Boris Johnson segir af sér

Það eru mikil tíðindi að Boris Johnson hefur sagt af sér sem utan­ríkis­ráð­herra Bretlands, daginn eftir að Brexit-ráðherrann gerði það sama. Theresa May er í miklum vanda stödd og glímir við þann vanda í mikilvægri þingræðu í dag. Hafa samflokksmenn hennar ýmist viljað ganga harðar fram í Brexit-málinu eða hægar, og er frú May með þeim linari í málinu, en Johnson með þeim harðari. Upplausn kann að blasa við, en forsætis­ráðherrann hefur þó þingslita­valdið á hendi sinni og að boða til nýrra kosninga; en staða hennar er veik og erfitt að sjá fram á, að hún geti styrkt hana með nýjum utanríkisráðherra.

Hér er nýjasta frétt The Times af málinu:  May vows to fight on amid cabinet crisis -- Johnson and Davis quit over PM’s soft Brexit plan ...

JVJ.

Sbr. og: http://www.ruv.is/frett/boris-johnson-segir-af-ser


mbl.is Boris Johnson segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband