Damanaki viðrar hótanir og augljósar blekkingar í örstuttu Rúv-viðtali

Sjávarútvegsstjóri (ráðherraígildi) Evrópusambandsins, Damanaki, virðist skrökva hér nánast í beinni útsendingu, með grófum áróðursklækjum gagnvart Íslendingum.

Hún tengir ESB-viðræðuferlið við makrílmálið, og er svo að sjá sem hún þykist þekkja sína íslenzku sérlegu ESB-vini (Samfylkinguna og viðhengi hennar) nægilega vel til að reiða megi sig á það, að þeir láti undan þrýstingnum og gefi eftir af rétti okkar til makrílveiða í okkar eigin efnahagslögsögu, þar sem öll rök ættu þvert á móti að gefa okkur meira en tvöföldun veiðanna, ekki fjórfalt til fimmfalt minni en við höfum stundað!

Hún lætur þó sem hér sé ekki um neinar hótanir að ræða til að þvinga okkur til uppgjafar í makrílmálinu, því að hún sé svo bjartsýn á, að samningum um málið verði lokið í september. Þegar á hana er svo gengið með bjartsýnina, kemur í ljós, að hún er einungis "slightly optimistic" í raun! Það merkir: svolítið bjartsýn, ekki bjartsýn í alvöru.

Hún segir "skiptar skoðanir um það í ráðherraráðinu, hvort hefja eigi viðræður við Íslendinga um sjávarútvegsmál í tengslum við aðildarumsókn". Þótt þetta hljómi vel í eyrum þeirra, sem vilja ekkert með þessa umsókn hafa, heldur eigi að senda hana án tafar í ruslafötuna, þá verður að hafa hér hugfast, að þessi orð hennar virka sem þumalskrúfa á þá í ríkisstjórninni og Alþingi sem vilja óðir og uppvægir láta innlima lýðveldið Ísland í stórríki, þar sem æðstu völd, þ.m.t. allt æðsta löggjafarvald, yrði í höndum annarra en okkar sjálfra. Það á LÍKA við um sjávarútvegsmálin, enda kemur það alveg skýrt fram hjá Damanaki, að við yrðum þar að lúta forræði Evrópusambandsin, sbr. t.d. hér: "„Ráðherraráðið [ekki Ísland, aths. jvj.] ákveður hvenær [sjávaruútvegs]kaflinn verður opnaður“, segir Damanaki. Það muni horfa til þess hvort Ísland fer að reglum sambandsins." (Heimild frá í gær).

Damanaki vílar ekki fyrir sér að reyna að komast upp með að skrökva því að okkur, að "Evrópusambandið hafi teygt sig langt" (svo!!). Þessu heldur hún fram hér í annarri Rúv-frétt, en þetta er firra, því að "tilboð", sem hækkað er úr nánast engu (3% veiði fyrir okkur af heildarveiði makríls í NA-Atlantshafi) og um jafnvel 60%, er ekki orðið nema 4,8%! Á sama tíma er 40% af líftíma makrílsins HÉR við Ísland þar sem hann fitar sig á átu í íslenzkri efnahagslögsögu, svo að nemur á 2. milljón tonna af fæðu ofan í hann!

Það er illt í efni, ef Össur Skarphéðinsson er orðinn aðalsamningamaður okkar í stað Tómasar H. Heiðar, sérfræðings í hafréttarmálum, sem ráðherrann vék úr nefndinni. Tómas fekk þá ordru, að hann ætti að "ná samningum", en gerði það ekki, þ.e. sýndi ekki þá hlýðni að semja með þeirri dýrkeyptu málamiðlunar-eftirgjöf, sem Brusselvaldið ætlaðist til, og þá náðust engir samningar. Tómas þekkir rétt okkar inn og út, en Össur ætlast til annars af sínum mönnum, að því er séð verður. Lakari leik í þessu tafli gat hann ekki leikið en þann að fjarlægja Tómas, okkar öflugasta mann, úr samninganefndinni, en án efa hugnast þetta Brusselvaldinu, þ.m.t. frú Damanaki, ekki síður vel en brottvikning Jóns Bjarnasonar úr ríkisstjórninni.

Hér er fréttin í 10-fréttum Sjónvarpsins þetta þriðjudagskvöld í heild:

  • Ingólfur Bjarni Sigfússon: Sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins segir að skiptar skoðanir séu um það í ráðherraráðinu hvort hefja eigi viðræður við Íslendinga um sjávarútvegsmál í tengslum við aðildarumsókn. Íslendingar verði að ganga til samninga um makrílveiðar og megi ekki ákveða einhliða, hve mikið þeir veiða. – Evrópusambandið undirbýr löggjöf um refsiaðgerðir gagnvart ríkjum sem gera slíkt. 
  • Fréttakona: Can you like assess [meta] how likely it is that Iceland will be sanctioned [beitt refsiaðgerðum]?
  • Damanaki: Zero procent. I think that we are going to reach an agreement. This is my assessment.
  • Fréttakona: So, how optimistic are you that there will be an agreement about the mackerell?
  • Damanaki: Well, I can say that the challenge is there. September is very near, it's after two months. So we have to work hard. I am slightly optimistic, this is what I have to do always; I'm slight(ly) optimistic, because this helps everybody to focus on the target. 

Hér er hnefinn í raun enn á lofti: þessir samningar VERÐI að nást og það með málamiðlun (= verulegri eftirgjöf) af ÍSLANDS hálfu*, ella geti Össurarflokkurinn ekki treyst á að komast inn í Evrópusambandið.

Í þessu málflutnings-hlutverki Damanaki er vitaskuld beitt blekkingum, því að ávinningurinn Ísland er Evrópusambandinu margfalt meira virði en allar samanlagðar makrílveiðar í NA-Atlantshafi út næstu aldir. Hér er á hinn bóginn verið að þókknast þrýstihópum í ESB, heilu ríkjunum eins og Stóra-Bretlandi, Írlandi og Frakklandi; framkvæmdastjórn ESB ætlar ekki að láta þau ríki hafa neitt á sig að klaga, að ekki hafi allt verið reynt til að þrýsta Íslendingum til uppgjafar fyrir frekjulegum kröfum þeirra til mestalls makrílsins.

Um leið og við þessu yrði brugðizt af fullri sannfæringu, einurð og ákveðni um að hér komi engin slík sviksamleg "málamiðlun" til greina, þá mun án efa koma í ljós, að Evrópusambandið er ekki síður pappírstígrisdýr til nokkurra stórræða hér heldur en Bretar til þess verkefnis að sigrast á okkur með herflota sínum í þorskastríðunum, gegn íslenzkum víraklippum! En það, sem við höfðum þá með okkur líka, var ekki aðeins réttlætið eins og nú, heldur EINURÐ ÞJÓÐARINNAR og SAMSTAÐA, sem náði líka til stjórnmálastéttarinnar.

Nú má enginn brestur verða á slíkri samstöðu, og verða allir góðir menn að gera stjórnmálamönnunum það ljóst, að undanhald og uppgjöf þjóðarhagsmuna kemur hér ekki til greina.

* "„Við höfum gert mikið“, segir Damanaki. „Við höfum boðið Íslendingum 60% meira af makrílkvótanum en við gerðum fyrir þremur árum. Svo mér finnst að íslenska ríkisstjórnin þurfi að koma til móts við okkur, því um það snúast viðræður, að ná málamiðlun“. Hún náist ekki ef aðeins annar aðilinn gefur eftir." (Úr Rúv-fréttinni frá hádegi í gær.) – Þau hafa sem sé hækkað sig upp í um 4,8% vildartilboð (!!!), og nú sé það ÍSLANDS að koma til móts við gráðugu ríkin í ESB! 

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Einar: Bein tengsl makríldeilunnar og ESB-umsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Hún er greinilega að þylja upp það sem hún var látin læra utanbókar Jón Valur! Þetta vitum við sem getum "lesið" andlit fólks meðan það talar.Þú kannast við það þegar einhver er að ljúa upp í opið geðið á manni, þá sést það í báðum andlitum. Þetta er orðið svona eftir "siðabreytinguna" eftir hrunið að lygar hjá því opinbera eru vel þektar erlendis.

Eyjólfur Jónsson, 4.7.2012 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband