Atvinnuleysi þýzkra ungmenna lægst innan ESB. Atvinnuleysi grískra ungmenna um 55%.

Í gær birti gríska hagstofan ELSTAT tölur sem sýna nýtt met í atvinnuleysi Grikkja upp á 23,1% í Maí. Það er 6,3% aukning atvinnuleysis á einu ári. Tæplega 55% grískra ungmenna á aldrinum 15 til 24 ára eru nú án atvinnu og nemur aukningin nær 10% miðað við fyrra ár.

Reuters segir frá því, að atvinnuleysi ungmenna sé hvergi lægra innan ESB en í Þýzkalandi um 7,9%. Jafnframt upplýsa þýzkir atvinnurekendur, að Grikkjum sem vinna í Þýzkalandi hafi fjölgað um tæp 10% á einu ári.

European Youth Forum í Brussel telur, að yfir 100 miljarðir evra glatist árlega vegna félagslegra útgjalda og annars kostnaðar sem rekja má til vanafskipta af málefnum unga fólksins. Mælandi æskulýðssamtakanna Hellenic National Youth Council, Armodios Drikos, segir að heil kynslóð Grikkja sé að glatast. "Mjög margir félaga minna hafa flutt till Þýzkalands, Belgíu og Swiss," segir Drikos.

Grikkland er nú inni á fimmta ári samfellds samdráttar og allar aðstæður fara dagversnandi. Ilias Iliopoulous ritari Bandalags starfsmanna ríkisins ADEDY varaði við mótmælum í næsta mánuði í Thessalóníki, þar sem forsætisráðherra Grikklands af hefð heldur sínar árlegu fjármálaræðu.

"Jafnvel þótt ríkisstjórnin sjái, að við erum að nálgast eina og hálfa miljón atvinnulausra, vill hún bæta við þá tölu. Það er algjörlega afskræmd og óhaldbær stefna. Við erum að undirbúa 8. september í Thessalóníki og ég reikna með, að við verðum með ein stærstu mótmæli, sem nokkru sinni hafa áður verið efnt til," sagði Iliopoulos. 

Vegna atvinnuleysis hafa skattatekjur gríska ríkisins fallið skarpt og einnig vegna mikilla lækkunar launa hjá þeim, sem enn halda vinnu sinni. Hrun fyrirtækja hefur einnig valdið minni skattatekjum. /gs


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband