ESB-ríkin eru forstokkuð í friðunarstefnu sinni

Hnúfubaka, sem eru EKKI í útrýmingarhættu*, vilja Evrópusambandsríki banna með öllu að veiða við Grænland! Danmörk, ein ESB-ríkja, stóð með grænlenzkum frumbyggjum, sem vildu veiða 10 dýr!

  • Alþjóðahvalveiðiráðið hafnaði í dag tillögu um að heimila Grænlendingum að veiða 10 hnúfubaka árlega á grundvelli frumbyggjaveiða. Evrópusambandsríkin lögðust gegn tillögunni.Danmörk óskaði eftir því að hvalveiðiráðið heimilaði Grænlendingum að veiða hvali á grundvelli frumbyggjaveiða. Öll Evrópusambandsríkin utan Danmörku lögðust gegn tillögunni. Talsmaður ESB segir að reynt hafi verið að ná samkomulagi um takmarkaðar veiðar. Eftir að sú tilraun mistókst og ákveðið var að bera tillöguna undir ráðið hefðu ESB-ríkin ákveðið að greiða atkvæði gegn tillögunni. (Mbl.is.) 

Þetta minnir á harkalega framgöngu Evrópusammbandsins í makrílmálinu. Ætla menn í alvöru að fá þessu stórveldi í hendur úrskurðarvald yfir hvalveiðum, selveiðum, hákarlaveiðum og fiskveiðum við Ísland -- og refaveiðum uppi á landi?!

 Hnúfubakar eru ekki í útrýmingarhættu við Ísland.

* Jón Már Halldórsson líffræðingur svaraði m.a. þannig á Vísindavefnum (HÉR) spurningunni: "Eru hnúfubakar í hættu við Ísland?": 

  • "Talning [á hnúfubökum við Ísland] var fyrst framkvæmd [af Hafrannsóknastofnun] árið 1987 og þá reyndust vera um tvö þúsund hnúfubakar (Megaptera novaeangliae) á talningarsvæðinu. Árin 1995 og 2001 var fjöldinn um fjórtán þúsund einstaklingar. Að mati líffræðinga hefur árleg fjölgun hnúfubaka á tímabilinu frá 1986 til 2001 verið um 11,4% sem telst vera allnokkur fjölgun miðað við að hér er um stórt spendýr að ræða.
  • Hnúfubakur hefur verið friðaður síðan 1985. Nú telst stofninn alls ekki vera í útrýmingarhættu heldur gæti þolað sjálfbærar veiðar að mati Gísla Víkingssonar, hvalasérfræðings hjá Hafrannsóknarstofnun."

Ætla menn að fara eftir vísindunum eða einfaldlega eigin fordómum? ESB hefur gefið sitt svar! Og svar þess er knúið fram með valdi.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is ESB hafnar hvalveiðum Grænlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband