Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
6.2.2019 | 20:20
Guðlaugur Þór skýtur í báðar áttir á deiluaðila um EES-samning, en er þó langt í frá hlutlaus
Hann benti þó á rangfærslur ESB-sinna um að Ísland innleiði um 80-90% af ESB-tilskipunum. Í raun innleiði Ísland 13,4%.
En að tala um "að lyfta umræðunni um EES-samning inn á hærra plan", eins og Guðlaugur gerði á samkomu í HR í dag, þegar 25 ár eru liðin frá innleiðingu EES, er fánýtt hjal af utanríkisráðherrans hálfu og kemur ekki í stað þess að ræða nýlega fram komið fjárhagstjón af honum, sem er geysimikið árlega í milljörðum talið.
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sem var einnig meðal framsögumanna, tók undir með Guðlaugi og sagði umræðuna mega gjarnan fara á hærra plan.
En það eru lítil meðmæli með málefnastöðu Guðlaugs Þórs, þegar einn helzti ESB-sinni landsins tekur sér stöðu með honum.
Hann segir hreyfingu sem vilji inngöngu í ESB og "sjálfskipaða fullveldissinna" hafa sameinazt um að "koma EES-samningum fyrir kattarnef," en gefur sér sjálfur, að samningurinn sé "góður".
Hitt var rétt hjá honum að benda á þá lygastarfsemi ESB-sinna, að með EES-samningnum séum við að innleiða um 80 til 90% af Evróputilskipunum. Hér er um hreina og klára rangfærslu að ræða, sagði Guðlaugur. Innleiðingarhlutfall Íslands frá gildistöku samningsins sé í raun 13,4%.
![]() |
Vill umræðuna um EES á hærra plan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.12.2018 | 04:49
Benedikt Halldórsson ritar um fólksflutningasamning SÞ:

Það versta við samninginn um innflytjendur er að það verður glæpur að gagnrýna komu ólöglegra innflytjenda.
Sagt er að hann sé ekki bindandi en það þýðir ekkert að fá bakþanka þegar erindrekar krefjast þess að við stöndum við það sem við skrifuðum undir. "Til hvers voruð þið að skrifa undir ef þið meintuð ekkert með því?" verður spurt ef okkur líst ekki á blikuna þegar á hólminn er komið.
Orð skulu standa. Það er bara þannig. Sá sem lofar vinum sínum greiða kemur ekki með ómerkilegar afsakanir eftirá.
Íslendingar lofa að sækja íslenska ríkisborgara til saka sem setja út á komu innflytjanda frá þriðja heims ríkjum og lofa að loka fjölmiðlum sem lofsyngja ekki samninginn. Kannski fer allt á besta veg en kannski ekki. Það er hugsanlega hægt að afsaka vanefndir ef skattgreiðendur gera uppreisn en það kostar skattgreiðendur "ekkert" að standa við þann hluta loforðsins að sækja einn og einn til saka og loka óþekkum fjölmiðlum. Hver á annars að túlka samningin? Hann segir sig varla sjálfur. Hvað ef menn túlka hann á versta veg? Af hverju er verið að taka áhættuna? Til hvers? Fyrir hvern?
"Promote independent, objective and quality reporting of media outlets, including internetbased information, including by sensitizing and educating media professionals on migration-related issues and terminology, investing in ethical reporting standards and advertising, and stopping allocation of public funding or material support to media outlets that systematically promote intolerance, xenophobia, racism and other forms of discrimination towards migrants..."
Ólöglegir innflytjendur verða löglegir en þeir sem setja út á að ólöglegir innflytjendur streymi til landsins verða hinir ólöglegu. Síðan er talað um að "við" eigum að koma í veg fyrir að þær aðstæður skapist í heimalöndunum að fólk leggi land undir fót. Ef "okkur" tekst það ekki verðum við að taka á móti öllum sem vilja koma. Hvergi er minnst á kostnað.
En stjórnvöld munu sjálfsagt fá nákvæmar leiðbeiningar hvað samningurinn þýði í raun, hversu há óútfyllta ávísunin verður
og hverju við þurfum að afsala.
20 lönd hafa ákveðið að skrifa ekki undir, þ.á m. Austurríki, Ástralía, Bandaríkin, Danmörk, Eistland, Ítalía, Króatía, Pólland, Slóvakía, Sviss og Tékkland. Það er nefnilega fráleit vitleysa að skrifa undir hugsanlega skerðingu á málfrelsi, í blindni og út í bláinn til að þóknast andlitlausum býrókrötum, jafnvel þótt þeir kenni sig við "virtar" stofnanir.
Það veit enginn hvernig vindar blása þegar við verðum rukkuð um loforðið eða hvaða býrókratar verða þá við völd.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 05:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.12.2018 | 10:06
Glæsilega upplýsandi þáttur um hinn stórvarasama þjóðflutningasamning SÞ sem stjórnvöld stefna á að samþykkja eftir tvo daga!
Förum ekki á mis við bezta þátt sem lengi hefur heyrzt á Útvarpi Sögu.* Nýr, frábær liðsauki á Alþingi, Jón Þór Þorvaldsson, og Valdimar Jóhannesson blm. brilléra þar með Pétri Gunnlaugssyni í afar upplýsandi máli um þann fólksflutningasáttmála SÞ sem hefur fengið nánast enga umræðu á Íslandi nema af hálfu árvökulla andmælenda hans (svipað hefur ástandið reyndar verið víða, m.a. í Þýzkalandi, að þöggun hefur jafnvel verið í gangi og látið sem samningurinn sé hið sjálfsagðasta mál sem vart þurfi að ræða og bara öfgar að hafna honum!).
Sameinuðu þjóðirnar eða starfsnefnd á vegum þeirra var þegar komin með þessar samningslínur fyrir tveimur árum, en þvílík hefur vanræksla okkar eigin stjórnvalda verið við að kynna hann, að jafnvel utanríkisráðherrann Guðlaugur Þór Þórðarson sagði á fundi í Valhöll 21. nóvember sl., að hann ætli að láta embættismenn ráðuneytis síns kynna sér hann, og þá muni hann taka afstöðu til hans! Þó er líka vitað, nú í þessari viku, að hann hefur ákveðið að senda ráðuneytisstjóra suður til Marokkó, á þá samkomu þar sem sáttmálinn verður samþykktur!
Samt eru nú þegar a.m.k. 20 ríki búin að hafna því að undirrita þennan samning, m.a. Austurríki, Ástralía, Bandaríkin, Danmörk, Eistland, Ítalía (sjá neðar), Króatía, Pólland, Slóvakía, Tékkland og Ungverjaland.
AFAR MARGT ótrúlega fróðlegt kemur fram í þessum klukkustundar-þætti í Útvarpi Sögu á vef útvarpsins, undir "Þættir", merktur: Síðdegisútvarpið 7. desember, með mynd af þingmanninum unga, Jóni Þór Þorvaldssyni flugstjóra (svartskeggjuðum), og Valdimar H. Jóhannessyni blaðamanni.
Í öllum skoðanakönnunum, sem sézt hafa um þetta, m.a. á Facebók, hefur yfirgnæfandi fjöldi tekið afstöðu GEGN þessum fólksflutningasáttmála, og það á einnig við um könnun Útvarps Sögu.**
* Þátturinn var frumfluttur í gær og endurtekinn í morgun. Hann er að finna á vefslóð Útvarps Sögu, undir "Þættir", þar er hann á áberandi stað: Síðdegisútvarpið 7. desember, með mynd af þingmanninum unga, Jóni Þór Þorvaldssyni flugstjóra, og Valdimar H. Jóhannessyni blaðamanni.
** Hér er frétt af vef Útvarps Sögu 27. nóvember:
Jón Valur Jensson.
![]() |
Hvílíkt bull |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2018 | 19:00
Ólafur Ragnar Grímsson: Framtíð Íslands best borgið utan ESB
Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Ólaf Ragnar í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá alþjóðlegu fjármálakreppunni og bankahruninu á Íslandi." HÉR má sjá myndband Stöðvar 2 með viðtali Þorbjarnar Þórðarsonar við forsetann fyrrverandi.
"Ólafur Ragnar var forseti Íslands frá 1996-2016 og var í mörg ár alþingismaður og ráðherra þar á undan.
Á Ísland að standa áfram utan við ESB?
Það hefur ávallt verið mín skoðun og það var ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að opinberlega og alþjóðlega lýsa þeirri skoðun þrátt fyrir að þáverandi ríkisstjórn hefði samþykkt aðild að Evrópusambandinu.
Á fyrstu árum mínum sem forseti fékk ég margar heimsóknir frá erlendum áhrifamönnum sem sögðu að Ísland þyrfti að ganga í Evrópusambandið þá, um síðustu aldamót, til að vera á undan Noregi. Til þess að við stæðum ekki uppi með það að Noregur væri búinn að móta sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins þegar við gengjum inn, ekki ef, heldur þegar.
Núna vita auðvitað allir að Noregur er ekkert á leið inn í Evrópusambandið og það munu örugglega líða áratugir þangað til, ef einhvern tímann það gerist.
Tony Blair hafði það sem meginþátt í sinni efnahagsstefnu á sínu fyrsta kjörtímabili að á öðru kjörtímabili myndi hann hafa forystu um það að Bretar gengju inn í evrusamstarfið.
Það myndu allir hlæja að slíkri tillögu í Bretlandi núna og það sem meira er þá er Bretland á leiðinni út úr Evrópusambandinu.
Þessar spár og þessi umræða, sem ég varð vitni að sjálfur á fyrstu árum mínum sem forseti, er auðvitað dæmi um það að þessir spádómar um að Evrópusambandið væri hin örugga framtíð og væri á beinni braut og allir yrðu að ganga þar inn ef þeir ætluðu sér að eiga einhverja sómasamlega framtíð, þetta hefur alltsaman reynst rangt. Þvert á móti sjáum við hér í Norður-Atlantshafi þar sem Íslendingar og Norðmenn hafa staðið utan, Grænlendingar og Færeyingar, öllum þessum þjóðum vegnar tiltölulega vel samanborið við þær þjóðir sem eru á meginlandi Evrópu og glíma við þau gríðarlegu vandamál sem Evrópusambandið glímir við þar.
Þannig að ég á mjög bágt með að sjá það að einhver geti fært fram í dag einhverjar sannfærandi röksemdir fyrir því að af hverju, út frá íslenskum hagsmunum, við ættum að ganga í Evrópusambandið, segir Ólafur." (Visir.is)
Sjá má viðtalið við Ólaf í heild sinni HÉR.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2018 | 05:15
Nýtt mat á EES-samningi er orðið brýnt; nefnd til að meta galla hans og kosti er grunsamlega fámenn, með 2 þekktum og 1 lítt þekktum nefndarmanni
Utanríkisráðhr. skipaði 30/8 sl. 3ja manna starfshóp sem ætlað er að gera úttekt á kostum og göllum EES-aðildar Íslands. Nefndarform. er Björn Bjarnason, en Kristrún Heimisdóttir, fyrrv. aðstoðarm. Ingibjargar Sólrúnar og síðar Árna Páls Árnasonar viðskiptaráðherra, situr í nefndinni með Birni, og þótt bæði séu vitfólk mikið, er kannski ekki við því að búast, að þau komi með nýjar og óvæntar tillögur að rannsókn sinni lokinni. Björn hefur með eindregnum hætti ítrekað lýst sig mjög hlynntan EES-samningnum, og ekki er Kristrún líkleg til að leggja neitt til, sem fjarlægir okkur frá Evrópusambandinu, það þveröfuga gæti jafnvel gerzt.
Eflaust er það rétt mat hjá Birni Bjarnasyni, þegar hann segir á heimasíðu sinni: "Það er vel við hæfi að gera ítarlega og vandaða úttekt á aðild Íslands að samningnum þegar 25 ár eru liðinn frá gildistöku hans." En hér hlýtur ekki sízt að skipta máli, hvernig sú nefnd er skipuð, sem gerir þessa úttekt á því, hvort við höfum á heildina litið grætt eða haft gagn af EES-samningnum eða hvort hann hafi jafnvel lengi verið þjóðinni til þyngsla á sumum sviðum.
En hver er þriðji nefndarmaðurinn? Bergþóra heitir hún Halldórsdóttir, núv. lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins og erindreki um samstarf atvinnulífsins og utanríkisþjónustunnar. Hún varð 35 ára í fyrradag (til hamingju með það!), ólst upp í Reykjavík, og lauk ML-prófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík auk þess sem hún lauk diplómaprófi í frönsku frá Aix-Marseille Université. Hún var fyrst saksóknarafulltrúi á sviði skattamála hjá Embætti sérstaks saksóknara, einnig sérfræðingur hjá Samkeppniseftirlitinu og sinnti lögfræðiaðstoð fyrir kosningaeftirlitsnefnd Öryggis- og samvinnuráðs Evrópu áður en hún hóf störf hjá SA, í upphafi á vinnumarkaðssviði samtakanna.
Nú er vitað, að SA hafa mjög viljað halla sér að Evrópusambandinu, og úr hópi stjórnenda í þeim samtökum atvinnulífs hafa t.d. allmargir forystumenn ESB-sinna á Íslandi komið, sem og þónokkrir af þingmönnum "Viðreisnar", sbr. hér og hér). Því liggur beint við að spyrja: Er líklegt, að lögfræðingur SA sl. hálfan áratug sé fyrir fram hlutlaus gagnvart EES-samningnum og Evrópusambandinu sjálfu?
En Björn Bjarnason er ósköp glaður yfir þessu öllu saman og ritar þess utan: "Fyrir okkur sem sitjum við að safna efni í þessa skýrslu er ánægjulegt að sjá að vinnulagið veldur ekki deilum á alþingi." Þá upplýsir hann um, að Pétur Gunnarsson, sérfræðingur í EES-málum í utanríkisráðuneytinu, er ritari hópsins.
Ef einhverjum þykir hér ógáfulega spurt út í mál eða of mikillar tortryggni gæta gagnvart nefndarmönnunum þremur, þá er sjálfsagt að nefna það hér í athugasemd og koma með rök fyrir því, að þetta sé allt í bezta fari undir leiðsögn Björns Bjarnasonar. Afstaða hans til Þriðja (ACER) orkumálapakka Evrópusambandsins dregur þó ekkert úr áhyggjum undirritaðs.
Í frétt á Mbl.is um þetta mál sagði svo:
Björn fjallaði um skipunina á vefsíðu sinni [...] þar sem hann sagði meðal annars: "Ég var og er á móti ESB-aðild og tel að EES-leiðin sé best til óhjákvæmilegs samstarfs okkar við ESB. Að greina EES-stöðuna nú og draga ályktanir af þeirri vinnu er verðugt viðfangsefni."
Fyrrverandi utanríkisráðherra fekk hér tilefni til að skjóta spotzkur á Björn (úr sömu frétt):
Þessi ummæli vöktu athygli Gunnars Braga Sveinssonar, þingflokksformanns Miðflokksins, sem birti ummæli Bjarnar á Facebook-síðu sinni og velti því fyrir sér hvort niðurstaða skýrslu starfshópsins lægi fyrir í ljósi orða formanns hans: "Er þá niðurstaðan komin?" (!)
VIÐAUKI
Undirritaður setti eftirfarandi texta á Facebók, m.a. á Stjórnmálaspjallið, með vísan á þessa grein:
Er þriggja manna nefnd undir forystu Björns Bjarnasonar treystandi fyrir framtíðarstöðu landsins? Hér er um afgerandi mikilvægt endurmat á EES-samningnum að ræða, en er þá við því að búast, að þrjár manneskjur, sem allar gætu fyrir fram virzt vera hlynntar honum, gefi á sínum vel launaða 12 mánaða matstíma traustsverða rniðurstöðu um allar hliðar þess máls? Víst er, að samningurinn hefur kostað mikið í árlegum útgjöldum ríkissjóðs vegna eilífrar þýðingarvinnu á löggjöf, sem við höfum alla jafnan ekkert með að gera og oft er til óþurftar og takmörkunar á athafnafrelsi Íslendinga, sem og með fráleitum framlögum héðan til þróunarstarfs ESB-ríkja í Austur-Evrópu, en það versta er þó, ef skuldbindingar okkar aukast enn, á borð við ACER-málið skelfilega og sæstrengs-málið. Björn Bjarnason virðist forstokkaður fylgismaður Þriðja orkumálapakka Evrópusambandsins, með öllu hans fullveldisframsali til ACER og ESB, og er því naumast rétti maðurinn til að leiða svona matsvinnu. Vísa ég um það mál til frábærs upplýsingastarfs Bjarna Jónssonar rafmagnsverkfræðings og nú síðast til greinar hans: Gagnrýni prófessors Peters Örebech (sérfræðings í Evrópurétti) sem malar niður í smátt hið afar meðvirka álit með Acer-samningnum sem Þórdís Kolbrún, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, kallaði eftir! -- Eitt er víst að þessi mál eru ekki í góðu fari -- að mörgu er hér að ugga, en hér er grein Bjarna Jónssonar: https://bjarnijonsson.blog.is/blog/bjarnijonsson/entry/2223574/
Sjá einnig athugasemdirnar og umræður hér á eftir.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Er þá niðurstaðan komin? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.7.2018 | 15:15
Ófært að þvinga þjóðir til að búa saman, sbr. Júgóslavíu!
Söngvarinn frægi Chris Rea gagnrýnir ráðamenn í Bretlandi og ESB, fjarlæga alþýðu, og dregur í efa sameiningu Evrópu: "you cannot force different people to live together [when] they simply do not want to", og minnir á hrun Júgóslavíu.[60]
Allir eiga að vita, hvernig fór í Júgóslavíu. Eftir að sex þjóðum og þjóðabrotum líka hafði verið haldið saman undir einni stjórn Josips Bros Tito frá stríðslokum, hlutaðist ríkið sundur í mikilli borgarastyrjöld eftir 1990, þar sem áætlað er, að 130-140.000 manns hafi farizt. Svo stutt er síðan Balkanlöndin voru stríðsvöllur, og ekki stóð Evrópusambandið sig vel við að hefta framgang stríðsins; friðargæzluliðar á vegum Hollendinga brugðust þar yfir 5.000 múslimum, sem myrtir voru án þess að þeir hollenzku hreyfðu legg né lið.
Á tenglinum syngur Chris Rea lag til eldri dóttur sinnar, Josephine, og varð frægt. Um yngri dóttur sína, sem þá var fjögurra ára, samdi hann lagið Julia. Þarna eru falleg myndbönd, sem sýna ávexti friðar í stað sundrungar og stríðs vegna stefnu misviturra stjórnvalda, sem þvinga þjóðir sínar gegn þeirra vilja.
JVJ.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 28.7.2018 kl. 02:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2018 | 17:00
Boris Johnson segir af sér
Það eru mikil tíðindi að Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands, daginn eftir að Brexit-ráðherrann gerði það sama. Theresa May er í miklum vanda stödd og glímir við þann vanda í mikilvægri þingræðu í dag. Hafa samflokksmenn hennar ýmist viljað ganga harðar fram í Brexit-málinu eða hægar, og er frú May með þeim linari í málinu, en Johnson með þeim harðari. Upplausn kann að blasa við, en forsætisráðherrann hefur þó þingslitavaldið á hendi sinni og að boða til nýrra kosninga; en staða hennar er veik og erfitt að sjá fram á, að hún geti styrkt hana með nýjum utanríkisráðherra.
Hér er nýjasta frétt The Times af málinu: May vows to fight on amid cabinet crisis -- Johnson and Davis quit over PMs soft Brexit plan ...
JVJ.
Sbr. og: http://www.ruv.is/frett/boris-johnson-segir-af-ser
![]() |
Boris Johnson segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Evrópusambandið sýnir nú hug sinn í verki gagnvart sjálfstæðum ákvörðunum aðildarríkja í löggjafarmálum: breyttum starfstíma hæstaréttardómara í Póllandi hafnar ESB og fer í mál við Pólverja fremur en að láta þá um sína eigin stjórn á málum! Að baki býr svo sú hótun að svipta Pólland atkvæðisrétti sínum í Evrópusambandinu, verði ekki látið undan forræðishyggjunni þar!
Þetta sýnir ESB-ríkjum sem öðrum, að jafnvel svo stórt land sem Pólland getur ekki talið sér óhætt að gera ráð fyrir að halda fullveldi sínu þar að meira eða minna leyti óskertu.
Jón Valur Jensson.
![]() |
ESB höfðar mál gegn Póllandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.6.2018 | 17:25
Persónuverndarlögin frá ESB eru "fordæmalaust framsal valdheimilda"
Dr. Stefán Már Stefánsson prófessor, okkar helzti sérfræðingur í Evrópusambandslögum, "var stjórnvöldum til ráðgjafar um upptöku gerðarinnar í samninginn. Í álitsgerð hans segir að sú leið sem farin sé feli í sér að framkvæmdarvald og dómsvald yrði framselt til stofnana ESB með mjög einhliða hætti. Stefán réð stjórnvöldum frá því að fara þessa leið og taldi hana skapa afleitt fordæmi. Þá sé gert ráð fyrir að bókun 34 við EES-samninginn verði virkjuð í fyrsta sinn í sögu samningsins en hún gerir ráð fyrir því að dómstólar EFTA-ríkjanna geti farið fram á að Evrópudómstóllinn taki ákvörðun um túlkun EESreglna sem samsvara ESB-reglum. Stefán segir fáa hafa trúað því þegar EES-samningurinn var samþykktur að bókunin um Evrópudómstólinn yrði einhvern tíma virkjuð. Að mati Stefáns er því um fordæmalaust framsal valdheimilda að ræða."
(Fréttablaðið, 13. júní 2018, https://www.frettabladid.is/frettir/framsal-valds-til-stofnana-esb-a-moerkum-stjornarskrarinnar)
Því ber öllum að taka þátt í áskorun á forseta Íslands að synja þessari ESB-löggjöf staðfestingar!
JVJ.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Margir hafa undrazt hvernig ESB-stórveldið neyddi í raun meirihlutaflokka Ítalíu til að falla frá skipan Paolos Savona sem fjármálaráðherra (forsetinn Mattarella hafnaði honum, í þægð við Evrópusambandið). En það er verðugur mótleikur þegar nýr forsætisráðherra landsins, Giuseppe Conte, skipar nú hinn sama Savona sem ráðherra Evrópumála, "en hann er harður efasemdamaður um Evrópusamstarfið" (mbl.is)! Hér er fullt tilefni til að vitna í styttri leiðara Morgunblaðsins þennan föstudag:
"Breytt í þágu Brussel
Í gærkvöld var greint frá því að meirihlutaflokkarnir hefðu ákveðið að gefa eftir og velja nýtt fjármálaráðherraefni. Þetta var gert undir hótunum um utanþingsstjórn þóknanlega ESB og nýjar kosningar til að lagfæra þær sem elítan í ESB taldi hafa gefið ranga niðurstöðu.
Þegar þetta er skrifað er búist við að ný stjórn á Ítalíu taki við í dag, föstudag. Sú stjórn verður ekki eins og meirihlutinn á ítalska þinginu vildi helst hafa hana, en hún gæti engu að síður ruggað báti Evrópusambandsins og evrunnar verulega. Fróðlegt verður að sjá hver næstu viðbrögð elítunnar í Brussel og áhangenda hennar verða ef ríkisstjórnin fylgir þeim málum eftir sem ítalskir kjósendur ætlast til." (Tilvitnun lýkur.)
Ekki hafa þessir atburðir aukið traust manna á lýðræðisást Brusselmanna og leiðtoga Evrópusambandsins, svo sem hinna valdamestu, Frakklandsforseta og Þýzkalandskanzlara. Greinilega vilja þau, eins og í tilfelli Grikklands, Ungverjalands og Póllands áður, takmarka frelsi þjóða og þjóðþinga til að ráða málum sínum sjálf.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Conte nýr forsætisráðherra Ítalíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)