Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012

Allir búast við Grexit, en Brixit gæti orðið fyrr en varir. Bretar vilja þjóðaratkvæði.

Fjárfestingarbankinn Nomura telur vaxandi líkur á, að Bretland gangi úr ESB. Í áhættumati sínu til viðskiptavina telja skilgreinendur bankans að líkurnar hafi aukist á þjóðaratkvæðisgreiðslu um veru Bretlands í ESB fyrir 2015, sem gæti orðið bresku stjórninni að falli.

Skýrslan er skrifuð af fyrrum breskum sendiherra og ráðgjafa Tony Blair, Alistair Newton. Hann segir, að ekki verði komist hjá, að þjóðaratkvæðagreiðsla í Bretlandi leið til úrsagnar Bretlands úr ESB nema að undangengnum tryggingum fyrir mikilli eftirgjöf ESB á aðildarskilmálum Bretlands.

"Það verður erfitt att tryggja "inni" atkvæði burtstéð frá því, hvernig spurningin verður orðuð."

Þetta er fyrsta þekkta áhættugreining um brotthvarf Bretlands úr ESB, sem gerð er af fjármálafyrirtæki á borð við Nomura.

Douglas Carswell þingmaður segir í viðtali við City A.M.: "Mér finnst dásamlegt að sjá, að City og bankarnir eru að byrja að átta sig á raunveruleikanum. Brixit verður - ólíkt Grexit - gert í sterkri stöðu, sem er mjög gott. Það gerir okkur kleyft að snúa hraðar aftur að velgengni og verslun við heiminn."

Baráttuhópur um þjóðaratkvæði í Bretlandi, The People's Pledge, stóð nýlega fyrir tveimur skoðanakönnunum í tveimur kjördæmum Manchesterborgar, Cheadle og Hazel Grove. Í Cheadle vildu 86,6% fá þjóðaratkvæði en 13,2% voru á móti. Tæplega 16 þús. tóku þátt í könnuninni. Í Hazel Grove vildu 88,5% þjóðaratkvæði en 11,5% voru á móti. Um 13,5 þús manns tóku þátt í könnuninni þar.

Þrýstingurinn eykst með hverjum degi á bresk stjórnvöld að láta fara fram þjóðaratkvæði um veru Bretlands í ESB. / gs 


Atvinnuleysi þýzkra ungmenna lægst innan ESB. Atvinnuleysi grískra ungmenna um 55%.

Í gær birti gríska hagstofan ELSTAT tölur sem sýna nýtt met í atvinnuleysi Grikkja upp á 23,1% í Maí. Það er 6,3% aukning atvinnuleysis á einu ári. Tæplega 55% grískra ungmenna á aldrinum 15 til 24 ára eru nú án atvinnu og nemur aukningin nær 10% miðað við fyrra ár.

Reuters segir frá því, að atvinnuleysi ungmenna sé hvergi lægra innan ESB en í Þýzkalandi um 7,9%. Jafnframt upplýsa þýzkir atvinnurekendur, að Grikkjum sem vinna í Þýzkalandi hafi fjölgað um tæp 10% á einu ári.

European Youth Forum í Brussel telur, að yfir 100 miljarðir evra glatist árlega vegna félagslegra útgjalda og annars kostnaðar sem rekja má til vanafskipta af málefnum unga fólksins. Mælandi æskulýðssamtakanna Hellenic National Youth Council, Armodios Drikos, segir að heil kynslóð Grikkja sé að glatast. "Mjög margir félaga minna hafa flutt till Þýzkalands, Belgíu og Swiss," segir Drikos.

Grikkland er nú inni á fimmta ári samfellds samdráttar og allar aðstæður fara dagversnandi. Ilias Iliopoulous ritari Bandalags starfsmanna ríkisins ADEDY varaði við mótmælum í næsta mánuði í Thessalóníki, þar sem forsætisráðherra Grikklands af hefð heldur sínar árlegu fjármálaræðu.

"Jafnvel þótt ríkisstjórnin sjái, að við erum að nálgast eina og hálfa miljón atvinnulausra, vill hún bæta við þá tölu. Það er algjörlega afskræmd og óhaldbær stefna. Við erum að undirbúa 8. september í Thessalóníki og ég reikna með, að við verðum með ein stærstu mótmæli, sem nokkru sinni hafa áður verið efnt til," sagði Iliopoulos. 

Vegna atvinnuleysis hafa skattatekjur gríska ríkisins fallið skarpt og einnig vegna mikilla lækkunar launa hjá þeim, sem enn halda vinnu sinni. Hrun fyrirtækja hefur einnig valdið minni skattatekjum. /gs


Monti ætlar að "bjarga Ítalíu frá efnahagshruni." AGS skammar Svía fyrir sparnað.

Ítalía rambar á barmi efnahagslegs hruns. Allar tölur benda í ranga átt og skattatekjur ítalska ríkisins halda áfram að minnka og skera verður útgjöld til að reyna að koma fjármálum í jafnvægi. Það verður því enginn hægðarleikur fyrir Mario Monti að reyna að halda landinu á floti.

Í síðustu viku skammaði AGS Svía fyrir að spara of mikið. AGS vill að sænska ríkið taki meiri lán og eyði peningunum til að "stuðla að jafnvægi í efnahagsmálum heimsins." Sænska ríkisstjórnin hefur verið sparsöm með peningana og greitt niður ríkisskuld Svía, samtímis sem skattar hafa lækkað og kaupmáttur aukist. Sænska ríkið getur lánað á 1,3 % vöxtum í dag, sem þýðir nánast að lánardrottnar borgi með lánunum. Mikill peningaflótti frá sökkvandi evru hefur leitað til tryggari gjaldmiðla og er sænska krónan einn þeirra. Að Svíar fari að hlaupa eftir taugaveikluðum "ráðum" AGS er ósennilegt. Svíar eru ánægðir með sparnað ríkisstjórnarinnar og almenningur hefur byrjað að spara peninga í svo stórum stíl að slíkt hefur varla sést áður, yfir 41 miljarði sek voru lagðir inn á sænsku bankana í júni og er hluti þess endurgreiðsla ofgreiddra skatta. Hafa yfir 55 miljarðir sek verið settir inn á bankana frá áramótum og samanlagður sparnaður í lok júní í Svíþjóð um 1.179 miljarðir sek.

Séð í tíu ára samhengi afturábak virðist Ítalía vera lélegasta ríki evrusvæðisins og er í dag á hælunum á verstu kreppulöndum í Evrópu: Grikklandi og Spáni. Monti gerði eins og íslenskir kratar og hækkaði skattana, sem virkar nákvæmlega eins á Ítalíu og á Íslandi: malbikað yfir kaupgetu almennings. Áhuginn á að greiða skatta til ríkisins hefur snarminnkað.

Vincenzo Bova, hjá MPS Capital í Flórens segir við Reuters, að "fjárfestingar og neysla hríðminnki, bæði hjá einkaaðilium og opinberum stofnunum." Sérfræðingar sjá ekkert ljós í nánustu framtíð fyrir suðurevrópska stígvélið.

Samtök atvinnurekenda Confindustria reiknar með að ítalski efnahagurinn dragist saman um 2,4% sem er helmingi meira en opinberar tölur segja -1,2%.

Mario Monti segir sig þurfa "siðferðilegan" stuðning Þjóðverja og annarra ESB-ríkja til að geta haldið áfram að leysa efnahagsvandann. Vextir upp á 6% er ekki rétta svarið við bænakalli Monti um að fá stuðning við stefnu sína. Monti hefur þá hótað því, að stjórnmálakreppan á Ítalíu muni enda í nýrri ríkisstjórn, sem verður andsnúin ESB og með engan áhuga á að bjarga efnahag landsins.  

"Ég hef áhyggjur af vaxandi andúð á evrunni og andþýzkum tilfinningum þingsins í Róm. En ég verð áfram í embætti fram í apríl 2013, ef allt gengur eftir. Ég vonast til að geta aðstoðað við að bjarga Ítalíu frá efnahagslegu hruni með siðferðilegum stuðningi frá vissum evrópskum vinum sérstaklega Þýzkalandi," sagði Monti í viðtali við Spiegel.

Efnahagur Ítala dregst saman með sama hraða og vinsældir Montis samkvæmt síðustu skoðanakönnunum. /gs 

 


Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn vill að evrulöndin afskrifi skuldir Grikklands. AGS ætlar ekki að afskrifa sín lán.

Wall Street Journal segir frá því, að ekki sé einhugur innan Alþjóða gjaldeyrissjóðsins um geysiháar lánsupphæðir til evrusvæðisins. Núna þrýstir sjóðurinn á ríkisstjórnir evrulandanna að gera meira til að létta neyðarlánsbyrðarnar á Grikklandi. Þrýstingurinn frá AGS kemur í kjölfar þess, að ljóst er nú, að Grikkland getur ekki uppfyllt markmiðin fyrir lánveitingunni, sem landið fékk fyrr í vor.

AGS vill, að skuldir Grikklands verði lækkaðar í "viðráðanlega" stærð, sem þýðir þá m.a. að opinberir lánveitendur verða að afskrifa hluta skuldanna, sem evrulöndin eru mótfallin að gera. Evrulöndin hafa hingað til lánað um 127 miljarða evru til Grikklands, sem Grikkland hefur notað til að borga lán hjá aðallega þýzkum og frönskum bönkum. Með þessu fer AGS fram á, að skattgreiðendur evrulandanna taki á sig að borga skuldir fyrir Grikki, sem bankar og fjármálafyrirtæki bera ábyrgð á að hafa lánað út.

Samkvæmt upplýsingum WSJ hefur AGS lagt til margar tillögur um að lækka ríkisskuldir Grikklands niður í 100 % af þjóðarframleiðslu Grikkja ár 2020, sem er mun lægri skuld en þau 120 %, sem lánveitendur samþykktu í febrúar s.l. Ein hugmyndin er sú, að Seðlabanki Evrópu og ríkisstjórnir evrulandanna afskrifi grísk ríkisskuldabréf í eigu sinni um 30%. Önnur hugmynd er að evruríkin afskrifi beint núverandi lán sín til Grikklands. AGS samþykkir þó engar afskriftir af sínum lánum til Grikklands.

Samkvæmt heimildum bíða evruríkin eftir niðurstöðu stjórnskipunardómstóls Þýzkalands, hvort ESM-sjóðurinn samrýmist stjórnarskrá Þýzkalands, áður en lengra verður haldið. 

Öllum er þó ljóst, að þegar Grikkland getur ekki uppfyllt efnahagsáætlun sína, verður Grikkland að yfirgefa evrusvæðið. /gs


mbl.is Brotthvarf Grikklands viðráðanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dr. Doom varaði þegar í maí við "fullkomnum stormi" seinna í ár

Nouriel Roubini, sem þekktur er sem Doktor Doom, sagði í maí við opnun ráðstefnunnar Skybridge Alternative, að fjórir óheppilegir þættir gætu samverkað við myndun hins fullkomna storms, sem hótaði efnahagskerfi alls heimsins næsta ár.

Dr. Doom reiknaði með að áframhaldandi fjárhagserfiðleikum í Evrópu og USA og hernaðarátökum í Íran ásamt því að efnahagur Kína mundi dragast saman.

"Ef þú leggur saman þetta allt, vandamál evrusvæðisins, USA og Kína, þá færðu hrun næsta ár," sagði Roubini við fjárfesta í maí. Hann spáir því, að verðbréfamarkaðir USA falli kröftulega fyrir árslok í ár.

Roubini kallar Ólympíuleikana í London fyrir fjárhagsleg mistök. Bretland berst við slæman hagvöxt og háar atvinnuleysistölur og Ólympíuleikarnir áttu að verða dragplástur fyrir ferðamannaiðnaðinn. En mannfjöldinn hefur hingað til verið fjarri verslunarmiðstöðum, hótelum og veitingastöðum Lundúnarborgar. Í staðinn hafa búðareigendur kvartað undan færri viðskiptavinum á meðan Ólympíuleikarnir standa yfir.

"London er alveg tóm: hótel, veitingahús og götur. Zombíborg," twittraði Roubini. Hann sakar ráðamenn um að hafa hrætt bæði ferðamenn sem og íbúa borgarinnar. Fyrir leikina vöruðu yfirvöld við því, að umferðateppa yrði í borginni, sem leiddi til þess að margir Lundúnaríbúar yfirgáfu borgina á meðan Ólympíuleikirnir standa yfir. /gs


mbl.is Evruvandinn geti sundrað Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við verðum að undirbúa okkur fyrir komandi Evrópustorm

Þannig hefst grein, sem skrifuð er af íhaldsþingmanninum Dominic Raab í Telegraph 4. ágúst. "Við verðum að undirbúa okkur fyrir komandi Evrópustorm" er viðvörun Raab til samlanda sinna í Bretlandi.

"Grikkland vantar tugi miljarða evra til að halda sér á floti, Spánn er tilbaka á hættusvæðinu og loforð Hollande um skatta á hærri tekjur og fyrirtæki ásamt lægri ellilífeyrisaldri geta grafið Frakkland dýpra í gröf ríkisskulda. Kosningar í Hollandi í næsta mánuði kynda undir skoðanir um að hætta stuðningi við gjaldþrota evruríki á sama tíma og 200 þýzkir hagfræðingar hafa varað Merkel kanslara við "þjóðnýtingu" slæmra evrópskra skulda.

Hinn fjárhagslegi og pólitíski raunveruleiki beinir sjónum að endurskipulagningu eða sundurliðun evrusvæðisins. Hver sem útkoman verður, þýðir hún fjárhagslega áhættu fyrir Bretland, sem einnig tengist pólitískum möguleikum. Hvernig eigum við að undirbúa okkur?" spyr Dominic Raab.

Dominic Raab segir, að stærsta hættan fyrir Breta sé dómínóáhrifin ef eitthvert ríki evrusvæðisins fari úr því eða verði gjaldþrota." Í ár ná skuldir breskra banka 448 % af þjóðarframleiðslunni. Sameiginleg binding breskra banka til Írlands, Spánar, Ítalíu, Portúgals og Grikklands eru um 190 miljarðar breskra punda - stærri en sambærileg binding þýskra banka. Skattgreiðendur hafa ekki efni á nýrri skuldbindingarumferð og geta heldur ekki afborið slíkt eftir Libor-skandalinn."

Dominic Raab telur, að vegna stöðugra breytinga á meginlandinu munu pólitísk tækifæri skapast fyrir Bretland til að hefja úrsagnarferil Breta eða a.m.k. að endursemja um betri kjör. Dominic bendir á að 54 % vilji, að Bretar gangi úr ESB en aðeins 20 % séu því mótfallnir. Hann leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu í tveimur áföngum: þá fyrri til að veita stjórnmálamönnum umboð til endursamninga og þá síðari til að samþykkja nýjan samning eða úrgöngu úr Evrópusambandinu. 

"Það eru engar áhættulausar útkomur í stöðinni á þessum óvissutímum. Besti undirbúningurinn fyrir komandi Evrópustorm er að halda sér að þeim fjárhagslegum og pólitískum verkfærum, sem Bretland getur stjórnað." /gs


Frakkland á leiðinni í hyldýpið

Eftir að fregnir berast af lækkun lánshæfileika 15 ítalskra banka kemur röðin næst að Frökkum. Franskir bankar eru þungt settir vegna evrukreppunnar í Suður-Evrópu og lánakjör þeirra geta ekki haldið áfram án þess að vextir hækki. Hagnaður bankanna hrynur, t.d. tilkynnti Société Général-bankinn um 42% minni hagnað á öðrum fjórðungi ársins miðað við sama tíma í fyrra. Alcatel-Lucent kynnti um tap upp á 254 milljónir evra á öðrum ársfjórðungi. 

Stóraukið rekstrartap stórra iðnaðarfyrirtækja í bílaiðnaði og öðrum greinum leiðir í byrjun til uppsagna fólks í tugþúsundatali. Peugot tapaði nettó strax undir einum milljarði evra á fyrri helming ársins og segir upp 8000 í Frakklandi í fyrstu uppsagnarlotunni. Saint-Gobain, eitt af stærstu fyrirtækjum heims á sviði glerafurða og annarra sérefna, missti 34% af tekjum á fyrstu sex mánuðunum miðað við sama tíma í fyrra. Hjá Renault lækkuðu tekjurnar yfir 1,25 milljarða evra. Sementsframleiðandinn Lafarge tapaði heilum 72% af hagnaði og ætlar að segja upp yfir 5000 manns í Frakklandi. Flugfélagið Air France-KLM tapaði 895 milljónum evra á öðrum ársfjórðungi í ár.

Samtímis hefur franska ríkisstjórnin þurft að endurskoða og skera niður allar tölur um hagvöxt, sem eru í augnablikinu um 0,3%. Ekki er ólíklegt að þessar tölur breytist hratt komandi mánuðina, þegar kreppan nær tökum á frönsku efnahagslífi. Ríkisstjórn Hollande segist vilja koma hjólunum í gang en há skuldastaða Frakklands nær brátt 90% af þjóðarframleiðslu og verður ekki aukin nema með ærnum vaxtahækkunum, sem setja þá Frakkland í sömu stöðu og Ítalíu og Spán. Aukinn kostnaður vegna atvinnuleysis eykur heldur ekki svigrúm ríkisstjórnarinnar til að koma með nýjar endurbætur. Hollande hefur hækkað skatta til að auka tekjur ríkisins í stað þess að draga niður útgjöldin. Það mun leiða til minni neyslu og samfara minni tekjum heimilanna verður útkoman vel þekkt: neikvæð hringiða beint í hyldýpið.

Hrun bílaiðnaðarins kemur til með að kosta minnst hálfa milljón manns atvinnuna, segir Bloomberg og bendir á erfiðleikana hjá Peugeot, Citroën og Fíat. EF það reynist rétt, þá hafa samtals 800 þús. manns misst atvinnu í greininni síðan 2007. 

gs 


mbl.is Lánshæfi 15 ítalskra banka lækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki meiri peninga frá Þýzkalandi til gjaldþrota evruríkja, Herra Draghi!

Ekki meiri peninga frá Þýzkalandi til gjaldþrota evruríkja, Herra Draghi! er fyrirsögn þýzka Bild í dag.

Þessi skilaboð sýna, að þolinmæði Þjóðverja er á þrotum, vegna fyrirhugaðra stórkaupa Seðalabanka Evrópu á ríkisskuldabréfum gjaldþrota ríkja ESB á borð við Spán, Grikkland og næst Ítalíu. Seðlabankastjórinn lofaði stórt í fyrri viku og boðaði, að SE hefði möguleika á að fjármagna skuldabréfakaup í stórum stíl, sem nægði til að lækka lánavexti gjaldþrota ríkja. 

Evrópuvaktin birtir frétt um málið í dag og vitnar í forsíðuleiðara Handelsblatt í dag, sem segir: „Hlutverk SE hefur gjörbreyst undir forystu Marios Draghis [...] bankinn hefur orðið leynileg valdamiðstöð evru-svæðisins. [...] Stjórnmálamenn eru ekki lengur í forystu við að hemja kreppuna, forystan er hjá SE.“

Carl Hammar, yfirmaður hjá fjármáladeild Skandinaviska Enskilda Banken segir í viðtali við Dagens Industri, Svíþjóð í morgun, að "Markaðurinn er mjög taugaóstyrkur núna. Yfirlýsingar Draghis í London í fyrri viku gaf of háar vonir. Áhættan á umtalsverðri óánægju er mikil."

Carl Hammar telur ekki, að það nægi fyrir Draghi að kaupa kreppuskuldabréf eða koma með ný lánatilboð. Carl Hammar varar við meiriháttar verðbréfafalli og stórhækkuðum vöxtum fyrir kreppulönd evrunnar, ef að Draghi tekst ekki að koma með nægjanlega kröftugar aðgerðir.

"Það þarf mun meiri og stærri aðgerðir en vaxtalækkunina í júlí. Vaxtavopnið er áhrifalítið núna. Það þarf allt önnur vopn," segir Hammer. 

SE hefur áður í kreppunni keypt skuldabréf frá hrjáðum löndum evrusvæðisins fyrir 211 miljarði evra. Draghi, sem varð seðlabankastjóri haustið 2011, hefur þar fyrir utan dælt inn samanlagt um 1.000 miljörðum evra í ódýr þriggja ára lán í banka evrusvæðisins, til að auka fjármálagetu bankanna och áhættusækni þeirra.

Óhætt er að segja að taugatitringur fjármálamarkaða bregst við, hver svo sem útkoman á fundi dagsins með SE verður.

gs 


mbl.is Mikil spenna í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaspur umboðslauss ESB-vinar á ráðherrastóli, m.a. um evru, ESB-fjárfestingar og sjávarútveg!

Össur Skarphéðinsson hefur ekkert umboð til að þykjast fulltrúi íslenzkra viðhorfa til evrunnar og Evrópusambandsins. Samt segir hann "það skoðun Íslendinga að þeir geti ekki haldið áfram inn í framtíðina með núverandi gjaldmiðil. Þeir þurfa nýjan gjaldmiðil sem verður stöðugur eins og evran verður í framtíðinni." -- Þetta er EKKI skoðun Íslendinga, við vitum nú betur: það horfir ekki vel fyrir "stöðugleikann" á evrusvæðinu, þetta er eitt mesta óróasvæði heimsins nú um stundir! -- jú, í efnahagsmálum (ekki stríðs), en fátt jafnast á við þann óróleika í heimi hér á því sviði.

Innantómt er því gaspur þessa einsýna utanríkisráðherra á frönsku sjónvarpsstöðinni France24 um gjaldmiðilsmálin, og það sama á við um þetta:

  • Össur sagði ennfremur að Íslendingar þyrftu á erlendri fjárfestingu að halda og reynslan sýndi að þegar lítil ríki gengu í Evrópusambandið ykist [fjárfesting frá hinum ESB-ríkjunum (á hér líkl. að standa, innsk. jvj.)] og þá einkum frá öðrum ríkjum sambandsins. (Mbl.is.)

Það er kannski tími til kominn að minna Össur á, að Samfylkingin hélt því fram fyrir kosningarnar 2009, að "það lagast allt bara við það að sækja um"!! Ekki rættist það nú, og traustið á Íslandi jókst ekki hætishót við það, og halda mætti, að ESB vinni markvisst að því að brjóta niður sjálfstraust og sjálfstæðis-vitund okkar og -viðleitni með því að "kenna" okkur að haga okkur rétt með því að hneigja okkur fyrir ofurkröfum þess til makrílsins og með yfirgengilegri frekju á sviði ólöglegs áróðurs þess og sendiherrans Timos Summa hér á landi. ENGAR nýfjárfestingar frá ESB-ríkjum fylgdu í kjölfar umsóknarinnar, þótt einnig Össur hefði verið með þessi ódýru áróðursbrögð að veifa miklum ávinningi bara af umsókninni sjálfri!

Hér má ennfremur vitna í orð Jóns Lárussonar lögreglumanns (sem ætlaði í forsetaframboð) á Moggabloggi hans:

Samfylkingin mun ásamt öðrum ESB-sinnum halda því fram að bara við það eitt að hefja viðræður, muni traust alheimsins aukast svo á okkur að gjaldeyrir muni fljóta inn í landið í formi erlendrar fjárfestingar, að öllum okkar áhyggjum muni verða varpað út í hafsauga. Bara það að hefja viðræður muni breyta öllu. ... Bara smá-pæling: Ef það að hefja viðræður er svona rosalega flott, af hverju eru fulltrúar alheimsins ekki á fullu að dæla pening inn í írskan og spænskan efnahag, þeir eru jú nú þegar inni??? Er fólk virkilega að halda það að fjárfestar vilji frekar fjárfesta hjá vonabís, heldur en þeim sem þegar eru komnir í klúbbinn? Írar hafa hafa ekki staðið frammi fyrir auknu fjármagni, heldur öfugt, erlend fyrirtæki hafa verið að loka starfssemi sinni í landinu með tilheyrandi atvinnuleysisaukningu.

Sjáið ennfremur ósvífin rökleysu-áróðurstök Össurar á því að glíma við spurningu fréttamanns France24:

  • Spurður um mikla andstöðu við inngöngu í Evrópusambandið í röðum íslenskra sjómanna sagði Össur hana í raun ekki vera hjá sjómönnunum sjálfum heldur hjá útgerðarmönnum sem væru öflugustu andstæðingar inngöngu í sambandið á Íslandi. „Þeir vilja sitja einir á Íslandi og ekki standa í neinni samkeppni, skiljanlega,“ sagði Össur.

Maðurinn á að vita, að 2/3 íslenzku þjóðarinnar eru andvígir "inngöngu" landsins inn í þetta Evrópusamband og að andstaðan er meiri, ekki minni, meðal sjómanna heldur en menntastétta, og ennfremur er meiri andstaða við allt hans ESB-brölt úti á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Það er því fáheyrð fölsun að láta sem sjómenn séu ekki jafnvel andvígari ESB-innlimun heldur en hið háa hlutfall meðal þjóðarinnar allrar. Þeir, sem eru mjög andvígir ESB-inngöngu, eru ennfremur um eða yfir fjórum sinnum fleiri en þeir, sem eru mjög hlynntir slíkri "inngöngu", sbr. hér!

  • Þá hafnaði hann því sem goðsögn að miðin í kringum landið fylltust af togurum frá Spáni og Portúgal ef Ísland gengi í Evrópusambandið. "Þá goðsögn er aðeins hægt að drepa við samningaborðið."

Engin rök fylgja þessum fullyrðingum hans. Það er eins og hann þekki ekkert til grunnreglna Evrópusambandsins um jafnan aðgang ESB-þjóða að miðunum og aðrar íþyngjandi reglur þar, sbr. samantekt hér. Össur gengur ennfremur allsendis fram hjá reynslu Norðmanna í seinni "aðildar"-viðræðum þeirra 1993-1994, en þeir fengu þá engu þokað frá þessum grunnreglum, fengu aðeins örfárra ára aðlögunartíma, enda hafnaði norska þjóðin samningunum.

Þá er það ennfremur sjálfvalinn "strámaður" Össurar þegar hann slæst við þá sjálfvöldu karikatúr-hugmynd sína, hvort Íslandsmið "fyllist af togurum frá Spáni og Portúgal". Þau myndu seint "fyllast" og hlutirnir ekki gerast á svipstundu við innlimun í ESB, en nógu fljótt yrði þó einkarétti okkar varpað fyrir róða og hann fótum troðinn til þess að sjómenn sæju svo um, að ekki ætti Össur létt með að ganga glaðbeittur um meðal almennings.

  • ... Þá er talað við Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, sem segir Evrópusambandið vinna að breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfi sínu og óvíst sé hver niðurstaða þeirrar vinnu verði. „Þannig að viðræðurnar [við Ísland] fara fram á grundvelli núgildandi löggjafar.“

Vitaskuld, og það er fráleitt að tala, eins og sumir hafa gert, út frá skýjaborgum um hugsanlegar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfi Evrópusambandsins, sem hugsanlega verði hugnanlegri okkur, þegar ekkert er ljóst um það, hvenær eða hvort slíkt komi til. Reyndar var kerfið yfirleitt endurskoðað á um 10 ára fresti, en sífelld enduruppstokkun þess myndi EKKI gefa Íslendingum neitt betra færi (miklu fremur síminnkandi) á því að verja sig og sín mið -- enda væru þau ekki okkar mið samkvæmt grunnsáttmálum Evrópusambandsins!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Mögulegt eftir lausn evruvandans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband