15% í netkönnun mjög hlynnt inngöngu Íslands i ESB, en 67% mjög andvíg!

Þetta kom í ljós í könnun Vísis.is, Bylgjunnar (Reykjavík síðdegis) og Stöðvar 2, birtri 4. júlí sl. 3% voru hlutlaus, en "nokkuð hlynnt" voru 8% og "nokkuð andvíg" 7%. Það sem stendur upp úr er afstaða hinna eindregnu: meira en fjórfalt fleiri eru þar í andstöðu við ESB-stefnuna í stjórnarráðinu heldur en hinir, sem hlynntir eru Össurarstefnunni. 74% vilja enga "inngöngu" í ESB.

Áberandi grafið segir sína sögu:

 

Þetta eru ánægjuleg tíðindi af fjölmiðlavettvangi Baugsmiðla. Jafnvel þar er höfnun stefnu Össurar og Jóhönnu nánast eins skýr og verða má. Og ekki var þátttakan lítil: 2.072.

Jón Valur Jensson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sannarlega gleðifregn fyrir okkur andstæðinga inngöngu í ESB:

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.7.2012 kl. 19:26

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jón Valur Jensson, 21.7.2012 kl. 20:40

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er ekki hægt að láta þau lafa lengur, ef þetta lið á alþingi fer ekki að hundskast til að bera upp vantrauststillögu,til að bjatga einhverju áður en Evrópa fer í þrot.

Helga Kristjánsdóttir, 22.7.2012 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband