Verður Slóvenía sjötta ríkið, sem biður um neyðaraðstoð frá ESB?

Janez Sustersic, fjármálaráðherra Slóveníu, segir í The Telegraph 6. júlí, að Slóvenía gæti þurft á neyðarhjálp að halda frá ESB. Hann telur, að bankakerfi landsins standi sig miðað við núverandi aðstæður en "ef vandamál bankanna eru stærri eða vandamál til staðar, sem við þekkjum ekki eða ef nýjar áhættur myndast, þá er ekki hægt að útiloka, að við biðjum um hjálp."

Forsætisráðherra Slóveníu, Janez Jansa hefur varað við "grísku ástandi" en ríkisstjórnin "geri allt til þess að finna lausn vandans og koma í veg fyrir neyðaraðstoð."

Slóvenía greiddi nýverið tæpar 400 miljónir evra til stærsta banka Slóveníu Nova Ljubljanska Banka eftir að næst stærsti hluthafi bankans, belgíska KBC, neitaði að kaupa ný hlutabréf í bankanum.

Kýpur varð fimmta ríkið, sem bað um neyðaraðstoð á eftir Portúgal, Írlandi, Grikklandi og Spáni. Slóvenía verður sjötta ríkið, sem biður um neyðaraðstoð, ef ekkert annað ríki evrusvæðisins biður um neyðaraðstoð í millitíðinni.

gs


mbl.is Greiða ekki skuldir annarra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Hreint út sagt, þá er það nú svo, - að mínu mati, - að það sé engin "tilviljun" að allar þessar Evrópuþjóðir eru í vandræðum, ... það er að segja, að þær séu gjaldþrota.

Ég álít að þetta sé allt saman skipulagt fyrirfram, ... það er að segja, ... að þetta hafi allt verið skipulagt fyrirfram af bankaveldi Ameríku og Evrópu, með það að markmiði að ná sjálfstæðinu af þessum þjóðum, og koma öllum yfirráðum undir miðstjórn marxista og kommúnista í alríkinu E.S.B.

Allt frá upphafi "bankahrunsins" á Íslandi, þá hefi ég haft grun um, að líkt hafi verið gert á Íslandi, það er, að íslendskir ráðamenn hafi fengið "vísbendingar" um það frá erlendum bönkum og fjámálafyrirtækjum, hvernig hægt væri að splundra bönkum, sparisjóðum og lífeyrirsjóðum í landinu, með því augnamiði að ná hundrað ára uppsöfnuðu sparifé af þjóðinni, - koma sparifénu í annara hendur og úr landi, og skilja þjóðina eftir gjaldþrota og skuldum vafða.

Þar með væri þjóðin orðin ofurselt yfirvaldi annara, og orðin auðveld bráð sem hægt væri, - þegar hið rétta augnablik valdaræningjanna kæmi, - að svipta þjóðina sjálfstæðinu, endanlega, og koma landinu þar með undir alræði marxistastjórnar Evrópusambandsins.

Tryggvi Helgason, 6.7.2012 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband