Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
12.2.2018 | 00:12
Gæði EES-samningsins harla lítil í reynd
"EES-samningurinn með öllum sínum óteljandi tilskipunum núll - venjulegur fríverzlunarsamningur einn. Það er að sjá, að flestir íslenzkir hagfræðingar og stjórnmálamenn hafi síðustu áratugi haft rangt fyrir sér," ritar Sigurður Ragnarsson, félagi í Samtökum um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland, á Facebók sína um þá frétt, að Kanada nýtur betri kjara en Ísland í sínum nýja fríverzlunarsamningi við Evrópusambandið! Og Kanada sleppur þar, vel að merkja við þann annmarka EES-samningsins, að taka þurfi um heilu laga- og tilskipanagerðirnar frá Brusselvaldinu á ákveðnum sviðum.
Kanadískar sjávarafurðir fá nú mun betri aðgang að innri markaði Evrópusambandsins en Íslendingar njóta í gegnum EES-samninginn. Orð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra í tilefni af frétt þessari virðast stærilát og út í hött, í stað þess að hann hugi að ótvíræðum kostum þess að segja upp EES-samningnum.
Samanber ennfremur snjalla og afar íhugunarverða grein Bjarna Jónssonar rafmagnsverkfræðings nýlega: EES-samningurinn verður sífellt stórtækari.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Kanada nýtur betri kjara en Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
The Times (of London) segir frá þessu í morgun:
|
|
jvj skráði
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.11.2017 | 19:47
Snjall er Björn í greiningunni; Þorgerður Katrín lætur á sér skilja að kúvent sé ESB-stefnu Viðreisnar
En ekki er mikið að marka það; öll forystusveit Viðreisnar (sjá nöfnin) hefur frá upphafi haft Evrópusambandið fyrir augum sem sínar ær og kýr, sína Útópíu og himnesku Jerúsalem!
Komum rétt strax aftur að Þorgerði, en fyrst er að nefna, að Björn Bjarnason rekur í frábærlega skýru yfirliti* ESB-umfjöllun Sjálfstæðisflokksins frá því haustið 2008 og fram undir þetta. Það er lærdómsríkt mörgum og áminning um að taka ekki mikið mark á áróðri ESB-kröfugerðarfólks á Austurvelli um árið.
Aðspurð um það af fréttamanni Rúv, hvort Viðreisn, ef henni er boðið að stjórnarmyndunarborði, mundi setja það sem skilyrði að gengið verði til atkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við ESB á næsta kjörtímabili, svaraði Þorgerður:
"Á þessu stigi tel ég rétt að flokkar setji ekki fram nein skilyrði."
Um þetta segir Björn á vef sínum, bjorn.is*:
Í ljósi sögunnar markar þetta svar tímamót. Viðreisn setur ekki atkvæðagreiðslu um framhald ESB-aðildarviðræðna sem skilyrði fyrir myndun ríkisstjórnar.
En hann bætir líka við:
Eftir yfirlýsingu Þorgerðar Katrínar sem vitnað er til hér að ofan vaknar spurning um hvort Viðreisnarfólk á samleið með Viðreisn. Hafi flokkurinn verið stofnaður um eitthvert málefni, sneri það að þjóðaratkvæðagreiðslunni um framhald ESB-viðræðna. Nú boðar flokksformaðurinn að ekki verði staðið við það loforð bjóðist ráðherrastólar.
Ólíklegt er að þessi yfirlýsing flokksformannsins um hvarf frá meginstefnu flokksins breyti nokkru um aðdráttarafl hans við stjórnarmyndun.
Já, ekki er það traustsverðugt að stinga stefnu sinni niður í skúffu, þegar ráðherrasætin bjóðast. Þetta gerði þó Steingrímur J. með hrikalegum afleiðingum árið 2009, eins og öllum á að vera kunnugt. Nú fer Þorgerður Katrín í hina áttina, en þó verður Viðreisnar-flokkurinn ávallt grunaður um græsku í okkar fullveldismálum. Og þó að bæði Samfylking og "Viðreisn" verði að kyngja því, að þeirra heittelskaða ESB verður ekki á dagskrá hér næstu fjögur árin, þá er hætt við því, að þau reyni í millitíðinni að fara Fjallabaksleið að því langtíma-markmiði, með því að vinna að því á þingi að spilla fyrir fullveldisákvæðum gildandi stjórnarskrár, en Logi Einarsson, formaður Sf., vill einmitt gera stjórnarskrárbreytingar að skilyrði fyrir því, að flokkur hans fáist til að taka þátt í stjórnarmyndun.
Hér er því full þörf á að vera áfram á verði, þótt sannfæring sumra sé kannski tímabundið til sölu fyrir völd og áhrif ráðherrastóla.
* Formaður Viðreisnar afneitar flokksstefnunni.
Jón Valur Jensson.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.10.2017 | 19:38
Enn tefla Samfylkingarmenn fram ESB-liði sínu, GAT í SV!
Allan tímann sem Guðm. Andri Thorsson hefur skrifað í Fréttablaðið (vikulega í fjölda ára!) hefur hann stutt Samfylkinguna leynt og ljóst. Ekki kvartaði hann yfir svikinni "skjaldborg" né þrælslund Sf. gagnvart Evrópusambandinu, hikstaði aðeins eftirá á Icesave, þegar rangur málstaður og lögleysa VG og Samfóista var augljós orðin, en aumlega ósannfærandi var þó hans afsökunarbeiðni.
En verður ekki að óska Jóni Ásgeiri til hamingju með frambjóðandann? Og verður GAT nú enn ein ESB-moldvarpan á Alþingi?
PS. Í heiðurssætið (neðsta) í Suðvesturkjördæmi setur Samfylkingin Árna Pál Árnason lögfræðing, fv. alþingsmann og ráðherra, sjálfan höfund Árna Páls-laganna og virkan stuðningsmann "ESB-aðildar"! Það er engin iðrunarmerki að sjá á Samfylkingunni þrátt fyrir að henni hafi verið hegnt tvívegis og það eftirminnilega í tveimur þingkosningum!
Jón Valur Jensson.
![]() |
Guðmundur Andri leiðir listann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2017 | 10:19
Vilja að Pólverjum verði ekki refsað af ESB
Ungversk yfirvöld ætla ekki að líða það að Evrópusambandið beiti Pólverja þvingunum vegna breytingar á lögum þar í dómsmálum. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, heitir því að koma Pólverjum til varnar gegn íhlutun Evrópusambandsins. Pólverjar telja sig vera að vinna gegn spillingu sem verið hafi í dómskerfinu, og öldungadeild þingsins þar hefur samþykkt lagafrumvarpið sem felur í sér að allir núverandi dómarar verði settir af og að dómsmálaráðherra velji dómara í þeirra stað. Vitaskuld er málið umdeilt, en Ungverjar vilja þó ekki, að Pólverjum verði refsað með því að svipta þá atkvæðisrétti í ESB.
Það er í hag Evrópu og í anda vinabanda Póllands og Ungverjalands að herferðin gegn Póllandi gangi ekki eftir [...] Ungverjar munu beita öllum mögulegum lagaúrræðum til þess að sýna samstöðu með Pólverjum. (Mbl.is, úr ræðu Orbans sem hann flutti við háskóla í Transsylvaníu.)
Nánar má lesa um þetta í frétt Mbl.is hér fyrir neðan.
JVJ.
![]() |
Orban kemur Pólverjum til varnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2017 | 22:45
ESB-her verður til - staðreynd! Afleiðingarnar grafalvarlegar
Ekki þarf að efa að ESB-herinn verði til, enda vilji utanríkisráðherra Þýzkalands, þótt krati sé.
Jafnvel rödd Þjóðverja myndi ekki heyrast í alþjóðasamfélaginu ef við værum einir á báti. Þess vegna þurfum við sameiginlega evrópska rödd. Þannig verðum við hluti af alþjóðlega stjórnmálasviðinu. Við kunnum að skipta máli efnahagslega en ekki stjórnmálalega án hennar,"
sagði Sigmar Gabriel, utanríkisráðherrann, í viðtali við Mbl.is í dag.
Við verðum að skipuleggja varnarmálin skref fyrir skref. Við munum ekki koma á evrópskum her á morgun. Það sem er mögulegt að koma á, til skemmri tíma litið, er nánara samstarf á milli evrópskra herja. Það er algerlega nauðsynlegt að samræma hernaðargetuna og herina. Það mun að lokum leiða til evrópsks hers en það er annað eða þriðja skrefið,
sagði ráðherrann orðrétt (leturbr. jvj).
Oft hafa Evrópusambandssinnarnir hér á landi svarið af sér, að til stæði að stofna ESB-her, en þetta er sannarlega inni í framtíðaráætlunum bæði í Berlín og Brussel.
Athyglisverð er viðurkenning hans á dvínandi gengi Evrópuríkjanna:
"... við ættum að einbeita okkur að stóru málunum þar sem einstök ríki geta ekki staðið vörð um hagsmuni íbúa sinna ein á báti. Sem dæmi fjölgar íbúum Asíu, Bandaríkjanna og Afríku á meðan íbúum Evrópu fækkar. Innan 10-20 árum munu börnin okkar og barnabörn einungis hafa rödd á alþjóðavettvangi ef það er sameiginleg evrópsk rödd,
sagði hann. Ekki lýsir þetta mikilli tiltrú á að ríki geti staðið fyrir sínu án þess að vera í bandi með stórveldi ... já, einmitt, stórveldi sem leitt er af endursameinuðu Þýzkalandi. Gamli draumurinn að rætast?!
Og þessu verður meðal annast fylgt eftir með því að efla veldi ESB með öflugum her, miðstýrðum af þeim sem þar ráða! Falleg framtíðarsýn fyrir vinstri sinnuðu friðardúfurnar íslenzku?!
En tækist fullveldisframsalsmönnum að narra Íslendinga til að kjósa yfir sig Evrópusambandið, þarf ekki að spyrja að því, að einnig af okkur yrði ætlazt til framlags til þessa stóra hers, ef ekki í formi hermanna, þá í enn frekara formi álaga með framlögum af fjárlögum okkar, en ef ekki þannig í miklum mæli, þá með því að gera landið sjálft að vettvangi herstöðva og heræfinga ESB-hersins. Og þar hefðum við ekki síðasta orðið, það leiðir af sjálfu sér af almennum inntökuskilmálum nýrra ríkja í þessu stóra ríkjasambandi.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Evrópuherinn kemur að lokum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 28.6.2017 kl. 00:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Macron er ekki 100% öruggur með sigur í frönsku forsetakosningunum. Enn koma upp atvik sem geta breytt vígstöðu þeirra Le Pen. 2/3 fylgismanna Melenchons kjósa hann ekki.* Frekja Macrons í garð Pólverja hjálpar ekki heldur.** Stjórnvizka kemur ekki sízt fram í orðum og yfirlýsingum.
Mörgum er lítt að skapi að láta ESB stýra stórstreymi múslima inn í Evrópu, einkum ef til stendur að gera það varanlegt; tímabundin aðstoð er allt annað mál, bæði hér í álfu og þó enn frekar með hjálparstarfi í heimalöndum múslima, ef mögulegt er, eða í nágrannalöndum stríðssvæðanna, því að þannig fæst margföld nýting fjárframlaga til flóttamannahjálpar miðað við allt þunglamalega batteríið í kringum slíkt hér í Evrópu.
Mjög svo ráðandi áhrif Angelu Merkel, kanzlara Þýzkalands, á meðferð flóttamannamála eru greinilega til óþurftar fyrir Evrópusambandið, eins og ráð hennar hafa gefizt illa í heimalandi hennar, þar sem t.d. tugir þúsunda flóttamanna og hælisleitenda eru "týndir", finnast ekki, á sama tíma og lögreglan fæst við sífellt alvarlegri tilfelli af hryðjuverkaógnunum.
* Melenchon er sósíalisti, og höfðu fylgismenn Macrons reiknað með, að fylgismenn þess fyrrnefnda myndu kjósa Macron, enda væru þeir miklir andstæðingar Le Pen og Þjóðfylkingarinnar. En tveir þriðju af stuðningsmönnum Melenchons ætla nú óvænt annaðhvort að sitja heima eða skila auðu!
** Macron var að gefa út frekjulega framhleypna yfirlýsingu sem beinist gegn sjálfræði og fullveldi einstakra ESB-meðlimaríkja. Þetta hjálpar honum ekki á síðustu 4-5 dögum fyrir kosningarnar. Hann hefur nú 60% fylgi, gegn 40% hjá Marine Le Pen, og hefur ekki efni á að tapa því niður. Hið franska bann við skoðanakönnunum á kjördag og sólarhring fyrir kosningar getur svo aukið á spennuna. Og það er ekki nóg, að menn segist frekar standa með Macron en Le Pen, ef þeir nenna svo ekki að mæta á kjörstað eða skila jafnvel auðu! Tengsl hans við bankana þykja einnig mæla gegn honum, þótt talinn sé hann hafa staðið vel við bakið á Grikkjum í ESB-málum þeirra og ESB-seðlabankans.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Dræm kosningaþátttaka gæti skipt sköpum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 02:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2017 | 13:16
ESB að ganga í endurnýjun lífdaganna eða að nálgast endalokin?
Sama dag og ESB-leiðtogar halda upp á 60 ára afmæli Evrópusambandsins og skrifa undir endurnýjaðan Rómarsáttamála varar Franz páfi þá við því að "stofnunin eigi það á hættu að líða undir lok ef ný framtíðarsýn verður ekki sett fram, byggð á upphaflegri hugsjón hennar um samstöðu."
Þegar stofnun missir sjónar á stefnu sinni og getur ekki lengur horft fram á við, þá fer henni aftur og þegar til lengri tíma litið gæti hún liðið undir lok, sagði Franz í ræðu sem hann hélt fyrir leiðtoga ESB í Vatíkaninu. (Mbl.is)
Myndin er af páfanum í heimsókn hjá ESB 26. nóv. 2014
Páfinn er ekki neikvæður gagnvart upphaflegum tilgangi sambandsins, stofnendur þess hafi trúað á framtíðina eftir eyðilegginguna í síðari heimsstyrjöldinni og ekki skort hugrekki, en hann bætir við, að samstaða verði að vera fyrir hendi í Evrópu, og lýsti hann því yfir á fundi í Róm með fulltrúum ESB, að slík samstaða væri áhrifaríkasta móteitrið gegn nútíma útgáfu lýðskrums. (Frétt mbl.is: Segir að ESB gæti liðið undir lok)
Vitað er, að úrsögn Breta úr Evrópusambandinu er fastákveðin af brezku ríkisstjórninni í kjölfar þjóðaratkvæðis á þann veg, þótt sambandið reyni hvað það getur að bregða fæti fyrir Breta á þeirri leið, m.a. með því að krefja þá um 50-60 milljarða evra, andvirði um 6.000-7.000 milljarða íslenzkra króna (sbr. erlend skrif hér).
En fleiri kunna að vera á leið úr Evrópusambandinu en Bretar, jafnvel er ekki víst að stofnþjóðir eins og Frakkar, Hollendingar og Ítalir verði jafn-tryggar í bandinu á næstu árum eins og talið hafði verið, og gætir þess nú þegar í kringum kosningar í tveimur þeirra landa og Ítalía talin í verulegum erfiðleikum með sín samskipti við ESB. Því kann það ekki að vera svo fjarstætt í orðum páfans, að samstaða ES-ríkjanna gæti með tímanum liðið undir lok.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Undirrituðu nýjan Rómarsáttmála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í skoðanakönnun (2.058 manna úrtak) 3.-5. þ.m. eru 53% brezkra kjósenda sátt við áherzlur ríkisstjórnar Theresu May um Brexit, en 47% ósátt. Þá telja 47%, "að May takist að landa hagstæðum samningi við Evrópusambandið í tengslum við útgönguna, en 29% eru því ósammála. Í janúar voru 35% á hvorri skoðun" (Mbl.is).
- Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar fyrirtækisins ORB samkvæmt frétt Reuters. ... May kynnti á dögunum með hvaða hætti hún hyggst segja skilið við Evrópusambandið en í því felst að yfirgefa um leið innri markað þess.
Útgangan úr Evrópusambandinu var samþykkt með óvænt yfirgnæfandi meirihluta í neðri deild brezka þingsins 8. þ.m., þ.e.a.s. samþykkt með 494 atkvæðum gegn 122 að heimila ríkisstjórninni að hrinda af stað úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu (sjá hér: Neðri deildin samþykkir Brexit).
Hinn 20. þ.m. verður málið tekið fyrir í lávarðadeildinni. Við óskum Bretum allra heilla á þessari vegferð sinni. Eins og fyrir Íslendinga, þannig einnig fyrir Breta, mun það reynast sjálfstæði þessara þjóða affarasælast að standa utan þessa valdfreka bandalags og Bretum að endurheimta sín skertu fullveldisréttindi.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Meirihlutinn hlynntur Brexit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2017 | 11:22
Bretar strax komnir í fríverzlunarviðræður við 12 ríki um allan heim
Brezka íhaldsstjórnin sýnir strax það sjálfstæði gagnvart Evrópusambandinu (enda á leið úr því) að virða að vettugi tilraunir ráðamanna í stórveldinu að fyrirskipa Bretum að standa ekki í neinum formlegum viðræðum um viðskipti fyrr en Bretland hefur yfirgefið Evrópusambandið. Stefna Breta á þessar fríverzlunarviðræður er skýr og skelegg í senn.
Þetta upplýsti Liam Fox, ráðherra alþjóðaviðskipta í ríkisstjórn Bretlands, í grein í breska dagblaðinu Daily Telegraph fyrr í vikunni. Markmiðið sé að undirbúa fríverslunarsamninga sem hægt verði að undirrita um leið og Bretar segi sig formlega úr Evrópusambandinu.
Fram kemur í frétt blaðsins að stefnt sé að því að Bretland yfirgefi Evrópusambandið árið 2019. Bresk stjórnvöld séu þegar í viðræðum við ríki eins og Kína, Indland, Ástralíu, Suður-Kóreu, Sádi-Arabíu og Óman. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, upplýsti í ræðu í fyrradag að Bretland ætlaði að yfirgefa innri markað Evrópusambandsins enda væri það forsenda þess að landið gæti samið um sjálfstæða fríverslunarsamninga við önnur ríki. (Mbl.is)
Það verður ekkert tvínónað við hlutina. Ríkisstjórnin í Lundúnum ætlar ekki að láta landið gjalda neins vegna Brexit eða með því að bjóða heim refsiaðgerðum ESB í einhverri skelfingar-eftirvæntingu án sinna fyrir fram ákveðnu forvarna.
Þegar við förum [úr Evrópusambandinu] munum við koma á fót nýjum tengslum við ríki eins og Ástralíu, Nýja Sjáland og Indland. Við erum að viðræðum um viðskipti við mörg ríki með það fyrir augum að kanna hvar hægt sé að fjarlægja hindarnir í vegi viðskipta og fjárfestinga með gagnkvæma hagsmuni í huga, segir Fox í grein sinni og ennfremur:
Við þurfum hámarks frelsi til þess að ná þessum markmiðum og fyrir vikið var það rétt hjá forsætisráðherranum að útiloka fulla aðild að tollabandalagi Evrópusambandsins. Það er heill heimur sem við getum átt í viðskiptum við og það er einmitt það sem við ætlum að gera.
Glæsilegt, og þetta ryður jafnvel brautina fyrir fleiri ríki sem hugað gætu að því sama, hvort sem það verður undir vígorðinu Frexit eða einhverju öðru.
Þetta verður ennfremur aukin hvöt fyrir okkur Íslendinga til að halda okkur frá hinu valdfreka tollmúra-Evrópusambandi og beina fremur sjónum okkar að því að tengjast frjálsara fríverzlunarbandalagi sem gerir engar fullveldiskröfur til sinna aðildarríkja.
Jón Valur Jensson.
![]() |
Viðræður hafnar við tólf ríki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)