Monti ætlar að "bjarga Ítalíu frá efnahagshruni." AGS skammar Svía fyrir sparnað.

Ítalía rambar á barmi efnahagslegs hruns. Allar tölur benda í ranga átt og skattatekjur ítalska ríkisins halda áfram að minnka og skera verður útgjöld til að reyna að koma fjármálum í jafnvægi. Það verður því enginn hægðarleikur fyrir Mario Monti að reyna að halda landinu á floti.

Í síðustu viku skammaði AGS Svía fyrir að spara of mikið. AGS vill að sænska ríkið taki meiri lán og eyði peningunum til að "stuðla að jafnvægi í efnahagsmálum heimsins." Sænska ríkisstjórnin hefur verið sparsöm með peningana og greitt niður ríkisskuld Svía, samtímis sem skattar hafa lækkað og kaupmáttur aukist. Sænska ríkið getur lánað á 1,3 % vöxtum í dag, sem þýðir nánast að lánardrottnar borgi með lánunum. Mikill peningaflótti frá sökkvandi evru hefur leitað til tryggari gjaldmiðla og er sænska krónan einn þeirra. Að Svíar fari að hlaupa eftir taugaveikluðum "ráðum" AGS er ósennilegt. Svíar eru ánægðir með sparnað ríkisstjórnarinnar og almenningur hefur byrjað að spara peninga í svo stórum stíl að slíkt hefur varla sést áður, yfir 41 miljarði sek voru lagðir inn á sænsku bankana í júni og er hluti þess endurgreiðsla ofgreiddra skatta. Hafa yfir 55 miljarðir sek verið settir inn á bankana frá áramótum og samanlagður sparnaður í lok júní í Svíþjóð um 1.179 miljarðir sek.

Séð í tíu ára samhengi afturábak virðist Ítalía vera lélegasta ríki evrusvæðisins og er í dag á hælunum á verstu kreppulöndum í Evrópu: Grikklandi og Spáni. Monti gerði eins og íslenskir kratar og hækkaði skattana, sem virkar nákvæmlega eins á Ítalíu og á Íslandi: malbikað yfir kaupgetu almennings. Áhuginn á að greiða skatta til ríkisins hefur snarminnkað.

Vincenzo Bova, hjá MPS Capital í Flórens segir við Reuters, að "fjárfestingar og neysla hríðminnki, bæði hjá einkaaðilium og opinberum stofnunum." Sérfræðingar sjá ekkert ljós í nánustu framtíð fyrir suðurevrópska stígvélið.

Samtök atvinnurekenda Confindustria reiknar með að ítalski efnahagurinn dragist saman um 2,4% sem er helmingi meira en opinberar tölur segja -1,2%.

Mario Monti segir sig þurfa "siðferðilegan" stuðning Þjóðverja og annarra ESB-ríkja til að geta haldið áfram að leysa efnahagsvandann. Vextir upp á 6% er ekki rétta svarið við bænakalli Monti um að fá stuðning við stefnu sína. Monti hefur þá hótað því, að stjórnmálakreppan á Ítalíu muni enda í nýrri ríkisstjórn, sem verður andsnúin ESB og með engan áhuga á að bjarga efnahag landsins.  

"Ég hef áhyggjur af vaxandi andúð á evrunni og andþýzkum tilfinningum þingsins í Róm. En ég verð áfram í embætti fram í apríl 2013, ef allt gengur eftir. Ég vonast til að geta aðstoðað við að bjarga Ítalíu frá efnahagslegu hruni með siðferðilegum stuðningi frá vissum evrópskum vinum sérstaklega Þýzkalandi," sagði Monti í viðtali við Spiegel.

Efnahagur Ítala dregst saman með sama hraða og vinsældir Montis samkvæmt síðustu skoðanakönnunum. /gs 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband