Dr. Doom varaði þegar í maí við "fullkomnum stormi" seinna í ár

Nouriel Roubini, sem þekktur er sem Doktor Doom, sagði í maí við opnun ráðstefnunnar Skybridge Alternative, að fjórir óheppilegir þættir gætu samverkað við myndun hins fullkomna storms, sem hótaði efnahagskerfi alls heimsins næsta ár.

Dr. Doom reiknaði með að áframhaldandi fjárhagserfiðleikum í Evrópu og USA og hernaðarátökum í Íran ásamt því að efnahagur Kína mundi dragast saman.

"Ef þú leggur saman þetta allt, vandamál evrusvæðisins, USA og Kína, þá færðu hrun næsta ár," sagði Roubini við fjárfesta í maí. Hann spáir því, að verðbréfamarkaðir USA falli kröftulega fyrir árslok í ár.

Roubini kallar Ólympíuleikana í London fyrir fjárhagsleg mistök. Bretland berst við slæman hagvöxt og háar atvinnuleysistölur og Ólympíuleikarnir áttu að verða dragplástur fyrir ferðamannaiðnaðinn. En mannfjöldinn hefur hingað til verið fjarri verslunarmiðstöðum, hótelum og veitingastöðum Lundúnarborgar. Í staðinn hafa búðareigendur kvartað undan færri viðskiptavinum á meðan Ólympíuleikarnir standa yfir.

"London er alveg tóm: hótel, veitingahús og götur. Zombíborg," twittraði Roubini. Hann sakar ráðamenn um að hafa hrætt bæði ferðamenn sem og íbúa borgarinnar. Fyrir leikina vöruðu yfirvöld við því, að umferðateppa yrði í borginni, sem leiddi til þess að margir Lundúnaríbúar yfirgáfu borgina á meðan Ólympíuleikirnir standa yfir. /gs


mbl.is Evruvandinn geti sundrað Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband