Tíu aflóga nýlenduveldi ráða lögum og lofum í Evrópusambandinu

Af 27 ríkjum Evrópusambandsins eru ekki færri en tíu fyrrverandi nýlenduveldi. Þessi tíu ríki munu (frá 1. nóv. 2014) ráða 73,34% atkvæðavægi í hinu volduga ráðherraráði ("ráðinu") og leiðtogaráði Evrópusambandsins, en hin 17 ríkin, saklaus af nýlendustefnu, munu ráða þar 26,66% atkvæðavægi! Litla Ísland fengi þar 0,06% atkvæðavægi, en verður vonandi aldrei partur af þeim stórveldaklúbbi.
 
Þessi tíu aflóga nýlenduríki í Evrópusambandinu eru:
  1. Spánn, með 9,17% atkvæðavægi í ráðherraráðinu frá 1.11. 2014. Nýlendur Spánar voru mestöll Suður-Ameríka (nema einkum Brasilía), Mexíkó, Texas, Spænska Sahara, Filippseyjar, Spænsku Vestur- og Austur-Indíur o.fl. landsvæði.
  2. Stóra-Bretland (mesta nýlenduveldið um tíma, harðskeytt mjög), með 12,33% atkvæðavægi í ráðinu frá 2014.
  3. Frakkland (með geysimiklar nýlendur, m.a. mikið af Kanada og drjúgan hluta núverandi Bandaríkja Ameríku, einnig stóran hluta Norður-Afríku o.fl.), fer með 12,88% atkvæðavalds í ráðherraráði Evrópusambandsins.
  4. Portúgal, með 2,13% atkvæðavægi í ráðherraráði Esb. (Brasilía, Moçambique, Angóla, Cape Verde, Macao o.fl.).
  5. Ítalía, með 12,02% atkvæðavægi í ráðinu (Eþíópía, Sómalía, Líbýa; fasistaríkið var mjög virkt í að bæta við sig nýlendum í valdatíð Mussolinis, sem einnig gerði innrásir í Albaníu og Grikkland, við lítinn orðstír).
  6. Þýzkaland, með 16,41% atkvæðavægi í ráðinu frá 1.11. 2014 (hér er jafnan miðað við þá dagsetningu, sem er fyrir fram ákveðin í Lissabon-sáttmálanum og felur í sér gífurlega valdaukningu stærstu ríkjanna í ESB.). Um nýlendur Þjóðverja, sjá HÉR, en þær voru SV-Afríka (Namibía og hluti núv. Botswana), þýzka Austur-Afríka (Deutsch-Ostafrika), þ.m.t. Tanganjika og núverandi Rúanda og Búrúndí og þýzka Vestur-Africa (Deutsch-Westafrika), þ.e. Kamerún og Togoland, lönd sem a.m.k. frímerkjasafnarar eiga að muna eftir (og voru þó engin smásmíði).
  7. Holland, með 3,30% atkvæðavægi í ráðherraráðinu (Hollenzku Austur-Indíur, hollenzka Guiana, Mauritius, hollenzka Nýja-Gínea o.m.fl.).
  8. Belgía, með 2,15% atkvæðavægi í ráðinu (Belgíska Kongó, Ruanda-Urundi o.fl.); Leópold Belgjakonungur var alræmdur sem grimmur nýlenduherra á 19. öld.
  9. Danmörk, með 1,10% atkvæðavægi í ráðherraráði Evrópusambandsins, með nýlendur í Vestur-Indíum o.v.
  10. Svíþjóð, með 1,85% atkvæðavægi í ráðinu frá 2014 (sjá um nýlendur Svía í 118 ár HÉR).
Svo vill Evrópusambandið innbyrða Tyrkland og Rússland, en einnig þau ríki eru fyrrverandi nýlenduveldi! Við inntöku þeirra myndi atkvæðavægi Íslands hrökkva a.m.k. niður í 0,04%, en atkvæðahlutur hinna 12 fyrrverandi nýlenduvelda færi langt upp fyrir 80%.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband