Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn vill að evrulöndin afskrifi skuldir Grikklands. AGS ætlar ekki að afskrifa sín lán.

Wall Street Journal segir frá því, að ekki sé einhugur innan Alþjóða gjaldeyrissjóðsins um geysiháar lánsupphæðir til evrusvæðisins. Núna þrýstir sjóðurinn á ríkisstjórnir evrulandanna að gera meira til að létta neyðarlánsbyrðarnar á Grikklandi. Þrýstingurinn frá AGS kemur í kjölfar þess, að ljóst er nú, að Grikkland getur ekki uppfyllt markmiðin fyrir lánveitingunni, sem landið fékk fyrr í vor.

AGS vill, að skuldir Grikklands verði lækkaðar í "viðráðanlega" stærð, sem þýðir þá m.a. að opinberir lánveitendur verða að afskrifa hluta skuldanna, sem evrulöndin eru mótfallin að gera. Evrulöndin hafa hingað til lánað um 127 miljarða evru til Grikklands, sem Grikkland hefur notað til að borga lán hjá aðallega þýzkum og frönskum bönkum. Með þessu fer AGS fram á, að skattgreiðendur evrulandanna taki á sig að borga skuldir fyrir Grikki, sem bankar og fjármálafyrirtæki bera ábyrgð á að hafa lánað út.

Samkvæmt upplýsingum WSJ hefur AGS lagt til margar tillögur um að lækka ríkisskuldir Grikklands niður í 100 % af þjóðarframleiðslu Grikkja ár 2020, sem er mun lægri skuld en þau 120 %, sem lánveitendur samþykktu í febrúar s.l. Ein hugmyndin er sú, að Seðlabanki Evrópu og ríkisstjórnir evrulandanna afskrifi grísk ríkisskuldabréf í eigu sinni um 30%. Önnur hugmynd er að evruríkin afskrifi beint núverandi lán sín til Grikklands. AGS samþykkir þó engar afskriftir af sínum lánum til Grikklands.

Samkvæmt heimildum bíða evruríkin eftir niðurstöðu stjórnskipunardómstóls Þýzkalands, hvort ESM-sjóðurinn samrýmist stjórnarskrá Þýzkalands, áður en lengra verður haldið. 

Öllum er þó ljóst, að þegar Grikkland getur ekki uppfyllt efnahagsáætlun sína, verður Grikkland að yfirgefa evrusvæðið. /gs


mbl.is Brotthvarf Grikklands viðráðanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband