Rússar bjóða betri lánakjör en ESB og AGS, segir forseti Kýpur

Forseti Kýpur, Demetris Christofias hefur upplýst, að Rússar bjóði Kýpur betri lánakjör en Evrópusambandið og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn gera með neyðarláni sínu en Kýpur semur nú um neyðarlán við ESB og AGS.

Demetris Christofias er mikið í mun að Kýpur geti haldið 10% fyrirtækjaskatti, sem komið var á löngu áður en Kýpur gekk í ESB. Hann segist muni berjast fyrir því að skattarnir verði ekki hækkaðir vegna krafna ESB og AGS við afgreiðslu neyðarlánsins.

Talsmaður rússnesku Dúmunnar, Sergey Naryshkin, sagði við opnun World Media Summit í Moskvu í vikkunni, að hann teldi að með Kýpur í forsæti ESB mætti búast við mildari afstöðu ESB varðandi vegabréf til Rússlands.

"Núverandi fyrirkomulag er yfirgengilega strangt og hamlar viðskiptum og mannlegum samskiptum," sagði Sergey Naryshkin.


mbl.is Horfurnar verri en áður var talið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband