Benedikt Halldórsson ritar um fólksflutninga­samning SÞ:

Það versta við samninginn um innflytjendur er að það verður glæpur að gagnrýna komu ólöglegra innflytjenda. 

Sagt er að hann sé ekki bindandi en það þýðir ekkert að fá bak­þanka þegar erind­rekar krefj­ast þess að við stöndum við það sem við skrif­uðum undir. "Til hvers voruð þið að skrifa undir ef þið meintuð ekkert með því?" verður spurt ef okkur líst ekki á blikuna þegar á hólminn er komið. 

Orð skulu standa. Það er bara þannig. Sá sem lofar vinum sínum greiða kemur ekki með ómerkilegar afsakanir eftirá.

Íslendingar lofa að sækja íslenska ríkisborgara til saka sem setja út á komu innflytjanda frá þriðja heims ríkjum og lofa að loka fjölmiðlum sem lofsyngja ekki samninginn. Kannski fer allt á besta veg en kannski ekki. Það er hugsanlega hægt að afsaka vanefndir ef skattgreiðendur gera uppreisn en það kostar skattgreiðendur "ekkert" að standa við þann hluta loforðsins að sækja einn og einn til saka og loka óþekkum fjölmiðlum. Hver á annars að túlka samningin? Hann segir sig varla sjálfur. Hvað ef menn túlka hann á versta veg? Af hverju er verið að taka áhættuna? Til hvers? Fyrir hvern? 

"Promote independent, objective and quality reporting of media outlets, including internetbased information, including by sensitizing and educating media professionals on migration-related issues and terminology, investing in ethical reporting standards and advertising, and stopping allocation of public funding or material support to media outlets that system­atically promote intolerance, xenophobia, racism and other forms of discrimination towards migrants..."

Ólöglegir innflytjendur verða löglegir en þeir sem setja út á að ólöglegir innflytjendur streymi til landsins verða hinir ólöglegu. Síðan er talað um að "við" eigum að koma í veg fyrir að þær aðstæður skapist í heimalöndunum að fólk leggi land undir fót. Ef "okkur" tekst það ekki verðum við að taka á móti öllum sem vilja koma. Hvergi er minnst á kostnað. 

En stjórnvöld munu sjálfsagt fá nákvæmar leiðbeiningar hvað samningurinn þýði í raun, hversu há óútfyllta ávísunin verður
og hverju við þurfum að afsala. 

20 lönd hafa ákveðið að skrifa ekki undir, þ.á m. Austurríki, Ástralía, Bandaríkin, Danmörk, Eistland, Ítalía, Króatía, Pólland, Slóvakía, Sviss og Tékkland. Það er nefnilega fráleit vitleysa að skrifa undir hugsanlega skerðingu á málfrelsi, í blindni og út í bláinn til að þóknast andlitlausum býrókrötum, jafnvel þótt þeir kenni sig við "virtar" stofnanir.

Það veit enginn hvernig vindar blása þegar við verðum rukkuð um loforðið eða hvaða býrókratar verða þá við völd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

 

Í skoðanakönnum á Facebók vilja 93% (213 af 229) að það fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Ísland eigi að skrifa undir fólksflutningasáttmála SÞ. Í skoðanakönnun á vef Útvarps Sögu var spurt: "Eiga Sameinuðu þjóðirnar að hafa vald til þess að ákveða fjölda þeirra flóttamanna sem koma til Íslands?" Niðurstaðan (27. nóv.) var: Nei 94,9%. Já 4,4%. Hlutlausir 0,9%.

Jón Valur Jensson.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 9.12.2018 kl. 05:07

2 Smámynd: Egill Vondi

Nokkrir viðeigandi hlekkir:

Einn Evrópuþingmaður Breta varar við samningnum: https://twitter.com/SocialM85897394/status/1068452770775252992

Fyrrilestur Stefan Molyneux um samninginn: https://www.youtube.com/watch?v=5WRszRZBfYw

Sýrlenskur flóttamaður í Þýskalandi varar við samningnum: https://www.youtube.com/watch?v=nCtj33-65VU

James Allsup greinir frá áformum SÞ: https://www.youtube.com/watch?v=YrdQxX3-47Y

Egill Vondi, 10.12.2018 kl. 06:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband