Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012

On the Organization for Research on the European Union and its Relations to Iceland, and its blogsite: Fullveldisvaktin, or Fullveldi.blog.is - with additional information on Iceland

This organization was set up by 15 people in the summer of 2011, and became a registered society on 12th of August, 2011. 'Fullveldi' (meaning sovereignty) is our blogsite's name (fullveldi.blog.is), or Fullveldisvaktin (the Sovereignty Watch).

In the Board of the Organization are the following: Jón Valur Jensson, chairman, Gústaf Skúlason, vice-chairman, Guðmundur Jónas Kristjánsson, cashier, and Halldór Björgvin Jóhannsson, secretary. Our social registration number (Icelandic: kennitala), in the "Fyrirtækjaskrá" (Register of firms and organizations) is 520811-1090. Our full (IBAN) bank account number, open for contributions from any Icelandic citizen, is IBAN IS95 0331 1330 1183 5208 1110 90. Our email no. is: fullveldiislands@yahoo.com and the chairman's telephone no. from abroad: -354 [for Iceland] 616 9070.

Samtök um rannsóknir á ESB ...  Our emblem, or logo, on this website represents Iceland with its EEZ (Exclusive Economic Zone) as it has been from the first half of the 20th Cent.: 3 miles, then 4 miles from 1950/52, then 12 miles from 1958, 50 miles from 1972, and 200 miles (dark blue) from 1975, and finally secured after our victory in the 'Cod wars' with Great Britain. The 200 miles only apply where there is no medium line between Iceland and other countries, that is: Greenland (top left, in light-grey), and the Faroe Islands, some 280 nautical miles SE off Iceland.

Fisheries constitute the main source of income of Iceland's export. In 2005, Iceland was at the top of the sovereign states having the most income per capita in the world from fisheries. Denmark was third, with 240 US dollars per capita, and Norway second, with 835 US$ (and other states by far lower), whereas Iceland was leading all others with 3,642 US dollars income from fisheries per capita of the whole population in that year.

With an annual catch of around 1.3 million tons, and in some past years up to two million tons, Iceland's fisheries are the envy of the fishing industries of Europe. Spanish ministers of state, for example, have already deliberated about acquiring fishery rights for their fishing industry here in consequence of what they hope and expect: Iceland's accession to the European Union. Yet precisely the prospect of that accession is directly opposed by the vast majority of Icelanders themselves, according to all opinion polls since 2009.

This, however, is what the European Union is intent on turning 180° to its own advantage. For many years now leading individuals in the administration, politicians, representatives in the communes, bureaucrats, employers and trade unionists alike, as well as academicians, and people from the cultural sectors, have been invited on free luxury trips to Brusselles and Strasbourg, to become "better" informed on the EU; moreover, the embassy of the EU in Reykjavik is already in breach of Icelandic law and the Vienna diplomatic agreement by assigning 230 million Icelandic krónur (almost 2 million US$) for direct propaganda projects in Iceland, starting with last year; and on top of this there are the more than 20 times larger so-called IPA contributions, unconstitutionally exempting the EU from taxes and customs in Iceland, and by many seen as bribery money to 'convince' Icelandic recipients of the excellence of that Brusselles utopian federal state; their direct purpose is yet to adapt Icelandic society into the overall EU framework, and those contributions will not continue after the possible accession of Iceland into the EU.

In the North-East EEZ of this country there are now clear signs of some oil and gas being under the seabed, possibly also in NE regions of the Icelandic mainland, as well as off the west coast. Iceland is also very rich in geothermal water which has been used for heating homes here since early 20th Cent., and by now also used for producing electric power to no small degree, although most of those underlying resources are unused as yet.

Aluminum plants, owned by foreign corporations, make for a considerable part of Iceland's exports (although there are some minuses, as their imported raw material, and profits paid to foreign shareholders); those factories are using low-price electricity from our hydro-power stations.

The British and the EU are already avidly making plans to receive electricity from this country in a sea-cable to the British Isles (cf. here) and even to the continental mainland. This would, however, owing to EU supervision and 'equality rules', which would apply here, if Iceland would be acquired by the Brusselles super-power as a 'member state', be detrimental to Icelandic homes which enjoy, as yet, much more advantageous energy prices than the British.

Iceland's wild and beautiful nature also attracts a great number of tourists every year. The up to 40% devaluation of our national currency, the króna, after the bank crash in 2008, makes it even more economic for tourists now to visit Iceland. Smile

Jón Valur Jensson.


Enga samninga um makrílinn við villugjarnt og ofstopafullt ESB

Pistill Jóns Kristjánssonar fiskifræðings - hér á Moggabloggi: Ekki semja um makrílinn! - er stórmerkur og sýnir okkur enn - nú með rökum fiskifræðinnar - að fráleitt er að stjórnvöld hér láti Evrópusambandið kúga sig til samninga um makrílveiðar. Jón segir að stofnmæling á makríl sé "tóm vitleysa" og ráðgjöfin hjá Alþjóða-hafrannsóknaráðinu (ICES) í samræmi við það.

Grein Jóns er ótrúlega spennandi lestur, og bezt er að menn lesi hana sjálfa, en auk fyrri raka okkar í málinu er nú alveg ljóst af máli hans, að stjórnvöldum hér ber nánast bein skylda til að slíta viðræðum við Evrópusambandið í þessu máli. Þá geta Brusselmenn setzt niður, gripið um höfuðið og reynt að hugsa málið upp á nýtt og nú út frá staðreyndum um það, hvar makríllinn heldur sig og leitar að fæðu, sem honum er ekki boðið upp á í lögsögðu ESB-ríkja.

JVJ.


mbl.is „Ekki semja um makrílinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður Slóvenía sjötta ríkið, sem biður um neyðaraðstoð frá ESB?

Janez Sustersic, fjármálaráðherra Slóveníu, segir í The Telegraph 6. júlí, að Slóvenía gæti þurft á neyðarhjálp að halda frá ESB. Hann telur, að bankakerfi landsins standi sig miðað við núverandi aðstæður en "ef vandamál bankanna eru stærri eða vandamál til staðar, sem við þekkjum ekki eða ef nýjar áhættur myndast, þá er ekki hægt að útiloka, að við biðjum um hjálp."

Forsætisráðherra Slóveníu, Janez Jansa hefur varað við "grísku ástandi" en ríkisstjórnin "geri allt til þess að finna lausn vandans og koma í veg fyrir neyðaraðstoð."

Slóvenía greiddi nýverið tæpar 400 miljónir evra til stærsta banka Slóveníu Nova Ljubljanska Banka eftir að næst stærsti hluthafi bankans, belgíska KBC, neitaði að kaupa ný hlutabréf í bankanum.

Kýpur varð fimmta ríkið, sem bað um neyðaraðstoð á eftir Portúgal, Írlandi, Grikklandi og Spáni. Slóvenía verður sjötta ríkið, sem biður um neyðaraðstoð, ef ekkert annað ríki evrusvæðisins biður um neyðaraðstoð í millitíðinni.

gs


mbl.is Greiða ekki skuldir annarra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússar bjóða betri lánakjör en ESB og AGS, segir forseti Kýpur

Forseti Kýpur, Demetris Christofias hefur upplýst, að Rússar bjóði Kýpur betri lánakjör en Evrópusambandið og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn gera með neyðarláni sínu en Kýpur semur nú um neyðarlán við ESB og AGS.

Demetris Christofias er mikið í mun að Kýpur geti haldið 10% fyrirtækjaskatti, sem komið var á löngu áður en Kýpur gekk í ESB. Hann segist muni berjast fyrir því að skattarnir verði ekki hækkaðir vegna krafna ESB og AGS við afgreiðslu neyðarlánsins.

Talsmaður rússnesku Dúmunnar, Sergey Naryshkin, sagði við opnun World Media Summit í Moskvu í vikkunni, að hann teldi að með Kýpur í forsæti ESB mætti búast við mildari afstöðu ESB varðandi vegabréf til Rússlands.

"Núverandi fyrirkomulag er yfirgengilega strangt og hamlar viðskiptum og mannlegum samskiptum," sagði Sergey Naryshkin.


mbl.is Horfurnar verri en áður var talið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-ríkin eru forstokkuð í friðunarstefnu sinni

Hnúfubaka, sem eru EKKI í útrýmingarhættu*, vilja Evrópusambandsríki banna með öllu að veiða við Grænland! Danmörk, ein ESB-ríkja, stóð með grænlenzkum frumbyggjum, sem vildu veiða 10 dýr!

  • Alþjóðahvalveiðiráðið hafnaði í dag tillögu um að heimila Grænlendingum að veiða 10 hnúfubaka árlega á grundvelli frumbyggjaveiða. Evrópusambandsríkin lögðust gegn tillögunni.Danmörk óskaði eftir því að hvalveiðiráðið heimilaði Grænlendingum að veiða hvali á grundvelli frumbyggjaveiða. Öll Evrópusambandsríkin utan Danmörku lögðust gegn tillögunni. Talsmaður ESB segir að reynt hafi verið að ná samkomulagi um takmarkaðar veiðar. Eftir að sú tilraun mistókst og ákveðið var að bera tillöguna undir ráðið hefðu ESB-ríkin ákveðið að greiða atkvæði gegn tillögunni. (Mbl.is.) 

Þetta minnir á harkalega framgöngu Evrópusammbandsins í makrílmálinu. Ætla menn í alvöru að fá þessu stórveldi í hendur úrskurðarvald yfir hvalveiðum, selveiðum, hákarlaveiðum og fiskveiðum við Ísland -- og refaveiðum uppi á landi?!

 Hnúfubakar eru ekki í útrýmingarhættu við Ísland.

* Jón Már Halldórsson líffræðingur svaraði m.a. þannig á Vísindavefnum (HÉR) spurningunni: "Eru hnúfubakar í hættu við Ísland?": 

  • "Talning [á hnúfubökum við Ísland] var fyrst framkvæmd [af Hafrannsóknastofnun] árið 1987 og þá reyndust vera um tvö þúsund hnúfubakar (Megaptera novaeangliae) á talningarsvæðinu. Árin 1995 og 2001 var fjöldinn um fjórtán þúsund einstaklingar. Að mati líffræðinga hefur árleg fjölgun hnúfubaka á tímabilinu frá 1986 til 2001 verið um 11,4% sem telst vera allnokkur fjölgun miðað við að hér er um stórt spendýr að ræða.
  • Hnúfubakur hefur verið friðaður síðan 1985. Nú telst stofninn alls ekki vera í útrýmingarhættu heldur gæti þolað sjálfbærar veiðar að mati Gísla Víkingssonar, hvalasérfræðings hjá Hafrannsóknarstofnun."

Ætla menn að fara eftir vísindunum eða einfaldlega eigin fordómum? ESB hefur gefið sitt svar! Og svar þess er knúið fram með valdi.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is ESB hafnar hvalveiðum Grænlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra breiðir út, að Ísland vilji fara inn í ESB og taka upp evruna

Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra Íslands segir í viðtali við Wall Street Journal, að Ísland vilji fara inn í ESB og hún telji að fara verði "alla leið", þ.e.a.s. að taka upp evruna líka.

Wall Street Journal túlkar orð hennar á þann veg, að Íslendingar séu ólmir að ganga í ESB og taka upp evruna, en virðist óvitandi um að þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar vill leggja umsóknina til hliðar. 

Oddný Harðardóttir gefur í skyn, að ríkisstjórn Samfylkingarinnar hafi bjargað Íslandi og að "ESB getur komist eins vel út úr kreppunni og Ísland".

Nýlega hafa fregnir borist af því, "að kreppunni sé lokið" á Íslandi og eru m.a. kaup Seðlabankans á láni á hærri vöxtum til að greiða niður lán á lægri vöxtum notuð því til rökstuðnings. Fréttir af "kreppulokunum" hefur verið dreift víða um heiminn að undanförnu og þjónar pólitískum tilgangi ríkisstjórnarinnar til að beina athyglinni að sér sem "bjargvætti" Íslands.

Ekkert er fjarri sannleikanum:

Ísland var nær skuldlaust land undir leiðsögn Sjálfstæðisflokksins og Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde, þegar kreppan skall á 2008.

Davíð Oddsson lagði fram þá skilgreiningu, sem var grundvöllur neyðarlaganna og sú íslenska leið, sem aðrir ættu að læra af: "við eigum ekki að borga skuldir óreiðumanna."

Þvert á móti þessarri efnahagsstefnu hefur ríkisstjórnin í tvígang reynt að þvinga þjóðina að greiða fyrir þrotabú fjármálasvindlara í Icesave. Forsetinn og þjóðin hafa afdráttarlaust hafnað leið krata og vinstrigrænna. 

Oddný Harðardóttir hefur nú bætt sjálfri sér á listann með Össuri Skarphéðinssyni og Steingrými Sigfússyni, sem vinna verk svartfættlinga að skilja eftir óhrein spor í fjölmiðlum erlendis.

Ísland á betra skilið, að frekar sé haft það sem sannara reynist.

gs 


mbl.is Oddný í viðtali við Wall Street Journal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Damanaki viðrar hótanir og augljósar blekkingar í örstuttu Rúv-viðtali

Sjávarútvegsstjóri (ráðherraígildi) Evrópusambandsins, Damanaki, virðist skrökva hér nánast í beinni útsendingu, með grófum áróðursklækjum gagnvart Íslendingum.

Hún tengir ESB-viðræðuferlið við makrílmálið, og er svo að sjá sem hún þykist þekkja sína íslenzku sérlegu ESB-vini (Samfylkinguna og viðhengi hennar) nægilega vel til að reiða megi sig á það, að þeir láti undan þrýstingnum og gefi eftir af rétti okkar til makrílveiða í okkar eigin efnahagslögsögu, þar sem öll rök ættu þvert á móti að gefa okkur meira en tvöföldun veiðanna, ekki fjórfalt til fimmfalt minni en við höfum stundað!

Hún lætur þó sem hér sé ekki um neinar hótanir að ræða til að þvinga okkur til uppgjafar í makrílmálinu, því að hún sé svo bjartsýn á, að samningum um málið verði lokið í september. Þegar á hana er svo gengið með bjartsýnina, kemur í ljós, að hún er einungis "slightly optimistic" í raun! Það merkir: svolítið bjartsýn, ekki bjartsýn í alvöru.

Hún segir "skiptar skoðanir um það í ráðherraráðinu, hvort hefja eigi viðræður við Íslendinga um sjávarútvegsmál í tengslum við aðildarumsókn". Þótt þetta hljómi vel í eyrum þeirra, sem vilja ekkert með þessa umsókn hafa, heldur eigi að senda hana án tafar í ruslafötuna, þá verður að hafa hér hugfast, að þessi orð hennar virka sem þumalskrúfa á þá í ríkisstjórninni og Alþingi sem vilja óðir og uppvægir láta innlima lýðveldið Ísland í stórríki, þar sem æðstu völd, þ.m.t. allt æðsta löggjafarvald, yrði í höndum annarra en okkar sjálfra. Það á LÍKA við um sjávarútvegsmálin, enda kemur það alveg skýrt fram hjá Damanaki, að við yrðum þar að lúta forræði Evrópusambandsin, sbr. t.d. hér: "„Ráðherraráðið [ekki Ísland, aths. jvj.] ákveður hvenær [sjávaruútvegs]kaflinn verður opnaður“, segir Damanaki. Það muni horfa til þess hvort Ísland fer að reglum sambandsins." (Heimild frá í gær).

Damanaki vílar ekki fyrir sér að reyna að komast upp með að skrökva því að okkur, að "Evrópusambandið hafi teygt sig langt" (svo!!). Þessu heldur hún fram hér í annarri Rúv-frétt, en þetta er firra, því að "tilboð", sem hækkað er úr nánast engu (3% veiði fyrir okkur af heildarveiði makríls í NA-Atlantshafi) og um jafnvel 60%, er ekki orðið nema 4,8%! Á sama tíma er 40% af líftíma makrílsins HÉR við Ísland þar sem hann fitar sig á átu í íslenzkri efnahagslögsögu, svo að nemur á 2. milljón tonna af fæðu ofan í hann!

Það er illt í efni, ef Össur Skarphéðinsson er orðinn aðalsamningamaður okkar í stað Tómasar H. Heiðar, sérfræðings í hafréttarmálum, sem ráðherrann vék úr nefndinni. Tómas fekk þá ordru, að hann ætti að "ná samningum", en gerði það ekki, þ.e. sýndi ekki þá hlýðni að semja með þeirri dýrkeyptu málamiðlunar-eftirgjöf, sem Brusselvaldið ætlaðist til, og þá náðust engir samningar. Tómas þekkir rétt okkar inn og út, en Össur ætlast til annars af sínum mönnum, að því er séð verður. Lakari leik í þessu tafli gat hann ekki leikið en þann að fjarlægja Tómas, okkar öflugasta mann, úr samninganefndinni, en án efa hugnast þetta Brusselvaldinu, þ.m.t. frú Damanaki, ekki síður vel en brottvikning Jóns Bjarnasonar úr ríkisstjórninni.

Hér er fréttin í 10-fréttum Sjónvarpsins þetta þriðjudagskvöld í heild:

  • Ingólfur Bjarni Sigfússon: Sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins segir að skiptar skoðanir séu um það í ráðherraráðinu hvort hefja eigi viðræður við Íslendinga um sjávarútvegsmál í tengslum við aðildarumsókn. Íslendingar verði að ganga til samninga um makrílveiðar og megi ekki ákveða einhliða, hve mikið þeir veiða. – Evrópusambandið undirbýr löggjöf um refsiaðgerðir gagnvart ríkjum sem gera slíkt. 
  • Fréttakona: Can you like assess [meta] how likely it is that Iceland will be sanctioned [beitt refsiaðgerðum]?
  • Damanaki: Zero procent. I think that we are going to reach an agreement. This is my assessment.
  • Fréttakona: So, how optimistic are you that there will be an agreement about the mackerell?
  • Damanaki: Well, I can say that the challenge is there. September is very near, it's after two months. So we have to work hard. I am slightly optimistic, this is what I have to do always; I'm slight(ly) optimistic, because this helps everybody to focus on the target. 

Hér er hnefinn í raun enn á lofti: þessir samningar VERÐI að nást og það með málamiðlun (= verulegri eftirgjöf) af ÍSLANDS hálfu*, ella geti Össurarflokkurinn ekki treyst á að komast inn í Evrópusambandið.

Í þessu málflutnings-hlutverki Damanaki er vitaskuld beitt blekkingum, því að ávinningurinn Ísland er Evrópusambandinu margfalt meira virði en allar samanlagðar makrílveiðar í NA-Atlantshafi út næstu aldir. Hér er á hinn bóginn verið að þókknast þrýstihópum í ESB, heilu ríkjunum eins og Stóra-Bretlandi, Írlandi og Frakklandi; framkvæmdastjórn ESB ætlar ekki að láta þau ríki hafa neitt á sig að klaga, að ekki hafi allt verið reynt til að þrýsta Íslendingum til uppgjafar fyrir frekjulegum kröfum þeirra til mestalls makrílsins.

Um leið og við þessu yrði brugðizt af fullri sannfæringu, einurð og ákveðni um að hér komi engin slík sviksamleg "málamiðlun" til greina, þá mun án efa koma í ljós, að Evrópusambandið er ekki síður pappírstígrisdýr til nokkurra stórræða hér heldur en Bretar til þess verkefnis að sigrast á okkur með herflota sínum í þorskastríðunum, gegn íslenzkum víraklippum! En það, sem við höfðum þá með okkur líka, var ekki aðeins réttlætið eins og nú, heldur EINURÐ ÞJÓÐARINNAR og SAMSTAÐA, sem náði líka til stjórnmálastéttarinnar.

Nú má enginn brestur verða á slíkri samstöðu, og verða allir góðir menn að gera stjórnmálamönnunum það ljóst, að undanhald og uppgjöf þjóðarhagsmuna kemur hér ekki til greina.

* "„Við höfum gert mikið“, segir Damanaki. „Við höfum boðið Íslendingum 60% meira af makrílkvótanum en við gerðum fyrir þremur árum. Svo mér finnst að íslenska ríkisstjórnin þurfi að koma til móts við okkur, því um það snúast viðræður, að ná málamiðlun“. Hún náist ekki ef aðeins annar aðilinn gefur eftir." (Úr Rúv-fréttinni frá hádegi í gær.) – Þau hafa sem sé hækkað sig upp í um 4,8% vildartilboð (!!!), og nú sé það ÍSLANDS að koma til móts við gráðugu ríkin í ESB! 

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Einar: Bein tengsl makríldeilunnar og ESB-umsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meirihluti fjárfesta býst við að a.m.k. eitt ríki yfirgefi evrusvæðið innan árs

Í nýrri skoðunakönnun hjá þýzka Sentix rannsóknarhópnum s.l. mánudag töldu yfir 55% aðspurðra fjárfesta, að a.m.k. eitt ríki yfirgefi evrusvæðið innan árs. 

Könnunin náði till 1.000 fjárfesta sem fylgdust með fundarhöldum ESB í Bryssel 28.-29. júní s.l. 

Þetta kemur fram á vefsíðunni euobserver.com 


mbl.is Biðlar til frönsku þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran á enga framtíð, segir Lars Wohlin fyrrum seðlabankastjóri Svíþjóðar

Wohlin 655 947425c 1

Lars Wohlin, fyrrum seðlabankastjóri Svíþjóðar og þingmaður Evrópuþingsins, segir í viðtali við Sænska Dagblaðið 1. júlí, að evran eigi enga framtíð. "Evran mun ekki lifa af sem sameiginleg mynt." Á sínum tíma stofnaði hann ESB-krítíska flokkinn Júnílistann með Nils Lundgren þjóðhagfræðingi. Flokkurinn fékk yfir 14% af atkvæðunum í kosningunum till Evrópuþingsins árið 2004.

Fyrir Lars Wohlin er stóra spurningin, hvernig hægt er að skapa virkt samstarf í Evrópu án evrunnar. Slíkt yrði að vaxa fram frá grasrótinni með stuðningi fólksins.

"Ég skil ekki, hvernig hægt er að trúa því, að Þýzkaland með sínu afkastamikla hagkerfi geti orðið sameiginlegur hluti efnahagskerfis með löndum eins og Grikklandi og Portúgal, það kemur ekki heim og saman. Þau lönd geta aldrei borgað skuldir sínar."

Lars Wohlin telur, að evran sé stærsti bófinn í gríska harmleiknum. "Land sem lifir á landbúnaði og ferðamönnum getur ekki keppt við t.d. þýzka iðnaðinn," segir hann.

"Enginn mun vilja setja fram spurninguna, hvort Svíar eigi að taka upp evruna í sænsku þingkosningunum 2014. Lokið verður lagt á og það verða engar umræður."

Eftir umræðurnar í vor um Grexit, þ.e. að Grikkland yfirgefi evruna, hefur nú hugtakið Fixit náð fótfestu, þ.e. að Finnar yfirgefi evruna. Lars Wohlin vill að Norðurlöndin vinni saman og taki upp sameiginlegan gjaldmiðil. "Slíkt gæti gefið okkur sterka rödd bæði stjórnmálalega og efnahagslega."

"Að reyna að skapa Bandaríki Evrópu er dauðadæmt. Það er enginn stuðningur frá fólkinu fyrir því og þá gengur það ekki."

gs 


mbl.is Efasemdir um ESB-atkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andstaða við inntöku Íslands í Evrópusambandið átti sinn mikilvæga þátt í sigri forsetans

Forsetakosningarnar snerust ekki aðeins um þá lýðræðisbyltingu, sem Ólafur Ragnar talar réttilega um og fólgin var í virkjun málskotsréttarins og úrskurði þjóðarinnar í Icesave-málinu, heldur einnig um ESB-málin, eins og fram kom í viðtali forsetans við Lóu Pind Aldísardóttur á Bylgjunni nú í hádeginu.

Ólafur sagðist þar myndu tryggja, að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu verði endanleg, en ekki bara ráðgefandi. Þá kvaðst hann áfram myndu halda við að hugsa og ræða um Evrópusambandsmál og deila þeim hugsunum sínum með þjóðinni, eins og hann gerði þegar hann benti á, að í nánast allri Norður-Evrópu og allt frá Grænlandi, Íslandi, Færeyjum, Bretlandi og austur um alla Skandinavíu fyrirfyndist engin evruþjóð, það væri ekki fyrr en komið væri til Finnlands, sem evran hefði verið tekin upp sem gjaldmiðill; hún væri fyrst og fremst í notkun á meginlandinu (sunnan Norðursjávar og Eystrasalts).

Hann sagði forsetann ekki eiga að verða foringi annarrar hreyfingarinnar, með og móti inngöngu í Evrópusambandið, en deila hlyti hann þekkingu sinni með þjóðinni.

  • Þá sagði Ólafur umræðu um bakland hans vera á nokkrum villigötum. Stuðningsmenn hans hefðu komið úr öllum stjórnmálaflokkum en ekki aðeins úr flokkum í stjórnarandstöðunni. (Mbl.is.)

Þetta er algerlega rétt, en Rúv-Sjónvarpið reyndi mikið til þess í nótt að klína því á forsetann, að eina fagnaðarsamkoma stuðningsmanna hans hefði verið í Valhöll. Þar var þó aðeins um 20-30 ungmenni að ræða, sannarlega vökul og hress, en það voru menn líka á þúsundum heimila heitra stuðningsmanna Ólafs Ragnars nú í nótt og á þessum gleðinnar sunnudegi. Smile  Wizard

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Krafa um aukið lýðræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband