Allir búast við Grexit, en Brixit gæti orðið fyrr en varir. Bretar vilja þjóðaratkvæði.

Fjárfestingarbankinn Nomura telur vaxandi líkur á, að Bretland gangi úr ESB. Í áhættumati sínu til viðskiptavina telja skilgreinendur bankans að líkurnar hafi aukist á þjóðaratkvæðisgreiðslu um veru Bretlands í ESB fyrir 2015, sem gæti orðið bresku stjórninni að falli.

Skýrslan er skrifuð af fyrrum breskum sendiherra og ráðgjafa Tony Blair, Alistair Newton. Hann segir, að ekki verði komist hjá, að þjóðaratkvæðagreiðsla í Bretlandi leið til úrsagnar Bretlands úr ESB nema að undangengnum tryggingum fyrir mikilli eftirgjöf ESB á aðildarskilmálum Bretlands.

"Það verður erfitt att tryggja "inni" atkvæði burtstéð frá því, hvernig spurningin verður orðuð."

Þetta er fyrsta þekkta áhættugreining um brotthvarf Bretlands úr ESB, sem gerð er af fjármálafyrirtæki á borð við Nomura.

Douglas Carswell þingmaður segir í viðtali við City A.M.: "Mér finnst dásamlegt að sjá, að City og bankarnir eru að byrja að átta sig á raunveruleikanum. Brixit verður - ólíkt Grexit - gert í sterkri stöðu, sem er mjög gott. Það gerir okkur kleyft að snúa hraðar aftur að velgengni og verslun við heiminn."

Baráttuhópur um þjóðaratkvæði í Bretlandi, The People's Pledge, stóð nýlega fyrir tveimur skoðanakönnunum í tveimur kjördæmum Manchesterborgar, Cheadle og Hazel Grove. Í Cheadle vildu 86,6% fá þjóðaratkvæði en 13,2% voru á móti. Tæplega 16 þús. tóku þátt í könnuninni. Í Hazel Grove vildu 88,5% þjóðaratkvæði en 11,5% voru á móti. Um 13,5 þús manns tóku þátt í könnuninni þar.

Þrýstingurinn eykst með hverjum degi á bresk stjórnvöld að láta fara fram þjóðaratkvæði um veru Bretlands í ESB. / gs 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Bretar láta ekki Þjóðverja eða aðra stjórna ser. Þeir eru sjálfir stórveldi- kannski ESB geti komið af stað  EVRÓPUSTRÍÐI !

Erla Magna Alexandersdóttir, 10.8.2012 kl. 18:59

2 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Það yrði þá ekki í fyrsta sinn, sem friðartal er notað sem blekkingarvefur til að dylja þau markmið. Andstaðan við ESB ver vaxandi í öllum aðildarríkjunum, fyrir Breta eru geysilega miklir viðskiptahagsmunir í húfi með London sem fjármálamiðstöð Evrópu, Þjóðverjar vilja fá hluta þeirra viðskipta til sín. Þjóðverjar hafa áður lagst í stríð til að komast yfir viðskipti annarra, ég þekki marga Breta, sem óttast að sagan gæti endurtekið sig, því miður.

Gústaf Skúlason

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 11.8.2012 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband