Rúv: Blikur á lofti innan ESB (tími til kominn að viðurkenna það! en skoðið hér horfurnar!)

  • "Undanfarin misseri hafa leiðtogar Sambandsins sjálfir sagt nauðsynlegt að auka samvinnu í efnahagsmálum. Það þýðir í raun aukið yfirþjóðlegt vald, í raun evrópskan fjármálaráðherra í Brüssel. Sambandið tæki á sig mynd sambandsríkis í stað ríkjasambands.
  • Aukin samvinna kynnt fyrir áramót
  • Olli Rehn, efnahagsmálastjóri sambandsins, hefur undanfarna daga veitt viðtöl um allan heim til að lýsa þessari framtíðarsýn. Fyrir áramót verði kynnt hvernig samvinnan verði aukin. Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, sagðist í síðustu viku hafa af því miklar áhyggjur að Bretland gengi úr sambandinu yrði þessi leið fyrir valinu, þar sem almenningur myndi hafna henni í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hætt er við að almenningur ætti víðar í erfiðleikum með að sætta sig við þessa lausn. Það er því ljóst að breytingar blasa við, en hverjar þær verða er erfiðara að segja til um. Enginn veit hvernig Evrópusambandið lítur út að ári." (Ruv.is og Sjónvarpsfréttir kl. 19 í kvöld, nánar hér: Blikur á lofti innan ESB; feitletrun með rauðu er mín, jvj.)

Fráleitt teljum við í Samtökum um rannsóknir á Evrópusambandinu (ESB) og tengslum þess við Ísland að leyfa inntöku íslenzka ríkisins í Evrópusambandið. Enn fráleitara er það augljóslega í flestra augum, þegar sambandið er á breytingaskeiði og virðist beinlínis stefnt í það af kommissörum sínum (eins og Rehn og Füle, auk Barrosos og Rompuys) að stórauka miðstýringu og yfirþjóðlegt vald ESB. Þeim mun meira yrði fullveldisframsalið, og síðan er alltaf hægt að halda áfram lengra, m.a. með því að nýta víðtækar valdheimildir Lissabon-sáttmálans til að ráðskast með orkuauðlindir meðlimaríkjanna.

Jón Valur Jensson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Má ekki til þess hugsa,en mikið fór Þorsteinn Pálsson í taugarnar á mér í sjónvarpinu í kvöld,hann kemst auðvitað að hjá Ruv. til að tjá sig hvenær sem er.

Helga Kristjánsdóttir, 15.8.2012 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband