sinnar að stefnumörkun ESB í mynt- og varnarmálum, lögreglu- og dómsmálum. "Þessi áform hafa nú verið lögð til hliðar vegna óróans innan ESB og vanda ríkisstjórnarinnar" (Mbl.is).
- Um er að ræða undanþágu frá þátttöku í myndbandalagi Evrópusambandsins og þar með evrunni, sameiginlegum ríkisborgararétti sambandsins, sameiginlegri varnarstefnu og samstarfi í dómsmálum.
Þetta snýst um þessar undanþágur frá Maastricht-sáttmálanum, sem evrókratar í Danmörku vilja losna við, þ.e. undanþágur sem veittar voru, eftir að Danir höfnuðu Maastricht-sáttmálanum hráum í þjóðaratkvæðagreiðslu 1992, en samþykktu hann síðan með fyrirvörunum 1993.
Málið er, að fari þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu nú, eins og heitið hafði verið, þegar ríkisstjórnin tók við völdum vorið 2011, þá er talið líklegast, að stjórnin muni tapa þeirri atkvæðagreiðslu, þ.e.a.s.: tillaga um að fella niður undanþágu-fyrirvarana yrði trúlega felld.
Helle, sláandi lík frúnni í Höllinni (Borgen).
"Ég held að Danir vilji helzt að meiri ró ríki í Evrópumálum áður en þeir ganga til atkvæða um þau," segir danski forsætisráðherrann Helle Thorning-Schmidt á dr.dk, vefsíðu danska ríkisútvarpsins, í viðleitni til að réttlæta sína nýju ákvörðun. Ekki minnir þetta tal hennar á gerólíkar hugmyndir Jóhönnu Sigurðardóttur um hina rósömu friðarhöfn Evrópusambandsins. En eitt með öðru er raunsæi Helle vitaskuld til marks um, hve ótryggt allt er talið þar ytra um framtíð Evrópusambands-"samstarfsins" margrómaða nú um stundir.
Um þetta er nánar fjallað í grein á hinum einkar góða vef Evropuvaktin.is: Danmörk: Áform um þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-fyrirvara lögð til hliðar - spáð að Danir fjarlægist ESB enn frekar.
"Allt í eilífum vandræðum!" gætu þau verið að hugsa hér, Helle með langa nafnið og Martin með stutta nafnið Schulz, forseti ESB-þingsins í Strassborg og Brussel.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Ekki kosið í Danmörku næstu árin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 02:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
- "Frá báðum hliðum var fast sótst eftir fylgi Rúmena [um 1914-15]. Rússar buðu stjórnmálamönnunum fje og útsendarar miðveldanna stofnuðu blöð og keyptu blöð í landinu til þess að halda fram sínum málstað ..." (Þorsteinn Gíslason: Heimsstyrjöldin 1914-1918 og eftirköst hennar, útg.: Steindór Gunnarsson og Þorst. Gíslason, Rv. 1924, bls. 270-1).
Þetta sjá allir sem íhlutun í innanríkismál, en þegar hliðstæða þess gerist hér á Íslandi, þar sem lög mæla gegn slíku athæfi, þá virðumst við sitja uppi með lamandi hræðslu ríkissaksóknara við að styggja okkar Evrópusambands-innlimunarsinnuðu stjórnvöld, sem mælt hafa bót ófyrirleitnum fjáraustri Evrópusambandsins í áróðursstarfsemi s.k. "Evrópustofu" hér á Íslandi. Jafnvel Steingrímur mælir athæfinu bót með 100% meðvirkum hætti, þannig ekki virðist flísin komast á milli hans og Jóhönnu í þessu efni.
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur svarað fyrirspurn Umboðsmanns Alþingis vegna kæru samtakanna Samstöðu þjóðar, sem sættu sig ekki við það, að ríkissaksóknari hæfi ekki málssókn vegna ólöglegs framferðis sem stjórnvöld hér hafa leyft sendiráði og sendiherra Evrópusambandsins að komast upp með, þvert gegn Vínarsáttmálanum (sem Sigríður tekur ekkert tillit til, af því að hann tiltaki engin refsiákvæði!) og lögum hér.
Í svari Sigríðar virðist hún hengja sig í afar þröngan skilning lagagreina um þessi mál, telur t.a.m. "blöð" einungis geta vísað til reglubundinnar útgáfu dagblaða, vikublaða og tímarita (ekki t.d. bæklingaútgáfu). Hún horfir ennfremur alveg fram hjá því, að dómafordæmi eru komin fyrir því í meiðyrðamálum, að lögjöfnun sé beitt um meiðyrði á vefnum rétt eins og í blöðum eða á prenti, þótt einungis hið síðarnefnda sé tiltekið sérstaklega í meiðyrðalöggjöfinni.
Þá tekur Sigríður ekkert tillit til gígantískrar upphæðar ESB-áróðursfjár hingað, 230+ milljóna króna, eins og þetta gríðarlega umfang geri athæfið ekki hætishót alvarlegra!
Ef Upplýsingastofnun Bandaríkjanna hefði á um tveggja ára tímabili eytt hér jafnvirði 230 milljóna nýkróna til kynningar á sérlegu ágæti Bandaríkjanna og góðum kosti þess að Ísland gerðist þar 51. meðlimaríkið, þá hefði engum blandazt hugur um, að sá fjáraustur hefði falið í sér beina íhlutun í okkar innanríkismál. Hinn rauði Steingrímur J. Sigfússon hefði t.d. brugðizt afar hart við slíku, eins og eðlilegt hefði verið. En nú situr hann lúpulegur undir dagskipunum Jóhönnu Sigurðardóttur og talar þvert gegn áður þekktum eigin hug og eigin flokksmanna í þessum efnum.
Undirritaður fær ekki annað séð en að ríkissaksóknari bregðist með hliðstæðum hætti vonum þjóðhollra Íslendinga í þessu efni, með þröngsýnni, legalistískri túlkun laganna og með því að ætlast til þess að Vínarsáttmálinn sé gerður óvirkur vegna þess eins, að hann kveður ekki sérstaklega á um, hverja refsingu sendiherrann frá Brussel ætti að fá.
En skítt með refsinguna: Það er athæfi sendiherrans og framhald þess, sem átti að BANNA, af því að hann hafði ekkert leyfi til þess, heldur þvert á móti beina skyldu til að virða Vínarsáttmálann og friðhelgi síns gistilands.
Ríkissaksóknari á að starfa í þágu Lýðveldisins Íslands, ekki erlends stórveldis. (Er nokkur ósammála?!)
Tveggja blaðsíðna svarbréf Sigríðar er opinbert plagg og verður væntanlega birt hér á síðunni ásamt frekari gagnrýni.
Jón Valur Jensson.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 04:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að Evrópusambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað. Hagsmunir fjármagns og heimsfyrirtækja eru í alltof ríkum mæli drifkraftar Evrópusamrunans, miðstýring, skrifræði og skortur á lýðræði einkennir stofnanir þess um of.
Þannig segir í STEFNUYFIRLÝSINGU VINSTRIHREYFINGARINNAR - GRÆNS FRAMBOÐS. Þetta hefur nú verið svikið með eftirminnilegum hætti, ekki aðeins með þátttöku forystu þess flokks í Evrópusambands-umsókn Samfylkingar, heldur gróflega í ofanálag með því, að flestir þingmenn flokksins greiddu atkvæði með ólögmætum IPA-styrkjum og skattfrelsi Evrópusambandsins hér á landi.
Tillögu fyrrverandi þingmanns flokksins, Ásmundar Einars Daðasonar, um að leyfa ekki skatt- og tollfrelsi ESB vegna þessara rúmlega 5 milljarða IPA-verkefna, greiddu flestir VG-þingmennirnir ennfremur mótatkvæði sitt. Og þetta gerðist daginn eftir 17. júní!
Uppreisn er hafin í flokknum gegn þessari ESB-þægð forystunnar.
Þessi frétt barst að norðan í dag:
- Stjórn Svæðisfélags VG í Skagafirði harmar framgöngu þingmanna og ráðherra Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, sem flestir greiddu atkvæði með svokölluðum IPA-styrkjum, þrátt fyrir samþykktir flokksins um að ekki verði tekið við styrkjum til aðlögunar að ESB. Sýnir þetta betur en flest annað á hvaða vegferð forysta flokksins er, sem leynt og ljóst berst fyrir áframhaldandi samningum við Evrópusambandið, þrátt fyrir margítrekaðar yfirlýsingar um að hagsmunum okkar sé betur borgið utan ESB.
Þeir í Skagafirði verða örugglega ekki einir um að snúast harkalega gegn stefnu Steingríms & Co., þótt forysta flokksins hafi með lúmskum hætti lagt kapp á að koma foringjahollum mönnum til áhrifa í sem flestum svæðafélögum og kjördæmaráðum VG víða um land.
Grasrótin var þó a.m.k. einu sinni til, þótt fylgi flokksins hafi nánazt helmingazt frá kosningunum og eflaust vegna þessara ESB-mála umfram flest önnur. Meiri háttar átök og uppstokkun í flokknum gæti því blasað við, en hitt gæti líka gerzt, að nýr vinstri flokkur hirði til sín mestallt fylgi Vinstri grænna og að nokkru frá öðrum vinstri flokkum.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Harma framgöngu eigin þingmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 03:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2012 | 23:54
Ólafur Ragnar Grímsson er andvígur inngöngu í Evrópusambandið
- Af þeim þúsundum mála, sem Alþingi hefur afgreitt meðan ég hef verið forseti, eru það aðeins þrjú mál sem ég hef haft afskipti af, og það er Icesave, það er Evrópusambandsmálið, og það er fjölmiðlafrumvarpið.
Svo mælti langvinsælasti forsetaframbjóðandinn (skv. nýjustu skoðanakönnun) í viðtali á Útvarpi Sögu, sem endurtekið var á þessu laugardagskvöldi (nokkurn veginn orðrétt hér og efnislega 100% þannig).
Fyrr í viðtalinu ræddi Ólafur bæði EES-samninginn og ESB-inntökumálið all-ýtarlega og gerði andstöðu sína við samning um "aðild" deginum ljósari. Væri fengur að því að fá upptöku eða afrit af því viðtali hingað á vefsíðuna.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Ólafur Ragnar með 58% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
"ESB gengur bara í eina átt enda eru leiðtogar þess í Brussel og Berlín sannfærðir um að annars riði það til falls." Þannig ritar leiðarahöf. Mbl. í dag. Og í hvaða átt? Samrunaáttina. Það er alveg ljóst, að þetta er sú átt sem æðsti maður ESB stefnir í og margir voldugustu menn Evrópusambandsríkjanna með honum.
- José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir nú að öll 27 ríki sambandsins þurfi að ganga lengra í samruna fjármálakerfa sinna en gert sé ráð fyrir í lagafrumvörpum framkvæmdastjórnarinnar frá því í síðustu viku. Taka þurfi "mjög stórt skref" í samrunaátt ef draga eigi lærdóm af skuldakreppu aðildarríkjanna og þetta þurfi að gerast á næsta ári. (Mbl.)
Já, strax á næsta ári, góðir lesendur! Vituð ér enn eða hvað?
- Barroso segir að nú sé lag vegna ástandsins í álfunni. Þetta tækifæri vill hann grípa til að stíga "mjög stórt skref" í átt að sambandsríki. Og þó að ástandið batni dettur engum í hug að skrefið stóra verði stigið til baka.
Hér er þessi stutti snilldarleiðari Mbl.: Mjög stórt skref. Þeir birtast þar margir hver öðrum betri, leiðararnir um Evrópsambandið og hina ófarsælu umsókn minnihlutaflokks á Alþingi um inntöku Íslands í það sífellt valdsæknara stórveldabandalag.
Jón Valur Jensson.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2012 | 20:23
Bretar og ekki sízt íhaldsmenn gerast fráhverfari Evrópusambandinu - og af Stefani Füle
Hins vegar vilja 23% félagsmanna Íhaldsflokksins vera áfram í ESB. (Mbl.is sagði frá.)
Nokkuð er jafnt á mununum á tiltrú íhaldsmannanna á því, hvort land þeirra verði þar eftir áratug: 26% telja það, þ.e. "að tengslin við ESB hald[i]st óbreytt," en "36%, að Bretland eigi eftir að segja skilið við ESB á næstu tíu árum, og "38% telja að Bretland verði áfram hluti af sambandinu, en með breyttum aðildarskilmálum."
Ekki bendir þetta til fullrar tiltrúar á Evrópusambandið, enda hefur ástandið þar undanfarið hálft ár og lengur lítt gefið tilefni til þess, og sízt er það friðarhöfn stöðugleika og eindrægni.
Hér má einnig minnast þessarar fréttar á liðnu ári: Aðeins fjórði hver Breti styður áframhaldandi veru í ESB - aðeins 8% vilja evru í stað punds!
Þá segir í þeirri frétt Mbl.is sem sagt var frá hér á undan:
Fram kemur á fréttavefnum Msn.com að niðurstöðurnar komi á sama tíma og kröfur um þjóðaratkvæði um veru Bretlands í ESB gerast æ háværari og segir að þær muni setja aukna pressu á forystu Íhaldsflokksins sem hafi lýst því yfir að hún styðji áframhaldandi veru Breta í sambandinu.
Valdastéttin í ESB-ríkjunum 27 styður yfirleitt "aðildina", almenningur miklu síður. Eins og víðar er lítt hlustað á grasrótina, og valdhöfunum hefur ekki þókknazt að bera ákvörðun stefnumála undir þjóðirnar - þjóðaratkvæðagreiðslur heyra þar til algerra undantekninga, jafnvel þegar verið var að þessu stórveldi var valin sú e.k. stjórnarskrá, sem fólgin er í Lissabonsáttmálanum, sem takmarkar mjög neitunarvald einstakra ríkja, en gefur þeim stærstu stóraukið atkvæðavægi.* Og nú er enn stefnt að valdþéttingu í brussel, með úrslitaáhrifum ESB á fjárlög ríkjanna og þar með efnahagsstjórn.**
Á sama tíma mætir gamli KGB-skóla-kommúnistinn Stefan Füle hér á Íslandi til að telja okkur trú um, að ekkert viti hann um það, hvernig Evrópusambandið myndi fara að því að ná stjórn á auðlindum hér (um auðlindirnar sagði hann í Spegli Rúvsins í kvöld, að hann vissi ekki einu sinni "how we would do it to take control of" them; en hann þarf bara að lesa Lissabonsáttmálann og veit auðvitað betur en hann lætur, enda e.k. ráðherra í e.k. ríkisstjórn þessa stórveldis).
Füle þóttist einnig geta vísað í vonda reynslu af kommúnismanum austan tjalds, en gekk þó sjálfur í Kommúnistaflokk Tékkóslóvakíu EFTIR innrás Sovétmanna og Varsjárbandalagsríkjanna 1968 og sagði sig ekki úr flokknum fyrr en EFTIR hrun kommúnismans! Menn eiga ekki að treysta og trúa slíkum sendimönnum, þótt áferðarfallegir virðist og kurteisir fram í fingurgóma.
* 1. nóv. 2014 eykst (skv. Lissabonsáttmálanum) atkvæðavægi 6 stærstu ríkjanna úr 49,3% í 70,4% í ráðherraráði og leiðtogaráði Evrópusambandsins. Ráðherraráðið ræður m.a. mestu um sjávarútvegsmálið. Þar og í leiðtogaráðinu fengjum við 0,06% atkvæðavægi! Það yrði heldur betur stoð í því gagnvart gömlu stórveldunum þar!
** Sbr. þessi orð í leiðara Morgunblaðsins í dag:
Ekki nokkur maður sem mark er takandi á telur að evran geti lifað af við óbreytt skilyrði. Jafnvel æðstu prestar búrókratanna í Brussel leyna ekki þeirri skoðun sinni. Síðast í gær lýsti Barroso, formaður framkvæmdastjórnar ESB, því yfir að ljóst væri orðið að myntbandalag eitt og sér fengi ekki staðist. Ríki evrunnar yrðu að lúta samræmdri efnahagslegri stjórn ætti myntsamstarfið að standast. Formaðurinn sagði að vísast yrðu ýmsir órólegir við að standa frammi fyrir þessari staðreynd og samræmdri efnahagsstjórn yrði ekki komið á eins og hendi væri veifað. En því fyrr sem menn gerðu sér grein fyrir nauðsyn hennar því betra.
Enginn getur velkst í vafa um að ríki sem fer ekki lengur með efnahagslega stjórn eigin mála er ekki lengur sjálfstætt ríki nema í orði kveðnu.
Undir þetta ber svo sannarlega að taka.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Mikill meirihluti íhaldsmanna vill úr ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2012 | 19:17
Lögleysu-athæfi sendiherra
Það ætti að banna sendiherra ESB að halda áróðursfundi, þar sem hvort sem er er engu svarað af ágengum fyrirspurnum nema þessu helzt: "Því miður er ekki unnt að svara þessu núna, fundartíminn er ekki nógu langur til þess!"
Það ætti að banna Timo Summa að stunda það að vera farandpredikari fyrir Evrópusambands-stórveldið, sem vill gleypa lýðveldið Ísland og taka hér æðstu völd og setja lög sín sem hin æðstu lög.
Þetta hefur hann þó gert, sbr. hina eitilsnjöllu grein Tómasar Inga Olrich, Summa diplómatískra lasta, í Mbl. 2. apríl sl. Þar segir okkar reyndi, fyrrverandi sendiherra í París meðal annars:
Með framferði sínu kemur sendiherra ESB fram við Íslendinga eins og þjóðin sé ekki sjálfstæð og fullvalda. Hann hefur að engu þær reglur sem ESB hefur undirgengist. Yfirmenn hans í Brussel virðast ekki hafa áhyggjur af því og eru því samábyrgir fyrir lögleysunni.
Tómas Ingi minnir á, að Evrópusambandið hafi "skuldbundið sig til að hlíta reglum Vínarsáttmálans" um diplómatísk tengsl ríkja (1961), þar með talið "að virða þá reglu, sem er að finna í 41. grein Vínarsáttmálans og kveður á um að sendinefndunum ber skylda til að blanda sér ekki í innri málefni þess ríkis, þar sem þær starfa og virða lög og reglur heimlandsins. Þessi regla hvílir þyngst á sendiherranum sjálfum, þar eð ábyrgð hans er mest," segir Tómas Ingi.
En hvernig eru efndirnar? Lesið hér, orð Tómasar Inga:
- Halda mætti að utanríkisráðherra Íslands væri ókunnugt um þessar reglur. Sendiherra ESB, Timo Summa, fer hér um sveitir, á vegum Evrópustofu, sem hefur það að markmiði samkvæmt yfirlýsingu forstöðumanns stofunnar "að hafa ekki áhrif á umræðuna". Sendiherrann segir á hinn bóginn, að hann ætli að "skapa" umræðuna. Það virðist ekki vefjast fyrir neinum innan Evrópustofu að þessar yfirlýsingar ganga í kross.
- Sendiherrann sjálfur hagar sér eins og þingmaður í aðdraganda kosninga: hann heimsækir fyrirtæki, ræðir við atvinnurekendur og rekur áróður fyrir ESB ... (Leturbr. hér.)
Grein Tómasar Inga er miklu lengri og afhjúpar ólögmæti aðgerða sendiherrans og ESB. Lesið greinina HÉR.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Borgarafundur með sendiherra ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2012 | 03:43
Austurrískur lögfræðingur: Framkvæmdastjórn ESB myndi líklega ÓGILDA tvíhliða viðskiptasamninga Íslands við lönd utan ESB
Þetta kom fram í erindi hans, Niklas Maydell, á opnum fundi Lagastofnunar Háskóla Íslands á fimmtudag. Fréttablaðið sagði frá (sjá hér).
- Maydell benti á að með gildistöku Lissabon-sáttmálans 2009 hefði vald yfir gerð tvíhliða viðskiptasamninga færst frá aðildarríkjunum til leiðtogaráðs ESB. Íslensk stjórnvöld gætu því eftir inngöngu ekki gert slíka samninga við önnur ríki nema í gegnum ESB ...
- Þar sem Ísland hefði ... ekki verið í ESB fyrir gildistöku Lissabon-sáttmálans væri líklegt að framkvæmdastjórn ESB myndi ógilda viðskiptasamninga Íslands eftir aðild nema samið yrði um annað í aðildarviðræðunum.
Það er eins gott að menn hafi þetta á hreinu. --JVJ.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 04:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2012 | 20:19
Ólögleg Evrópusambandsáróðursstofa opnuð á Akureyri
Þetta gerðist í dag. Undarlegt er, að hún fái inni í Norrænu upplýsinga-skrifstofunni á Akureyri og að formaður Norræna félagsins á Íslandi, stjórnarformaður Norrænu upplýsingaskrifstofunnar, taki þátt í því að klippa á borða í tilefni opnunarinnar, ásamt Timo Summa, þeim sendiherra ESB á Íslandi, sem þegar hefur sætt harðri, réttmætri gagnrýni vegna áróðursferða sinna um Ísland í trássi við alþjóðareglur um skyldur sendiráða.*
Norræna félagið á Íslandi á að vera hlutlaust, ekki hlutdrægt gegn fullveldi okkar. Væri ekki minnt á þetta hér á þessum vef okkar með vefslóðina fullveldi.blog.is, stæði hann illa undir nafni.
- Í fréttatilkynningu kemur fram að þar muni gestir hafa aðgang að upplýsingaefni, bæði almennu kynningarefni sem og fræðilegum bókakosti um ESB, ásamt því sem fólki stendur til boða að setjast niður við tölvu og sækja sér upplýsingar um ESB og starfsemi þess á vefnum.
Það er enginn vegur fyrir Evrópusambandið að reyna að telja Íslendingum trú um, að hin rangnefnda** "Evrópustofa" hafi það efst á blaði að vera með nauðsynlegar, hlutlægar upplýsingar fyrir almenning um "kosti og galla" Evrópusambandsins. Þar verður það ekki haft áberandi, jafnvel ekki sýnilegt, sem mælir eindregið gegn "Evrópusambandsaðild". Eða hver ímyndar sér, að meðal þess fyrsta, sem menn reki þar augun í, verði þetta:
- Ísland verður svipt sjálfsforræði með "aðildinni";
- Esb. tekur sér alræðisvald yfir fiskveiðilögsögu milli 12 og 200 mílna;
- Ísland fengi 0,06% atkvæðavægi í leiðtogaráði Evrópusambandsins og í hinu volduga ráðherraráði þess, sem m.a. hefur æðsta löggjafarvald í sjávarútvegsmálum;
- Ísland gæti ekki neitað að taka upp nein lög frá ESB, jafnvel ekki þeim, sem væru í mótsögn við stjórnarskrá okkar -- fyrr myndi sjálf stjórnarskráin gefa eftir!
- Jafnvel þetta síðastnefnda atriði kemur skýrt fram í þeim ábyggilega "aðildarsamningi" sem þegar liggur fyrir og verður í öllum aðalatriðum fyrirmynd þess, sem gerður verður við hina pólitískt skipuðu "samninganefnd Íslands" í umboði ráðherra. Samt er stöðugt reynt að láta eins og "aðildarsamningurinn" sé einhver óráðin framtíðarsmíð og að menn geti gert sér vonir um eitthvað óvænt og yndislegt!
Og þetta eru bara nokkur meginatriði af mörgum, sem Timo Summa "gleymir" víst að segja frá á ferðum sínum um landið! Þeim mun frekar verður þagað um þetta í "Evrópustofunum" báðum.
Í gangi eru tvær kærur vegna ólöglegrar áróðursstarfsemi Evrópusambandsins á Íslandi. Við munum bráðlega upplýsa um stöðu þeirra mála.
* Sbr. hér:
** Ísland, Noregur, Sviss, Georgía, Úkraína, Azerbaídsjan og Rússland eru í Evrópu ekkert síður en Evrópusambandið! Þetta síðastnefnda nær ekki yfir nema 42,5% af Evrópu, 43% þegar Króatía er komin inn!
Jón Valur Jensson.
![]() |
Evrópustofa opnuð á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 8.5.2012 kl. 04:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)