Andstaða við inntöku Íslands í Evrópusambandið átti sinn mikilvæga þátt í sigri forsetans

Forsetakosningarnar snerust ekki aðeins um þá lýðræðisbyltingu, sem Ólafur Ragnar talar réttilega um og fólgin var í virkjun málskotsréttarins og úrskurði þjóðarinnar í Icesave-málinu, heldur einnig um ESB-málin, eins og fram kom í viðtali forsetans við Lóu Pind Aldísardóttur á Bylgjunni nú í hádeginu.

Ólafur sagðist þar myndu tryggja, að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu verði endanleg, en ekki bara ráðgefandi. Þá kvaðst hann áfram myndu halda við að hugsa og ræða um Evrópusambandsmál og deila þeim hugsunum sínum með þjóðinni, eins og hann gerði þegar hann benti á, að í nánast allri Norður-Evrópu og allt frá Grænlandi, Íslandi, Færeyjum, Bretlandi og austur um alla Skandinavíu fyrirfyndist engin evruþjóð, það væri ekki fyrr en komið væri til Finnlands, sem evran hefði verið tekin upp sem gjaldmiðill; hún væri fyrst og fremst í notkun á meginlandinu (sunnan Norðursjávar og Eystrasalts).

Hann sagði forsetann ekki eiga að verða foringi annarrar hreyfingarinnar, með og móti inngöngu í Evrópusambandið, en deila hlyti hann þekkingu sinni með þjóðinni.

  • Þá sagði Ólafur umræðu um bakland hans vera á nokkrum villigötum. Stuðningsmenn hans hefðu komið úr öllum stjórnmálaflokkum en ekki aðeins úr flokkum í stjórnarandstöðunni. (Mbl.is.)

Þetta er algerlega rétt, en Rúv-Sjónvarpið reyndi mikið til þess í nótt að klína því á forsetann, að eina fagnaðarsamkoma stuðningsmanna hans hefði verið í Valhöll. Þar var þó aðeins um 20-30 ungmenni að ræða, sannarlega vökul og hress, en það voru menn líka á þúsundum heimila heitra stuðningsmanna Ólafs Ragnars nú í nótt og á þessum gleðinnar sunnudegi. Smile  Wizard

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Krafa um aukið lýðræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Jónsson

Tek undir þessa skoðun með heilum hug. Þettað er önnur vinstri stjórnin sem ég lifi, þær hafa mis-víðar brækur að gera í, þessi síðari mun víðari, en, plássið dugar þó ekki lengur en rétt framyfir næstu kosningar.

Björn Jónsson, 1.7.2012 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband