Ekki meiri peninga frá Þýzkalandi til gjaldþrota evruríkja, Herra Draghi!

Ekki meiri peninga frá Þýzkalandi til gjaldþrota evruríkja, Herra Draghi! er fyrirsögn þýzka Bild í dag.

Þessi skilaboð sýna, að þolinmæði Þjóðverja er á þrotum, vegna fyrirhugaðra stórkaupa Seðalabanka Evrópu á ríkisskuldabréfum gjaldþrota ríkja ESB á borð við Spán, Grikkland og næst Ítalíu. Seðlabankastjórinn lofaði stórt í fyrri viku og boðaði, að SE hefði möguleika á að fjármagna skuldabréfakaup í stórum stíl, sem nægði til að lækka lánavexti gjaldþrota ríkja. 

Evrópuvaktin birtir frétt um málið í dag og vitnar í forsíðuleiðara Handelsblatt í dag, sem segir: „Hlutverk SE hefur gjörbreyst undir forystu Marios Draghis [...] bankinn hefur orðið leynileg valdamiðstöð evru-svæðisins. [...] Stjórnmálamenn eru ekki lengur í forystu við að hemja kreppuna, forystan er hjá SE.“

Carl Hammar, yfirmaður hjá fjármáladeild Skandinaviska Enskilda Banken segir í viðtali við Dagens Industri, Svíþjóð í morgun, að "Markaðurinn er mjög taugaóstyrkur núna. Yfirlýsingar Draghis í London í fyrri viku gaf of háar vonir. Áhættan á umtalsverðri óánægju er mikil."

Carl Hammar telur ekki, að það nægi fyrir Draghi að kaupa kreppuskuldabréf eða koma með ný lánatilboð. Carl Hammar varar við meiriháttar verðbréfafalli og stórhækkuðum vöxtum fyrir kreppulönd evrunnar, ef að Draghi tekst ekki að koma með nægjanlega kröftugar aðgerðir.

"Það þarf mun meiri og stærri aðgerðir en vaxtalækkunina í júlí. Vaxtavopnið er áhrifalítið núna. Það þarf allt önnur vopn," segir Hammer. 

SE hefur áður í kreppunni keypt skuldabréf frá hrjáðum löndum evrusvæðisins fyrir 211 miljarði evra. Draghi, sem varð seðlabankastjóri haustið 2011, hefur þar fyrir utan dælt inn samanlagt um 1.000 miljörðum evra í ódýr þriggja ára lán í banka evrusvæðisins, til að auka fjármálagetu bankanna och áhættusækni þeirra.

Óhætt er að segja að taugatitringur fjármálamarkaða bregst við, hver svo sem útkoman á fundi dagsins með SE verður.

gs 


mbl.is Mikil spenna í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband